Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Ung og efnileg hjón
eru að flytja í Hólminn
með lítið barn, þau eru
bæði tónlistarfólk og
hún ætlar að stjórna
kórnum. Þetta var það fyrsta sem
ég heyrði um Sigrúnu og Geira,
nokkru síðar sá ég stelpuna með
ljósu krullurnar ? já og stelpan var
glæsileg ung kona sem geislaði af
lífsgleði.
Árin liðu, ungu hjónin blómstr-
uðu og börnin urðu innan skamms
þrjú.
Við Sigrún kynntumst fljótlega
SIGRÚN 
JÓNSDÓTTIR 
?
Sigrún Jónsdótt-
ir fæddist á Ak-
ureyri 21. desember
1968. Hún lést á
Landspítalanum 5.
september síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Stykkishólmskirkju
11. september.
og hittumst reglulega
yfir tebolla. Fljótlega
sá ég að Sigrún hafði
skoðanir á öllum hlut-
um en var samt ekki
dómhörð ? hún kunni
að fara þennan gullna
meðalveg sem okkur
er svo fáum gefinn.
Sigrún var mikill
orkubolti og átti auð-
velt með að hrífa fólk
með sér sem sýndi sig
best í blómlegu kór-
starfi jafnt hjá ungum
sem öldnum.
Margar góðar minn-
ingar á ég um samverustundir okk-
ar Sigrúnar sem ég mun geyma og
varðveita í hjarta mínu og þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast
henni.
Ein fallegasta minning mín er
síðan 17. júní 2003 er hún skartaði
fjallkonubúningi í Stykkishólmi,
fáguð og glæsileg eins og ævinlega
fór hún með þetta ljóð eftir Huldu;
Syng, frjálsa land, þinn frelsissöng.
Syng, fagra land, þinn brag
um gæfusumur, ljós og löng,
um laufga stofna, skógargöng
og bættan barna hag.
Syng unaðssöngva, íslenzk þjóð,
syng um þitt föðurland,
með fornar sögur, frægan óð,
hið frjálsa Alþing, menntasjóð
og norrænt bræðraband.
Syng, Íslands þjóð, ? og þakka afl
í þúsund ára raun.
Við ólög þung og ölduskafl
var unnið þinnar gæfu tafl
og langþreyð sigurlaun.
Syng frelsissöngva, frjálsa þjóð,
við fánans bjarta þyt,
lát aldrei fölskvast æskuglóð,
ver öllu þjáðu mild og góð.
Lát ríkja ró og vit.
Elsku Geiri, Margrét, Jón Glúm-
ur, Þórhildur, foreldrar, systkini og
aðrir nákomnir, missir ykkar er
mikill og bið ég góðan Guð að veita
ykkur styrk til að takast á við sorg-
ina.
Alda Páls.
MINNINGAR
28 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku Jónas minn.
Nú ertu farinn frá
okkur svo allt, alltof
fljótt. Okkur sem eftir sitjum setur
hljóð, það er svo erfitt að skilja
þessa ráðstöfun. Þú varst mér ein-
staklega umhyggjusamur og hlýr
bróðir. Virtist sumum svolítið
hrjúfur á yfirborðinu en varst þeim
mun mýkri að innan. Það var alltaf
gott að leita til þín og umhyggja
þín fyrir mömmu, pabba og okkur
bræðrum duldist engum. Þú hafðir
einstaklega stórt hjarta og hlýjan
JÓNAS 
HERMANNSSON 
?
Jónas Her-
mannsson fædd-
ist á Freyjugötu 30 í
Reykjavík 7. mars
1946. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu á Seltjarnar-
nesi 4. september
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Grafarvogskirkju
13. september.
faðm. Það brást aldrei
þegar fjölskyldan hitt-
ist, að faðmlagið var á
sínum stað, fast og
ákveðið. Faðmlag
þess elsta sem sýndi
hug sinn og ástúð á
þann hátt sem honum
var lagið og okkur
hinum þótti einstak-
lega vænt um. Sú
minning mun ylja
okkur er við fetum
áfram ævistigu.
Það er ofurlítil
huggun að vita að nú
gangið þið feðgar
saman um heiðalöndin og passið
ásamt pabba uppá okkur hin sem
eftir lifum. Ég bið algóðan Guð að
styrkja fjölskylduna þína, halda
með sinni traustu hendi utan um
þau öll, alla augasteinana þína,
sem nú hafa misst svo mikið, aftur.
Ég bið Guð að styrkja okkur öll.
Elsku bróðir, hafðu þökk fyrir
allt og allt og farðu í Guðs friði.
