Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Landiğ

Smelltu hér til ağ fá meiri upplısingar um 48. tölublağ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Landiğ

						LANDIÐ
Afgreiðslu og innheimtum.
Ólafnr Ólafsgon.
Llndargðtu 25.
Pósthólf. 35S.

48. tölnblað.
Eeykjavík, föstndaginn 6. "des. 1918.
III. árgangur.
Árni Biríksson.
c
Heildsala
Talsími 265.    Póstkólf 277.    I Smásala.  |
Vefnaða*vöru*, Prjónavörur mjög fjölbreyttar.
Saumavélar
með hraðhjóli og 10 ára
verksmiðjnábyrgð.
|§        Sniávörur, er snerta saumavinnu og hannyrðir.
^     Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar  og ódýrastar.
^          Tækifærisgjaflr — Jólagjaflr — Leikföng.
m
?. yTiiðersen S Sön,
Reykjavik.
Landsins  elzta klæðaverzlun og
saumastofa.  Stofnsett 1887.
Aðalstræti 16.  Simi 32.
Stærsta úrval af allskonar fata-
efnum og öllu til íata,
Tennur.
eru  tilbúnar og settar inn, bæði
heilir tanngarðar og einstakar tennur
á Hverfisgötu 46.
Tennur dregnar út af lækni dag-
lega kl. II—12 með eða án deyf-
ingar. — Viðtalstími kl. 10—5.
Sophy Bjarnarson.
Hviti
hanzkinn
er einhver bezta sagan.
Fæst hjá bóksölum.
Bazarinn
á Laugaveg 5
hefur ávalt allskonar tæki-
færisgjafir fyrir börn og
— ¦   fullorðna.     =
Ennfremur bróderaðir og áteikn-
aðir dúkar, kragar og fleira.
Vanskil á blaðinu.
Ef vanskil verða á blað-
inu, eru kaupendur beðnir
að gera afgreiðslunni að-
vart um pað svo fljótt
sem hægt er.
Fullveldishátíðin.
Sunnudaginn 1. des. var að til-
hlutan stjórnarinnar haldin hátíðleg
athöfn hjá stjórnarráðshúsinu í til-
efni af því, að konungur hafði þá
daginn áður undirsknfað sambands-
lögin og gefið út úrskurð um ís
lenzkan ríkisfána.
Danska herskipið »I>lands Falkc
var árla morguns fánum prýtt sigl-
anna á milli. Skipaði þar danski
fáninn það hið æðra öndvegi, en
hinn íslenzki hið óæðra.
Stuttu eftir kl. hálf tólf gengu
hermenn af >Islands Falkc í fylk-
ingu með axlaðar byssur og bera
byssustyngi, frá bryggjusporði og
upp á stjórnarráðsblettinn. Safnað-
ist nú að fjöldi manna. Komu nú
foringjar skipsins, skrýddir ein-
kennisbúningi og sendiherrar er-
lendra ríkja. Gengu þeir upp að
dyrum stjórnarráðshússins, en þar
stóðu helztu borgarar bæjarins, er
boðnir höfðu verið til athafnar-
innar.
Er klukkuna skorti fjórðung stund-
ar í tólf, lék lúðrafélagið »Harpa«
>Eldgamla ísafold«. Því næst hélt
fjármálaráðherra ræðu. Var síðan
íslenzki fáninn dreginn við hún á
stjórnarráðshúsinu. Tóku þá allir
ofan. »Islands Falkt tók að skjóta,
hermennirnir kvöddu fánann og
lúðrasveitin tók að leika fánasöng-
inn »Rís þú unga íslands merki«.
Að því loknu hélt foringi »Islands
Falk« ræðu. Að ræðunni lokinni var
leikið »Kong Christian«. Að lok-
um talaði forseti sameinaðs þings
fyrir minni Danmerkur. Lék síðan
hljóðfærasveitin »Der er et yndigt
land«. Að síðustu var leikið »Ó
guð vors landsc — Gengu síðan
dönsku hermennirnir af stað í
fylkingu.
Kl. 2 var hátíðaguðsþjónusta í
dómkirkjunni. Flutti biskupinn ræðu.
Var þar viðstaddur fjöldi manna,
svo sem foringjar á »lslands Falk«
og sendiherrar erlendra ríkja.
