Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Í
búar Indlands eru nú rúmur millj-
arður; þeir verða nær örugglega
orðnir fleiri en 1,5 milljarðar um
miðja öldina og jafnframt fleiri en
íbúar Kína áður en mannfjölg-
unin stöðvast. Þetta kann að virðast
áhyggjuefni en raunin er sú að það dregur
verulega úr mannfjölguninni: íbúatala
Indlands meira en þrefaldaðist á síðustu
sextíu árum. Þar að auki er hagvöxturinn
miklu meiri en áður. Getur þá Indland séð
1,5 milljörðum manna fyrir þægilegum
heimkynnum?
Nýlega lauk ég rannsókn (ásamt Tim
Dyson, Leela Visaria og fleirum) þar sem
niðurstaðan var, með hóflegri bjartsýni,
að þótt Indland gæti staðið undir mann-
fjölguninni stæði landið frammi fyrir
miklum erfiðleikum á nokkrum sviðum.
Að vísu dró úr fátæktinni á síðasta ára-
tug, auk þess sem hlutfall læsra hækkaði
og fleiri sóttu skóla. Þessi þróun var hins
vegar ójöfn eftir landshlutum. Í flestum
stóru fátæku sambandsríkjunum ? Bihar,
Madhya Pradesh, Orissa, Rajasthan og
Uttar Pradesh ? var hagvöxturinn fremur
hægur á sama tíma og íbúunum fjölgaði
ört. Í aðeins einu þessara sambandsríkja,
Rajastan, var hagvöxturinn svipaður og í
öðrum landshlutum: hin ríkin fjögur hafa
ekki notið góðs af meiri viðskiptum og
auknu frjálsræði.
Í sambandsríkjum þar sem fæðing-
artíðnin minnkaði áður, svo sem Kerala
og Tamil Nadu, hefur ungmennum á
skólaaldri þegar fækkað, en í Bihar held-
ur þeim áfram að fjölga til ársins 2025. Á
hinn bóginn er meirihluti barna í Kerala
og Tamil Nadu þegar í skóla, en ekki í
Bihar.
Í þessum fimm sambandsríkjum eru
45% íbúa Indlands og 56% fátækra lands-
manna. Gangi spár okkar eftir verður
rúmur helmingur íbúa landsins og 75% fá-
tæka fólksins í ríkjunum fimm eftir tutt-
ugu ár. Verði ekki hægt að snúa þessari
þróun við mun landinu stafa alvarleg póli-
tísk hætta af efnahagslegu og lýð-
fræðilegu gjánni milli Norður- og Austur-
Indlands annars vegar og suður- og vest-
urríkjanna hins vegar.
Indverjum er ennfremur mikill vandi á
höndum vegna umhverfisáhrifa mann-
fjölgunar í 1,5 milljarða. Samfara fjölgun
íbúanna á síðustu áratugum hafa orðið
framfarir í heilbrigðis-, mennta- og efna-
hagsmálum ? þótt þær hafi verið of hægar
og ekki skipst jafnt milli sambandsríkj-
anna. Mannfjölgunin hefur hins vegar
bitnað á umhverfinu.
Niðurstaða rannsóknar okkar er að
Indland geti aukið hagvöxtinn, iðnfram-
leiðsluna og orkunotkunin og jafnframt
tryggt hreinna umhverfi. Þetta hefur þó
ekki gerst enn. Loft-, jarðvegs- og vatns-
mengunin hefur aukist og valdið hundr-
uðum þúsunda dauðsfalla á ári.
Lykillinn að hreinni framtíð er hrein
tækni, sem hefur jafnt og þétt orðið ódýr-
ari, og kostnaðurinn mun halda áfram að
minnka. Stundum borgar það sig fyrir
framleiðendur að taka upp nýju tæknina.
Þeir fjárfesta hins vegar ekki í hreinni
tækni ef þeir þurfa einir að standa undir
kostnaðinum og njóti aðeins almenningur
góðs af henni. Í þeim tilvikum þarf stjórn-
in að gera ráðstafanir til þess að fyr-
irtækin hafi hag af því að taka upp hreinni
tækni, eða breyta reglum og sköttum. Því
miður er raunin sú að þegar fátæka fólkið
hefur mestan hag af breytingunum eru
fyrirtækin öflug og stjórnvöld veik eða
spillt, þannig að því fer fjarri að umhverf-
isvænni framleiðsluaðferðir séu tryggðar.
