Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 123. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
LAUGARDAGUR 1. JUNI1996
Maríanna Csillag er spennufíkill og hefur tekið þátt í hjálparstarfi víða um heim:
Mamma biður til Guðs
þegar síminn hringir
„Andlega hliðin var erfiðust. Fyrir
fimm áirum bjuggu Júgóslavar við
svipaðar aðstæður og við íslendingar
- sátu með fjarstýringuna fyrir fram-
an sjónvarpið á kvöldin og hörmuðu
ástandið í Afríku. í dag er margt af
þessu fólki í sömu aðstöðu og fólkið í
Afríku, búið að missa allt sitt og á
ekki neitt. í mörgum flóttamanna-
búðum sá maður vonleysið í augna-
ráðinu. Fólk sem var búið að strita
alla slna ævi til þess að geta haft það
náðugt í ellinni en stóð uppi alls-
laust. Eymdin var nær alger og
margir sögðu við mig: „Af hverju
fékk ég ekki bara að deyja." Þetta
var fólk eins og ég og þú. Maður velti
því svo oft fyrir sér hver væri tíi-
gangurinn með þessum átökum.
Maður keyrði í gegn um þorp eftir
þorp þar sem allt var ónýtt, brenn-
andi hús úti um allt. Þetta fyllti
mann miklu vonleysi."
Þannig farast Maríönnu Csillag
hjúkrunarfræðingi orð um dvöl sína
í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu en
þar starfaði hún sem sendifulltrúi
Rauða krossins í eitt ár.
Fá lönd hafa verið meira í fréttum
undanfarin ár en Júgóslavía. Þar
hefur geisað grimmilegt stríð sem
hefur leitt ólýsanlegar hörmungar
yfir stóran hluta íbúanna, þó ekki
alla. Nær daglega berast okkur frétt-
ir af atburðum í landinu sem er
reyndar ekki til lengur sem eitt ríki.
Til hafa orðið fimm sjáifstæð ríki úr
því sem var hin kommúníska Júgó-
slavía sem Tító stjórnaði; Sambands-
lýðveldið Júgóslavía sem í eru
Serbía og Svartfjallaland, Króatia,
Slóvenía, Makedónía og Bosnía-
Herzegóvína.
„Csillag er ungverskt nafn, foreldr-
ar mínir voru í þeim hópi sem kom
hingað til lands árið 1956, í kjólfar
innrásar Sovétmanna í landið það
ár," segir Maríanna og því má segja
að hún sjálf þekki það í gegn um blóð
sitt hvernig það er að vera flóttamað-
ur.
Faðir hennar lést árið 1963 en
móðir hennar og eldri bróðir búa
enn hér á landi.
Skömmu eftir hjúkrunarnámið hóf
Maríanna störf á gjörgæsludeild
Borgarspítalans, að eigin sögn vegna
þess að þar átti hún von á spennandi
hlutum.
„Ég verð að játa að ég er svolltill
spennufíkill," segir hún. „Á gjör-
gæslunni vann ég með nokkrum ein-
staklingum sem höfðu starfað sem
sendifulltrúar og það var eiginlega
kveikjan að því að ég fór út í þetta.
Þau höfðu farið út um allan heim og
mér fannst þetta mjög spennandi og
ákvað því að sækja um námskeið fyr-
ir sendifulltrúa. Að því loknu fer
maður á svokallaða „alheimsvakt"
og síðan er kallað á okkur ef þörf
krefur. Þá er það undir þér komið
hvort þú segir já eða nei."
Borgarastríð
íAfganistan
Maríanna kláraði námskeiðið
snemma árs 1991. í lok ársins var
hún kölluð til starfa í Afganistan þar
sem blóðug borgarastyrjöld geisaði.
Þar vann hún á sjúkrahúsi Rauða
krossins í Kabúl í sex mánuði. Hún
segir þann tíma hafa verið mjög lær-
dómsríkan.
í Kabúl í Afganistan voru starfsmenn Rauöa krossins að þjálfa ófaglært fólk, dýralækna, lögfræðinga og ómenntað fólk
til að taka við rekstri sjúkrahússins þar. Þetta fólk hefur nú tekio við sjúkrahúsinu og koma starfsmenn Rauða krossins
þar hvergi nærri í dag. Maríanna er í neðri röð fyrir miðju.
„Okkar sjúkrahús var það eina
sem var starfandi á þessum tíma og
við Jentum í því að taka á móti
stríðshrjáðum. Þegar ég var þarna
tóku Mujaheddin skæruliðar borgina
og það var á þessum tíma sem það
reiðarslag dundi yfir að Jón Karls-
son hjúkrunarfræðingur, sem ásamt
mér og Elínu Guðmundsdóttur var
staddur þarna sem sendifulltrúi, var
myrtur rétt fyrir utan Kabúl. Þannig
að andlega hliðin var mjög erflð,"
segir Maríanna.
