Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
10 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Námskeið fimmtudaginn 30. september
fyrir þá, sem vilja læra á ISO 9000
gæðastjórnunarstaðlana.
Farið er yfir megináherslur og uppbyggingu staðlanna og
hvernig má beita þeim
við að koma á og viðhalda gæðakerfi. 
Verklegar æfingar.
Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178,
kl. 8.30-14.45. Þátttökugjald kr. 18.500
Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, 
www.stadlar.iseða í síma 520 7150
ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir
- Lykilatriði, uppbygging og notkun -
ÓVÍÐA ef nokkurs staðar hefur
neinni þjóð betur tekist að standa
vörð um og varðveita eigið tungumál
en Íslendingum. Þetta segir Michael
T. Corgan, prófessor við Boston-
háskóla í Bandaríkjunum, í samtali
við Morgunblaðið.
Corgan hefur kynnt sér sér-
staklega stöðu og varðveislu tungu-
máls okkar með samanburði við fleiri
þjóðir. Corgan gerði grein fyrir nið-
urstöðum sínum í erindi sem hann
flutti í málstofu um tungumál og
smáríki á ráðstefnu um stöðu smá-
ríkja við Háskóla Íslands. Corgan
fjallaði um tungumálið sem þátt í
sjálfsvitund þjóðar og stöðu íslensk-
unnar andspænis áhrifum hnattvæð-
ingarinnar.
Merkilegur árangur í ljósi
þess að Ísland er smáríki
Corgan bendir á að þess séu nokk-
ur dæmi að þjóðir hafi um langt skeið
lagt áherslu á að standa vörð um og
efla eigið tungumál með misjöfnum
árangri. Í Frakklandi megi t.d. rekja
þetta aftur til 17. aldar og í Þýska-
landi voru árið 1890 sett sérstök
tungumálalög með að markmiði að
styrkja stöðu þýskunnar í einstökum
ríkjum landsins. Hvorki Frakkar né
Þjóðverjar hafi þó náð viðlíka ár-
angri og Íslendingar í að koma í veg
fyrir ensk áhrif á tungumálið. ?Nú
óttast þeir að þeir séu að tapa barátt-
unni. Viðleitni Íslendinga til að varð-
veita íslenskuna og hreinleika tung-
unnar hefur hins vegar verið miklu
árangursríkari. Þetta er sérstaklega
merkilegt í ljósi þess að Ísland er
smáríki,? segir Corgan.
Við rannsóknir sínar athugaði
Corgan einstök dæmi og skoðaði sér-
staklega stöðu mála í Lúxemborg til
samanburðar, sem einnig er smáríki
með um 400 þúsund íbúa og tungu-
mál sem sprottið er upp úr tungu-
málum nágrannaþjóða.
?Það eru því ýmsar hliðstæður
milli þessara tveggja ríkja. Lúx-
emborgarar fóru hins vegar ekki að
vinna að varðveislu tungunnar fyrr
en árið 1984 þegar sett voru lög um
tungumálið sem festu að lokum í
sessi lúxemborgísku, sem eitt af
þremur opinberum tungumálum
landsins þ.e. auk frönsku og þýsku.
Og þá fyrst var hafin kennsla tungu-
málsins í skólum en íslenskan hefur
eins og allir vita verið kennd hér í
skólum í mjög langan tíma,? segir
Corgan.
Að sögn hans má skoða skipulega
viðleitni þjóða til varðveislu og efl-
ingar eigin tungumála á fimm svið-
um. Í fyrsta lagi á sviði fjölþjóða-
samskipta þar sem ríki á sama
málsvæði vinna saman að samræm-
ingu tungumáls, t.d. á framburði. Í
öðru lagi á sviði stjórnvalda sem gefa
fyrirmæli og setja reglur með það að
markmiði að efla og vernda málið. Í
þriðja lagi er svo stundum að finna
stofnanir eða samtök á vegum hins
opinbera, sem vinna að varðveislu og
eflingu tungumáls og nefnir Corgan
Íslenska málstöð sem gott dæmi um
slíka stofnun, en hún er opinber mið-
stöð nýyrða- og íðorðastarfsemi í
landinu. Í fjórða lagi er svo há-
skólasviðið og loks er svo varðveisla
tungumálsins á sviði daglegra sam-
skipta og viðskipta innan samfélaga,
t.d. á hvern hátt einstakar sérgreinar
leggja sitt af mörkum til tungumáls-
ins með þýðingu tækniorða og við
nýyrðasmíð.
