Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fáðu úrslitin
send í símann þinn
FRÉTTIR
8 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GOSH 
vetrarlitirnir eru komnir
í Lyfju
Kynning verður:
Þriðjudag 21. sept. Lágmúla
Miðvikudag 22. sept. Lágmúla & Smáratorgi
Fimmtudag 23. sept. Spöngin & Smáratorgi
Föstudag 24. sept. Smáralind
GOSH eru ofnæmisprófaðar
snyrtivörur á góðu verði
www.lyfja.is
Þá getur nú liðið tekið upp sína fyrri iðju í friði.
H
alldór Ásgrímsson
forsætisráðherra
sagði í viðtali við
Morgunblaðið, sem birtist
sl. fimmtudag, frá ákvörð-
un sinni um að setja á fót
ráðgjafahóp um efnahags-
mál. Sagðist hann hafa
mikinn áhuga á að fá val-
inkunna einstaklinga til að
gefa sér ráð og aðstoða sig
við hagstjórnina. Með því
aukist líkurnar á að sam-
fara áframhaldandi hag-
vexti og framförum í land-
inu ríki hér stöðugleiki.
Slíkir ráðgjafahópar um
efnahagsmál eru vel þekkt-
ir í ýmsum Evrópulöndum,
sem og í Bandaríkjunum,
og eru þeir sums staðar kallaðir
vitringaráð. Þeir eru þó með nokk-
uð mismunandi sniði eftir löndum.
Ráðgjafar forseta
Í Bandaríkjunum er þriggja
manna ráð hagfræðinga til ráðgjaf-
ar forseta landsins um efnahags-
mál. Ráðgjafaráðið (Council of
Economic Advisers) var stofnað í
kjölfar lagasetningar árið 1946 og
eru meðlimir þess tilnefndir af for-
seta Bandaríkjanna en öldunga-
ráðið þarf að samþykkja þá með-
limi sem skipaðir eru. 
Ráðið heyrir undir forsetann.
Því er ætlað að aðstoða hann við
stefnumótun í efnahagsmálum og
gefa honum ráð varðandi efna-
hagsþróun og einstaka þætti, s.s.
vinnumarkaðsmál. Ennfremur ber
því m.a. að greina ástand efnahags-
mála í Bandaríkjunum og mögu-
lega þróun. Ráðið hefur tugi að-
stoðarmanna á sínum snærum,
þeirra á meðal eru bæði hagfræði-
prófessorar og framhaldsnemar í
hagfræði auk annarra hagfræð-
inga.
Sjálfstæði þýska 
ráðsins tryggt
Í Þýskalandi er ráðgjafahópur
um efnahagsmál (Sachverständi-
genrat zur Begutachtung der ge-
samtwirtschaftlichen Entwickl-
ung) sem skipaður er fimm manns
og er hópurinn jafnan kallaður
?vitringarnir fimm?. Þýska ríkis-
stjórnin tilnefnir fulltrúa í ráðið og
eru þeir skipaðir af forseta lands-
ins til fimm ára í senn. Þýska ráð-
gjafaráðið var fyrst sett á laggirn-
ar árið 1963 með lögum sem
samþykkt voru samhljóða á þýska
þinginu. 
Ólíkt bandaríska ráðgjafa-
ráðinu, og mörgum ráðgjafaráðum
í Evrópu, hefur þýski hópurinn
mikið sjálfstæði og var sjálfstæði
hans tryggt á tvo vegu. Í fyrsta lagi
tekur hópurinn ekki fyrirmælum
frá neinum og er einungis bundinn
af tilskipun sinni samkvæmt lög-
um. Í annan stað mega meðlimir
hans ekki tengjast ríkisstjórninni
eða löggjafastarfsemi í landinu,
þeir mega ekki starfa hjá hinu op-
inbera nema þá sem háskólakenn-
arar eða við rannsóknir á sviði
efnahags- eða þjóðfélagsmála. Auk
þess mega þeir ekki vera forsvars-
menn eða starfsmenn hagsmuna-
aðila á borð við atvinnu- eða við-
skiptabandalög, vinnuveitenda-
samband eða verkalýðsfélag.
