Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

BFÖ-blašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
BFÖ-blašiš

						Eru 0 prómill mörkin
raunhæfur kostur?
Bindisfélag ökumanna er aðili að norrænu
samstarfi Bindindisfélaga sem nefnist NUAT
(Nordisk Union for Alkoholfri Trafik). Helstu
baráttumál þessara samtaka eru þau sömu og
BFÖ, að stuðla að bindindi og bættri umferð-
armenningu.
Dagana 27.-28. apríl síðastliðinn stóðu
samtökin fyrir norrænni ráðstefnu í Gauta-
borg. Yfirskrift hennar var: Umferðaröryggi
tíunda áratugarins - Norðurlöndin 0 prómill
svæði? Ráðstefnu þessa sóttu nokkrir íslend-
ingar, þrír frá BFO, einn frá Ábyrgð hf, einn
frá Umferðarráði og einn frá Alþingi.
Undanfarin ár hafa áfengismörk í blóði
ökumanna verið 0,5 prómill á Norðurlöndum
að undanskyldri Danmörku, sem hefur 0,8
prómill. Rannsóknir hafa sýnt að strax við 0,1
prómill minnkar hæfni ökumanna til að
stjórna ökutæki sínu og hæfnin minnkar jafnt
og þétt með auknu vínmagni. Við 0,5 prómill
er því hæfnin verulega skert. Því teljum við að
þau mörk sem sett voru fyrir mörgum árum
séuallt ofhá.
Viðfangsefhi ráðstefnunnar var einmitt
þetta. Svíar hafa riðið á vaðið og nú 1. júlí
munu þeir lækka mörkin í blóði úr 0,5 niður í
0,2 prómill og 0,10 ml í öndunarsýni. Norð-
menn og Finnar hafa tekið upp umræður um
að lækka mörkin hjá sér. Þeir hafa ekki enn
komist að niðurstöðu um hve mikið og hvern-
ig standa eigi að því.
Á ráðstefnunni var vitnað í fjölmargar
rannsóknir sem allar bentu til sömu niður-
stöðu, þ.e. að aksturshæfni minnki í réttu
hlutfalli við magn áfengis í blóði. Að vísu
minnkar aksturshæfnin mismikið og fer það
m.a. eftir aldri ökumanns, kyni, líkamsþyngd
og fyrri drykkjuvenjum. Því er mjög erfitt fyr-
ir mann sem neytt hefur áfengra drykkja að
meta hvort hann sé undir mörkunum og hvort
aksturshæfhi hans sé skert eða ekki. Ef hann
á að meta aksturshæfni sína eftir að hafa
neytt áfengra drykkja, hefur áfengið slævandi
áhrif á dómgreindina og hann telur sig jafnvel
fullfæran um að aka.
Meðal annars vegna ofangreindra atriða er
enn mikilvægara að skilja alveg á milli
aksturs og áfengis. Segja að annað hvort fái
menn sér í glas og sleppi akstri eða aki og
sleppi glasinu. En hver á að sjá til þess að
skilja á milli? Á ráðstefnunni kom vilji manna
skýrt í ljós að umferðarlögin eigi að tilgreina
það. Þar eigi að koma fram að menn eigi ekki
að aka undir áhrifum áfengis.
Bindindisfélag ökumanna hefur í vetur ver-
ið að undirbúa baráttuherferð gegn ölvunar-
akstri og að hér á landi verði mörkin færð nið-
ur í 0 prómill. Því þótti þeim félögum sem ráð-
stefnuna sóttu þær niðurstöður sem þar eru
birtar, fróðlegar og styðja þau sjónarmið
félagsins að akstur og áfengi eigi aldrei að
fara saman. En er raunhæft að færa mörkin
niður í 0 prómill? Hvað með pilsnerinn, eða
konfekt með líkjörfyllingu? Mælist ekki
áfengi í blóði við neyslu þeirra? Hvað með það
magn sem líkaminn sjálfur framleiðir af vín-
anda?
Allir þessir þættir hafa verið vandlega
rannsakaðir og konur og karlar með mismun-
andi líkamsþyngd verið prófuð. Ef einnar
flösku af pilsner er neytt með mat, mælist
ekkert magn í blóði, sama gildir með konfekt
með líkjörfyllingu. Það er ekki fyrr en við
áfengan bjór sem eitthvað vínandamagn mæl-
ist og þá mismikið eftir kyni og þyngd viðkom-
andi. Það magn vínanda sem líkaminn fram-
leiðir sjálfur er svo hverfandi lítið að ekki
mælist með venjulegri mælingu.
Niðurstaða ráðstefnunnar var sú að til að
auka öryggi vegfarenda í umferðinni beri að
færa prómillmörkin niður í 0 en jafnframt
verði að miða við ákveðin skekkjumörk,
vegna lyfjaneyslu og annars sem mælst geti í
blóði ökumanna. Skekkjumörkin ættu að vera
0,10-0,15 prómill.
Baráttan hér á landi er rétt að byrja og von-
um við að stjórnvöld geri sér grein fyrir því
hversu mikilvægt er að lækka mörkin, því
kostnaður þjóðfélagsins vegna slysa og eigna-
tjóns af völdum drukkinna ökumanna er geig-
vænlegur. Og þá er eftir að taka með í reikn-
inginn þá sem sjá á eftir sínum nánustu sem
orðið hafa fórnarlömb Bakkusar.
Við þurfum á allri athygli okkar að halda
undir stýri, ekki aðeins hluta hennar. Þess
vegna verðum við að aka allsgáð.
E.G.
17
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20