Baráttan gegn mengun hefur þó borið
umtalsverðan árangur á nokkrum svið-
um. Loftið var svo mengað í Delhí að fólk
gat varla andað, en nú er það orðið þol-
anlegt eftir að gerð var gangskör að því
að nýta samþjappað jarðgas í almenn-
ingssamgöngum, leggja gömlum bílum,
auk þess sem reglur um útblástur nýrra
bíla voru hertar. Það hefur ekki verið
kostnaðarsamt að minnka loftmengunina
í borginni en samt hafa aðrar borgir verið
seinar til þess að fara að dæmi Delhí.
Mesta vandamálið er vatnsmengunin,
sem eykst stöðugt í skurðum og ám. Sam-
fara mannfjölguninni eykst spurnin eftir
vatni ? einkum til landbúnaðar, sem tekur
til sín yfir 80% af öllu því ferska vatni sem
notað er á Indlandi. Fjölgi íbúunum um
50% þarf matvælaframleiðslan að aukast
um 50%, vilji Indverjar vera áfram sjálf-
um sér nógir um matvæli.
Það verður hins vegar ekki hægt að
búa til meira vatn. Reyndar gæti það
minnkað vegna mengunar og loftslags-
breytinga. Indverjar þurfa því að nýta
vatnið miklu betur en nú.
Nokkur dæmi eru um framfarir í þeim
efnum. Samt er líka alltof mikið um póli-
tískt lýðskrum með loforðum um ókeypis
vatn handa bændum. Það er pólitískt erf-
itt að gera það sem þarf til að tryggja
nægan vatnsforða í landinu ? draga úr
mengun, hvetja til vatnsverndunar, setja
betri reglur og krefjast greiðslu fyrir
vatnið þegar þörf krefur. En þegar öllu er
á botninn hvolft þá eiga Indverjar einskis
annars úrkosti: óeirðir eru nú þegar farn-
ar að blossa upp vegna vatnsskorts, í
nokkrum borgum er vatn flutt í tankbíl-
um í fylgd vopnaðra varða og komið hefur
til harðvítugra deilna milli borga um
vatnsréttindi.
Kannanir hafa leitt í ljós að fátæka
fólkið telur brýnast að sjá til þess að það
fái nægilegt vatn. Menn óttast hins vegar
að eitthvað skelfilegt þurfi að gerast áður
en stjórnmálamennirnir ákveða að takast
á við vandann. Í rannsóknarskýrslu okkar
vitnum við í þrjár kannanir á vatnsbúskap
Indlands. Í þeim öllum er niðurstaðan sú
að hægt er að tryggja nægan vatnsforða á
næstu áratugum. Eins og hvað varðar
önnur vandamál, sem fylgja mannfjölg-
uninni, er spurningin ekki hvort Indland
geti leyst vandann, heldur hvort það verði
gert.
Eftir Robert Cassen
Höfundur er prófessor í hagfræði við London
School of Economics. Hann er ritstjóri og
einn höfunda bókarinnar 21st Century
India: Population, Economy, Human 
Development and the Environment.
?
Óeirðir eru nú þegar
farnar að blossa upp
vegna vatnsskorts, í
nokkrum borgum er vatn
flutt í tankbílum í fylgd
vopnaðra varða og kom-
ið hefur til harðvítugra
deilna milli borga um
vatnsréttindi.
?
Hálfur annar
milljarður af
Indverjum 
© Project Syndicate.
