Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Alicanteog
Benidorm
6. og 13. október
frá kr. 9.990
Tryggðu þér sumarauka á ótrúlegu verði.
Heimsferðir selja nú síðustu sætin í
haust og bjóða þér einstök tilboð í
sólina á einn vinsælasta áfanga-
stað Íslendinga. Fáðu þér sumar-
auka á ótrúlegu verði og tryggðu
þér eitt af síðustu sætunum í haust. 
Verð kr. 9.990
Önnur leiðin til Alicante, 6. október með
sköttum. Netverð.
Verð kr. 19.990
Flugsæti, 2 fyrir 1, 1., 6. og 13. október.
Alicante, með sköttum. Netverð.
Verð kr. 29.900
M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 6. okt., vikuferð.
Benidorm
UM síðustu áramót voru meðaldag-
vinnulaun grunnskólakennara um
215 þúsund krónur. Meðalheildar-
laun voru hins vegar 253 þúsund og
höfðu hækkað á þremur árum um
20%. Byrjunarlaun kennara eru ná-
lægt 160 þúsund krónum á mánuði.
Í síðustu kjarasamningum grunn-
skólakennara var samið um verulega
hækkun á taxtalaunum. Þegar samn-
ingarnir voru gerðir, í janúar 2001,
voru þeir með um 132 þúsund krónur
að meðaltali í grunnlaun á mánuði, en
um síðustu áramót námu grunnlaunin
215 þúsund krónum. Þetta er um 62%
hækkun. Þetta segir hins vegar ekki
alla söguna því að heildarlaun kenn-
ara hafa hækkað mun minna. Yfir-
vinna kennara er talsvert breytileg.
Hún er mjög lítil yfir sumarið, en
langmest í maí og desember. Tölur
kjararannsóknarnefndar opinberra
starfsmanna sýna að heildarlaun
grunnskólakennara hafa hækkað ná-
lægt 20% frá árslokum 2000 til árs-
loka 2003. Þetta er nokkru meira en
laun á almennum markaði hafa
hækkað á sama tíma, en þau hafa
hækkað um 18%. Heildarlaun grunn-
skólakennara hafa hins vegar ekki
hækkað eins mikið og laun opinberra
starfsmanna, en þau hafa hækkað um
rúmlega 25% að meðaltali á þessu
tímabili.
Framhaldsskólakennarar gerðu
kjarasamning árið 2001 eftir sjö
vikna verkfall. Grunnlaun framhalds-
skólakennara hækkuðu frá ársbyrjun
2001 til ársloka 2003 um 71% og heild-
arlaunin hækkuðu um 51%.
Vildu 250 þúsund í byrjunarlaun
Samkvæmt tölum Kjararann-
sóknanefndar opinberra starfsmanna
munar aðeins um 15 þúsund krónum
á meðaldagvinnulaunum grunnskóla-
kennara og framhaldsskólakennara.
Munurinn á heildarlaunum er hins
vegar yfir 80 þúsund krónur á mán-
uði.
Upphaflegar kröfur grunnskóla-
kennara voru að laun hækkuðu um
30?35% og að byrjunarlaun yrðu 250
þúsund krónur á mánuði.
Árlegur launakostnaður sveitarfé-
laganna vegna grunnskólakennara er
um 16,2 milljarðar. Sveitarfélögin
telja að kröfur kennara feli í sér 5,7
milljarða hækkun á þessum kostnaði í
lok samningstímans. Talsmenn
þeirra segjast hafa boðið kennurum
launahækkanir sem jafngildi því að
þessi kostnaður aukist um 3 milljarða
í lok samningstímans, en að kennarar
hafi ekki fallist á það. 
Fyrr á þessu ári sömdu ASÍ-félög-
in til þriggja ára um 15?16% launa-
hækkanir á tímabilinu. 
Meðalheildarlaun kennara
um 253 þúsund á mánuði
                       VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður
stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segir sveitarfélögin reiðubúin að mæta kostn-
aði í samningum við grunnskólakennara sem
byggi á svipuðum forsendum og sveitarfélög
og ríki og hinn almenni markaður hafi samið
um undanfarið misseri. Viðræður launanefnd-
arinnar og grunnskólakennara eigi ekki sér-
staklega að snúast um fjárhagsstöðu sveitarfé-
laganna sem sé með afar misjöfnum hætti. 
?Við hækkuðum laun kennara um 40% árið
2001 þannig að þetta snýst ekkert um það hver
sé fjárhagsleg geta sveitarfélaganna til að geta
samið við eina ákveðna stétt. Fjárhagsstaða
sveitarfélaganna er hins vegar mismunandi
eftir stærðum og svæðum, en ég bara legg
ekki málið upp með þeim hætti að það vanti
sérstaklega peninga í sjóð sveitarfélaga til að
geta hækkað laun kennara langt umfram það
sem gengur og gerist í samningum sem gerðir
hafa verið,? segir Vilhjálmur.
