Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.10.1967, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 20.10.1967, Blaðsíða 6
JÓN KONRÁtíSSON: Ljót sauðfjármörk (Greiti þá, sem hér fer á eftir hefur VerkamaSurinn tekiS sér bessaleyfi til aS endurþrenta eftir síSasta hefti BúnaSarblaSsins. OrS Jóns Konráðs- sonar eiga sannarlega erindi lil rnargra. ÞaS er lítt skiljanlegt, hvað mikið er notaS aj stórum mörkum, þegar lítilla marka er jafnan völ. — Fjáreigendur eiga að hafa og hljóta að hafa einhverja samúð meS litlu lömbunum, sem nýfædd leika sér á vorin um þúfur og hóla, og þeir mega ekki gera þeim æfina, sem oftast er svo óskaplega stutt, erfiSari en óhjá- kvœmilegt er.) í Lögbirtingablaðinu eru fjár- rnörk auglýst eins og kunnugt er. Þar rakst ég á þessi mörk í sama blaðinu: 1. Sýlt, hálftaf aftan, biti framan hægra; mið- hlutað í stúf vinstra. 2. Sýlhamr- að hægra; tvírif að í hvatt vinstra. Hvað ætli að þessi fjár- mörk séu mörg hnífsbrögð? Og hvað ætli sé mikið eftir af lambs eyra, þegar búið er að setja svona mörk eða jafnvel verri mörk á 2 lítil lambseyru? Sum mörk, sem notuð eru, eru alveg soramörk. Hvað kemur til að menn nota svona stór mörk, þeg- ar nóg er af litlum mörkurn? f'að mætti ætla að fjáreigend- ur hefðu smávegis samúð með smálambi og vildu ekki rista nema sem minnst af eyrum þess. Nú fara kindur með stór mörk ekki síður í misdrátt en þær, sem eru markaðar með marki, sem er aðeins eitt eða fá hnífs- brögð. Nú ætla ég að benda á nokk- ur atriði, sem geta verið til úr- bóta, því ég er viss um að þetta er af hugsunarleysi og vanafestu gert. Það er nokkuð algengt að nota 2 bita, 2 fjaðrir, 2 stig o. s. frv. á sama jaðri á eyra en það er mjög lítið um það, að biti og fjöður eða fjöður og biti séu á sama jaðri á eyra eða t. d. stig og fjöður, biti og bragð á sama jaðri. En sé það gert, þá er stundum sagt t. d. biti ofar, fjöð- ur neðar, framan hægra eða hvar á jaðri, sem þetta er notað. Það er alveg óþarfi eða ætti að vera óþarfi að taka fram, hvort er ofar eða neðar á eyr- anu, því það er algild regla að nefna alltaf fyrst það ben, sem er ofar á eyranu. Yfirmarkið fyrst, og halda svo niður eyrað. T. d. stýft, biti og fjöður framan hægra, þá vita allir að bitinn er ofar á eyranu. Ef notað væri meira en gert er nú, ólíkar benjar á sama jaðri ó lambseyra, þá kæmi þarna fjöldi af litlum mörkum, og þegar þessu er blandað saman við mis- munandi yfirmörk. Vaglrifa og vaglskora eða vagibiti eru yfirmörk. (Það ætti að hafa eingöngu vaglbita, en ekik vaglskora). Þetta eru mjög falleg yfirmörk og særa eyrun lítið; en að særa eyrun sem minnst, þegar markað er, er mannúðaratriði. Það er óskilj- anlegt, hvað þessi mörk eru lítið notuð. Væru þessi yfirmörk notuð meira en gert er, ásamt því að hafa ólík undirmörk á sama jaðri eyrans, eins og búið er að tala um, þá kæmi þarna mikill fjöldi af litlum, fallegum en ólíkum fjármörkum; mætti þá leggja niður sem fyrst, öll Ijót mörk eða soramörk. Síðan ég fór að hugsa um þessi mál. hef ég átt bágt með að marka lömb undir markið mitt, sem þó er ekki stórt. Og væri ég á fjallajörð, þá