Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.12.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 11.12.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðslil- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 55. Reykjavík, 11. desember 1918. XIII. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng, kaupa allir i Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Klæðaverslun H. Andersen & Sön ACalstræti x6. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. ---■ Lárus FJeldsted, yfirrjettarmálafærslumaSur Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. Arabía eftir stríðið. Þaö hafa gerst ýmsjr viöuröir i Arabíu nú á ófriöarárunum, sem litlar fregnir hafa fariö af vestur um Ev- rópu. Þar er nýtt ríki i myndun, en ekki fullsjeð enn, hve víðáttumikið þaS muni verða. Arabía hefur nú i 400 ár að nafn- inu til lotiö Tyrkjaveldi. Hún er föðurland trúarhöfundar Múhameds- manna, en helstu helgidómar þeirra voru fluttir þaðan til Konstantinópel, þegar sú borg varð höfuðborg Tyrkjaveldis og miðstöð tyrknesKi- ar menningar. En Arabar áttu sjálf- stæöa menningu á háu stigi og voru jafnan óánægðir meS yfirráð Tyrkja. Hefur þjóðleg hreyfing verið ríkj- andi þar í landi alla tíð og oft hafa oröið þar uppreisnjr gegn yfirráðum Tyrkja, en samheldni milli höfðingja landsins hefur aldrei verið næg til þess, að landið yrði til fulls leyst undan tyrkneskum yfirráðum og sam- einað í sjálfstætt ríki. Nú fyrst ei nokkurt útlit fyrir, að þetta ætli að takast. Á síðari árum hefur myndast ;í Arabíu þjóðlegur stjórnmálaflokkur, sem mjög hefur stuðst vjið kenningar mentamanna, sem stundað hafa nám til og frá um Vesturlönd. Þessi stjórn- málaflokkur setti sjer það markmið, að losa Arabíu undan veldi Tyrkja. Leiðtogar flokksins gáfu út ávarp árið 1904, sem skýrði frá fyriræti- unum þeirra, og sendu þeir þá stjórn- um stórveldanna þetta ávarp. Sögðu þeir þar, að Arabar hefðu alt til þessa verið innbyrðis ósáttir um ýmásleg trúmálaatriði og helgisiði, en nú væru augu þeirra að opnast fyrir heildar- samtökum, og væri það ósk þeirra, að skiljast frá Tyrkjaveldi og mynda stjálfstætt ríki. Þetta ríki hugsuðu menn sjer að ætti að ná yfir allan Arabíuskagann, frá Sues-skurðinum cg Miðjarðarhafinu til Evfrat-ogTig- ris-dalsins. Fyrir ríkið skyldi setja soldán með þingbundinni stjóm.Hjer- aðið Hedjaz, sem liggur upp frá norðurhluta Rauðahafsstrandarinnar, skyldi verða sjálfstætt innan heildar- innar, ásamt Medinaborg og svæðinu þar umhverfis, og skyldi stjórnandi þess jafnframt verða kalif, eða trú- málastjóri, allra Múhamedsmanna. Á þann hátt sögðu þeir að leyst yrði úr einu hinu mesta vandamáli íslams- manna á viðunandi hátt, en það væri, að fá trúmálavaldið skilið frá stjórn- málavaldinu. Helgistaðir kristinna manna í Palestínu skyldu fá sjálfræði undir þeirra eigin stjórn, og einnig var lofað, að hreyfa ekki við sjálf- slæði smáríkjanna í Yemen í Suður- Arabíu og við Persaflóann. Ávarpinu fylgdi það, að uppreisnir urðu á næstu missirum til og frá í Arabíu gegn Tyrkjum, bæði suður í Yemen og norður í Sýrlandi og Palestínu 0g víðar. Tyrkir gátu hvergi til fulls bælt þetta niður. I Suður-Arabiu gengu hersveitir þær, sem stjórn Tyrkja sendi þangað, til þess að stilla til friðar, i lið með uppreisnarmönn- um. Samt sem áður varð þá ekkert úr þvi, að Arabar sameinuðust i heild, og hafði