Magnús.
Elskulegur frændi er
látinn. Ungur maður í
blóma lífsins.
Ef ég reyni að lýsa
kynnum mínum af Wilhelm á ein-
faldan máta þá fyndist mér orðtak-
ið ?hann er of viðkvæmur fyrir
þennan heim? gera það best. Ljúf-
ur, hæglátur, feiminn, lýsa honum
líka.
Um leið fann ég að undir yf-
irborðinu voru sterkir straumar
ákveðinna skoðana, sem m.a.
leiddu hann til að fara óhefðbundn-
ar leiðir í námsvali. Leikskóla-
kennarabraut er fremur óvenjulegt
val af 18 ára karlmanni, en Wil-
helm var búinn að stunda það nám
hér á landi í Kennaraháskólanum
sl. þrjú ár.
Ég dáðist að þessum unga
frænda mínum fyrir kjarkinn sem
hann sýndi með þessu vali og ég sé
alveg fyrir mér hversu börn
myndu laðast að honum, sem bauð
af sér góðan þokka og hafði svo
ljúfa nærveru.
En nú er hann horfinn á braut
þessi ungi maður sem ég naut
stuttra, góðra kynna við. Ég er
þakklát á tíma sorgarinnar fyrir að
eiga góðar minningar um hann.
Síðast hitti ég hann nú í sumar
ásamt Rebekku móður hans og
Helgu Láru dóttur minni. Við eld-
uðum og borðuðum samann uppá-
halds japanska matinn hans og
sátum saman og spjölluðum fram
eftir kvöldi. Mér er minnisstæð
hlýjan á milli Wilhelms og móður
hans og hversu samhent þau voru í
eldhússtörfunum. Þau voru aug-
ljóslega vön að vinna saman,
kunnu hvort á annað. Þetta kvöld
minnti mig á Magnús afa hans sem
einnig var liðtækur í eldhúsinu og
með svo góða nærveru.
Mér verður orða vant við fjöl-
skyldu Wilhelms um þennan svip-
lega ótímabæra dauða. Ég veit að
kvöl þeirra og sorg er mikil og
djúp. Þar gagnast orðin lítið en
eru þó oft það eina sem maður hef-
ur.
WILHELM MAGNÚS
ALEXANDERSSON-
OLBRICH
?
Wilhelm Magnús
Alexandersson-
Olbrich fæddist í
Bonn í Þýskalandi 29.
september 1982.
Hann lést af slysför-
um í Zoetermeer í
Hollandi 4. september
síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá
Grensáskirkju 14.
september.
Elsku Rebekka,
Alexander og G. P.
megi guð hjálpa ykk-
ur á þessum harma-
tíma og leiða ykkur í
gegnum svartnættis-
þoku spurninganna
og skilningsleysisins
yfir í sorgina og jafn-
framt þakklætið fyrir
að hafa átt þennan
son og bróður í þann
stutta tíma sem
raunin varð.
Anna Sigurbjörg
Sigurðardóttir.
Okkur systur langar til þess að
kveðja Wilhelm frænda okkar með
nokkrum orðum sem lést langt um
aldur fram hinn 4. september sl.
Wilhelm er sonur Alexanders
Olbrich og Rebekku Magnúsdóttur
frænku okkar sem flutti ung til
Þýskalands. Wilhelm lifði við-
burðaríku lífi sem ungur drengur
þar sem faðir hans Alexander hef-
ur starfað sem sendifulltrúi Þjóð-
verja víða um lönd og Wilhelm
hafði tækifæri til að ferðast vítt og
breitt um heiminn og búa í mörg-
um löndum eins og Japan, Grikk-
landi, Þýskalandi og Íslandi.
Í desember 1992 komu Alexand-
er og Rebekka til Íslands með
drengina sína tvo, Wilhelm og
Gunnar Pál. Alexander hóf störf í
þýska sendiráðinu í Reykjavík og
bjuggu þau hér til ársins 1997.
Bræðurnir hófu skólagöngu hér og
báðir voru þeir fermdir hér á
landi.
Wilhelm tók miklu ástfóstri við
Ísland og vildi helst vera hér á
landi. Fyrir nokkrum árum kom
hann hingað að sumri til og fékk
starf á leikskóla sem hann kunni
svo vel við að hann hóf nám í
Kennaraháskólanum til að læra til
leikskólakennara. Wilhelm var stór
og brosmildur ungur maður og lífið
blasti við honum, en enginn veit
sína ævi fyrr en öll er.