Kaupm höfn um að konungur hafi
sæmt ráðherrana og samnings-
nefndarmennina heiðursmerkjum í
tilefni af fullveldisdegi íslands
Ráðherrarnir, Jón Magnússon, Sig.
Eggerz og Sig, Jón>son, urðu
»kommandörar af II gr.«, Jóhannes
Jóhannesson bæjarfógeti »danne-
brogsmaður«, en Bjarni Jónsson frá
Vogi docent, Einar Arnórsson pró-
fessor og Þorsteinn M, Jónsson
»riddarar«.
Skeyti til útlanda.
Sambandslaganefndin sendi eftir-
farandi símskeyti til Hage ráðherra
i gær:"
alslenzku nefndarmennirnir senda
hér með dönsku samverkamönnun-
um alúðarfylstu kveðjur með þakk-
læti fyrir góða samvinnu.
Jóh. Jóhannesson, Bjarni Jónsson
frá Vogi, Einar Arnórsson, Þor-
steinn Jónssonc
V. B. K.
Vandaðar  vörur.    Odýrar  vðrur.
VBFNAÐARVARA.
Pappír og ritföng.
LEÐUR og SKINN.
Heildsala.
Smásala.
Þingforsetarnir   sendu
;ftirfarandi skeyti:
konungi
Verzlunin JJjprn Xristjánsson.
^mwm^^mi
Sálrækt.
Brot úr  ritdómi.
III.
»Alþingi íslendinga óskar á þess
um degi að senda konungi lands
ins sínar þegnsamlegu kveðjur og
láta í ljósi hinar beztu óskir kon-
unginum og konungsættinni til
handa.
Jóh. Jóhannesson, G. Björnson,
M. Guðmundssonc.
Enn fremur sendu þingforsetar
forsætisráðherranum, Jóni Magnús-
syni, svohljóðandi skeyti:
»Alþingi sendir yður hamingju-
ósk sína þennan dag með þakklæti
fyrir vel unnið starf«.
Fjármálaráðherra hins íslenzka
ríkis Sigurður Eggerz, sendi og
konungi skeyti í tilefni af merkis-
deginum.
Í „liitteraturen"
samnorrænt bókmentatfmarit, sem
gefið er út í Khöfn, hefur Jakob
Jóh. Smári ritað greinarkorn um
helztu ljóðabækur og skáldsögur ís-
leozkar, sem út hafa komið árið
1917 og fyrra missiri ársins 1918.
Greinin er prentuð í nóvember-
heftinu, með fyrirsögninni „Islandsk
litteratur".
Heiðursmerki.
Á sunnudaginn barst Stjórnarráð-
inu  símskeyti  frá  skrifstofunni i
Yestur-íslendingar.
Blöðin »Lögberg«, »VoröId« og
>Heimskringla« í Winnipeg, hafa
sent stjórnarvöldunum símskeyti þar
sem spurst er fyrir um inflúenzuna
og hvort Vestur-íslendingar geti
veitt nokkra hjálp vegna veikinnar
og Kötlugossins. Þeim var svarað,
að engin hjálp væri nauðsynleg og
infiúcnzan búin.
Nú  mun  verða  nokkuru fljótar
yfir sögu farið.  Annar kafli heitir
Yoga.  Yoga er forn, indversk sál-
ræktarstefna,  sem  á  síðari  árum
hefur hafið för sína til Vesturlanda
og  einkum  náð  góðu  gengi með
Engilsöxum.  Orðið er úr sanskrít
og skylt ísl. orðinu »ok«.  Bendir
það að nokkru á, hvað átt er við
með  yoga.  Það  er  einmitt  ok
þeirrar tamningar, sem veitir sjálf-
stjórn  og rétt horf í lífinu.  Yoga
skiftist  í  ýmsar  greinar,  og lýsir
Möller sumum þeirra nánara.  Ein
þeirra  er  einkum  í því fólgin, að
ná víðtæku  valdi yfir líkamanum.
