Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						ÞORSTEINN JÖNSSON frá Hamri:
„SODDAN MANNESKJA
SEM ARNES ER ..."
SÖGUBROT  ÚR ÍSLENZKA TUKTHÚSINU
i.
ÁRIÐ 1763 voru tekin föst í Stranda-
sýslu hin nafnfrægu útileguhjón, Ey-
vindur og Halla og voru þau flutt
í gæzlu til Halldórs sýslumanns Jak-
obssonar á Felli.
Munnmæli halda því fram, að við
handtöku þeirra hafi sloppið undan
maður nokkur, sem laungum er við
þau kenndur, — Arnes Pálsson. Sú
sögn þykir nú að eingu hafandi, þar
eð sjá má, að nefndur Arnes hefur
um það leyti farið um sýsluna eins
og hver annar frjáls maður, og aldr-
ei þessu vant geingið undir sínu rétta
nafní; hlýtur það að teljast bíræfið,
þegar þess er gætt, að nokkrum ár-
um áður hafði honum verið lýst sem
stroknum óbótamanni á Alþíngi —
með þessum einkennum: „smár vexti,
smá- og snareygur, með mjóa höku
og iítið skarð í, hálsgildur, með
svarta vörtu hárvaxna neðarlega á
kinn, gjarn á að brúka það orðtak
„Kari minn".
En þótt Arnes stundaði eilngar
útilegur me^ þeim hjónum í þennan
mund og yfirleitt þyki saalband hans
við þau á fjöllum heldur hæpið í
verunni, þá sá hann ástæðu til að
fara á stúfana þetta haust og leita
eftir skriflegum vitnisburði þeirra
manna á Ströndum, er þekktu hann
bezt. Sá vitnisburður reynist hinn
bezti og er iindirritaður af tuttugu
mönnum úr Árneshreppi.
Sama sumar sluppu Eyvindur og
Halla úr gæzlu frá Halldóri sýslu-
manni, og var hann settur af embætti
fyrir vangæzluna. En á alþíngisdómn
um yfir sýslumanni 1765 má sjá, að
Arnes Pálsson hefur verið handtekinn
og settur í gæzlu hjá sýslumanni,
sennilega 1764: „En so vidt sem
delinqventinn Arnes Pálsson snertir,
þá hefur sýslumaðurinn bevísas sig
að hafa afhent þann sama arresterað-
an til þess konstitueraða sýslumanns
í Strandasýslu, Jóns Jónssonar, og
er altso í þeim pósti fríkenndur fyrir
víðari tiltali".
Lýsíng Arnesar á Alþíngi hefur
því rifjazt upp fyrir mönnum, og er
jafnvel ekki úr vegi að álíta, að
beiðni Arnesar um skriflegan vitnis-
burð kunni að hafa átt sinn þátt í
Iþví — þótt til væri stofnað í örygg-
isskyni.
Hér með var flækíngur Arnesar á
enda, að öðru leyti en því, að hann
var fluttur milli sýslumanna suður á
land til yfirheyrslu og dóms; sakar-
giftir eru sauða- og peníngaþjófnað-
ir, en útilegur koma ekki fram. Dóm-
ur var kveðinn upp á Esjubergi 17.
júní 1765 af Guðmundi sýslumanni
Runólfssyni og hljóðaði svo:
„Jafnvel þótt ekkert af þeim
stolnu hlutum, hvorki fé né pening-
ar, kunni fyrir þennan rétt að fram-
vísast né taxerast, samt er af Process-
inum og Delinqventsins stöðugu ját-
un auðsjáanlegt, að þeir hlaupa sig
til stórþjófnaðar, hvar fyrir u'ndir-
skrifaðra sameiginlegur dómur er: að
Arnes Pálsson skal fyrir soddan sinn
játaðan og meðgenginn stórþjófnað
kagstrýkjast og brennimerkjast á
ennið, samt erfiða í því íslenzka tugt
húsi í járnum sína lifstíð".
Dómur þessi var þó mildaður með
konúngsbréfi 11. apríl 1766, svo að
Arnes slapp við brennimerkingu.
Þannig hljóðar í stuttu máli að-
dragandi þess; er Arnes komst í hið
íslenzka tugíhús. Samkvæmt niður-
stöðum Hannesar Þorsteinssonar hef
ur hann þá verið 47 á'ra eða þar um
bil, en aldur Arnesar í manntölum
er mjög á reiki; þar ýngist hann og
eldist á víxl. Arnes var fæddur og
uppalinn á Seltjarnarnesi. Árið 1749
rataði hann í þjófnað, og var honum
dæmt húðlát og fégjald; eftir það
dvaldi hann sem vinnumaður á Kjal-
arnesi og Akranesi, unz árið 1755, er
hann stal sauð og játaði það á sig.