Á Íslandi hefur verið unnið skipu-
lega að varðveislu tungunnar á öllum
þessum stigum nema á hinu fjöl-
þjóðlega, að sögn Corgans.
Kappkostuðu að þýða 
flókin orð á sviði varnarmála
Corgan, sem er sérfræðingur í
sögu varnarsamskipta Íslands og
Bandaríkjanna, segir athyglisvert að
skoða hvernig Íslendingum hafi tek-
ist að standa vörð um tunguna gagn-
vart erlendum áhrifum á tímum
kalda stríðsins, meðan á vopnakapp-
hlaupi risaveldanna stóð og þó sér-
staklega vegna nálægðar varn-
arstöðvarinnar í Keflavík. Hann
segir að það hafi strax vakið athygli
sína er hann kom að þessum málum
fyrir rúmum 20 árum að Íslendingar
lögðu sig sérstaklega fram um að búa
til íslensk nýyrði og þýða tæknileg
hugtök sem notuð eru í umræðu í
varnar- og öryggismálum, sem féllu
að íslenskri málhefð. Þetta vakti
strax áhuga hans og nefnir Corgan
einnig sem dæmi sérfræðinga Ör-
yggismálanefndar á sínum tíma, þá
Gunnar Gunnarsson og Albert Jóns-
son, sem lögðu áherslu á aðlaga ný
og flókin útlend orð á sviði öryggis-
og varnarmála að íslenskunni og búa
til íslensk orð yfir tæknileg her-
fræðileg hugtök.
,,Mér varð strax ljóst að þetta væri
mjög merkilegt því margar stærri
þjóðir gerðu ekki einu sinni tilraun
til að þýða þessi orð,? segir hann.
Corgan segir að fyrst íslenskan
stóð svo föstum fótum gagnvart
áhrifum risaveldanna hafi honum
þótt fróðlegt að skoða hvort náðst
hafi sami árangur gagnvart áhrifum
tölvutækninnar og Netsins. Eins og
öllum sé kunnugt hafi Microsoft hug-
búnaðarframleiðandinn á endanum
fallist á að gefa út íslenskar þýðingar
á Windows-stýriforritinu og fleiri
forritum frá Microsoft, sem notuð
eru bæði af einstaklingum og í skól-
um. Corgan segir þetta góð dæmi um
hvernig Íslendingum hafi tekist að
verja tungumálið andspænis sterk-
um áhrifum sem ógnuðu tungunni. 
Fyrirmynd annarra
,,Íslenskan hefur staðið föstum
fótum. Ég hef reynt að afla mér upp-
lýsinga um hvort einhverju öðru
landi hafi tekist þetta með sama
hætti og hef komist að þeirri nið-
urstöðu að ekkert annað land stend-
ur jafnfætis Íslandi hvað þetta varð-
ar.?
Ísland er fyrirmynd annarra þjóða
í viðleitni til að varðveita og efla eigið
tungumál, að mati Corgans. ?Íslend-
ingar hafa staðið sig sérstaklega vel
á þessu sviði og náð eftirtekt-
arverðum árangri,? segir hann. 
Michael T. Corgan hefur kynnt sér hvernig Íslendingar
vernda tungumálið andspænis áhrifum hnattvæðingar
Michael T. Corgan segir Íslendinga vera fyrirmynd annarra þjóða í við-
leitni til að varðveita og efla eigið tungumál. Þeir hafi staðið sig vel.
