Lögberg - 13.05.1926, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.05.1926, Blaðsíða 7
LftGRERG FIMTUDAGINN, 13. MAÍ 1926. Bls. 7. ♦ HEFIR þú tekið eftir þvi, að þegar þú hefir sáran blett á þér einhvers staðar þá er alt- af eitthvað að rekast á hann? I Hvað sem þú gerir, eru jafn- vel smáskeinur þér til mikilla ó- þæginda. Þetta tefur fyrir þér og þú átt bágt með að vinna. Hættan liggur þó aðallega í því, að hættulegir gerlar komast í sárin á hörundinu og vinna þar mikið tjón, nema því að eins að Zam-Buk sé strax viðhaft. Zam- Buk eyðir strax þrautum og er á- reíðanleg vörn gegn hættulegum gerlum. Það má æfinlega reiða sig á, að það græðir fljótlega og gerir það vel . Nú þegar húshreinsunin liggur fyrir, mátt þú ómögulega vera án hins ágæta Zam-Buk. Zam-Buk er áreiðanlega bezta meðalið við öllum hörundskvill- um svo sem: illkynjuðum sárum, bolum, hringormi, eczeiia, piles og öðru slíku. Þetta ágæta meðal getur þú fengið hjá lyfsalanum fyrir 50c. öskjuna, eða 3 fyrir $1.25. ZamBuk Co., Toronto, sendir með ánægju goft sýnishorn án endurgajlds, ef óskað er. Frá írlandi. Mikið hefir skipast í Ulster á írlandi nú á síðustu fjórum árum. Landsstjórnin öll önnur en hún var, þras og ófriður hefir þokað fjrir friði og felsi. Landsmenij eiga við sældarkjör að búa, nema' hvað verzlunin liggur enn í lama- sessi. En þar hafa Iika aðrar breyt- ingar á orðið, sem dyljast sjónum veraldarbarna, því að þær eru fólgnar í trúarvakningu. Hefir sú trúarvakning haft víðtæk áhrif til batnaðar, jafnt í ríki og kirkju, sem á hvern einstakan. Fyrir fjórum árum var alt í uppnámi á Norður-írlandi; ótti og óvissa fylti hugi manna; enginn var öruggur um sig. Landsmála- mennirnir voru gersamlega ráð- þrota. Morð og brennur virtust vofa yfir öllu. Alt var að fara í kaldakol. Vonleysið grúfði yfir* öllu; ájt virtist fara versnandi. Kristnir menn sáu enga leið til bjargar, nema bænar-leiðina. — Þegar neyð manna er hæst, þá er drottinh alt af næst. Hann ^ hjálpar hverjum þeim, sem ákall- ar hann á degi neyðarinnar. Allir trúarflokkar kristnir báðu ein- huga á öllum sérstökum bæna- dögum. En það var líka beðið á hverju kristnu heimili. Og hvert einasta kristið smáfélag um land alt bað- til drottins. Og guð heyrði allar þessar bænir. Hjálp- in var nálæg. Og svarið frá drotni var miklu rækilegra en nokkur af biðjendunum hafði vænst að verða mundi. Friður komst á að lokum. En bezt af öllu var það, að drottinn sendi m a n n til að koma honum á. Það var ekki stjórnmálamað- ur né venjulegur þjóðleiðtogi, heldur var það kristniboði, maður, sem flutti fagnaðarerindið gamla um frið á jörðu og velþóknun guðs á mönnunum, og ferðaðist um. Það var í árslok 1920, að prest- urinn W. P. Nickolson sótti heim fæðingarborg sína, Bangor. Var Nýtt Meðal, Sem Eykur Blóðið og Styrkir Taugarnar. Læknar Finna, að Það Veitir Und- ursamlega Hjálp, Ungum og Gömlum. Margar þúsundir nota þetta nýja meðal, Nuga-Tone, og fá undra- verða hjálp og það á fáum dögum. Nuga-Tone veitir slitnum taugum og vöðvum líf og fjör ótrúlega fljótt. Það gerir blóðið rautt