Reuters
Það er ekki spurning, að mati grein-
arhöfundar, hvort Indverjar geti leyst
þau vandamál, sem fylgja mannfjölg-
uninni, heldur hvort það verði gert.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 17
eru meira en 600 bílar á
úa, borið saman við rúmlega
a 1000 íbúa víða annars
rlöndum. Hér eru eknir
tfallslega mun fleiri en ann-
orðurlöndum og sama má
neyðslu. Hugsanlega hafa
nið sig á að nota bílinn
ð, t.d. að keyra mjög stuttar
m maður er jafnvel sneggri
di eða hjólandi. Þá eru
ósa að fara á einkabíl til
þeir geyma bílinn fyrir utan
g keyra svo heim ? í stað
rætó sem jafnvel fer nánast
lu Umhverfis- og heilbrigð-
víkur kemur einnig fram að
fur fjölgað gríðarlega í
um 45% á milli áranna
Þá hefur eknum kílómetrum
ölgað um 37% á sama tíma.
fuðborgarbúa er því aug-
ðir eru farnar á einkabíl en
u aðeins 4% ferða farnar
gssamgöngum. Þeim fer þó
kjósa að ganga til vinnu.
i að undra að umferð geti
um helstu umferðaræðar
d. Miklubraut og Kringlu-
ú hafa fulltrúar Reykjavík-
göngunefnd samþykkt til-
lögu um að þessi gatnamót verði löguð
með það að markmiði að auka umferðarör-
yggi. Breyta á gatnamótunum þannig að
þar verði þrjár akreinar fyrir beina um-
ferð og tvær fyrir allar vinstribeygjur.
Um leið á að nýta tækifærið til að veita
strætisvögnum forgang í umferð og efla
því um leið almenningssamgöngur í borg-
inni.
Borg fyrir fólk en ekki bíla
Þessi ákvörðun er tekin eftir vandlega
ígrundun. Vissulega væri hægt að eyða
tveimur til þremur milljörðum í að setja
niður mislæg gatnamót á þessum stað en
það bitnar óumflýjanlega á öðrum fram-
kvæmdum. Þá vaknar jafnframt spurn-
ingin um hvernig borg við viljum búa í.
Viljum við búa í borg sem einkennist af
fólki og lífi? Eða viljum við búa í borg sem
einkennist af bílum? Með því að þétta
byggð og efla almenningssamgöngur vill
Reykjavíkurlistinn stuðla að því að
Reykjavík haldi áfram að vera borg fyrir
fólk, ekki bíla.
Ekki er hægt að setja æ meira landrými
undir umferð án þess að velta því fyrir sér
hvaða áhrif það hafi á lífsgæði fólks. Mis-
læg gatnamót gera umferðina vissulega
hraðari en af því hlýst enn meiri loftmeng-
un. Samkvæmt sömu skýrslu Umhverfis-
og heilbrigðisstofu og áðan var vitnað í
hefur koldíoxíðmengun aukist verulega í
borginni en útstreymi koldíoxíðgilda hefur
aukist um rúmlega 50% á milli 1990 og
2003. Þá myndu mislæg gatnamót óneit-
anlega minnka lífsgæði þeirra íbúa sem
búa nálægt Miklubraut.
Hafa ber umhverfis-
sjónarmið í huga
Við þurfum að hugsa um framtíðina
þegar við veljum leiðir fyrir Reykjavík-
urborg. Þegar samgöngur eru skipulagðar
þarf t.d. að hafa í huga að hreint og gott
andrúmsloft er ekki óþrjótandi auðlind.
Því verður að efla almenningssamgöngur
og styðja við umferð hjólandi og gangandi,
t.d. með því að bæta enn stígakerfið á höf-
uðborgarsvæðinu. Í skipulagsmálum al-
mennt er rétt að hafa þéttingu byggðar að
leiðarljósi en í dreifbýlum borgum hefur
verið nánast ókleift að ferðast öðruvísi en
á einkabíl sökum mikilla vegalengda. Má
nefna Los Angeles í Bandaríkjunum sem
dæmi um það.
Nauðsynlegt er að hafa umhverfissjón-
armið í huga í öllum skipulagsmálum því
umhverfið er einn mikilvægasti þátturinn
í því að öllum borgarbúum verði tryggð
sem mest lífsgæði.
Morgunblaðið/ÞÖK
fram að vera borg fyrir fólk, ekki bíla, segir greinarhöfundur.