Wilhelm var búinn að vera í
vikuheimsókn hjá foreldrum sínum
þegar áfallið reið yfir. Eftir standa
harmi slegnir foreldrar, bróðir og
ættingjar. Að missa börnin sín er
eitt það hræðilegasta sem nokkurt
foreldri getur gengið í gegn um.
Elsku Rebekka, Alexander og
Gunnar, þið getið huggað ykkur
við að vel hefur verið tekið á móti
honum. Hansa og Magnús hafa
breitt út faðminn og umvefja hann
nú með ást og umhyggju. Góðan
guð biðjum við um að vaka yfir
ykkur.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, 
Guðbjörg Birkis og Dalla
Rannveig.
Þegar ég hitti Wilhelm í fyrsta
skipti var ég 17 ára og hann 9 ára.
Ég passaði hann og Gunnar eina
kvöldstund.
Fjölskyldan var þá nýflutt til
landsins og strákarnir því ekki
komnir með íslenskuna á hreint,
en ég hafði búið í Þýskalandi
nokkrum árum áður, svo að þetta
gekk einhvern veginn.
Þeir voru orkuboltar.
Það sem ég man frá þessu kvöldi
var að ég var á þönum á eftir þeim
að reyna að fá þá í rúmið, ég þurfti
bókstaflega að elta þá uppi.
Um leið og annar var kominn
upp í rúm, þurfti ég að elta hinn
uppi.
Þeir skemmtu sér konunglega
við eltingaleikinn, ég var farin að
örvænta að þetta myndi aldrei haf-
ast.
Það leið langur tími þar til að
við áttum einhver samskipti að
ráði aftur.
Þá var hann orðinn fullorðinn
maður.
Hann var rólegur og virtist frek-
ar feiminn.
En það var samt alltaf einhver
glampi í augum hans, sem minnti
mig ískyggilega mikið á 9 ára
strák hlaupandi um í náttfötunum.
Það var auðvelt að sjá að hann
var glettinn, þótt hann leyfði ekki
hverjum sem er að heyra eða sjá
það.
Fréttirnar af andláti Wilhelms
slógu mig.
Það bara gat ekki hugsast að
þessi góða sál væri farin frá okkur.
Minningin af yndislegu kvöldi
sem ég og móðir mín áttum með
honum og Rebekku í sumar var
ennþá svo áþreifanleg.
Rebekka kenndi okkur að elda
dýrindis mat, sem vildi svo til að
var uppáhaldið hans Wilhelms.
Þetta var fallegt sumarkvöld, í
einstaklega góðum félagsskap.
Kvöldið endaði á þeim nótum að
hann yrði að koma í heimsókn, og
við myndum bjalla í hann næst
þegar að við kæmum saman.
Elsku Rebekka, Alexander og
Gunnar.
Megi guð og góðir vættir hugga
ykkur og styðja í sorg ykkar.
Helga Lára Pálsdóttir.
Á lífsleiðinni verða á vegi manns
margar manneskjur. Hver og ein
þeirra hefur áhrif á líf okkar á
einn eða annan hátt. Einhverra
hluta vegna rista sum þessara
áhrifa dýpra en önnur. Það má
líkja þessum áhrifum við tónlist
sem á sinn hátt vekur missterk
skynhrif í huga og hjarta þeirra
sem á hlusta. Þannig skynjaði ég
þig, Villi minn, og þitt sérstaka
lag. Tónlist þín snerti ákveðna
strengi í hjarta mínu sem nú í dag
óma í huga mér líkt og leifturs-
nöggar ljósmyndir. Þótt þú værir
ungur að árum bjóst þú yfir mikl-
um mannlegum þroska sem end-
urspeglaðist í viðhorfum þínum til
lífsins. En það voru einmitt þessi
viðhorf og sjónarhorn þitt á heim-
inn sem gerði það að verkum að
lagið þitt hafði sérstök áhrif á
aðra. Í huga mínum ríkir sorg og
söknuður yfir því að eiga ekki eftir
að njóta þess að þú sláir létt á
strengi mína en um leið er ég
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér. Í hjarta mínu geymi
ég minningar um þig líkt og gull-
mola umvafinn kærleika sem ég
ber til þín. 
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens.)
Mína innilegustu samúðarkveðju
sendi ég fjölskyldu og ástvinum
Villa. 
Minning um góðan dreng lifir. 
Karen Viðarsdóttir.
Mér finnst vera svo óralangt síð-
an. Þó að það sé ekki nema rúm
vika finnst mér eins og heil eilífð
sé liðin hjá síðan þú hvarfst frá
okkur svo snögglega og langt fyrir
aldur fram.
