Fréttir

Tölublað

Fréttir - 11.12.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 11.12.1918, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIjR JPréttir. Kosta 5 aura eictatid í lausásölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánuði. Aiigrlýsinf;averð: 50 aura hver ceutimeter í dálki, miðað við Fjórdálka biaðsiður. Afgreiðsla í Austur- strœti 17, sími 331. Við aug’Iýsingrnm er tekið á af- greiðslunni og í prentsm. Gutenberg. Ótgefandi: Félag 1 Keylíjavík. Ritstjóri: Guðm. Gnðmundsson, skáld. Bolsévistar á Eistlandi. Sagt er að her Bolsévista hafi lent á strönd Eist- lands og komið hvíta varðliðinu í opna skjöldu. Japanar í Miklagardi. Japanskt beitiskip og tveir tundurbátar eru komnir til Konstantinópel. Bretakóngur Leiftrahríð frá hjartarótum hraustra drengja, er frelsis leita, skal þér, ísland, auðnan veita enn á þessum vegamótum. Annars sólar aldrei nýtur, augum köldum skuggin gýtur inn í hjartans instu rætur, og mun sæta lagi og finna þjóðarstofnsins fína fætur fram á vegi sortanætur. í*á er ráðinn frelsis bani barna þinna. hefur á hinum svokallaða »brezka degi« sent Banda- ríkjaþjóðinni ávarp, þar sem hann þakkar henni lið- veizluna og óskar þess, að á komandi friðartímum haldist einingin milli hinna tveggja þjóða eins öflug og hún sé nú í dag. Suður-Slavar. Fréttaritari »Times« i Belgrad segir, að 300 af 700 fulltrúum Suður-Slava sem verið höfðu á fundi í Neu- Ljós er upphaf alls, sem lifir; ísland skal í ljóma standa meðal heimsins helztu landa hafið sínar þrautir yfir. Vefjast skal í geislum grundin, gulli röðuls fjöll og sundin; þjóðar vilji vafinn ljósi verða skal um alla daga; fram að tímans yzla ósi undin skal í sjgurhrósi gullnum stöfum letruð landsins satz 27, nóv., hafi komið til Belgrad daginn eftir og gengið í skrúðgöngu undir serbneskum fánum til kon- ungshallarinnar. Prinzinn sem stjórnar ríkinu tók á móti foringjum fararinnar, en hinir tóku sér stöðu fyrir utan, sungu serbneska ættjarðarsöngva og hyltu konunginn, ríkisstjórann og hið nýja ríki Suður-Slava með há- reystum ópum. Mannfjöldinn tók undir og söng með þjóðsönginn. saga. Bjarni Jónsson frá Vogi 6eymt en ekki gleynt. Herra ritstjóri! Eg vildi leyfa mér að biðja yð- ur fyrir eftirfarandi linur: Svo er mál með vexti, að eg um undanfarinn tíma hef leikið á kvöldin á kaffiliúsinu »Skjaldbreið« eins og bæjarmenn vita. Eins munu flestir hafa séð mig þar og heyrt, kvöld eftir kvöld í undanfarin tvð ár, og hefur mér og eigendum kaffihússins alt af samið vel þann tíma, þar til nú. Eg hef heldur ekki þurft að kvarta yfir því, að bæjarbúar hafi ekki haft ánægju af þeirri starfsemi minni, bæði þar og öll þau 13 ár, sem eg hef starfað hér. Nú í haust tók eg að spila undir nýrri stjórn. Gerði hún samning við mig fyrir hönd kaffihússins um það, að eg skyldi leika þar á kvöldin með hljóðfærasveit minni frá 1. okt. s. 1. til 14. maí n. k. Fyrst framan af hafði eg yfir ýmsu, ekki með öllu óverulegu að kvarta, t. d. því, að einum manni úr hljóðfærasveitinni var vikið á brott, þrátt fyrir það, að hann var ráðinn til 14. maí, þótt hann að vísu eigi væri búinn að gera skrif- legan samning, sem eigi reyndar þarf við suma menn. En nú um daginn, er farpest sú, sem geisað hefurj stóð sem hæst, og mann- dauði og allskonar eymd lagðist eins og mara yfir alla kæti, þá kastaði fyrst tólfunum. Hinn 18. þ. m. fékk eg skilaboð frá stjórn kaffihússins um, að hún vildi, að Jónas Guðlaugsson: Fórn árinnar. 