og heilbrigt, eykur viljaþrekið og gerir manninn færan til að af- kasta miklu verki. Nuga-Tone er bezta meðalið við meltingarleysi, höfuðverk, svefnlevsi og aðru því- nku. Það gerir það sem því er ætlað, bæði fljótt og vel. Nuga- lone veitir góða matarlyst, end- urnærandi svefn, styrkir lifrina og nýrun, og öll meltingarfærin, bæði fljótt og vel. Fók ætti að reyna þetta meðal, því það getur að minsta kosti engu tapað. Þeir sem búa það til, þekkja svo vel verkanir þess, að þeir leggja það fyrir alla lyfsala, að ábvrgjast meðalið og skila aftur peningum ef þu ert ekki ánægður og þú get- ur fengið mánaðarforða fyrir að- eins einn dollar. Meðmæli og á- byrgð og til sölu hjá öllum góðumi lyfsölum. það ætlun hans að dvelja þar um hríð, meðan hann væri að ná kröftum eftir hættulegan upp- skurð, sem gerður hafði verið á honum. Þar hafði hann fyrir mörgum árum snúist til aftur- hvarfs heima hjá móður sinni, þreyttur og útslitinn í þjónustu syndarinnar. Seinna hlustaði hann á prédikun Stuart Holdens. • Við þá ræðu fann hann hjá sér köll- un.til að fara og prédika fagnað- arerindið hvarvetna í heiminum, til þess að snúa mönnum til drottins. — Nú stóð svo á í Bangor, að kristniboðs-blað hafði verið gefið þar út árum saman. — Ritstjóri 'blaðsins fór þess nú á leit við Nicholson, að taka þar að sér for- göngu fyrir kristniboðsstarfi; gekk hann fús og glaður að því. Nú var opinberlega skorað á kristna menn, að biðja fyrir þessu málefni. Báðu menn nú vikum saman fyrir kristniboðsfundum þeim, sem haldnir mundu verða, á heimilunum víðsvegar í toorg- inni; var sérstaklega beðið um afturhvarf og vakningu fyrir í- búa hverrar götu í bænum. Þeg- ar fundirnir hófust, streymdi þangað múgur manns, svo að ekk- ert hús rúmaði allan þann fjölda. Og menn sneru sér til Krists hóp- um saman. Þá kom beiðni hvar- vetna af landinu um það, að kristniboðinn kæmi þangað, til að halda samskonar samkomur, og alstaðar gengu menn drotni til handa þúsundum saman, Margir stöðvuðu prestana á götum úti til að spyrja þá, hvað þeir ættu að gera, til þess að þeir yrðu hólpn- ir. Spyrjandi og leitandi menn leituðu uppi leiðtogana kristnu seint og snemma. Það, sem mest auðkendi þessa vakningu, var það, að sérstaklega margir fertugir menn, og eldri, urðu sanntrúaðir menn og fúsir til að þjóna Kristi. Er það ljós vottur um, að þetta vakningar-starf er heilbrigt og traust, og þar kemur raunveruleg kristileg karjmenska og kjarkur í Ijós. Það er oft sagt um vakning- ar, að þær nái ekki tökum á öðr- um en gömlum konum og börnum. En öllum toer saman um, að þessi vakning hafi toyrjað meðal full- orðinna karlmanna, og karlmenn einir fluttu hana úr einum stað í annan. Árið 1922 hóf Nicholson kristni- boðsstarfsemi sína í Belfast. Var þao um það skeið, sem borgara- styrjöldin var í algleymingi og lífshætta var að fara út á göturn- ar. En samt sem áður var að- streymið að samkomuhúsunum afamikið. Þeir, sem komu þarna saman, munu seint gleyma sam- komum karlmannanna og þeim krafti frá hæðum, sem eins og sló niður yfir alla mannmergðina, þegar á þá var skorað