verið gert meira úr löngun þeirra til þess i ávarpinu en rjett var, Og líka var hitt, að vald trúmálastjór- ans í Konstantínópel reyndist sterkara í Arabíu en ávarpsmenn og þeirra fylgifiskar höfðu ætlað. En er Tyrkir lentu inn í heimsófriðinn 1914 í sam- bandi við kristnar þjóðir, og trúmála- höfðingi íslamsmanna i Konstantínó- pel lýsti þetta „heilagt stríð“, tóku Arabar því þunglega, og þótti þeim sem trúmál þeirra ættu þar að notast í þarfir stjónmálanna. Stríðið varð því óvinsælt þar i landi, en hin þjóð- lega hreyfing fjekk byr undir vængi. Seint í júrtí 1916 var send út fregn um það frá Lundúnum, að stórsjerif- inn af Mekka, Hussein pasja, hefði gert uppreisn gegn Tyrkjum. En ná- kvæmar fregnir af því, sem var að gerast þarna eystra, hafa ekki komið meðan á stríðinu hefur staðið. Það hefur þó sjest, að með Englending- um í Sýrlandi hafi barist her, sem kendur er við konunginn i Hedjaz, en það er sami maðurinn, sem áður er nefndur, Hussein pasja stórsjerif,- Á fyrstu stríðsárunum var lokað fyrir pílagrímastrauminn til hinna helgu borga í Arabíu, en sá straumur cr mesturá haustin.Svovaropnað fyrir honum aftur í skjóli Englendinga og Frakka. Þeir sendu þá pílagríma frá Norður-Afríku austur þangað, sem jafnframt fóru með stjórnmálaerindi. Voru það Frakkar, sem byrjuðu á þessu, og veitti stjórn þeirra 3 mil- jónir franka til pilagrímsflutning- anna. Frakkar og Englendingar ýttu undir hina þjóðlegu hreyfingu hjá Aröbum, og það virðist svo sem þeir hafi viðurkent sjálfstæði Hedjaz og gert sjerifinn þar að bandamanni sín- um í stríðinu gegn Tyrkjum. Má þá líka búast við því, að þeir styðji hann til kalífatignarinnar. En Englenaiug- ar og Frakkar ráða yfir miklu fleiri Islamsmönnum en Tyrkjasoldán, og þegnar þeirra geta því haft miklu meiri áhrif á kalífavaldið en Tyrkir. Það er sagt, að 15 miljónir íslams- manna lúti nú Tyrkjasoldáni, en 72 milj. Englandi, 35 Frakklandi, 18 Rússlandi og 3 ítalíu. Það er þó fjarri því, að enn sje útgert um sameining Arabíu undir einni stjórn. Inni í landinu eru vold- ugir höfðingjar, sem ráða með kon- unglegu valdi yfir stórum hjeruðum. Það er enn ósjeð, hvort þessir menn vilja lúta yfirstjórn þeirri, sem hugs- að er til að mynda. En um það er líka talað af leiðtogum þjóðlega flokksins, að gera Arabíu að banda- rikjum. Hugsa þeflr sjer þá, að Sýr-> land, Palestina og Mesopotamía verði með í því sambandi. Um Palestínu mun það þó vera ákveðið nú, að þar eigi að myndast Gyðingaríki, svo að það mun þar með vera útilokað, að hún verði hluti af h'inu væntanlega Arabíuríki. En hvernig sem stjórn- málafyrirkomulag þessa Arabíuríkis annars verður, þá er það talið víst, að upp komi þarna nýtt kalífaveldi. Iðunn IV. árg. 1.-2. hefti. Ellitrygging alþýftu. Nýtt skólalyrirkomulag. Síðasta hefti Iðunnar er betra en er venja er til um tímarit vor, bæði skemtilegt og vekjandi. Jeg get því ekki stilt mig um að minnast á það fám orðum. Holger Wiehe, dócent, ríður á vað- ið með grein um B a n d a 1 a g N o r ð u r 1 a n d a. Hann ritar á ís- lensku og engu miður en þeir sem eru fæddir íslendingar. Sjálft málið er mjög tímabært, því mikið hefur verið um það ritað og rætt undanfarin ár, þó skal ekki frekar farið út í það hjer. Að eins sakna jeg að hvergi skuli vera minst á rit C. F. H æ r- f o r d t s, danska læknisins (Om Betimeligheden af et nordisk For- svarsforbund, Kbh. 