Nú, þegar ég veit að ég mun
ekki hitta þig aftur á þessu tilvist-
arstigi, hugsa ég um það sem er
mér hvað minnisstæðast um þig.
Ég man eftir fyrsta skóladeg-
inum. Ég var svo fullviss um að ég
yrði eini strákurinn á leikskóla-
braut að ég varð eiginlega hálf-
vonsvikinn þegar ég sá þig í hópn-
um. En eftir því sem tíminn leið og
ég fór að kynnast þér sá ég alltaf
betur og betur hve skemmtilegur
og sérstakur persónuleiki þú varst.
Ég man eftir því er þú hringdir í
mig síðasta vor og við töluðum
saman í nærri 45 mínútur. Ég mun
alltaf minnast þessa samtals, því
þá áttaði ég mig á því hve vænt
mér þótti um þig sem vin.
Ég man eftir svo ótal mörgu, en
samt er eitt atriði sem stendur upp
úr sem ég hafði ekki leitt hugann
að fyrr. Meira að segja nú, á með-
an ég skrifa þetta, heyri ég hlát-
urinn þinn enduróma í höfði mér.
Þú varst alltaf brosandi og jákvæð-
ur, en ég man hvað mér þótti alltaf
einstakt þegar þú hlóst innilega.
Hláturinn þinn var mjög sérstakur
og ég vona að ég muni eftir honum
áfram. Hann á nú þegar frátekinn
stað í hjarta mínu.
Máltækið segir: ?Enginn veit
hvað átt hefur, fyrr en misst hef-
ur.? Einmitt þannig líður mér
núna. Mig grunar að okkur öllum í
bekknum líði á einhvern hátt þann-
ig. Öll eigum við okkar minningar
um þig sem ekki munu gleymast.
Það voru okkur einstök forrétt-
indi að fá að kynnast þér. Þú gafst
okkur nýja sýn á lífið með hnyttn-
um athugasemdum og öðruvísi
sjónarhorni á hina einföldustu
hluti. Við þökkum þér heilshugar
fyrir það. Nú er samt komið að
kveðjustund og tími til kominn að
takast á við námið í vetur sem
verður þó vissulega tómlegt án þín.
Við söknum þín, Villi.
Ég vil votta fjölskyldu og ástvin-
um Villa samúð okkar bekkjar-
systkinanna á þessari erfiðu
stundu.
Fyrir hönd þriðja bekkjar leik-
skólabrautar Kennaraháskóla Ís-
lands, 
Kristján B. Heiðarsson.
Þegar ég sá þig fyrst hélt ég að
þú værir ósköp venjulegur strákur,
kannski svolítið skrítinn. Mér
fannst skemmtilegt að vita til þess
að þú værir hálfþýskur þar sem ég
bjó í eitt ár sem skiptinemi í Aust-
urríki. Eftir því sem ég kynntist
þér betur sá ég hversu einstök
persóna þú varst, þú komst mér sí-
fellt á óvart og ég gat aldrei reikn-
að út hvað þú myndir gera eða
segja næst. Það voru ófá gullkorn-
in sem runnu af þínum vörum, og
ég fór að skilja hversu klár og
skemmtilegur strákur þú varst.
Við áttum ýmislegt sameiginlegt
og þó ekki, við vorum bæði einfar-
ar innan bekkjarins og sóttum ekki
mikið í bekkjarfélagana en ég held
að við höfum bæði haft okkar
ástæður fyrir því. Ég man svo
glögglega eftir því þegar ég, þú og
Kristján fórum að gera verkefni
saman að mér þótti svo gaman að
fá tækifæri til að kynnast þér bet-
ur. Það læðist bros fram á varir
mínar þegar ég hugsa um þann
tíma þegar við vorum þrjú saman
að vinna verkefni á bókasafninu og
þú virtist alveg vita upp á hár hvað
var um það bil að gerast hjá okkur
Kristjáni, ég er alveg á þeim bux-
unum að þú hafir vitað það fyrstur
af öllum. Á vissan hátt er það þér
að þakka að ég á Kristján sem
kærasta í dag, því ef við hefðum
ekki gert þessi verkefni saman
hefði það líklega ekki gerst.
Mér finnst sárt að vita til þess
að ég muni aldrei aftur fá að sjá
þig, heyra þig tala eða hlæja, hlát-
urinn þinn var svo sérstakur eins
og þú. Ég mun sakna þín, Villi, ég
mun aldrei gleyma þér og þú munt
alltaf eiga sérstakan stað í hjarta
mínu.
Þín bekkjarsystir, 
Sandra Jóhannesdóttir.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44