að ganga til þjónustu við drottin sinn og frelsara. Hver af öðrum stóð upp og sagði: “Eg vil.” Oft toar það við milli ræðu og söngs, að skot- in dundu úti fyrir, og oft urðu þeir, er samkomurnar sóttu, að leggjast flatir á botninn á spor- vögnum, þar sem hættulegast var um að fara. Þegar þessi orrahríð var úti og friður kominn á í borginni, þá urðu borgartoúar að játa, að þeir ættu óumtæðilega mikið að þakka þessum hraustu og hugprúðu mönnum, sem héldu samkomurn- ar. Þeir fóru inn í miðja borg- ina, þó að þeir vissu, að þeim gæti verið bráður bani búinn. Þeir urðu andlegir leiðtogar karl- manna, svo að þúsundum skifti, og lögðu sinn mikilvæga skerF fram til að reka hatur og öfund í felur. Og þeir gerðu það á þann hátt, að fáar hersveitir mundu unnið slíkt afreksverk. Svo mik- ið er víst, að margur uppreistar- maðurinn, með heiðið blóð í æð- um, snerist raunverulega til Krists, og! eru nú vottar hans. — Boðskapuirnn, sem Nicholson flutti, var bbðskapurinn gamli um syndajátningu og trú. Og hann flutti hann með þeim krafti guðs, að margir fundu sig knúða til að skila þe'im eignum, sem þeir höfðu rænt frá réttum eigendum. Refja- menn komu og greiddu skuldir sínar, og hirðulausir menn fóru að rækja skyldur sínar. Blessunin fylgdi Nicholson, hvar scm hann 'fór. iStrangleikinn í ræðum hans á rót sína að rekja til þéirrar reynslu hans sjálfs, að þrældómur syndarinnar er ban- vænn hverjum manni og sviftir hann eilífa lífinu; aftur á móti á viðkvæmni hans og nærri því úióð- urleg umhyggja fyrir sálum manna rót sína í þeim kærleika, sem þróast undir krossi Krists. — . Þegar búið var að halda kristni- bcðs-fundi í sex vikur, þá höfðu eigi færri en 1500 manna gefið sig fram og beiðst úrlausnar á spurningunni: Hvað á eg að gera, til þess að eg verði hólpfnn? — Alstaðar braust fram fögnuðnr og lofsöngur, þar sem áður hafði eigi verið annað en íhaldslaust veraldarlíf. — Og þessi guðlega lífsalda barst eins og sinueldur frá einum stað í annan og inn í hvert kirkjufélag, og blés lífi í “lifandi” dauðar sálir. Þegar Nicholson var búinn að prédika í samfleytt þrjú ár, taldi hann sér skylt að hverfa aftur til starfs í Los Angeles. En margir voru þeir, sem vonuðu með bæn, að það hlyti að vera vilji guðs, að hann væri séhdur heim aftur til írlands. Og það sannaðist brátt, að svo var einnig. Hófst nú yfir- gripsmikið prédikunarstarf á öll- um þeim mörgu stöðum, þar sem ekkert þessháttar starf hafði náð til áður. Og á hverjum stað gengu menn hundruðum saman frá dauð- anum til lífsins, eins og glataði sonurinn. Nýtt fjör færðist í alt kristilegt starf. Og því getur enginn lýst, hve mikla þýðingu þessar kristniboðs-ferðir hafa fyr- ir írlendinga, og fyrir heim allan, meira að segja. ótvíræðasti* vott- urinn uni það, að þessi írska vakn- ing, sem gerðist fyrir fjórum ár- um, hafi verið djúp og raunveru- leg, er það, að margir þeirra, er þá sneru sér til Krists, eru nú orðnir kristiboðar í fjarlægum löndum, og aðrir eru að búa sig undr það. Þessi andlega vakning er sannlega stórfengileg og kröftug, og vita menn eigi dæmi til