Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979.
¦H
EINSTAKT
SJÓNVARPSGRÍN
„Borgari" skrifa:
Einn mesti grinþáttur ársins var
verðstöðvunarþátturinn á föstudags-
kvöldið var.
Táknræn var myndin, sem
þátturinn byrjaði á og endaði á, en
hann byrjaði á krumlu ofan í
peningakassa þar sem aurarnir
runnu í kassann í stríðum straumum,
og endaði á sama hátt. Þetta er tákn
verðstöðvunarinnar á íslandi.
Hinn almenni borgari hefir ekki
peningakassa til þess að tína fé sitt
ofaní, féð fer nefnilega úr höndum
borgaranna beinustu leið ofaní kassa
braskaranna og hafnar þar.
Ef skatturinn næði nú í það sem
honum ber af þessu fé, væri vel, en
gettu þér nú til um það, samborgari
góður.
Að tala um verðstöðvun á íslandi
er gjörsamlega út i hött. Ríkisfyrir-
tækin og öll hin svokölluðu opinberu
fyrirtæki ríða venjulega á vaðið með
óstjórnlegar verðhækkanir og virðast
ekki vera í vandræðum með að fá
grænt ljós frá ráðamönnunum.
Póstur og sími er glöggt dæmi. Nú
er svo komið að það er nánast
ógjörlegt að hafa síma fyrir svona
venjulegt fólk. Þegar búið er að
borga ársfjórðungsgjaldið og hin um-
töluðu umframsímtöl er fyrirtækið
Raddir  ¦>
lesenda  AtiiR<^
1 Halldórsson
F&r
að reyna að þrengja kost símnotenda
svo að varla má lyfta tólinu nema
fyrir stórfé. Þetta væri ekki ósvipað
og ef Afengisverzlunin, sem er ekkert
venjuleg í verðlagningu, seldi
flöskuna á 10.000.00 kr, og svo þegar
hinn ógæfusami kæmi heim með
bokkuna, þyrfti hann að greiÓa'
ríkinu 500 kr. fyrir hvern sopa úr
henni. Það hlýtur að koma að því að
Áfengisverzlunin læri af sima-
mönnum og sæki fé í vasa manna á
svona líka anzi smekklegan hátt.
Það er ekki furða þótt unga
fólkið í dag sé farið að efast um
framtíð sína í þessu íandi. Vaxtaok-
ur, búðaokur, þjónustuokur, verk-
stæðaokur,    iðnaðarmannaokur,
TALST00
ST0UD
Aðfaranótt sl. laugardags var stolið 6    bifreið við Grundarstíg 2. Henni má
rása talstöð, Lafayetle micro 66, úr    skilaí pósthólf 120 R-l Reykjavík.
Borgfirðingar!
„.,, .       Ferðafólk!
Hmn árlegi           M
JÓNSMESSU-
DANSLEIKUR
verður haidinn laugardaginn 23.júníí
HREÐAVATNSSKÁLA
Hin vinsœla hljómsveit
Þorsteins Guðmundssonar leikur
Núfara allir til Jönsmessu.
HREÐAVATNSSKÁLI
Tæki fyrir þá sem vilja taka Hulduherínn með sér í bað eða strætó.
skattpíning sem á engan sinn líka og
svo kemur rúsínan i enda pylsunnar
en það er tannlækna- og tannrétt-
ingamannaokur, sem trúlega slær öll
Guðs og marina met. Til hamingju
með verðstöðvunina.
Kvartað yf ir móttökum hjá férðaskr'rfstof u
„Ötilhlýðileg framkoma"
Iðunn Kröyer, Árbakka, Hróars-
tungu, N-Múl., skrifar:
Ég vil gjarnan koma á framfæri
móttökum er ég fékk hjá Kjartani
Helgasyni, forstjóra Ferðaskrifstofu
Kjartans Helgasonar.
