Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 18
MINNINGAR 18 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sören KristinnSörensen fæddist 26. júní 1924 á Mjó- eyri við Eskifjörð. Hann lést á heimili sínu Silfurtúni á Eski- firði 13. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Nikolína Sveinsdóttir ættuð úr Reykjavík, f. 7. sept- ember 1888, d. 26. ágúst 1967, og Sören Sörensen frá Skall- erup í Danmörku, f. 15. janúar 1886, d. 17. maí 1962. Systkini Sörens voru Christen, f. 1918, d. 2004, Sveinn, f. 1920, d. 1992, Ein- ar, f. 1927, d. 2000, og hálfsystir Laufey Sigurðardóttir, f. 1914, d. 2001. Sören kvæntist 25. desember 1949 Kristbjörgu Júlíönu Gríms- dóttur frá Húsavík, f. 8. júlí 1927, d. 4. maí 1960. Dætur þeirra eru: 1) Jakobína, f. 29. júní 1951, maki Vil- hjálmur Björnsson, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn 2) Helena, f. 28. maí 1954, maki Jónas Þór Guð- mundsson, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Einnig ólu þau Júl- íana og Sören upp til fermingaraldurs Halldór Björnsson, f. 25. ágúst 1946. Sören kvæntist 16. mars 1963 Sigurborgu Ingunni Einarsdótt- ur, hjúkrunarfræð- ingi, f. 11. maí 1932. Sonur þeirra er Pét- ur Þór, f. 2. janúar 1964, maki Þórunn Fjóla Víðisdóttir, þau eiga tvo syni. Sören bjó alla ævi á Eskifirði. Sem ung- ur maður stundaði hann sjó frá Eskifirði og var á ver- tíðum í Keflavík, Sandgerði og Hornafirði. Síðan varð vörubif- reiðaakstur aðalatvinna hans til sjötíu og fimm ára aldurs. Ásamt eigin atvinnurekstri var hann olíu- bifreiðastjóri hjá Skeljungi í 25 ár. Sören var ásamt Sigurborgu eig- inkonu sinni áhugasamur og mik- ilvirkur steinasafnari eins og glæsilegt steinasafn þeirra hjóna ber vott um. Útför Sörens fer fram frá Eski- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Látinn er tengdafaðir minn og góður vinur, Sören Sörensen. Okkar kynni hófust er ég ungur að árum fór að venja komur mínar til eldri dóttur hans. Þau kynni urðu fljótt að góðri vináttu sem aldrei bar skugga á. Sören var maður sem auðvelt var að líta upp til sökum ósérhlífni hans og dugnaðar við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt af því sem einkenndi Sören var greiðvikni hans og umhyggja fyrir meðbræðrum sínum. Honum þótti vænt um byggðarlagið sitt og vildi veg Eski- fjarðar sem mestan og bestan. Sör- en var náttúrubarn og hafði gaman af veiðum bæði til sjós og lands. Hann átti gjarnan trillu og reri til fiskjar sér til ánægju og var áhuga- söm og fengsæl rjúpnaskytta. Áhugi hans var mjög smitandi og fáir sögðu betri og magnaðri veiðisögur en hann. Í hans huga var það skylda að borða rjúpur á aðfangadagskvöld og sendi hann gjarnan vinum og kunningjum rjúpur í jólamatinn. Sören var mikill fjölskyldumaður og bar mikla umhyggju fyrir börn- um sínum, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum. Hann studdi þegar þess þurfti með og öllum þótti okkur gott að fá ráð hans og uppörvun. Sören og Sig- urborg voru samhent hjón með sam- eiginleg áhugamál. Þau voru gest- risin með afbrigðum og félagslynd. Oft var því mannmargt í Silfurtúni og glatt á hjalla og þar var gott að koma. Á síðastliðnu ári hrakaði heilsu Sörens og var Sigurborg þá sem fyrr hans stoð og stytta. Um leið og ég kveð tengdaföður minn og vin þakka ég honum sam- fylgdina í gegnum árin. Blessuð sé minning Sörens Sörensen. Vilhjálmur. Elsku afi. Mig langar bara í örfáum orðum að þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum og verða því miður ekki fleiri. Alltaf var jafn gott að koma til ykkar ömmu, þar sem maður fékk alltaf hlýjar mót- tökur og boðið var upp á bakkelsi og notalegt spjall um daginn og veginn. Ég veit að það verður þannig áfram hjá ömmu en nú vantar þig. Síðustu daga hafa rifjast upp ýmsar skemmtilegar minningar, sem hefur verið gott að ylja sér við. Minningar frá „steinaferðunum“ okkar sem var alltaf svo gaman í. Þar sem appelsín og þurrkaðir ávextir voru ávallt með í för og allt- af var glatt á hjalla. Þá fórum við á Land Rovernum í hinar ýmsu fjörur og fjöll á Austurlandi og tíndum steina, sem þú svo slípaðir. Ferðalag á vörubílnum norður í land þar sem þú lagðir bílnum út í kant og fékkst þér smá „kríu“ og við mamma mátt- um bíða rólegar þangað til þú vakn- aðir. Allar yndislegu samverustund- irnar sem við áttum öll fjölskyldan á jólum og áramótum þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar og borð- aðir uppáhaldsmatinn þinn, rjúpur, rófustöppu, kartöflur og bestu rjúpnasósu í heimi, rjúpnasósuna hennar ömmu. Nú heyrir maður ekki lengur setningar eins og „elsku skarfurinn hans