slíkrar trúvakningar á Norður- írlandi síðan árið 1859. — Leyndardómur vakningarinnar er fólginn í því, að Nicholson hef- ir gefið guði hjarta sitt að fullu og öllu, og öðlast dásamlega fyll- ingu Guðs anda í hjarta sitt. Þessu samfara er það, að hann hefir bjrgfasta trú á orðum heilagrar ritningar, alt frá sköpunarsög- unni til Opinberunar Jóhannesar. Hið djarfa, heilbrigða trúrhug- rekki hans á einmitt erindi til karlmanna írsku þjóðarinnar, þeir hafa líka hópum saman gefið drotni hjarta sitt. — Kristniboði einn frá Jpan, sem tók þátt í kristniboðs-fundunum í Bangor 1922, sagði þetta fyrir með þesum orðum: “írar hafa þegar kent oss þol- gæði, laugaðir tárum og vættir blóði, en nú munu þeir kenna oss að þjóna drotni.” B. J. þýddi úr “Kristeligt Dag- blad”. — Bjarmi. \ Hvert stefnir? Er nokkuð, sem þarf lagfæringar ivið? Eg ætla að SRyrja alþjóð að því. Þegar eg var lítill að leika mér í sandi, moldarleðju og hverju sem eg kom auga á og gat höndl- að, þá ýmist nuddaði eg því utan á Jmig eða eg hafði gaman af að skoða það. Eg gerði ekki greinar- mun á lista smíðisgripum, lit- skrúði, blómum eða fegurð hlut- anna í heild sinni. Alt sem mig vantaði, var að hafa eitthvað að gera, og helzt að vera idautur og óhreinn. Svona var mín barns- náttúra, og eg sé að börnin hafa hana undantekningarlítið, hvort sem þau eru af ríkum eða fátæk- um kominn. Það er ekki hægt að sjá mismuninn á auð og fátækt í eðli barnsins, og sá breytiþróun- arliður er lítið búinn að móta mannkynið. Nú er mér það hulið, hvað eg fer langt, en eg veit með nógu mikilli vissu, að egyheld áfram og að breytingin, sem dauðinn orsak- ar, stöðvar mig lítið, sem er af því, að eg er ekki að leita að því, sem timans tönn fær grandað. Eg leita að sannleikanum ,og honum fylgir framför, þróun. Eg er enginn flokksmaður, sem er af þvi, að eg hefi sjálfstæða hugsun og hefi bygt mér skoðanir af reynslunni. . Þetta er lýsingin af mér í fáum orðum. En eru ekki margir þessu líkir? Eg vona að það sé, því mig vantar að koma til allra og taka í hönd þeirra og sýna þeim hvað eg hefi að bjóða þeim. Eg hefi til sýnis það sem eg hefi fundið. Eg ætla ekki í þessu ávarpi að segia til hvað það er4 en eg ætla að segjamönnum hvað mig vantar og vita, hvort nokkurn vantar það sama. Sé svo; þá bið eð hann eða þá, að koma til mín, tala við mig, munnlega eða bréf- lega, eða hvernig sem hann á hæg- ast með, og segja mér, hvað hann hefir að bjóða, svo við getum rætt saman. Eg ætla að segja, hvað mig vant- ar: Mig vantar frið og viljakraft það sterkan, að hann geti útrýmt allri sundrung úr heiminum. Mig vantar að hafa frið, en engin stríð. Mig vantar að láta alla hafa það, sem þeir með þurfa. Eg vil enga leti, engan latan mann sjá. Eg vil hjálpa öllum veikum, hugsanalega veikum og líkamlega veikum. Eg vil framför, en enga kyrrstöðu í neinu. Eg hefi séð hringiður, og það sem í þeim lend- ir er oft illa komið, sé það með lífi, en dauðir hlutir eru þar ró- legri. Nú hefi eg séð svo margs- konar hringiður; þeir sem þekkja þær vita, hvort eg er réttur í minni frásögn. Það er