Nýja dagblaðið - 07.08.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 07.08.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Kolibrifuglinn er minnsti fugl jarðarinnar. Af honum telja menn sig þekkja fimm hundruð mismunandi tegundir. Hinir minnstu eru ndlœgt sex centi- metrum d lengd, þar af er nef og stél ndlœgt þrir centimetrar. Kroppurinn sjdlfur er ekki stœrri en býfluga. Kolibrifugl- arnir eru mjög litfagrir og eink- um eru stél þeirra margbreytileg og oft skrautleg. Þeir eru taldir hafa mesta flugtœkni allra fugla og hafa dkaflega þroskaða bringuvöðva og bringubein. — Fœðu sína sœkja þeir i blóm- krónur og hefir nef þeirra og tunga oft einkennilega lögun. Áður var dlitið, að þeir lifðu d hunangi, en nú vita menn, að það eru smdskordýr, sem þeir sœkja í blómkrónurnar. * Fólk skrökvar oft d þessa leið: Rakarinn segir: Þetta verður engin bið. Eg kem undir eins, kem undir eins. Sölumaðurinn segir: Þetta er vara, sem ég get mœlt með. Eg nota hana alltaf sjalfur. Ungir menn segja: Mér hefir aldrei þótt jafn vœnt um nokkra manneskju sem þig. Þjónninn segir: Þetta kemur eftir tvœr mínútur, herra minn, eftir tvœr mlnútur. Móðirin segir: Hún er nú bara fimm ára, litli anginn. Málaflutningsmaðurinn segir: Myndi ég standa hér, éf ég vœri ekki sannfœrður um, að þessi maður hefir réttan mdlstað? Ritstjórinn: Þvi miður, þvl miður höfum við ekki rúm fyrir svona langa grein, ekki núna, en seinna, ef hún vœri stytt ddlitið, þd... Fisksalinn segir: Áreiðanlega alveg nýr; veiddur í morgun. * Þessa dagana stendur yfir her ferð mikil, sem farin er gegn norskum bdtum, sem trufla út- varp með loftskeytatœkjum sín- um. Það er hin alþjóðlega eftir- litsstöð í Belgíu, sem hefir þenna vanda með höndum. Menn von- ast til þess að takast megi d skömmum tíma að ráða bót á þeim vandkvœðum, sem þessi skip hafa skapað. Reynsla hefir sýnt, að i hvert skipti, sem efnt er til slíkra aðgerða, gefst langt tímabil, sem ekki ber hið minnsta d útvarpstruflunum frd loftskeytastöðvum skipanna. — Með hjdlp þeirra tœkja, sem eft- irlitsstöðin er búin, má auðveld- lega dkveða hvar skipið, sem trufluninni veldur, er statt. Að því búnu er hlutaðeigandi loft- skeytamanni send aðvörun. Skipin eru ekki látin sœta á- byrgð við fyrsta brot, en þeir, er ekki vilja láta sér segjast, mega eiga von á öllu illu. * TIL ATHUGUNAR: Tilveruréttur hvers og eins er kominn undir hœfileikum hans til þess að elska. St. Frangois de Sales. Er mjúk sem rjómi og hefir jmdislegan rósailm. Pæst í öllum verslunum, sem leggja áherslu á vöru- gæði. er til sölu nú þegar. UppL gefui' Pétur Breíðijörð, Þórsgötu 1. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ! VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HER A LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ALF- UNNAR. Yíðtækjaverzlunln veitlr kaupendum vlðtækja melri tryggingu um hagkvæm viðskipti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanlr koma fram i tækj- unum eða óhðpp bera að höndum. Ágóða Vlðtækjaverzlunarinnar er lögum eamkvæmt eingðngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar út- breiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn A hvert heimili. Víðtækjaverzlun ríkísíns Lækjargötu 10 B. Símí 3823. Gula bandið er bezta og ódýrasta smJörlíkitS. f heildsölu hjá Samband ísl. samvinnufélaga Sínii 1080. Reykjavík - Akureyri Næsta oraðferð um Akranes til Ak- ureyrar er á mánudag Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. Horthy ríkisstjóri Íí Ríkisstjóri Ungverjalands, Horthy, varS sjötugur í sum- s í ar. Hann hefir verið ríkisstjóri Ungverjalands síðan um « < áramótin 1919—20. Hann var sjóliðsforingi í heimsstyrjöld- « > inni og gat sér þar ágætan orðstír. Ungverjar meta Hor- | > thy mikils fyrir dugnað og festu, og hann nýtur mikilla s ? vinsælda meðal almennings. x Nicolaus Það er ekki einungis í Sví- þjóö, að