Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. 35 dv Afmæli Sveinn R. Eyjólfsson Sveinn R. Eyjólfsson, stjórnarfor- maður Frjálsrar fjölmiðlunar og útgáfustjóri DV, Kvisthaga 12, Reykjavík, er íimmtugur í dag. Sveinn Reynir er fæddur í Rvík og varð stúdent frá VÍ 1958. Hann var við nám í Háskóla íslands og vann í Landsbankanum til 1961. Sveinn var deildarstjóri hjá Olíufélaginu Skelj- ungi 1961-1968 og framkvæmdastjóri Dagblaðsins Vísis 1968-1975. Hann var einn stofnenda og framkvæmda- stjóri Dagblaðsins 1975-1981 og stjómarformaður Fijálsrar íjölmiðl- unar hf.,frá 1981. Sveinn stofnaði byggingafélagið Ármannsfell 1966 ásamt Ármanni Guðmundssyni og fjölskyldu hans og var stjórnarfor- maður þess 1966-1971. Hann var einn stofnenda Andra hf. 1967 og var í stjórn Reykjaprents, útgáfufyrirtæk- is Vísis, 1969-1975. Sveinn var í stjórn Blaðaprents hf. 1971-1976, formaður þess 1975-1976 og keypti Hilmi hf. 1971, í stjórn þess frá 1971 og formað- ur frá 1979. Hann var í stjórn Félags ísl. prentiðnaðarins 1978-1982 og í stjórn Hafskips hf. 1979-1985. Sveinn hefur verið stjómarformaður Jóns Brynjólfssonar hf. frá 1983. Hann stóð fyrir hönd Frjálsrar fjölmiðlun- ar að stofnun ísfilm hf. 1984 og hefur verið annar fulltrúa Frjálsrar fjöl- miðlunar í stjórn þess síðan. Sveinn kvæntist 31. október 1959 Auði Eydal, f. 31. janúar 1938, leiklist- argagnrýnanda DV og forstöðu- manni Kvikmyndaeftirlitsins. Foreldrar Auðar eru dr. Ástvaldur Eydal, doktor í hagrænni landafræði og prófessor í landafræði við ríkis- háskólann í San Francisco, hann lést 26. nóvember 1984, og Fríða Þorgils- dóttir. Böm Sveins og Auðar eru Hrafnhildur, f. 18. október 1958, blaðamaður og fyrrum ritstjórnar- fulltrúi á Vikunni, BA í norsku, nú tölvufræðingur hjá Norsk Data í Osló; Eyjólfur, f. 4. janúar 1964, for- maður Stúdentaráðs og formaður Vöku 1986-1987, nemi í vélaverk- fræði við HÍ; Hlédís, f. 2. maí 1965, nemi í húsagerðarlist í London; Sveinn Friðrik, f. 31. október 1974; og Halldór Vésteinn, f. 28. ágúst 1978. Bróðir Sveins er Ólafur Garðar, f. 15. október 1936, skrifstofustjóri Frjálsr- ar fjölmiðlunar hf„ kvæntur Ingu Ernu Þórarinsdóttur. Foreldrar Sveins: Eyjólfur Sveins- son, f. 6. júlí 1909, d. 3. janúar 1945, verslunarmaður í Reykjavík, og kona hans, Kristín Bjamadóttir, f. 3. september 1915. Eyjólfur var sonur Sveins, járn- og trésmiðs í Hafnar- firði, Sigurðssonar, b. á Efri-Gróf í Villingaholtshreppi, Sveinssonar, b. á Ferjunesi í Flóa, Sigurðssonar, b. á Kálfholti á Skeiðum, Magnússonar, b. í Skálmholtshrauni, Jónssonar, föður Höllu, langömmu Solveigar, ömmu Þorsteins Thorarensen rithöf- undar. Móðir Sveins var Þóra Ormsdóttir, b. í Syðri-Gróf Bjarnasonar, bróður Guömundar, langafa Guðmundar í Víði. Móðir Þóru var Elín, systir Vil- borgar, langömmu Sigurborgar, móður Emils Jónssonar forsætisráö- herra. Elín var dóttir Jóns, b. og smiðs í Vestra-Geldingaholti, Jóns- sonar, og