ein tegund hringiðunnar, sem eg varast að lenda í: það er hringiða heimsk- unnar. Hún er í svo mörgum greinum og í henni deyja margir. Nú hefi eg orðið of langorður, v en mig langa til að biðja menn að koma til mín og sjá hvað eg hefi fundið, því þegar þeir eru búnir að því, þá vilja þeir ekki gera öðrum eins lengur, og þá fyrst skilja þeir kenningu Jesú Krists. En á með- an þeir eru ekki búnir að finna það, sem eg hefi fundið, á meðan eru þeir ekki kristnir, þó þeir hugsi það. Eg ætla ekki að fara i neitt það, er meiðir eða særir; eg ætla heldur að biðja alla um að stöðva stríð og finna réttan sann- leika, því þá fyrst verður sæla á jörðinni, þegar hann er fundinn. Powell River, B.C., 24. apr 1926. Halldór Friðleifsson. Kristileg trúarvakning. Furðulegt er, að enginn hefir tekið til máls út af grein séra Jó- hanns Bjarnasonar, er hann nefndi “Ný starfsaðferð”, og birti í Lög- bergi 17. des. sl. ár. Þar er um stórmerkilegt málefni að ræða, og á framsögumaður sízt skilið, að hann sé kviksettur með helkaldri þögninni. Þrátt fyrir alt og alt er kristi- leg trúarvakning, eins og nú standa sakir, efst á dagskrá ís- lenzkra kirkjumála. Því nú er. eldur Krists farinn, að loga á hjarta-akri nokkurra manna og kvenna á meðal vor. Kæruleysingjar og heimsbörn eru ekki fyrst og fremst vakning- arstarfinu til fyrirstöðu. Málefni Krists hefir aldrei verið undir af- stöðu meiri hlutans komið. Sig- urför Krists hefir enginn og ekk- ert tafið, ef söfnuðurinn ('hvort sem hann'er lítill eða stór), þ. e. trúaða fókið, gefur sig skilyrðis- laust honum á vald. Alt er undir litla hópnum komið, að hann sé Kristi trúr og neyti ótakmark- aðra krafta bænarinnar. Okkur, fáum og smáum, hefir hann gefið orðið sitt og andann. Við erum líkami Krists og viljalaust verk- færi í jalmættishendi hans. Eg er því J. B. hjartanlega samþykkur: Þá yrði vakning í þjóðlífi voru, ef “alt trúarlega vakandi fólk heima á ættjörðinni og hér vestra, tæki höndum sam- an, undir náðar handleiðslu Guðs” — Það týrir á trúarskari rcargfa íslendinga. Að eins vant- ar manninn til að sakara glæðun- um saman. Leiðtoga vantar til að sameina hugi og hjörtu Guðs barna, svo að þau “einhuga í trúnni og þekkingunni á Guðs syni” fari nú öll að biðja fyrir og vinna að þessu mikla endurlausn- aiverki. Fjölmargir standa nú auðum höndum á tcyginu og bíða eftir tækifæri til að vinna fyrir Guðs ríki. Eg hefi enn þá aldrei heyrt ís- lenzkan prest halda vakningau- ræðu. Það er heldur enginn leyndardómur, að íslenzkir prest- ar prédika ekki afturhvarf. Er því naumast við miklum trúar- hreyfingum að búast. — Bræður, scm boðið orð Guðs; Mundi ræðu okkar skorta byltingaranda krist- indómsins, hefðum við að baki okkur reynsluna um þjáning gjaldþrotsins og teldum eldraun afturhvarfsins hverjum lærisveini óhjákvæmilega? Hingað til höf- um við verið að vinna að siðbót og ekki talið þörf á byltingu þeirri, er heilög ritning nefnir aft- urhvarf. Við þurfum ekki að imynda okk- ur, að það sé óskiljanleg tilviljun, að heilnæmar ' trúarhreyfingar hafa farið fram hjá okkur. Er nú ekki