Frá Afganistan fór Maríanna heim
og segist hafa verið búin að fá nóg
eftir þessa reynslu. Eitt og hálft ár
leið og'þá fór þetta sérstæða starf að
toga í hana aftur og í maí 1994 fór
hún til Tanzaníu til að starfa í fiótta-
mannabúðum fyrir flóttafólk frá Rú-
anda. Þar voru aðstæður að hennar
sögn ömurlegar, gríðarleg eymd og
vosbúð í byrjun en um 300.000 manns
hírðust á mjög takmörkuðu land-
svæði. En eftir því sem timinn leið
stækkuðu búðirnar og aðbúnaður
batnaði. Maríanna var í þrjá mánuði
í Tanzaníu og sneri eftir það heim.
í þetta sinn dvaldist hún hér
heima í 8 mánuði. Þá var komið að
hinni stríðshrjáðu Júgóslavíu.
„I Júgóslavíu hafði ég aðsetur á
tveimur stöðum. I hafnarborginni
Split í Króatíu og í Mostar í Bosníu.
Síðarnefnda borgin er tvískipt á
milli Króata og múslíma. Ég var eini
hjúkrunarfræðingurinn á vegum
RKÍ i Split og eftir nokkrar vikur
kom í ljós að þörfin var mikil. Alls
voru 12 hjúkrunarkonur í
Júgóslavíu og hver og ein hafði sitt
svæði sem hún var ábyrg fyrir. Höf-
uðstóðvar mínar voru í Zagreb, höf-
uðborg Króatíu, og þaðan komu allar
okkar birgðir. Ég var með aðstoðar-
manneskju og túlk sem var reyndar
læknanemi frá Bosníu. Starf okkar
var í rauninni þrískipt. í fyrsta lagi
að fara á milli sjúkrahúsa, heilsu-
gæslustöðva og sjúkraskýla, sjá fólki,
sem var með ýmsa sjúkdóma, fyrir
lyfjum og sjá um skurðaðgerðir á
særðum og annað slíkt. í öðru lagi
unnum við að því að sameina fjöl-
skyldur með óllum mögulegum
hætti. Og í þriðja lagi var í okkar
verkahring að heimsækja stríðs-
fanga, þ.e. að athuga hvernig aðbún-
aður þeirra var, hvort farið væri eft-
ir alþjóðasáttmálum og slíkt. Að
meðaltali keyrðum við um 1000 kíló-
metra á milli Split og Mostar á viku
en það eru um 160 kílómetrar á milli
borganna."
Á þeim tíma sem Maríanna var I
Júgóslavíu voru fjórir aðrir íslend-
ingar í landinu á vegum RKÍ en einn-
ig voru íslenskir starfsmenn þar á
vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún
segir að ekkert samband hafi verið á
milli þeirra.
„Við vissum ekki af þeim og þeir
vissu ekki af okkur. Ég komst að því
í gegnum DV, sem ég fékk sent, að
það voru aðrir íslendingar í land-
inu!"
- Hvers vegna voru samskiptin
svona lítil?
„Starfmenn Rauða krossins eru að
sjálfsógðu ekki með nein vopn og svo
voru „bláhjálmarnir", eins og starfs-
menn og hermenn S.Þ. eru kallaðir,
mjög illa liðnir af fólkinu því það
hJjómar skringilega að vera friðar-
gæsluliði og geta ekkert gert til þess
að stilla til friðar í landi sem logar í
bardögum. Bláhjálmarnir voru líka
skotmörk og við vildum ekki vera í
námunda við þá."
Tveir heimar
Þegar flóttafólk frá Rúanda streymdi yfir fljótið milli Rúanda og Tanzaníu í hittifyrra settist það niður nokkra kílómetra
frá landamærunum til að hvíla sig. Sífellt bættist fleira fólk í hópinn og fór svo að lokum aö Rauði krossinn varð að setja
þar upp búöir, skýli og fyrstu aðstoð.
Hvernig var ástandið í Split og
Mostar?
„Ástandið í Split og Mostar var
gjórólíkt. íbúar Split urðu nær ekk-
ert varir við stríðið. Þeir lásu um
bardagana í blööum og sáu myndir í
sjónvarpinu. Þar var nóg til af öllu.
Enginn leið skort og ekkert vantaði
nema ferðamennina en Split og
svæðið þar í kring var mikið ferða-
mannasvæði. í raun vissu íbúarnir
lítið um hvað stríðið snerist. Þar var
nánast ekkert um að fólk missti sína
ættingja í átökum. Split var því hálf-
gerð draugaborg að þessu leyti.
Annað var uppi á teningnum I
Mostar, Borg brúanna, en áin Drina
liggur þvert í gegnum hana og skipt-
ir henni í tvennt. í'austurhluta borg-
arinnar, múslímahlutanum, var ekk-
ert rafmagn, húsin voru sundurskot-
in og borgin gjörsamlega í rúst, rétt
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64