1915, og Formen for et nordisk Forsvarsforbund, Kbh. 1915), sem prentuð eru á öllum 4 norðurlandamálunum, og einnig á ís- lensku. — Mun fátt eða ekkert hafa verið um þetta mál ritað af jafn mikilli alúð og nákvæmni, þó hæpið sje, að alt þar standi föstum fótum eftir reynsluna í Norðurálfu- ófriðnum. Stephan G. Stephanssson, Ameríkuskáld, leggur til snildar- kvæði: V o r ö n n. Hann kveður um vinnugleðina, og eitt erindið er þannig: Áreynslunnar unaðsæld I elfdu mig í handtakinu. Leys mig, áður út sje þvæld ánægjan, frá dagsverkinu. Iðjan verður ok um háls, ef aÖ þrýtur fjör og sinna. Þá er öll vor orka frjáls, yndi og hönd ef saman vinna. Það er enginn slóði eða letingi, sem þannig yrkir. Þá má nefna skemtilega og skipu- lega ritað ágrip af myndun ís- lands og æfi eftir Guðm. Bárð- arson, bónda. Það hlýtur að vera góð- ur fengur fyrir fjölda manna, því alt er ljóst og auðskilið hverjum manni. — Á socialisminn erindi til vor? Lögboðin elli- trygging — stærsta fram- f a r a m á 1 i ð, er ágæt grein eftir próf. Ág. H. Bjarnason. Hann rekur þar horfur lands og sveitarfjelaga til þess að reka atvinnu í stórum stíl og telur þær að svo stöddu sárlitlar. Socialismi í rjettri merkingu eigi því lítið eða ekkert erindi til vor að svo stöddu. Meðal annars skorti oss það fjármagn, sem þyrfti til þess að reka fyrirtæki í stórum stíl. Síðari hluti ritgerðarinnar stendur í raun og veru í litlu sambandi við socialismann. Hann ræðir um stór- mál, sem ætti að standa ofarlega á dagskrá hjá oss: lögboðin ellitrygg- ing allrar alþýðu. Hvar sem vjer lítum í kring um oss er alþýðan ellitrygð, hefur eftir- laun þegar vissum aldri er náð, eða menn orðnir öryrkjar. Þýskaland reið á vaðið i þessu framfaramáli, sem ótal öðrum, 1889, en síðan komu hin nágrannalöndin hvert á fætur öðru. Meðan eftirlaun hafa verið rægð hjer og ófrægð ár eftir ár, hafa aðrar þjóðir, með meiri stjórnmála- þroska, kepst um að koma þeim á fyrir allan landslýð. Er fróðlega yf- irlit yfir alt þetta mál í Andvara 1917, eftir Þorst. Þorsteinsson hagstofu- stjóra, en líklega nenna fáir að lesa það, og sennilega ekki einu sinni all- ir þingmennirnir, því nú vill enginn annað lesa en eitthvert sögurugl. Ellitryggingin hefur gert tvent: bætt frelsi manna og efnahag, bjarg- að fjölda frá sveit og sárri fátækt, en auk þess hefur safnast óhemju fje í ellitryggingarsjóðunum og það hefur aftur orðið lyftistöng til marg- víslegra framkvæmda í löndunum. En hvað höfum við gert? Ómerki- legt kák og annað ekki. Við stofnuðum styrktarsjóði handa alþýðufólki 1890. Tillagið var lítið og styrkurinn á sínum tíma svo smár, að engan munaði um. Og svo var hann náðargjöf frá sveitarstjórn- um, sem enginn hafði fulla kröfu til. 1906 reyndi Páll heitinn Briem að koma hjer á fót skynsamlegri elli- trygging, líkt og gerist ytra. Þingið svæfði það mál. 1909 var styrktarsjóðunum að nokkru breytt (landssjóðsstyrkur, hækkuð tillög) og svo aftur 1917 en fyrirkomulaginu annars haldið ó- breyttu. 