haldið hefir verið há- tíðlegt ríkisstjórnarafmæli á þessu ári. í sumar eru æðsta manni Ungverjalands haldnar hyllingarhátíðir. Nicolaus Hort- hy flotaforingi varð sjötugur. Hann er tíu árum yngri Gust- av Svíakonungi, en hann er heldur ekki á eftir honum í öðru tilliti. Það er ekki gott að segja hvað um Ungverjaland hefði orðið án þessa manns, sem hefir verið þar æðstur síðan 1918. Eitt er þó víst, Ungverjar væru ekki jafn sameinuð og sterk þjóð, og þeir eru nú, ef þessa manns hefði eki notið við. Horthy hefir einnig verið nefndur flotalausi flotaforinginn og „maðurinn, sem heldur vörð við tóma há- sætið“. En þegar Horthy hóf göngu sína, þá var til floti í Ungverjalandi og þeir sem þá fylgdust með þessum unga sjó- liðsforingja hljóta að hafa orð- ið sér þess meðvitandi, að hann mundi komast hátt í metorða- stiganum. Horthy var af ung- verskum aðli kominn og þess vegna var ákveðið að hann yrði herforingi. En að hann skyldi velja sjóherinn en ekki land- herinn sýndi strax, að maður- inn hugsaði ekki um að setjast í helgan stein. Yngri bxóðir hans, Bela, hafði farizt við sjó- liðsæfingar og það er talið lík- legt, að þetta atvik hafi ráðið úrslitum um val Nicolaus. Hafi legið þar á bak við þrjóska við forsjónina, þá hlýt- ur maður að játa, að Horthy hefir sigrað í þeirri viðureign; hann hefir sigrað örlög sín. Braut hans liggur frá foringja- stöðu í sjóhernum til æðsta sætis meðal þjóðarinnar. Nafn- ið Otranto verður að eilífu skráð í sögur sjóhernaðarins. Horthy var yfirmaður á beiti- skipinu Novaro. Hann hafði áð- ur verið fánaberi Franz Jósefs og síðar stjórnandi á skipi hans. 15. maí 1917 er það, að hinn mikli dagur í lífi Horthys renn- ur upp. Hann var þá 46 ára gamall. Hernaðarátökin í Adria- hafinu náðu hámarki sínu með orustunni við Otranto. Horthy stjórnaði, af beitiskipi sínu, tveim beitisnekkjum og heilum flota tundurspilla, hremmandi ensku herskipin eins og þegar haukur hremmir dúfu. En þessi ensku herskip höfðu útrýmt kafbátunum úr sundinu og sökkt heilum hóp af þeim. Þarna munaði litlu, að Hort- hy hlyti sömu örlög og Bela bróðir hans. Ensku beitisnekkj- urnar „Dartmouth", „Bristol" og „Liverpool“, eltu hann og merkiskip hans hlaut illa út- reið og sjálfur særðist Horthy. En ekkert af þessu gat komið í veg fyrir að þessi orrusta væri talin ávinningur fyrir Mið-Ev- rópu-rikin. Enda var Horthy upp frá þessu talin mesta hetja flotans. Hann hélt hinni sömu stöðu enn í eitt ár, en 1918 var hann gerður að æðsta yfirmanni flotans, sem var þó óneitanlega helzt til seint hugsað, og 8 mán- uðum þar frá kom það í hans hlut að afhenda flotann í hend- ur Jugoslövum. Hann var flota- foringi án flota. En Horthy varð aldrei föður- landslaus. Menn eins og Horthy fá alltaf eitt stórverkefnið eftrr annað. Hann ætlaði að draga sig í hlé frá opinberum störfum, en heimsviðburðirnir gerðu þá ráðagerð hans að engu. Bolshevikkar tóku að stjórna Ungverjalandi í marz 1919, og skömmu síðar reis upp hreyfing gegn þeim. Horthy flotaforingi varð aðalforgöngumaður þessar- ar hreyfingar, hann skipulagði uppreistina gegn Bela Kun og kommúnistum í smábænum Sze- ged. En Rúmenar voru komnir á vettvang áður en hersveitir hans lögðu af stað, og höfðu sett á stofn stjórn í Budapest, sem var í engu vinsælli en stjórn komm- únistanna. í lok ársins 1919 hurfu Rúmenar á braut, en skildu Budapest eftir í fullkom- inni óreiðu. Horthy hélt innreið sína í Budapest skömmu síðar, og upp frá því var stjórnað þar með lögum og reglum og styrkri stjórn. Horthy hlaut þá nýtt við- urnefni, eða maðurinn sem held- ur vörð við tóma hásætið. Nú átti að stofna einveldi í Ungverj alandi, en þar fannst enginn konungur. Sá konungur, sem landsmenn höfðu hrakið frá völdum, gat ekki komið aftur, því að Rúmenía, Tékkoslóvakía og Jugoslavia stóðu gegn því. (Framli. á 4. síðu.J

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.