Meðlimir hópsins verða að búa
yfir sérhæfðri þekkingu á hagfræði
og reynslu á sviði stefnumótunar í
efnahagsmálum. Þess vegna, og
vegna skilyrða um sjálfstæði 
hópsins er hann gjarnan skipaður
háskólaprófessorum í hagfræði.
Á hverju ári leggur hópurinn
fram sérstaka ársskýrslu þar sem
efnahagsástandi í landinu er lýst
og spáð er fyrir um líklega þróun.
Einnig birtir hópurinn álitsgerðir
og tillögur um úrlausnir varðandi
einstök málefni, að eigin frum-
kvæði eða samkvæmt beiðni ríkis-
stjórnar. Vitringaráðinu ber
skylda til að hafa að leiðarljósi í
ráðgjöf sinni verðstöðugleika, lágt
atvinnuleysi, ytra jafnvægi og
áframhaldandi hagvöxt. Níu hag-
fræðingar eru til aðstoðar þýska
ráðgjafaráðinu.
Hinir vísu menn Dana
Danir hafa haft ráðgjafaráð um
efnahagsmál (Ökonomiske Råd)
síðan árið 1962. Meðlimir hópsins
eru 29 talsins og sitja í hópnum
hagfræðingar fyrir hönd verka-
lýðsfélaga, vinnuveitendasamtaka,
danska seðlabankans og dönsku
ríkisstjórnarinnar. Að auki eru í
hópunum óháðir aðilar með sér-
þekkingu á hagstjórn. 
Fremstir í þessum flokki skulu
vera þrír virtir hagfræðingar, 
oftast eru þetta hagfræðiprófess-
orar, sem kallaðir eru hinir vísu
menn eða vitringarnir (vismænd-
ene). 
Ráðgjafaráðið gefur út skýrslur
tvisvar á ári sem inniheldur grein-
ingar og stefnulýsingar í efnahags-
og peningamálum, vinnumarkaðs-
málum, umhverfismálum o.s.frv.
Einnig eru birtar þar spár um þró-
un efnahagsmála í landinu næstu
tvö til þrjú árin. Ráðinu er þó ekki
einungis ætlað að fylgjast með
efnahagsþróuninni. Annað mark-
mið með ráðinu er að tryggja sam-
hljóm á milli mismunandi hags-
muna í samfélaginu.
Sérfræðihópa til ráðgjafar
stjórnvöldum er víða að finna og til
viðbótar má t.d. nefna Sviss, Hol-
land, Svíþjóð, Grikkland og Bret-
land, og ekki hvað síst Evrópusam-
bandið. 
Fréttaskýring | Ráðgjöf um efnahagsmál
Vitringar oft
prófessorar
Vitringaráð með misjöfnu sniði
Vill leita ráða hjá sérfræðingum
Tryggvi Þór líklegastur
L50776 Hugmynd forsætisráðherra
um ráðgjafahóp er á frumstigi
og hefur ekki verið tekin ákvörð-
un um hverjir komi til með að
skipa hópinn, að sögn aðstoð-
armanns hans Björns Inga
Hrafnssonar.
Einna líklegastur, samkvæmt
lauslegri könnun blaðsins, þykir
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands og segist hann
tiltækur í slíkan ráðgjafahóp
enda sé þarna um hans sérsvið að
ræða, hagstjórn.
Aðrir háskólamenn, sem nefndir
voru, eru Ívar Jónsson, prófessor
í Viðskiptaháskólanum Bifröst,
Gylfi Magnússon, dósent við Há-
skóla Íslands, og Þórarinn G.
Pétursson, lektor við Háskólann
í Reykjavík. 
soffia@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32