konu hans, Elínar Sigurð- ardóttur, b. í Vestra-Geldingaholti, Jónssonar, lögréttumanns á Stóra- Núpi, Magnússonar, b. í Bræðra- tungu, Sigurðssonar. Móðir Jóns var Þórdís (Snæfríður íslandssól) Jóns- dóttir, biskups á Hólum, Vigfússonar og konu hans, Guðríðar Þórðardótt- ur. Móðir Guðríðar var Helga Árnadóttir, lögmanns á Leirá, Odds- sonar, biskups í Skálholti, Einars- sonar. Móðir Eyjólfs var Sigríður Eyjólfs- dóttir, b. í Móakoti í Garðahverfi, Eyjólfssonar, b. í Móakoti, Hinriks- sonar, b. í Seli í Grímsnesi, Ólafsson- ar, bróður Bjarna, langafa Jóhannesar, afa Guðmundar Einars- sonar verkfræðings. Móðir Eyjólfs var Þórey Eyjólfsdóttir, b. á Þórodds- stöðum í Grímsnesi, Narfasonar, b. á Björk í Grímsnesi, Jónssonar. Móð- ir Narfa var Guðrún Narfadóttir, systir Einars, langafa Magnúsar Andréssonar, alþingismanns í Syðra-Langholti, afa Árna Þórarins- sonar, prests á Stóra-Hrauni og langafa Sigríðar, móöur Ólafs Skúla- sonar vígslubiskups. Magnús var einnig langafl Ragnheiðar, ömmu Hauks Helgasonar, aðstoðarritstjóra DV, og langafi Elínar, langömmu Lúðvíks Geirssonar, formanns Blaðamannafélags íslands. Einar var einnig langafi Narfa, afa Hannesar þjóðskjalavarðar og Þorsteins hag- stofustjóra, Þorsteinssona. Móðir Sigríðar Eyjólfsdóttur var Helga Einarsdóttir, b. í Móakoti, Guðmundssonar, vefara í Sjávargötu á Álftanesi, Einarssonar. Móðir Helgu var Sigríður Guðmundsdóttir, b. á Hóli í Garðahreppi, Jónssonar og konu hans, Helgu Jónsdóttur, bókbindara á Bala í Garðahverfi, Þorsteinssonar. Kristín er dóttir Bjarna, sjómanns í Rvík, Bjamasonar, b. á Björgum á Skagaströnd, bróður Önnu, móður Guðmundar J. Hlíðdals, póst- og símamálastjóra. Bjarni var sonur Guðlaugs, b. á Tjörn í Nesjum, Guð- laugssonar, bróður Guðlaugs, lang- afa Þorsteins Gíslasonar, prófasts í Steinnesi, fóður Guðmundar, prests í Árbæjarprestakalli í Rvík. Móðir Bjarna Bjarnasonar var Guðrún Anna Eiríksdóttir, b. á Hólum í Fljót- um, Eiríkssonar. Móðir Kristínar var Anna Ólafsdóttir, sjómanns á Hö- skuldsstöðum á Skagaströnd, Tómassonar, b. á Bakka í Skaga- hreppi, Jónssonar. Móðir Önnu var Guðrún, systir Jónatans, langafa Jónasar Gíslason- ar dósents, Flosa Ólafssonar leikara, Guðmundar Óskars Ólafssonar, Sveinn R. Eyjólfsson. prests í Nesprestakalli í Rvík, og Sveins Ragnarssonar, félagsmála- stjóra Reykjavíkur. Guðrún var dóttir Gísla, b. á Varmá í Mosfells- sveit, Gíslasonar, b. á Norður-Reykj- um í Mosfellssveit, Helgasonar. Móðir Gísla á Varmá var Arndís Jónsdóttir, b. á Ófriðarstöðum við Hafnarfjörð, Ásgrímssonar og konu hans, Katrínar Pétursdóttur, systur Sigurðar, fóður Bjarna Sívertsen, riddara og kaupmanns í Hafnarfirði, langafa Regínu, langömmu Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV. Starfsfólk Frjálsrar fiölmiðlunar óskar Sveini hjartanlega til ham- ingju með afmælið. Ingólfur Margeirsson Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Al- þýðublaðsins, til