Upphaf þessa máls er að ég las
auglýsingu i blaði frá ferða-
skrifstofunni um enskunám í
Englandi og ég fékk áhuga á og
sendi ég umsókn til hans um að kom-
ast á námskeiðið 16. september í
haust til að tryggja mér dvölina. En
jafnframt bað ég um svar og nánari
upplýsingar. Leið ekki langur tími
unz ég fékk bréf með enskum bækl-
ingi ásamt fleiri gögnum enskum auk
þess kom blað með litmyndum og
takmörkuðum upplýsingum á ís-
lenzku.
Mér fundust þetta ófullnægjandi
upplýsingar við þeim spurningum
sem ég bað um í umsókn minni.
Vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna varð
ég að fara til Reykjavíkur 28. maí og
var í 2 daga. Þá fannst mér kjörið
tækifæri að fara á skrifstofuna og
hitta forstjórann.
Endasleppt
samtal
Með mestu kurteisi bauð hann mér
sæti og tókum við tal saman. Hann
var þá búinn að skjalfesta umsókn
mina. En um leið og ég fór að spyrja
hann ítarlegar um eitt og annað sem
mér fannst vanta í íslenzka
bæklinginn varðandi væntanlegt
ferðalag, dvöl og ýmislegt fleira í
tengslum við námskeiðið, breyttist
framkoma hans. Svar hans við
spurningum mínum var, að ég væri
berorð og strikaði hann nafn mitt út
af ferðaskýrslu.
Mér fannst framkoma hjá manni í
þessari stöðu ekki tilhlýðileg, jafnvel
Afslappað líf á sólarsrrönd. Fjöldi islendinga nonænr ser pjoonustu ieroaskni-
stofa til að komast út í lieim. Sumir segja góða sögu af riðskiptum sfnum, aðrír
slæma eins og gengur.
þó að ég hafi spurt margra spurninga
sem mér finnst ég nauðsynlega þurfa
að fá skýr og greinargóð svör við á
íslenzku, áður en ég legg af stað til
annarra landa i fyrsta sinn á minni
17áraævi.
DB hafði samband við Kjartan
Helgason og kynnti honum innihald
bréfsins. Hann sagði að stúlkan hefði
staðið i þeirri meiningu að ferðaskrif-
stofan væri milligönguaðili fyrir út-
vegun vinnu á Bretlandi. Því hefði
hann vísað henni á Brian Holt í
brezka sendiráðinu. Að öðru leyti
vildi Kjartan sem minnst tala um
skrif Iðunnar Kröyer.
Ó venjulegur viðburður.
RÍKISSTJÓRNINNIHÆLT
I.Þ. hringdi:
Ég get ekki látið hjá líða að hæla
ríkisstjórninni fyrir að hækka ekki
verðið á Carlton sígarettum, veikustu
sígarettunum, sem eru á markaðnum.
Carlton kostar enn 565 kr. pakkinn,
eina tegundin á „gamla verðinu", á
sama tíma og allar aðrar hafa
hækicað. Það er góö pólitík hjá rík-
inu að beina neyzlunni frá sterku tób-
aki yfir i létt. Mér er sagt að styrk-
leikiCarltonsél/llafKent, 1/18 af
Winston og 1/27 af Camel, að í þeim
sé 1 mg af „tjöru" og 0.2% nikótín,
þannig að ljóst er að hér er leikinn
réttur leikur i verðlagningu á tóbaki.
BÍLASALANÍ'r
VITAT0RGI
Símar: 29330/29331
Camaro Rally Sport árg. '72, 8 cyl., Volvo 144 árg. '70, Ijósdrappiitaour, Mazda 1300 árg. '75, blár, gott lakk,  Mazda 616 Coupé árg. '74, ekinn 43
sjálfsk.,  brúnsanseraður  m/hvitum  ný sumardekk, útvarp. Gðður bill, 2ja dyra, sumar- og vetrardekk fylgja,  þús. Gulur, gott lakk, 2ja dyra. Bfll
vinyltoppi, breið dekk, aflveltistýrí, skoðaður '79. Verð 1800 þús.        útvarp-segulband. Skoðaður '79. Verð  sem stendur fyrír sinu. Toppsölubill
loftdemparar. Fallegur og góður bfll i                            2.1 millj.                      sciii verður fljótur að fara. Verð 2.2
I toppstandi. Verð 3.6 millj. Skipti.                                                    *      millj.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24