Höfundur er varaformaður Vinstrihreyfing-
arinnar ? græns framboðs, katrinja@hi.is 
bóga og það hefur enn einu
ð hefðbundinn hern-
ugir skammt í stríði við
og bæði Rússar og Banda-
a fengið að reyna. Rúss-
r því lentur í svipuðum átök-
stan fyrir aldarfjórðungi
það hafi verið undir öðrum
Rússnesku hersveitirnar eru
beita pyntingum, nauðg-
anakenndum aftökum án
Þær hafa lagt heilu þorpin í
alið er að skæruliðar eigi
dir óbreyttra borgara hafa
sjálfstæðissinna eru lítið
fa miskunnarlaust beitt
gegn óbreyttum borgurum
eðal annars hafa þeir tekið
s í gíslingu og menn muna
hús í Moskvu var tekið í
kki mjög löngu, sem endaði
ndruð manna dóu. Þeir hafa
ökum án dóms og laga gegn
telja að vinni of náið með
Nú síðast réðust þeir á
eslan í Suður-Ossetíu með
eiðingum. Hópur sem stóð
sjúkrahúsi í Dagestan fyrir
erum og er undir forystu
evs hefur einnig lýst yfir
tökunni í Beslan. Jafnvel
haft samúð með málstað
fstæðissinna ofbauð. Ef
a um að hryðjuverkamenn
siðferði hefur það hreinlega
beina hryðjuverkum sér-
börnum eins og gert var nú.
gera eiga hreinlega ekki
t manneskjur. 
ernig það fór. Á fjórða
s létust og margir eru enn
alvarlega sárir á sjúkrahúsum. Ýmislegt
má gagnrýna um hvernig stjórnvöld í
Rússlandi héldu á málinu. Í byrjun var
eins og helst ætti að þegja yfir því eða
draga sem mest úr því. Fyrstu fréttir voru
um að gíslarnir væru mun færri en þeir
reyndust vera. Þetta virðist stundum ger-
ast enn þegar stór vandamál koma upp í
Rússlandi eins og algengt var á Sovéttím-
anum. Til dæmis var reynt að þegja yfir
því þegar kjarnorkukafbáturinn Kursk
sökk í Barentshafi fyrir ekki mjög löngu.
Sérsveitir rússneska hersins virðast ekki
heldur ráða mjög vel við að takast á við
gíslatökur. Þegar reynt var að bjarga gísl-
unum úr leikhúsinu í Moskvu með því að
dæla gasi inn í húsið tókst ekki betur til en
svo að dælt var alltof miklu inn og flestir
sem þar létust, dóu einmitt vegna þess.
Jafnframt var það svo við gíslatökuna í
Beslan að allt leystist upp í ringulreið þeg-
ar sprengingar og byssuskot heyrðust úr
íþróttahúsinu þar sem gíslunum var hald-
ið. Pútín forseti Rússlands virðist líka ætla
að nota málið til að minnka lýðræðið í
landinu m.a. með því að nú eigi forsetinn
að fara að skipa héraðsstjóra í stað þess að
þeir séu kosnir af íbúum á viðkomandi
svæðum. 
Engir góðir kostir
Pútin á þó enga góða kosti. Það er ekki
hægt að ætlast til þess að nokkur forseti
með sjálfsvirðingu setjist að samninga-
borði með hryðjuverkamönnum sem eru
nýbúnir að myrða fjöldann allan af börn-
um. Ég veit ekki hvernig hann ætti að
skýra það út fyrir foreldrum þeirra. Það
er líka illa mögulegt að sleppa hendinni af
Tétsníu og láta hana verða sjálfstætt ríki.
Það myndi þýða að fjöldinn allur að lýð-
veldum innan Rússlands færi fram á hið
sama og hætta væri á að landið brotnaði
upp í mörg smáríki. Lýðveldin og þjóða-
brotin innan Rússlands eru líka fjarri því
að vera sátt hvert við annað, sérstaklega í
Kákasus svo ef þau fengju öll sjálfstæði er
líklegt að þess yrði ekki langt að bíða að
stríð brytist út milli einhverra þeirra. Lík-
ur eru því á að átökin haldi áfram. Því mið-
ur.
a
Höfundur er framkvæmdastjóri 
Framsóknarflokksins.
Reuters
Hryðjuverkaárásin á skólann í Beslan er síðasta voðaverkið í átökunum um Tétsníu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32