?Kemur illa niður á skólastarfinu?
?Málið er auðvitað mjög alvarlegt og ég trúi
því ekki að nokkur maður vilji verkfall. Þetta
kemur illa niður á skólastarfinu, það eru marg-
ir þolendur í málinu ? það eru börn, kennarar,
foreldrar og sveitarstjórninar og það er auð-
vitað mjög miður að ekki skuli hafa náðst
samkoulag en ég segi einfaldlega að það er
ekki hægt að semja bara um hvað sem er, við
hljótum að hafa ákveðin viðmið og það ber
mikið á milli.?
Vilhjálmur vill ekki tjá sig um hvort hann
telji að grunnskólakennarar hafi misbeitt
verkfallsvopninu. 
?Þeir eiga þennan rétt og þeir verða að vega
og meta hvenær þeir ákveða að beita þessum
rétti. En auðvitað finnst manni á þessum tím-
um sem við lifum, að það ætti að vera hægt að
leysa þessi mál öðruvísi en með löngum verk-
föllum.?
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga um kennaradeilu
Mismunandi fjárhagsstaða
Doktor í félagsfræði um
hugsanleg áhrif kennara-
verkfalls á nemendur
Eykur líkur
á vanlíðan
og fráviks-
hegðun
KENNARAVERKFALL mun koma verst
niður á þeim börnum sem standa höllum
fæti auk þess sem það eykur almennt líkur
á frávikshegðun barna, að mati Ingu Dóru
Sigfúsdóttur, doktors í félagsfræði. 
?Skólinn leikur fyrst og fremst lykilhlut-
verk í menntun og það er auðvitað ótrúlega
slæmt að þau missi úr þennan námstíma.
Hitt er að við vitum að skólinn leikur í nú-
tímasamfélagi alveg óskaplega stórt hlut-
verk í félagslegu taumhaldi. Við sjáum það
í rannsóknum okkar að þessar helstu stofn-
anir samfélagsins, þ. á m. skólinn, draga úr
líkum á andlegri vanlíðan, frávikshegðun
og annarri óæskilegri hegðun. Það segir sig
sjálft að ef þau missa úr skóla og missa
þennan mikilvæga þátt úr lífi sínu þá
aukast líkur á brottfalli, frávikshegðun og
andlegri vanlíðan.?
Mikilvægt sé að foreldrar haldi krökk-
unum við námsefnið ef til verkfalls kemur
og ?passi upp á rytmann þeirra sem er
þeim svo mikilvægur í daglega lífinu og
passi upp á að þau séu undir eftirliti
ábyrgra aðila.?
Sölumenn eiturlyfja eiga 
greiðari aðgang að börnum
Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeild-
ar Akureyrabæjar, segir engan vafa leika á
því að meiri hætta skapist á að sölumenn
eiturlyfja eigi greiðari aðgang að krökkum
í verkfalli, ekki síst ef þau snúi sólar-
hringnum við og séu mikið úti við á kvöld-
in. 
Leifar af hassefnum fundust nýverið í
þvagi tveggja 12 ára grunnskólabarna í
bænum og segir Gunnar að þótt um tvö ein-
angruð tilvik sé að ræða veki það ákveðinn
ugg og bæjarbúar ?séu á tánum? vegna
þessa. 
?Það er á ábyrgð foreldra að fylgjast vel
með krökkunum, með hverjum þau eru,
hvar þau eru og ekki síst að halda sig við
löglegan útivistartíma, því eftir því sem ég
fæ best vitað þá gerast flest af þessum brot-
um eftir að löglegum útivistartíma lýkur.?
Hafnfirskir grunnskólanemendur mótmæltu verkfalli við Höfðaborg
Morgunblaðið/Þorkell
Afhentu undirskriftir 200 nemenda
?VIÐ viljum góða framtíð? og ?Hvar er
skynsemin?? voru í hópi slagorða sem
nemendur úr 10. bekk í Hvaleyrarskóla
báru á kröfuspjöldum fyrir utan Höfða-
borg, húsakynni ríkissáttasemjara, í Borg-
artúni síðdegis í gær ? til að mótmæla boð-
uðu verkfalli grunnskólakennara.
Nemendur afhentu fulltrúum viðsemjenda
undirskriftir 200 nemenda úr grunnskólum
í Hafnarfirði þar sem verkfallinu er mót-
mælt. 
Eydís Örk Sævarsdóttir og Margrét Guð-
jónsdóttir, formaður og varaformaður
nemendafélags Hvaleyrarskóla, sögðu
flesta nemendur í tíunda bekk mjög
áhyggjufulla vegna verkfallsins enda væru
samræmd próf fram undan og mjög slæmt
fyrir nemendur að missa úr námi. Nem-
endur áformuðu að vera fyrir utan Höfða-
borg fram eftir kvöldi á meðan viðræður
voru í gangi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32