Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK  MORGtíNBLAÐSINS
343
ekki mikið á muninum á þessum
tegundum.
Ef ekki á að flytja græðling-
ana nema stntt, lætur Jón þá í
vatn um leið og hann sníður þá
af stofni. Fara þeir þá að skjóta
rótum í vatninu, og festa rætur
svo til jafnsk'jótt og þeir eru
komnir á vaxtarstaðinn. Sprotana
hefir hann haft 20—30 ca. langa.
Annars má geyma víðisprota í
hálfan mánuð eða lengur í rökum
mosa.
Margir liafa vanrækt að gróð-
ursetja trje og runna umhverfis
híbýli sín vegna þess að þá hefir
brostið þolinmæði til þess að bíða
eftir að þessi gróður yxi úr grasi.
Því fáir eru þannig skapi farnir,
að þeir hafi ekki ánægju af því
að sjá einhvern gróður, sem vex
þeim yfir höfuð og veitir skjól.
En ef menn velja sjer þær er-
lendu víðitegundir sem hjer ná
þroska, þá þurfa þeir ekki lengi
að bíða. í frjóum jarðvegi verður
víðirinn í Vesturbænum mannhæð
á þrem árum og vel það, ef sum-
ur eru hlý'og lítið kell framan af
árssprotanum. Hann ,,vex eins
fljótt og lygasaga", varð manni
að orði, er var að skoða víðirunna
hje rum da^'nn.
Jón Eyvindsson hefir sent græði
sprota af víði sínum víða um
land, og fengið þær fregnir frá
flestum stöðum, að hann dafnaði
vel. En ekki er það óbrigðult.
Hann nær ekki skjótum vexti á
þurrlendi, og heldur ekki í órækt-
arjörð. Enda væri það óeðlilegt
og móti öllu náttúrunnar lögmáli,
að plantan gæti náð því sem til
þarf í mikinn vöxt, þar sem jörð
er ófrjó.
Jón Eyvindsson hefir oft hug-
leitt, að fá sjer hentuga landspildu
og setja í hana samfelda græðu af
víði, svo þar yxi upp víðikjarr.
Það getur ekki liðið á löngu
uns einhver tekur sjer þetta ný-
mæli fyrir hendur Væri ekki
nema eðlilegt að bærinn ljeti Jón
fá hentugan blett til þessarar
tilraunar með góðum kjörum. —
Jeg býst við að víða um sveit-
ir væri hægt að fá tilvalinn stað
fyrir slíka víðigræðu í raklendi
neðanvið túnspildur, eða í rök-
um túnfæti, sem fengið hefir þá
Víðirunni í garði Sigurjóns Jónssonar við öldugötu. Runninn er
5 ára gamall.
framræslu er hæfir túngróðri. Að
sjálfsögðu þyrfti að setja vandaða
girðingu utan um slíkan reit. Því
skepnur eru sólgnar í víðilaufið
og hin ungu brum að vorinu.
Víða háir skjólleysi garðrækt-
inni. Á Suðurlandsundirlendinu t.
d. koma oft ofsaveður, einkum
af austri, á gróðurtíma kartöflu-
grass  svo  grasið  og  uppskeran
stórskemmist. Tilvalið væri að
nota víði til skjólumhverfis kart-
öflugarðanna. En þegar víðirinn
er gróðursettur sem skjólgirðing
utan um matjurtagarða, þá verða
menn að gera ráð fyrir því að
hann þurfi nokkra metra breiða
spildu af garðinum fyrir sig. Og
svo þarf árlega að klippa runnann
til að halda honum í skefjum.
SMÁSAGA
5 krónur í hlut
I æja, jeg hringi til þín í næstu
»" viku, elskan, og þá hitt-
umst við".
„Jeg hlakka til", sagði hím.
„Vertu bless".
„Bless", sagði jeg og hengdi
heyrnartólið á krókinn.
Jeg fór úr símaklefanum á járn
brautarstöðinni og gekk, eftir göt-
unni. Jeg var að hugsa um stúlk-
una, sem jeg hafði verið að tala
við — mikið var það leiðinlegt
hvað jeg var auralaus í dag, og
gat því ekki boðið henni út. Að
vísu hafði jeg tíu krónur í vas
anum, en jeg hafði lofað húseig-
andanum þeim fyrir húsaleigu, og
jeg held öll mín loforð.
Jeg fór inn á kaffihús um há-
degið, og fjekk mjer kaffibolla og
nokkrar brauðsneiðar.
Á móti mjer sat maður og las
í bók.
Jeg hugsaði um Louisu, meðau
jeg borðaði brauðsneiðarnar, nú
gæti jeg ekki sjeð hana fyrr en
á þriðjudag. Jeg tók upp brjefið
frá henni og las það aftur og aff-
ur, og athugaði skriftina hennar.
. Samkvæmt henni ætti Louisa að
vera trygglynd og ákveðin ung
stúlka, æ, þetta var alt svo vit-
laust ___
Alt í einu leit jeg niður og sá
tíu króna seðil, vel samanbrotinn
undir borðinu.
Þegar jeg var barn hafði mjer
%-erið sagt, að ef jeg sæi peninga
fyrir fótum mjer ætti jeg að stíga
á þá. Jeg ákvað því að halda fæt
inum yfir seðlinum þangað til að
maðurinn væri farinn. Þá ætlaði
jeg að taka hann upp og stinga
honum á mig. Brátt mundi mat-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 337
Blašsķša 337
Blašsķša 338
Blašsķša 338
Blašsķša 339
Blašsķša 339
Blašsķša 340
Blašsķša 340
Blašsķša 341
Blašsķša 341
Blašsķša 342
Blašsķša 342
Blašsķša 343
Blašsķša 343
Blašsķša 344
Blašsķša 344