7 og framfarir. Og það ættuð þið að muna lengur en þið gerið, þegar þið eruð að bjástra við allar fram- tíðar-bollaleggingarnar og þessa nýmóðins pólitík ykkar. í fyrri daga var það eitthvað annað. Einokunar- verzlunin stóð öllum framförum og efnalegu sjálfstæði fyrir þrifum, og enginn gat jafnvel lífað þolanlegu lífi, nema gamlar og ríkar ættir. Við bændurnir og al- múgamennirnir máttum lengi vel ekki verzla nema í einhverjum einum ákveðnum verzlunarstað. Og í strjálbygðum og fátækum sveitum fékst varla nokk- urn tíma í kaupstaðnum nóg af nauðsynjavöru, og auk þess var hún skemd og blátt áfram ban- væn, og ekki hundi bjóðandi. Færi nú einhver bóndi með nokkra fiska til kornkaupa í einhvern annan verzlunarstað en þann, sem ákveðinn var, varð hann að sæta þungri líkamlegri refsingu. En það var þó verst af öllu, að kaupmennirnir höfðu aldrei fyrirliggjandi nokkrar minstu vörubirgð- ir að vetrinum til, og skip komu ekki nema að vori og sumri til, og þá urðu allir að kosta kapps um að birgja sig upp með vörur, annars fengu þeir ekkert. Yrði svo veturinn harður, gátu menn ekki keypt sér fóðurbæti eða nauðsynjavörur, þótt birgðirnar þryti. Það lá því ekki annað fyrir mönnum og skepnum, en hungur og dauði. Guð má vita hve mörg manns- líf einokunarverzlunin hefur á samvizkunni, fyrir utan alt annað tjón, sem hún var orsök í! Og meðan við máttum hvorki verzla né sigla sjálfir, svo var ekki til nokkurs hlutar að mögla í móti yfirgangi hennar og óréttlæti. Sjórinn setti okkur stólinn fyrir dyrnar, svo að við vorum algerlega útilokaðir frá umheiminum. 8 Það var þvi ekki um annað að gera, en læra að svelta og semja við kónginn um betri kjör. Af þeirri braut vorum við óhrekjanlegir, unz sigur var unninn. Svo getum við látið okkur það í léttu rúmi liggja, þótt ungu mennirnir núi okkur því um nasir, að við dóum úr hungri og létum kúga okkur«. Hann þagnaði skyndilega, barði pípu sinni í klyf- berann, er hann sat á, og tróð svo í hana tóbaki. Sigtryggi gamla í Langholti hafði svo oft gefist kostur á, að láta sér gremjast gleymska æskumann- anna, því að hann fylgdi enn þá hinni gömlu bardaga- aðferð, og var einn þeirra manna, er höfðu meiri mætur á hinum verulegu, en hinum hugsuðu fram- kvæmdum og fræðikerfum. En er unglingurinn leit niður fyrir sig og mælti: »Þú hefur á réttu að standa«, þá var hann óðara fús til sátta. Hann reykti rólegur í pípu sinni, unz honum varð litið út í eitt skemmuhornið, þá var sem augu hans loguðu af eldlegum ákafa. »Lítið á hann þarna«, sagði hann, og það kendi skjálfta í röddinni, — »hann er lifandi bautasteinn þeirra tíma«. Allir litu út í hornið. Þar lá maður nokkur saman- hnipraður í fasta svefni. Fötin, sem hann var í, virt- ust vera samansafn af allskonar druslum, sem voru reyrðar saman með snærum, og útundan fatahrúg- unni sáust fætur, blákalnir og knýttir. Hár hans og skegg var óhirt og flækt í fataræflunum. En þrátt fyrir eymdarástandið, var hið ellilega og óhreina and- lit hans einkennilegt — ennið hátt og hvelft og nefið fagurlega lagað. Auminginn samanhnipraði var í fasta svefni. Hinar

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.