Sæmundur Fróði - 01.11.1874, Blaðsíða 3

Sæmundur Fróði - 01.11.1874, Blaðsíða 3
163 hafa fengið veiki þessa eptir óvarlegt eða of mikið borðhald, en aldrei ættu menn þó, samkvæmt hinni dðnsku lyfjaskrá, að gefa meira af uppsölurótardustinu í einu en sem svaraði 2 grömmum eða iiðugu hálfu kvintíni. Uppsöluvínsteininn ætti aldrei að gefa án læknisráða, nema i barnaveikinni, og það þó að eins eptir þeim reglum, er nú þegar skal greina. Bæði þessi uppsölulyf, það er að segja, uppsöluvínsteinninn og uppsölurótardustið, ættu þó að minni ætlun að vera til í öllum húsapótekum, því að opt má svo að höndum bera, að hvorttveggja lyfið geti orðið bráðnauðsynlegt, en hvorttveggja ætti að kaupa í lyfjabúðum í vegnum skömtum, því að engin von er til, að alrnenningur hafi svo næma vog, til að geta vegið þau út svo nákvæmlega, sem með þarf. Slíka uppsölu- skamta ætti og vandlega að geymaá þurrum stað í lokuðu íláti. Eins og kunnugt er, hefur blóðkreppusótt opt orðið mjög almenn og harðla skæð hjer á landi, og með því að full og áreiðanleg reynsla er nú fyrir þvi, að ekkert lyf linar hana svo vel og brýtur á bak aptur, sem góður uppsölurótarskamtur, gefinn í tækan tíma, þá fæ jeg alls ekkert sjeð á móti því, að fólk grípi til þessa lyfs, þar sem langt er til læknis og auð- sjáanlegt er, að hann getur eigi komizt til sjúklingsins fyr en eptir langan líma, þegar allt er, ef til vill, orðið um seinan. Jeg hef hjer á landi einstaka sinntim sjeð blóðkreppusóttina verða fjarskalega hættulega á stultum tima, og það svo, að útsjeð hefur verið um alla hjálp, þegar sjúklingur hefur haft hana í 1 eða 2 doga. Þegar svo ber undir, gjörir 1 eða 2 uppsöluskamtar nærfellt ólrúleg áhrif; þegar þeir eru við hafðir þegar í byrjun sótlarinnar, og er þetta nú margreynt í löndum þeim, þar sem hún er bæði fjarska-skæð og almenn, svo sem t. a. m. á Indlandi og víðar. Þegar blóðkreppusóttin fer að verða algeng, verður hún opt fjarska-pínandi á einstaka sjúklingum, með sífelldum blóðkorgugum niðurgangi, og er þá alls eigi að bíða boðanna, heldur gefa uppsölurótina þá þegar einu sinni eða tvisvar sinnnm á dag, uns verkirnir linast og sjúklingurinn fær talsverðar hægðir. fað er gagnmerkilegt með þetta lyf, að það var fyrir meira en 200 árum fundið af lækn

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.