Byggist  það  á  því,  að vitundin
getur  tekið  í  sínar hendur stjórn
ýmissar taugastarfsemi, sem venju-
lega  er alveg  ósjálfráð.  Er sagt
um  suma  Indverja,  að  þeir geti
stöðvað  hjartslátt  sinn  og lagst í
dvala svo mánuðum skiftir, og kvað
þeir  iáta  grafa  sig  lifandi því til
sönnunar.  Annað  æðra stig yoga
er hins vegar að ná valdi yfir and-
anum. Maðurinn hefur hæfileika til
þess að stjórna hug sínum.  Sam-
kvæmt yoga eru skynfæri og hug-
ur  hvórttveggja  verkfæri  »sálar-
innar«.  Og  salina  þatf að vekja
og  lata  hana  vaxa  að valdi yfir
líkama og hug.  Allar tilfinningar
og  hugsanir  eru  nokkurs  konar
öldur á hafi andans.  Þegar maður
reiðist t. d., rís máttug bylgja, og
þá er reiðin er runnin, verður hafið
aftur  kyrt.  Markmiðið  er þá, að
láta  ekki  bylgjurnar  bera sig sitt
á  hvað, heldur taka stjórnartaum-
ana og beita kröftunum létt. Einna
máttugast  ráð til  þess er einbeit-
ing hugans.  Sú hugsun, sem mað-
ur vill  eigi gefa sig við, er lokuð
úti,  en  huganum  beitt  að þeirri
hugsun,  sem  tilvalin  er.  Þannig
getur maður sjálfur ákveðið, hverj-
ar  hugsanir  skuli vera öflugastar,
Og hugsunin  er afl.  Með því að
velja  einhverja  hugsun  og dvelja
löngum við hana, fær hún kraft og
er þjófurinn getur eigi hætt við að
stela, stafar það af því, að hann
sleppir huganum að freistingunni,
sem við það fær svo mikinn styrk,
að hann fær ekki staðist. Það eru
margir, sem drygja syndir í hug-
anum. Þegar ill hugsun kemur
upp, dvelja þeir við hana, sjá hana
brjótast út í verki, óttast það og
sjá sig yfirbugaða. En þegar slíkri
hugsun skýtur upp, á að vísa
henni á bug, ekki með því að
berjast við hana, heldur með því
að snúa huganum að öðru betra.
Ennfremur er unt að hætta öllu
hugarstarfi, kyrra hugann, svo að
sálin hvíli í fullkomnum friði. Enn
er eitt markvert atriði í yoga:
djúpur andardráttur eftir vissum
reglum, sem einnig veitir ró og
frið og veitir straumum andlegrar
orku í rétta farvegu til heilla sál
og líkama.
Þriðji kafli heitir: Frá Búdda-
trúnni.  Segir  Möller þar frá öðr-
um  aðal-menningarstraumi Austur-
landa.  »Alt,  sem við erum, er af-
leiðing  hugsana  vorra, er skapað
af  hugsunum  vorum.  Ef maður
talar  eða  starfar  með  illum hug,
munu þjáningar fylgja honum, eins
og  hjólið  fylgir  fæti  uxans, sem
dregur  vagninn«.   Svo  segir  f
»Dhammapada«, einni af merkustu
bókum  Búddatrúarmanna.   Betur
en  fjöldinn  allur  hafa þeir skilið,
að  hugsunin  ákvarðar sál manns-
ins og þar með forlög hans.  Mað-
urinn  hefur  enga  óvini  aðra en
sína eigin hugsun.  Búddatrúarmað-
urinn rannsakar þess vegna sjálfan
sig  og  upprætir  úr  huga sfnum
ágirnd á hlutum þessa heims, reiði
og  hatur,  en  fyllir  hugann  með
kærleika  og  meðaumkun.  Hann
hefst  upp  yfir  deyfð  og leti og
fylHst  skilningi  og skýrri meðvit-
und.  Hann  upprætir  drámbsemi
og óánægju og sökkur sér niður 1
rósemi  sálarinnar;  hann  þekkir
enga  óvissu  framar  og efast ekki
um  hið góða.  Meðan hann er að
losna við þessar hindranir, er hann
enn íullur hugsana, en síðan færist
yfir hann hugkyrð, hann skilur alt
án  löngunar  og  óbeitar og Iifir f
jafnvægi  og  hreinleik hugans cins
og  maður,  sem  hefur hulið  sig
allan  f  hreinni  kápu,  En Búdda
verkar samkvæmt inntaki sfnu.  Þá var  enginn  vinur  meinlætinga.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 189
Blağsíğa 189
Blağsíğa 190
Blağsíğa 190
Blağsíğa 191
Blağsíğa 191
Blağsíğa 192
Blağsíğa 192