tími til kominn, að við auðmýkjum okkur fyrir Guði og könnumst við, að það er okkur sjálfum að kenna, að hann hefir hingað til ekki getað notað okkur tii að hrinda trúarvakning af stað? Veikleiki okkar hefir ekki verið svo mikill að Kristi væri hægt að birta í honum almætti sitt. Páll var svo langt leiddur, að hann ofsótti söfnuð Krists, áð- m en hann auðmýkti sig og yrði nothæft verkfæri heilags anda. Og Pétur afneitaði frelsaranum opinberlega þrisvar sinnum áður en hann kannaðist við vanmátt (sinn. En þegar hann seinna vitnaði um hjálpræði Guðs í Jesú, ‘Utung- ust menn í hjörtun”. Það þyrðum við og vildum sízt af öllu. Við þorum engan greinarmun að gera á mönnum, a. m. k. innan safaðar- ins. Allir eru kristnir. Og því una menn svo vel, að enginn bregður út af gömlu slóðunum. Fyndi einhver upp á, að vitna um trúarreynslu sína fyrir öðrum, er hann undir eins kominn í flokk farísea og hræsnara, sem álíta sig betri en aðra. Vilji einhver ekki dansa eins og allir aðrir, er hann hræsnari. Farirðu ekki á Bíó eða í leikhúsið, ertu marg- faldur hræsnari. — Hér eru allir svo hákristnir, að enginn mismun- ur er á trúarreynslu manna, því er andi vitnisburðarins horfinn úr söfnuðinum. Enginn mismun- ur er á náðargáfunum, svo eng- inn finnur sig knúðan til andlegr- ar starfsemi í þarfir safnaðarins. Eru dæmi til þess að menn — án ! aðstoðar prestsins — myndi bit>-1 líulestrar- eða bæna-hringi; tali I við einstaklingana um frelsi sálna þeirra; vitni um trúar-1 reynslu sína eða prédiki orðið, | þegar færi gefst? íslenzkum prédikurum lætur betur að lýsa sverðinu tvíéggjaða en beita því meðal áheyrenda sínna. Við hlöðum og sigtum, en hleypum ekki af. Við róum út á djúpið og vörpum netinu, en drög- um það ekki ínn, af því við vitum svo vel, fyrir fram, að við fáum ekkert í það. (Árangurinn ver§- ur oftast nær álíka mikill eða lít- ill og menn búast við). i— Okkur et m. ö. o. áfátt í heimfærslunni. Útleggingin er dágóð. En ræða okkar er verk heilans, fremur en hjartans. Því er hún heldur ó- pcrsónuleg, einkanlega ef lesið er af blöðum. Ræður okkar bera vott um lærdóm og djúpa hugsun frem- ur én reynslu og fögnuð sjálfs- eignamannsins. Við höfum hlýtt boði Krists: “Kennið þeim.” Okkur gengur ver að vera vottar hans. Tilheyrendur okkar verða þess brátt áskynja, hvort orðin í Jóh. 4, 42 eiga við um okkur: “Sjálfir höfum við heyrt og vit- um, að þessi maður frelsari heims- ins.” — Ræða okkar er guðfræði- leg útlegging, fremur en persónu- legur vitnisburður. Fálmandi tij- raun fremur en festa og kraftur fullvissunnar. Vitnisburðinum veita menn æf- inlega eftirtekt. Sjálfsreynsla og lifandi, eldheit sannfæring, er prédikaranum “afl þeirra hluta er gera skal.” — “Nothing is so con- victing as conviction.”5 Eg hefi síðustu mánuðina hugs- að mikið um> hvað Páll eiginlega á við, þegar hann talar um, að vera “höndlaður af Kristi”. Sá mikli kennimaður hefir, þrátt fyr- ir sínar djúpu og heimspekilegu útleggingar, verið hrifinn af Kristi sjálfum, af persónu hans fiemur en kenningunni. Af því, þeirri hrifning(--stafar sá