Aður en dómur félli, hvarf Arnes og
fór eftir það huldu höfði fyrir yfir-
völdum fram til þess, er hann var
gripinn í Strandasýslu, sem að fram-
an er greint. Á þeim árum helt hann
sig á fsafirði og Aðalvík, nokkuð í
Akraneshreppi og Kjalarnesi aftur,
en siðan enn í Aðalvík, Jökuifjörðum
og á Ströndum. Notaði hann oftast
falskt nafn vestra, en hafði trúnað
þekra, er hann hélt sig að syðra. Þar
stundaði hann nokkuð sauðaþjófnaði
og eitt sinn fór hann í Brautarholts-
kirkju á næturþeli og stal þar pen-
íngum. Arnes hefur orðið ærið sögu-
frægur, fyrst og fremst fyrir útileg-
ur með Fjalla-Eyvindi; þær komu
raunar ekki í Ijós við réttarhöldin i—
eina samband t Arnesar við Eyvind,
sem þar kemur fram, er vinnu-
mennska   á   Hrafnsfjarðareyri    um
þriggja ára skeið, þegar þau Eyvind
ur ogHalla bjuggu þar, skömmu áð-
ur en þau lögðust út. Vert er þó að
hafa það í huga, að Arnes varg marg-
saga fyrir réttinum í sumum greinum.
—  Enn hefur Arnes snemma orðið
títtnefndur sem heimildarmaður að
ýmsum dylgjusögum og ævintýrum
um fjallabúa, maðurinn enda hrað-
lýginn og búralegur um eigin ævifer-
il og virðist hafa verið nokkuð mi'nn-
isstæður persónuleiki þeim, er kynnt
ust honum. — Þá hefur leikrit Jó-
hanns Sigurjónssonar ekki hvað sízt
ankið á frægð hans í seinni tíð.
Og þegr gárúngarnir í Reykjavík
hér fyrrmeir gerðu gys að pápisku
bænahjali liðinna tíma með því að
skopstæla það í trúarjátningum á
eitthvað illþýði, flaut nafn Arnesar
með:
Hendrik Skel helzt ég treysti,
hann hefur skapað mig,
Pílatus prúður leysti
frá píslum á heljarstig.
Arnes helgaði einnig, já.
Þessa þrenningu þýða
þar næst ég treysti á . . .
II.
Arnes Pálsson kom í hegníngarhús-
ið við Arnarhól 2. júlí 1766. Þar heit-
ir nú Stjórnarráð. Ef við gerum okk-
ur í hugarlund útsýnið úr. dyrum
hegníngarhússins í þá daga, er það
vís hlutur, að það er hvorki Útvegs-
bankinn, Haraldarhornis né Hreyfill
og ekki Morgunblaðshöllin. Reykja-
víkurbyggðin var að mestu samankom
in undir Grjótabrekkunni, þar sem
nú er Aðalstræti, þar voru innrétt-
íngarhúsin með vefnaðarstofu, lo-
skurðarstofu og öðru þar að lútandi
—  og kofuni þar sem bjuggu þófarar,
farvarar, krassarar og spunamenn.
Og í nágrenni Arnarhóls, við Tjörn-
ina og norður með sjónum stóðu nokk
ur býli, hjáleigur og tómthús, gróðr-
arstíur þess svalls, fátæktar og „laus
úngar" sem gerði garðinn hvað fræg-
astan um þær mundir. Múrhúsið
mikla í suðvesturhorni Arnarhóls-
lóðarinnar bar lángt af öðru: hið ís-
lenzka tugthús. Hafizt hafði verið
handa um byggingu þess 1759, en þeg-
ar Arnes Pálsson kom þangað til að
taka út refsingu, var það ekki full-
gert, og varð ekki fyrr en 1771. Ar-
nes kemur þángað' í tíð Guðmundar
Vigfússonar tugthússráðsmanns, sem
var fyrsti ráðsmaður tugthússins, en
Gissur Jónsson hét fángavörðurinn.
Gissur þessi var víttur fyrir trassa-
skap og að lokum var honum vikið
frá starfinu 1768, en Guðmundur
ráðsmaður tók að sér starfa hans.
Guðmundur Vigfússon var um margt
mikilhæfur maður, en með aldrin-
um gerðist hann drykkfelldur og
hirðulítill og var eitt sinn víttur
harðlega fyrir. Um leið var ákveðið
að sérstakúr fángavörður skyldi ráð-
868
IÍM1NN- SUNNUDAGSBLAÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 865
Blašsķša 865
Blašsķša 866
Blašsķša 866
Blašsķša 867
Blašsķša 867
Blašsķša 868
Blašsķša 868
Blašsķša 869
Blašsķša 869
Blašsķša 870
Blašsķša 870
Blašsķša 871
Blašsķša 871
Blašsķša 872
Blašsķša 872
Blašsķša 873
Blašsķša 873
Blašsķša 874
Blašsķša 874
Blašsķša 875
Blašsķša 875
Blašsķša 876
Blašsķša 876
Blašsķša 877
Blašsķša 877
Blašsķša 878
Blašsķša 878
Blašsķša 879
Blašsķša 879
Blašsķša 880
Blašsķša 880
Blašsķša 881
Blašsķša 881
Blašsķša 882
Blašsķša 882
Blašsķša 883
Blašsķša 883
Blašsķša 884
Blašsķša 884
Blašsķša 885
Blašsķša 885
Blašsķša 886
Blašsķša 886
Blašsķša 887
Blašsķša 887
Blašsķša 888
Blašsķša 888