heimilis að Ránar- götu 22, Reykjavík, er fertugur í dag. Ingólfur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969 og stund- aði nám við Háskólann í Stokkhólmi í kvikmyndafræðum, leikhúsfræð- um og heimspeki frá 1969-75. Ingólfur vann blaðamannastörf í Noregi 1975-78, var blaðamaður á Þjóðviljanum 1978-80, starfaði í Nor- egi og var þar fréttaritari sjónvarps 1980-83. Hann kom svo heim 1983 og var ritstjóri Helgarpóstsins 1983 til ársloka 86, en hefur verið ritstjóri Alþýðublaðsins frá 1.3.1987. Ingólfur hefur skrifað eftirtaldar bækur: Lífsjátning, endurminningar Guðmundu Elíasdótfur söngkonu, 1980; Erlend andlit, 1981; Ragnar í Smára, 1981; og Allt önnur Ella, 1986. Ingólfur var, ásamt Matthíasi Jo- hannessen ritstjóra, tilnefndur full- trúi íslands vegna bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs fyrir árið 1982. Fyrri sambýliskona Ingólfs er Tone Myklebost, blaðamaður í Noregi, f. 7.4.1954, en þau eiga tvö börn: Lilju Maríu, f. 27.8.1976, og Daníel, f. 24.6. 1980. Sambýliskona Ingólfs er Jóhanna Jónasdóttir, læknir í Reykjavík, f. 11.9. 1950, en sonur þeirra er Jónas Margeir, f. 13.1.1988. Dóttir Jóhönnu er Halla Björg Lárusdóttir, f. 1971. Systkini Ingólfs eru Margrét, sölu- fulltrúi í Reykjavík; Lilja, sölustjóri í Reykjavík; Guðjón, forstjóri í Reykjavík; Siguijón, en hann lést í barnæsku; og Óskar, iðnverkamaður í Reykjavík. Foreldar Ingólfs: Margeir Sigur- Edda Bjöig Jónsdóttir Edda Björg Jónsdóttir, kennari og húsmóðir, til heimilis að Kirkjuvegi 25, Selfossi, er fimmtug í dag. Edda fæddist í Svansvík við ísa- flörð í ísafiarðardjúpi en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi 1957. Edda hefur verið kennari við Barnaskólann á Selfossi. Edda giftist 2.8.1958 Jóni Inga Sig- urmundssyni, skólastjóra við Gagn- fræðaskólann á Selfossi og kórsstjóra þar, f. 8.5.1934. Böm þeirra eru Vilborg kennari, f. 25.2.1960, en sambýlismaður henn- ar er Ólafur Kristinn Guðmundsson véliðnfræðingur; Ágústa María fóstra, f. 13.10.1961, en sambýlismaö- ur hennar er Birgir Guðmundsson byggingatæknifræðingur; Selma Björk, nemi í Fósturskóla íslands, f. 15.1.1964; og Sigurmundur Páll, nemi í Barnaskólanum á Selfossi, f. 10.5. 1975. Systur Eddu eru Dóra Sína sjúkra- liði, gift Magnúsi Magnússyni bif- reiðarstjóra; og Ragna Kristín ritari, gift Oddi Péturssyni endurskoðanda. Foreldrar Eddu: Jón Pálsson, bók- bandsmeistari, kennari og um langt skeið tómstundaráðunautur Æsku- lýðsráðs Reykjavíkurborgar, og kona hans, Vilborg Sigurrós Þórðardóttir. Foreldrar Jóns: Páll Guðmunds- son, húsvörður Iðnskólans við Vonarstræti, og kona hans, Símonía Jónsdóttir. Foreldrar Vilborgar: Þórður Kristj- Ingólfur Margeirsson. jónsson, forstjóri í Reykjavík, f. 22.11. 1907, d. 1987, og eftirlifandi kona hans, Laufey Ingólfsdóttir, f. í Stykk- ishólmi 2.7. 