ómót- stæðilegi áhugi, sem Iýsir sér bezt í orðunum alkunnu: “Vei mér, ef eg boða ekki fagnaðarerindið.” — Yngri kennimennirnir sumir heima, eru eins og ýlustrá í kenn- ingarvindi. Nýju kenningarnar vekja áhuga, gömlu kenningarn- ar harm. Guð gefi okkur votta, höndlaða af Kristi. Hugsið ykkur, ef menn héldu oft ræður eins þrungnar af Krists-hrifning og sálmurinn dýrlegi: ‘tBlessed assurance! Jesus is mine!” , Hjá okkur hefir safnaðarstarf- ið ofmjög hvílt á herðum prest- anna einna. Er það eitt af okkar afleitustu mistökum, og stendur söfnuðunum mjög fyrir þrifum. Útljt er fyrir, að hjá okkur séu piestarnir “stólpi og grundvöllur sannleikans.” Krfstindómsboðunin og bænin er, á ^samkomum okkar, verk prestsins. Við, leikmennirnir, lif- um í þeirri trú, að við getum einu sinni ekki lesið biblíuna (hvað þá boðað orðið eða flutt bæn), hún sé svo þungskilin að hálærðum prest- inum sé hún fullerfitt viðfangs- efni. Er nú ekki kominn tími til að dreifa ábyrgðinni á herðar safn- aðarmeðlimanna allra. Enginn vandi er að koma mönnum í skiln- ing um, að undir því er velferð og gengi safnaðarins komið. Það er trúlega vanaasamt og erfitt að vera prestur íslenzkra safnaða. Hann stendur einn síns liðs og á þó alt að gera. Væri ekki heppi- lega, að koma safnaðarfólkinu í skilning um, að söfnuðurinn er fremur hutafélag en eins manns stofnun? Þegar einstaklingurinn veit, að hann á eitthvað í fyrirtæk- inu sjálfur, verður honum ant um það og vinnur að því með glöðu geði. Það er heilög skylda sanntrú- aðra safnaðarmeðlima, engu síð-( ur en prestsins, bæði að lesa biblí- una, tala orðið og flytja bæn, vitna um trúarreynslu sína og leiðbeina mönnum í trúarefnum, I bæði á opinberum samkomum og í persónulegu tali við menn. — Tali presturinn sakir embættis- ins og lærdómsins, getum við það engu síður, sakir unfboðs okkay frá Kristi (sbr. I. Pét. 2, 5. 9), reynslu okkar og áhuga. Og manna bezt ættu prestarnir að vinna að efling, þroska og sjálfstæði “safnaðar lifanda. guðs”. Við megum ekki láta blekkja okkur með safnaðar-félagsskap í staðinn fyrir safnaðar-líf. Trúaðir prestar, sem safnaðar- lífinu unna, ættu nú að gera alt, sem í þeirra valdi stendur til | þess að trúaða fólkið innan safn- aðarins myndi með sér félags- skap og fari að sækjast eftir náð- argáfunum (sbr. I. Kor. 12, 31 og vers. 27-30). Og trúaða fólkið þarf að hvetja til að taka orðið til uppbyggingar, vitna um trúar- reynslu sína og halda bæna og IHINN HLJÓDLÁTI AFLGJAFlI I Western Canada Motor Car ( Company Ltd. 1 BIFREIÐASALA R f 263 EDMONTON ST. og REDWODD & MAINI niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiH biblíulestrarfundi. Sérstaka á- herzlu þarf að leggja á, að hvetja fermingarbörnin til að lesa biblí- una og bregða ekki trausti sínu við Guð eða söfnuðinn. Guð gefi öllum trúuðum mönn- um, sem tala orð hans meðal ís- lendinga, náð og djörfung, svo einstaklingarnir vakni til ábyrgð- ar sinnar gagnvart frelsaranum, og í ljósi orðs hans og eilifðar- innar, verði að kjósa hann eða hafna honum! “Gætið þeirrar hjarðar Guðs, sem meðal yðar er,” mun