mundi ég hik- laust taka upp sem allra minnst mark, því á fjallajörðum verða menn oft að marka nýfædd Jömb. Nú vil ég biðja alla fjáreig- endur að hugleiða vandlega þetta menningar-, mannúðar- og hagsmunamál. Eg hugsa að margir komist þá á sömu skoð- un og ég. En sérstaklega beini ég orðum mínum til markavarð- anna, þeirra, sem eiga að leið- beina í þessum efnum. Þá ætti Búnaðarfélag Islands að gangast fyrir samræmingu á markheitum um allt land. KRINGSJA VIKUNNAR Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 e.h. á sunnudaginn. Æskulýðsmessa. Sólmar úr söngbókinni Unga kirkjan nr. 47, 46, 36,8 og 6. Æskulýðsfélagar yngri og eldri ósamt foreldrum hvattir til að koma. Söngbókin er fóanleg í bókaverzlunum. Sóknarprestar. Bræðrabrúðkaup. Hinn 14. október voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin, ung frú SvavaHeiðrún Björgvinsdóttir og Stefón Jónsson mólaranemi. Heimili þeirra verður að Skarðs- hlíð 1 I F, Akureyri. — Ungfrú Sigríður Jóhannesdóttir og Eirík- ur Jónsson stud. polyt. Heimili þeirra verður að Hafnarstræti 23, Akureyri. — Ungfrú Valgerður Magnúsdóttir og Teitur Jónsson stud. odont. Heimili þeirra verð- ur að Hafnarstræti 23, Ak. — Brúðgumarnir eru allir bræður. Foreldrar þeirra, Jón A. Jónsson mólarameistari og frú Hjördis Stefónsdóttir, Hafnarstræti 23, óttu silfurbrúðkaup um þessar mundir. t' HJARTANS ÞAKKIR til allra, er sýndu okkur Hluttekningu og vinor- hug við andlót og jarðarför, Margrétor Sigtryggsdóttur. Július Júlíusson. Sigtryggur Júliusson. Jóhonna Jóhannsdóttir. Alfreð Júliusson. Ingibjörg Þorleifsdóttir. Aðalsteinn Júlíusson. Aslaug Guðlaugsdóttir. Baldur Benediktsson. Barnabörn og aðrir vandamcnn. I.O.G.T. - Barnabókasafnið verður í vetur opið til útlóna einu sinni í viku, á miðvikudögum kl 5—7 síðd. Fró Þingeyingaféloginu. — Fyrsta spilakvöld félagsins verður að Bjargi laugardaginn 21. okt. n.k. Góð verðlaun. Skemmtiatriði. — Verið með fró byrjun. Allir vel- komnir. Nefndin. Minningarspjöld Styrktarfélags van- gefinna fóst í Verzl. Fagrahlið, Glerórhverfi og verzl. Bókval, Hafnarstræti 94. Amtsbókasafnið er opið alla virka doga kl. 2—7 e. h. HJARTAGARNIÐ HRAÐSKÁKKEPPNi um Lindubikarinn Aldrei annað eins úrval verður mónudaginn 23. október í Landsbanka- og nú. salnum kl. 8 e. h. — Fjölmennið. Verzlun Ragnheiðar Stjórnin. O. Björnsson. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR heldur Ircislu og shemmtífjnd fyrir félaga og gesti í Alþýðuhúsinu sunnudag- inn 22. október n. k. kl. 4 e. h. FUNDAREFNI: llallgrímur Jónasson, kennari Reykjavík, flytur erindi, er hann nefnir: YNDl FJALLS OG FJARtiA, og sýnir LITSKUGGAMYNDIR frá ýmsum svæðum íslands, og frá Noregi, Vesturlandinu. Aðgangseyrir kr. 50.00. Stjórn F.F.A. Fram lia Iflsaðal f ii ncl ur Skókfélags Akureyrar verður haldinn í Lands- bankasalnum föstudaginn 20. okt. kl. 8,30 e.h. DAGSKRÁ: 1. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. 2. Vetrarstarfið. Stjórnin. Snjóhjólbarðor! Bezta viðspyrnan. — Bezta stöðvunin. 6) Verkamaðurinn Föstudagur 20. október 1967

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.