Engin dæmi um betri árang-
ur af varðveislu tungumáls 
Morgunblaðið/Golli
Netsjónvarp í 
Bandaríkjunum
? YFIRMAÐUR bandaríska fjar-
skiptaeftirlitsins (FCC), sem einnig
sér um eftirlit með útvarps- og sjón-
varpsrekstri þar í landi, segir síma-
og tæknifyrirtæki þar í landi vinna
hörðum höndum að því að setja upp
sjónvarpsdreifikerfi yfir Netið.
Michael Powell, stjórnandi FCC,
segir símafyrirtæki í Bandaríkjunum
sæta sífellt harðari samkeppni frá
kapalsjónvarpsfyrirtækjum, sem
farin eru að bjóða netaðgang og
símþjónustu yfir sjónvarpskapalkerfi
sín. 
Til að svara þessari samkeppni
eru símfyrirtækin flest tekin að
vinna að þróun aðferða til að dreifa
sjónvarpsefni yfir breiðbandið, með
svokallaðri IP-tækni, en það er
sama tækni og samskipti yfir Netið
byggjast á. Sem dæmi nefndi Powell
að TiVO, sem frægt er fyrir stafræna
sjónvarpsupptökutækni sína, á nú í
samstarfi við netmyndbandaleiguna
Netflix um dreifingu efnisins yfir
breiðbandið.
Framkvæmda-
stjóraskipti hjá 
Iceland Express
? SIGURÐUR I. Halldórsson, for-
maður stjórnar Iceland Express,
mun gegna starfi framkvæmda-
stjóra félagsins þar til nýr fram-
kvæmdastjóri hefur verið ráðinn.
Arnþór Halldórsson hefur látið af
störfum sem framkvæmdastjóri Ice-
land Express og tekið við störfum
sem framkvæmdastjóri IP fjar-
skipta, en hann er jafnframt einn af
eigendum þess fyrirtækis. 
Greint var frá því fyrr í þessari
viku að Íslenska útvarpsfélagið
hefði keypt helmingshlut í IP fjar-
skiptum.
Arnþór hóf störf sem ráðgjafi fyrir
Iceland Express í ágúst 2003 og
segir Ólafur Hauksson, talsmaður
félagsins, að hann hafi tekið tíma-
bundið við starfi framkvæmdastjóra
í byrjun apríl 2004, samhliða því
sem hann hafi unnið að uppbygg-
ingu IP fjarskipta. Fullt samkomulag
hafi verið um starfslok hans hjá Ice-
land Express.
Fjölgun farþega
Icelandair
? FARÞEGUM í áætlunarflugi Ice-
landair fjölgaði um 13,3% í ágúst,
að því er kemur fram í tilkynningu
félagsins til Kauphallar Íslands.
Farþegarnir voru rúm 170.000 í
ágúst í ár, en um 150.000 á sama
tíma í fyrra. Frá áramótum hafa far-
þegar Icelandair verið tæplega 945
þúsund, eða 19% fleiri en á fyrstu
átta mánuðum síðasta árs.
Þá fjölgaði farþegum Flugfélags
Íslands í innanlandsflugi í ágúst
um 13,2% frá því í fyrra, Flugleiðir-
Frakt fluttu 19,6% fleiri tonn í
ágúst en í ágústmánuði 2003, og
hafa flutt 29,5% fleiri tonn á fyrstu
átta mánuðum ársins en á sama
tíma í fyrra.
2
?3 segja já við
Íslandsbanka
? AÐ MEÐTÖLDUM eignarhlut Ís-
landsbanka hf. í KredittBanken í
Noregi hafa hluthafar sem hafa yfir
að ráða meira en 67% hlutafjár í
KredittBanken nú þegar samþykkt yf-
irtökutilboð Íslandsbanka. Kemur
þetta fram í tilkynningu sem Íslands-
banki sendi Kauphöll Íslands.
Yfirtökutilboð Íslandsbanka í
hlutabréf KredittBanken er háð því
skilyrði að eigendur meira en 90%
hlutafjár í KredittBanken fallist á til-
boðið.