1910. Föðurforeldrar Ingólfs voru Sigurjón Jóhannsson, söðlasmiður í Hafnarfirði, og kona hans, Margrét Þorleifsdóttir. Edda Björg Jónsdóttir. ánsson sjómaður og kona hans, Hafidóra Rögnvaldsdóttir, en þau bjuggu á Uppsölum við Seyðisfiörð í ísafiarðardjúpi. 95 ára__________________________ Anna Jóhannsdóttir, Syðra-Garðs- horni, Svarfaðardalshreppi, er níutíu og funm ára í dag. 80 ára Magnús Ingvarsson, Heiðvangi 13, Rangárvallahreppi, er áttræður í dag. Haraldur Sigurðsson, Drápuhlíð 48, Reykjavík, er áttræður í dag. 70 ára Haraldur Ásgeirsson, Ægisíðu 48, Reykjavík, er sjötugur í dag. Jónas Benediktsson, Höfðavegi 20, Húsavík, er sjötugur í dag. Guðmundur Haraldsson rithöfundur, Skeiðarvogi 9, Reykjavík, er sjötugur í dag. 60 ára_________________________ Guðni Ágústsson, Keilufelli 20, Reykjavík, er sextugur í dag. Grétar Theodór Jónsson, Sólheimum 23, Reykjavík, er sextugur í dag. Þorsteinn Gíslason, Nýjabæ, Kirkju- bæjarhreppi, er sextugur í dag. 50 ára________________________ Broddi Björnsson, Norðurbyggð 27, Akureyri, er fimmtugur í dag. Magnús Bjarnason, Markholti 22, Mosfellsbæ, er fimmtugur í dag. Valdís Hagalínsdóttir, Öldustíg 15, Sauðárkróki, er fimmtug í dag. 40 ára Jónas Helgason, Vesturbergi 25, Reykjavík, er fertugur í dag. Jón Gestur Sveinbjörnsson, Borgar- vik 23, Borgamesi, er fertugur í dag. Úlfar Aðalsteinsson, Ofanleiti 19, Reykjavík, er fertugur í dag. Auðbjörg Einarsdóttir, Sólvöllum 3, Selfossi, er fertug í dag. Ólafur Þór Jónsson, Kolbeinsgötu 24A, Vopnafirði, er fertugur í dag. Helgi Gunnarsson, Reynimel 80, Reykjavik, er fertug í dag. Jóna Guðmundsdóttir, Tjamargötu 5, Flateyrarhreppi, er fertug í dag. Ólafur Bjarni Finnbogason, Vallar- braut 8, Seltjamamesi, er fertugur í dag Sigríður Kristjánsdóttir Sigríður Krisfiánsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Sigríður er fædd á Sauðárkróki og ólst þar upp. Sigríður fluttist til Reykjavíkur 1952 og var verslunar- maður í Hannyrðaverslun Þuríöar Sigurjónsdóttur til 1974. Systkini Sigríöar eru öll látin en þau voru Axel, f. 17. ágúst 1892, kaup- maður á Akureyri, kvaantur Hólm- fríði Jónsdóttur, Eiríkur, f. 25. ágúst 1893, kaupmaður og iðnrekandi á Akureyri, kvæntur Maríu Þorvarð- ardóttur, Elísabet Þórunn, f. 18. aprfl 1895, gift Benedikt Elvari, söngkenn- ara í Rvík, og Björn Halldór, f. 14. nóv. 1897, stórkaupmaður í Rvík, kvæntur Hermínu Sigurgeirsdóttur. Foreldrar Sigríðar voru Kristján Gíslason, kaupmaður á Sauðárkróki, og kona hans, Björg Sigríður Anna Eiríksdóttir. Kristján var sonur Gísla, b. á Eyvindarstöðum i Blöndudal, Ólafssonar, bróður Guð- mundar Jónssonar, langafa Matthí- asar Bjarnasonar, fyrrv. ráðherra. Móðir Gísla var Ingiríður, systir Ingibjargar, langömmu Kristjáns, föður Jónasar læknis, afa Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Önnur syst- ir Ingiríðar var Guörún, langamma Páls á Guðlaugsstöðum, afa Páls Pét- urssonar alþingismanns. Ingiríður var dóttir Guðmundar ríka í Stóra- dal, Jónssonar, b. á Skeggsstöðum