þá trú- aða fólkinu lærast að “þjóna hver öðrum með þeirri náðargáfu, sem honum hefir verið gefin, svo sem góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs.” Ólafur ólafsson. Stjórnleysið í listnm og bókmentnm. (Eftir Review of Reviews.) Út af minningartöflu Epsteins í Hyde Park farast Stephen Cole- ridge svo orð í English Review: Síðustu tuttugu árin hafa kom- ið fram persónur, sem mála menn og konur með andlit eins og svína- feitisblöðrur, og útlimi úr þýzkri matarsósu. f kjölfar þeirra hafa komið aðrar persónur, er sýiia maitnsmyndina með því að setja saman aflanga ferhyrninga, ská- hyrninga^og þríhyrninga. Fyrir krónu í aðgangseyri hafa hópar af ómentuðum, gapandi og gláp- andi flónum þyrpst inn á þessar ankannalegu sýningar, þar sem öll þessi ósvífni hefir verið hengd upp á veggina. Það er sorglegt, að hinn kon- unglegi listaháskóli sýnist vera hræddur við það síðari árin, að neita þessum ankannaskap alger- lega um upptöku á málverkasýn- ingarnar, og að verja með festu og hugrekki lög og reglur í mál- aralistinni. Það ætti þó, að minni hyggju, að sæma slíkri stofnun. í bókmentunum hefir verið sama eldgosið af menningarlausu bulli. Margskonar orðaskvaldur og orðasamsöfn, sem hvorki eiga sér rim, hljóðfall né bragar keim, eru prentuð niður eftir miðjum blað- síðunum í línum með einhverri ákveðinni lengd. Framan á bók- ina og aftan á hana eru prentuð orðin “Skáldskapur” eða “Kvæði”. Ritdómarar fagna þessum bókum, eins og þær væru opinberanir og eftir miklu meiri andans menn en alla hina gömlu, úreltu og lítils- virtu meistara, frá Hómer og nið- ur til Tennysons, sem virtu hinar viðteknu rímreglur, og hlýddu þeim með lotningu. Þessi fyrirlitning fyrir lögum og reglum í bókmentum og listum, að fleygja á glæ állri fegurð, og kasta sér flötum í sorpið til þess að tilbiðja afskræmið, kemur að minni hyggju af tveim orsökum. önnur þeirra er bolshevisminn, sem fyrirlítur allar erfikenningar og svívirðir þær, sem hefir saurg- að hin helgu vé menningar og smekks og er eitt af þeim óheilla- vænlegu öflum, sem dregur fáráð- an lýð burt frá því sanna og fagra. Hin orsökin er óvildin og hatr- ið til heiðarlegrar vinnusemi, sem nú er að breiðast út í heiminum. Leiðin til verulegra framfara í listum og bókmentum er brött og grýtt, og upp eftir henni verður ekki klifrað án áreynslu og sárs- auka, eigi maðurinn að verða meistari í list sinni. Þolinmæðin sem útheimtist til að ná því tak- marki, er sjaldgæf á þessum tím- um. Og þess vegna eru það örlög vor, að láta berast niður eftir hinni leiðinlegu og saurugu braut afskræmisins og heimskunnar, þangað til ný kynslóð rís upp, sem ber virðingu fyrir göfugum erfi- kenningum, sem ráðið hafa í öll- um bókmentum og listum í tvö þúsund ár.—Vísir. Canadian Pacific getur sjed um ferd ydar Y F I R H AFID til Bretlands og annara landa med hvada gufuskipi sem er Ákveðið í tíma Upplýsingar fúslega gefnar af E. A. MeGninness, T. Stockdale, City Ticket Agent, Winnipeg. Depot Ticket Agent, Winnipeg eða 663 Main Street, Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.