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
VERÐBÓLGA bæði á Evrópska
efnahagssvæðinu og í Evrópusam-
bandinu, mæld með samræmdri
vísitölu, var að meðaltali 2,1% frá
ágúst í fyrra til ágúst 2004. Á evru-
svæðinu var verðbólgan að meðal-
tali 2,3% en hún var 3,1% hér á
landi á þessu tímabili. Verðbólga í
helstu viðskiptalöndum Íslendinga
var hins vegar að meðaltali 2,0% á
tímabilinu. 
Frá þessu er greint í tilkynningu
frá Hagstofu Íslands.
Samræmd vísitala neysluverðs í
EES-ríkjunum hækkaði um 0,2%
milli júlí og ágúst á þessu ári, en á
sama tíma lækkaði hún hins vegar
um 0,2% hér á landi.
Mesta verðbólga á Evrópska
efnahagssvæðinu á þessu tólf mán-
aða tímabili var 7,8% í Lettlandi,
7,2% í Ungverjalandi og 7,0% í Slóv-
akíu. Þar næst komu Pólland, Eist-
land, Slóvenía, Lúxemborg, Spánn,
Tékkland og Ísland.
Verðbólgan mældist 0,3% í Finn-
landi, 0,9% í Danmörku, 1,1% í Nor-
egi og 1,2% í Svíþjóð.
Verðbólgan 
hér mest á 
Norðurlöndum
Verðbólgan minnkaði hér í ágúst en
hækkaði að meðaltali í EES-ríkjunum
               ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
Hagnaður Geest plc.
minnkar
? GEEST plc., sem Bakkavör 
Group hf. á stóran hlut í, skilaði
um 15,6 milljóna punda hagnaði,
fyrir skatta og afskriftir (EBIDTA), á
fyrstu sex mánuðum ársins, en
það nemur um 2 milljörðum ís-
lenskra króna. Kemur þetta fram í
árshlutauppgjöri fyrirtækisins. Á
sama tíma árið 2003 var EBIDTA
Geest hins vegar 17,4 milljónir
punda, eða um 2,2 milljarðar
króna.
Hagnaður Geest eftir skatta og
afskriftir á fyrstu sex mánuðum
ársins nam 3,3 milljónum punda
(um 425 milljónir króna), en var
um 6,5 milljónir punda (um 835
milljónir króna) á sama tíma í fyrra. 
Velta Geest óx hins vegar milli
ára, og var á fyrri hluta þessa árs
tæpar 460 milljónir punda (um 60
milljarðar króna), samanborið við
tæpar 430 milljónir punda (um 55
milljarðar króna) á sama tíma í
fyrra.
Síðasta lokaverð hlutabréfa fé-
lagsins í kauphöllinni í Lundúnum
er 533 pens á hlut, en það hækk-
aði um 4% hækkun frá því síðast-
liðinn miðvikudag.
Jarðskjálfti
við bakka
Þjórsár
JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3,2 á
Richter varð í fyrrinótt við bakka
Þjórsár, um fimm kílómetra suðvest-
an við Áshverfi í Holtum, um 1-2
kílómetra sunna við Sandhólaferju
við Þjórsá. Um tugur smærri eftir-
skjálfta fylgdu í kjölfarið, allir minni
en 1,5 að stærð.
Skjálftinn varð klukkan 4.16 þegar
flestir voru í fastasvefni. Hann
fannst þó bæði á Hellu og í Ása-
hreppi, samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Íslands. Gunnar B. Guð-
mundsson, jarðeðlisfræðingur á
Veðurstofunni, segir að þetta sé
stærsti skjálfti sem hafi orðið á þess-
um slóðum í langan tíma, a.m.k. 10?
15 ár. Staðurinn þar sem skalf í
fyrrinótt er talsvert sunnan við meg-
inbrotabeltið á Suðurlandi og Suður-
landsskjálftarnir árið 2000 urðu tals-
vert norðar. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32