Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1993, Blaðsíða 16
34 MIÐVIKUDjAGUR 5. MAÍ ,1993 Hús og garðar Með ólgandi hafið á þrjá vegu: Á Álftanesi valda hafáttirnar því að garðrækt á erfítt uppdráttar, eins og svo viða hér vestanlands. Álftnesingar stunda þó sína garð- rækt eins og aðrir og má víða sjá þess merki, eigendum til sóma. Fyrirhyggjaí fyrirrúmi Við Túngötu 3 er reisulegt hús með torfþaki og fallegum garði sem mynda eina heild. Við hönnun hússins var leitast við að mynda sem best skjól fyrir trjágróður og hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Eigendurnir, Ásbjörg og Doron Elíasen, hafa unnið garðinn.sjálf. Þau hafa ræktaö upp af smáplönt- um og græðlingum og notað til þess mold úr eigin safnhaug. „Við byrjuðum á því 1979 að kaupa okkur brekkuvíði í limgerði. Ræktunin gekk misvel fyrstu árin, Biandaöur runnagróður - kiifurrósin sést vel t horninu. maðkur gerði vart við sig og gekk okkur hálfilla að eyða honum. Eftir að hafa fengið garðyrkjumann með khppur og góð ráð til liðsinnis, hef- ur limgerðiö tekið vel við sér og myndar það nú aukið skjól fyrir annan gróður í garðinum." Ásbjörg og Doron segja að undir- búningsvinnan hafl ekki veriö ýkja flókin. Handmokað var fyrir trjá- gróðri og húsdýraáburði blandað í moldina. Margbreytilegar tegundir „Á þeim 14 árum sem hðin eru frá því að við byrjuðum hefur teg- undum fjölgað mikið. Það er alltaf gaman að bæta við sig og reyna eitthvað nýtt.“ í dag eru mjög margar tegundir í garðinum. Silfurreynir vex í skjóli við limgerðið og innar er fallegt rifs, orðið 12 ára gamalt og hefur gefist mjög vel. Glcmsmispill mynd- ar fallegt hmgerði framan við húsiö og skartar þar htaskrúði þegar haustar og „litir sumarsins" eru á undanhaldi. í garðinum eru líka tegundir eins og gullregn, ösp, birki, birkikvist- ur, yhir og tröllavíðir ásamt fleiri trjám og öðrum ónefndum gróðri. Tröllavíðirinn er mjög fljótsprott- inn og harðgerður en fremur gisinn og grófur. Þá vaxa rósir þar sem skjólið er gott, eins og sjá má á meira en mannhæðarhárri, „flam- mentanz" klifurrósinni í horni við húsið. Skjól er nauðsyn „Skjólið hefur mikið að segja því það er allt aö 1 metra hæðarmunur á sömu trjátegund eftir staðsetn- ingu,“ segir Asbjörg að fenginni reynslu. Áðspurð hversu mikil vinna sé fólgin í garðinum segjast þau hjón „taka vel í gegn á vorin, khppa þar sem barf og bera lítið eitt á“. Þau nota blákorn á trén og grasáburö á flötina og torfþakið. Að öðru leyti er vinnan ekki mikil. Grasið á þak- inu þarf að slá l-2svar á sumri en það telja þau vel þess virði því auk þess að veita húsinu sérstakt yfir- bragö er hljóðeinangrunargildið ótvírætt. Sumariö er senn á enda - birki, birkikvistur og dögglingskvistur sem blómstrar fölbleiku í september. 11 k “ (’tlr IQ j. Gullregn fremst í vinstra horni, runnamura, bjarkeyjarkvistur, sýrena o.fl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.