1915 var þó hafist handa að fá málið rannsakað og Dr. Ólafur Daní- elsson fenginn til þess. Hann sendi stjórnarráðinu all-langa ritgerð um það og útreikninga, ?em hann hafði gert. Stjórnin stakk öllu s a m’a’n undir stól og ekki befur þess heyrst getið, að neinn þingmaður hafi um það spurt. Próf. Ág. Bjamason birtir nú i rit- gerð þessari aðalatriðin í tillögum Dr. Ól. D. Þau eru þessi: Allir á aldrinum 16—55 ára sjeu tryggingarskyldir. Árgjald yrði um 10 kr. á mann. Ellistyrkur næmi 200 kr. á ári, frá 63 ára aldri til dánardags. Ætlast er til, að tryggingin tæki fyrsta árið til þeirra einna, sem fylla 16 ár, og svo bættust við árlega allir sem ná þeim aldri. Smámsaman yrði svo allur landslýður trygður, lands- sjóði að þakkarlausu. Ef hann legði fje af mörkum, lækkaði árgjald að sama skapi. Sýnishorn af því, hversu trygg- ingarsjóðurinn yxi eru þessar tölur: Eftir 5 ár væri sjóðurinn 340.000 kr. — 10 — — — x.100.000 — — 20 — — — 4.500.000 — — 30 — — — 11.500.000 — — 50 — — — 41.500.000 — — 84 — — — 54.000.000 — Það mætti' margt gera við slíkt auðsafn, og bendir höf. á ýmislegt i þá átt. Vjer þyrftum þá síður að ganga fyrir hvers manns dyr i út- löndum, til þess að biðja um lán, yrðum frekar sjálfbjarga. Árni Þorvaldsson cand. mag. ritar um nýtt skólafyrir k'o m u- 1 a‘g. Það tekur þó að eins til menta- skóla og lærðra skóla. Eru fyrst tald- ir gallarnir á núverandj skólafyrir- komulagi, og síðan gerðar tillögur til umbóta. Eru þær í fám orðum þess- ar: 1. í hverjum bekk (námsdeild) eru örfáar (3) skyldar námsgreinar kendar í senn og annað ekki. Kenslu- stundum fækkar þá að mun. — B e k k j a r p r ó f i’ð e r s í’ð a’n f u 11 n a ð a r p r ó’f í þ e s s u m g r e i n u m, og eru þær því ekki kendar i efri bekkjunum. Þessu fyrirkomulagi fylgir stór- vægilegur kostur, nefnilega sá, að nám gengi eflaust miklu greiðara í hverrji grein, ef gengið er að henni í einu, í stað þess að búta hana niður í strjálar kenslustundir í 5—6 ár. Helmingur af því sem lærist týnist niður á þessum langa tíma. Um þetta get jeg borið af eigin reynslu. — Þó er ekki hlaupið að því, að fara eftir tiilögu höf, og sjerstaklega tvent, sem í bága kemur: Fyrst, að nemend- ur eru svo óþroskaðir í neðstu bekkj- unum, að þeir gætu tæpast tekið fullnaðarpróf í neinni grein, í öðru lagi, að þær námsgreinar, sem fyrst væru lærðar, myndu lagðar á hylluna og gleymist. Ef tllaga höf. ætti að koma að notum þyrfti helst að sjá við hvorutveggja. Ef til vill gæti það komið til tals, að halda svipuðu fyrir- komulagi í neðstu bekkjunum og nú er, en ljúka síðan hverri grein eftir aðra úr því. Við gleymskunni sje jeg ekki annað ráð betra, en að halda uppi kenslu (1 stund á viku) i þeim greinum, sem próf hefur verið tek- ið í, en frjálsleg ætti hún að vera og engar einkunnir gefnar. I tungumála- stundum yrðu þá málin töluð, og á allan hátt reynt til að gera kensluna skemtilega. Að krefjast nokkurskon- ar yfirprófs í öllum greinum við studentspróf væri ekki annað en að taka alt gamla fyrirkomulagið upp aftur. Hvort tillögur mínar eru fram- kvæmanlegar eða ekki skal jeg ekki fullyrða, en ekki ætti það að vera ókleift, að ná á einhvern hátt því marki, sem höf. bendir á, að gera kensluna í hverri grein svo samhang- andi, sem auðið er, og taka fullnað- arpróf i hverri fyrir sig. Því, sem menn ekki hirða um að muna, gleyma þeir hvort sem er fljótlega eftir stu- dentsprófið. 