í Svartárdal, Jónssonar, ættföður Skeggsstaðaættarinnar. Móðir Kristjáns var Elísabet, systir Er- lends, afa Sigurðar Guðmundssonar skólameistara. Annar bróðir Elísa- betar var Jón, afi Jóns Leifs og Jóns Pálmasonar alþingisforseta, föður Pálma á Akri. Elísabet var dóttir Pálma, b. í Sólheimum á Ásum, Jóns- sonar. Móðir Pálma var Ingiríður, systir Guðmundar ríka í Stóradal. Móðurbróðir Sigríðar var Stefán, faðir Svövu Fells. Björg var dóttir Eiríks, b. í Blöndudalshólum, bróður Þorbjargar, ömmu Ólafs Björnsson- ar prófessors. Eiríkur var sonur Halldórs, b. og stúdents á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, Sigurðssonar, prests á Hálsi í Fnjóskadal, Árnason- ar. Móðir Halldórs var Björg Hall- dórsdóttir Vídalín, systir Benedikts, langafa Einars Benediktssonar skálds og Jósefínu, móður Sigurðar Nordals. Móðir Eiríks var Hildur Eiríksdóttir, b. á Skinnalóni, Gríms- sonar, bróður Stefáns, langafa Guðrúnar, móður Zophoníasar Pét- urssonar. Móðir Hildar var Þorbjörg Stefánsdóttir Scheving, prests í Presthólum, bróður Jórunnar, ömmu Jónasar Haflgrímssonar skálds. Móðir Bjargar var Þórunn Jónsdóttir. Jón J. Fannberg Jón J. Fannberg, fyrrv. forstjóri, Garðastræti 2, Reykjavík, er níutíu og fimm ára í dag. Jón fæddist í Botni í Mióafirði við ísafiarðardjúp. Hann útskrifaðist frá VÍ1914, var verslunarstjóri í Bolung- arvík 1919-24, framkvæmdastjóri Andvara hf. á Flateyri 1924-25, spari- sjóðsforstjóri í Bolungarvík 1928-34. Hann var oddviti í hreppsnefnd Bolungarvíkur 1919-24 og 1932-34. Kona Jóns var Guðbjörg Rannveig, f. 27.9.1896, d. 1986, dóttir Áma Áma- sonar, verslunarmanns á ísafirði, og síöar kaupmanns í Bolungarvík, og konu hans, Halldóru Ágústu Ólafs- dóttur. Sonur Jóns og Guöbjargar Rann- veigar er Árni Jón Fannberg, við-, skiptafræðingur og forstjóri Kúlulegusölunnar í Reykjavík, f. í Bolungarvík, 1.2.1924, giftur Sigríði Guönýju, f. 3.6.1921, dóttur Jóhanns Ármanns Jónassonar, úrsmiðs í Reykjavík, og konu hans, Ólafar Jónsdóttur. Árni og Sigríður Guöný eiga átta böm. Þau em: Gunnhildur Fann- berg, f. 22.7.1948, sálfræðinemi; Jón Á. Fannberg, f. 16.10. 1949, kerfis- fræðingur, kvæntur Ursulu Fann- berg, optiker í Þýskalandi; Þuríður Fannberg, f. 20.2. 1951, myndlistar- maður; Jóhann Ármann Fannberg, f. 28.9. 1952, eðlisverkfræðingur, kvæntur Huldísi Haraldsdóttur kennara; Gísli Fannberg, f. 8.7.1954, heimspekingur, kvæntur Jónínu Óskarsdóttur húsfreyju; Ólafur Fannberg, f. 13.10.1955, verkfræðing- ur, kvæntur Kristínu Garðarsdóttur arkitekt; Rannveig Fannberg, f. 7.4. 1960 hjúkrunarfræðingur, gift Andr- ési Guðmundssyni rafmagnstækni- fræðingi; og Arndís Fannberg, f. 22.10.1963, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar Jóns voru Jón Guð- mundsson, b. að Botni, og kona hans, Salóme Þórarinsdóttir. Jón er nú sjúklingur og hefur dval- ið á sjúkrahúsi um nokkurt skeiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.