2. Nemendur sjeu ekki skyldir til að koma í kenslustundir. Höf. telur að þetta myndi skerpa ábyrgðartil- firiningu nemenda; skólaaginn fjelli þá að rnestu niður. Já, jeg er ekki langt frá því, að vera hinurn háttv. höf. sammála. Skólaaginn hefur eft- ir minni reynslu spilt fleirum en hann hefur bætt, og núverandi ástand, með heilbrigð.isvottorðum o. fl., er engin fyrirmynd. Helsta mótbáran móti til- lögunni er aldur nemendanna og þroskaleysi. Gæti ekki komið til tals, að skýra foreldrum nemenda frá því 1—2var á ári hversu þeir sæktu kenslu. Þá mætti og vísa þeim úr skóla, sem vanræktu kensluna fram úr hófi. 3. Burtfararpróf haldi ekki kennar- ar heldur prófnefnd, sem Háskóla- kennarar skipi eða velji, og sje hverjum heimilt að ganga undir stu- dentspróf hvar og hvernig sem hann hefur lært. Ekki geri jeg mjikið úr því, að kennarar sjeu hlutdrægir við próf, sist of strangir, en auðvit- að ætti engin aðdróttun um hlut- drægni að geta komist að, ef þetta fyrirkomulag væri notað. Þá væri það og aðhald fyrir kennara, því lje- leg kensla segði fljótt til sín. Þetta er lítið sýnishorn af tillög- um Á. Þ. Þær eru að ýmsu leyti ný- mæli, og er gleðilegt að einhver þor- jr að segja annað en það, sem gam- alt er og margtuggið. — Það þarf nokkra djörfung til þess hjer á landi. Annars virðist mjer eini vegurinn til þess að dæma um þessa tillögu, og margar aðrar í skólamálum, sje t i I r a u n. Því ekki reyna í smáum stíl hversu ýmsar kenningar reynast? Það væri tæpast mikil áhætta að gefa t. d. einn bekk mentaskólans lausan við alla skyldu að sækja kenslu, og sjá hvernig færi. Svo er um margt fleira, þar á meðal hverjar kenslu- aðferðir sjeu raunhæfastar. Sá veit gjör, sem reynir. G, H. Kirkja Finnlands sendir íslensku kirkjunni kveðju sína. Biskupinn hefur fyrir skemstu meðtekið miningarrit hinnar finsku kirkju i tilefni af feraldarminningu siðbótarinnar þar í landi („Reforma- tionen och Finlands Kyrka, 1517— 1917“), með svohljóðandi kveðju áletraðri af erkibiskupi Finnlands: „Til Herr Biskopen pá Island. I svár brytningstid och inför en oviss fremtid, men |i fast fortröstan till Guds hjelp och fortfarande náde- fulla ledning sánder den evangelisk- lutherska kyrkans i Finland Biskops- möte, samladt i landets huvudstad, til Eder, Herr Biskop, och gennom Eder till embetsbröderna i Edert stift sin vördsamna, broderlige helsning med tillönskan om forsætt andege- menskap. Helsingfors, den 19. Januari 1918. Pá Biskopsmötets vágnar. Gustaf Johansson, Finlands Erkebiskop.“ A íslensku: Til herra biskupsins á Islandi. Á erfiðumbyltingatímumogíóvissu um hvað framtíðin ber í skauti, en í öruggu trausti til fulltingis guðs og náðarsamlegrar handleiðslu hans framvegis eins og hingað til, sendir biskupafundur hinnar evangelisku- lútersku kirkju Finnlands, saman- kominn í höfuðstað landsins, Yður, herra biskup, og um Yðar hendur em- bættisbræðrunum í biskupsdæmi yð- ar, virðingarfulla, bróðurlega kveðju með óskum samf jelags 1 anda á kom- andi tíð. Helsingfors, 19. janúardag 1918. Fyrir hönd biskupafundarins. Gustaf Jóhansson, erkibiskup Finnlands. Kveðju þessari hefur biskup svar- að 24. f. m. á þessa leið: „Erkibiskup Finnlands, herra Gustaf Johansson! Fyrir fám dögum hef jeg frá Yð- ur, herra erkibiskup, meðtekið minn- ingarrit finsku kirkjunnar „Reforma- tionen och Finlands Kyrka, 1517— 1917“, sent af Yður fyrir hönd finska biskupafundarins. Fyrir þessa dýr- mætu gjöf svo og fyrir áletraða bróðurkveðju til.mín og hinnar is- lensku prestastjettar, leyfi jeg mjer hjer með að votta YSur virðingarfulla þökk minna. Móttaka þessarar bróðurkveðju hefur glatt mig mjög. Er hún tpjer

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.