afa“ og „litla drottningin hans afa“. Já afi, nú kveðjumst við í bili, en sjáumst aftur hinum megin. Ég, Jónsi og krakkarnir þökkum kær- lega samfylgdina og yljum okkur áfram við minninguna um þig. Þín elskandi, Júlíana. Elsku afi. Við þökkum þér fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum með þér og skilninginn sem þú ávallt sýndir okkur sama upp á hverju við tókum. Þú tókst alltaf svari okkar og hvattir til frekari at- hafna. Nú þegar við hugsum til baka þá sjáum við að við höfum átt þann besta afa sem hægt er að hugsa sér. Blessuð sé minning þín. Björn Ingi og Ívar Sören. Mikill sómamaður verður borinn til moldar í dag, Sören Sörensen. Mér er ljúft að setja niður nokkur minningarbrot, en ég átti því láni að fagna að Sören og fyrri kona hans, Júlíana heitin, tóku mig ungan til sín. Ástæða þess var mikill vinskap- ur foreldra minna og þeirra þar sem þau komu til Keflavíkur á vertíð og bjuggu í sama húsi og foreldrar mínir, Duushúsi. Því varð það að ég fór aðeins tveggja ára gamall með þeim heim til Eskifjarðar árið 1948. Síðan var ég hjá þeim sómahjónum af og til fram að fermingaraldri, en það ár lést Júlíana. Sören og Júlíana eignuðust tvær dætur, Jakobínu og Helenu. Júlíana var okkur öllum mikill harmdauði. Hún var kjarnorkukona, jafnrétti vildi hún hafa og kenndi mér því krosssaum, en einnig kenndi hún mér á gítar. Sören var vinnuþjarkur alla ævi. Lítill pjakkur fékk ég að sitja í stóra tíuhjólatrukknum hans, sem komst allt að mínu mati og var Sören stærstur og mestur allra. Hann fór frekar vaðið en yfir brúna. Vinnu- brögð voru með öðrum hætti þá og handmokaði Sören grús á bílinn, eða týndi grjót í fjörunni eða fór upp á Oddsskarð að sækja snjó fyrir frystihúsið. Sören átti alltaf trillu og réri til fiskjar, hann var einnig með rollur, svo það var í nógu að snúast. Í gegnum fullorðinsárin hef ég getað glatt huga minn og yljað mér við minningar frá Eskifirði hjá þeim hjónum, fyrst í Ásbyrgi og síðar í Silfurtúni. Ég gæti skrifað langa sögu, því minningarbrotin eru mörg og góð. Sören kynntist síðar Sigurborgu er gekk stúlkunum hans í móðurstað og saman eignuðust þau soninn Pét- ur. Sigurborg lagði sig fram um að halda vinskapnum, þó svo langt væri milli okkar. Hún hefur staði sem klettur við hlið Sörens alla tíð. Það er með miklu þakklæti sem ég kveð vin minn og fósturföður, sem með sinni miklu hlýju gaf mér fjársjóð minninga. Ég get því miður ekki fylgt Sören síðasta spölinn, en hugur minn dvelur hjá fjölskyld- unni, ég votta þeim samúð. Sören, hvíl í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Halldór Björnsson. SÖREN KRISTINN SÖRENSEN ✝ Jón Víðir Stein-dórsson fæddist á Teigi á Seltjarnar- nesi 15. júní 1940. Hann lést 7. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Oddný Hjart- ardóttir húsfreyja, f. á Borðeyri 1898, d. 1976 og Steindór Kristinn Ingimund- arson verkstjóri, f. á Sogni í Ölfusi 1899, d. 1960. Systkini Jóns Víðis eru Ingimund- ur, f. 1920, d. 1993, Magnús, f. 1922, d. 1958, Steindór, f. 1924, d. 1990, Guðbjörg, f. 1926, d. 1927, Friðrik, f. 1928, Gyða, f. 1929, Hreinn, f. 1930, d. 1999, stúlka óskírð, f. 1933, d. 1933, Guðmundur, f. 1934, d. 1989, Daníel Jón, f. 1935, d. 1936, Daní- el Jón, f. 1937, d. 1941, Lilja, f. 1938 og Ívar, f. 1942. Jón Víðir kvæntist 8. des. 1962 Rannveigu S. Guðmundsdóttur, starfsstúlku á hjúkrunarheimili, f. á Stóru-Borg í V-Hún. 7. maí 1935. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Helgadóttir húsfreyja, f. 1898, d. 1945 og Guðmundur Jónsson bóndi, f. 1892, d. 1936. Börn þeirra Jóns Víðis og Rannveigar eru Margrét Ólöf kennari, f. 1966, gift Hilmari Jónssyni tæknifræðingi, f. 1964. Synir þeirra eru Atli Már, f. 1993 og Hlynur Smári 1995. Oddný Jó- hanna hjúkrunar- fræðingur, f. 1967, gift Björgvini Þór Ingvarssyni raf- virkja, f. 1966. Börn þeirra eru Birkir, f. 1995, Ingvar, f. 2001 og Rannveig, f. 2002. Laufey Brá, leikari og guðfræðinemi, f. 1972, sambýlismað- ur Jón Ingi Há- konarson leikari, f. 1971. Edda Rún þroskaþjálfi, f. 1973, gift Sigþóri Marteinssyni mat- reiðslumanni, f. 1974. Sonur þeirra er Marteinn Víðir, f. 1999. Fyrir átti Jón Víðir Sæunni bónda á Svanavatni í Skagafirði, f. 1963. Móðir hennar er Lilja Ólafsdóttir, f. 1934. Jón Víðir ólst upp á Teigi á Sel- tjarnarnesi en flutti til Hafnar- fjarðar árið 1967 og bjó þar alla tíð síðan. Hann hóf ungur störf við fiskverkun og sjómennsku. Hann var lengi verkstjóri hjá Loftorku í Hafnarfirði. Hann starfaði hjá Garðabæ frá 1993, síðustu árin vann hann við Hofs- staðaskóla en í haust hóf hann störf við nýju íþróttamiðstöðina í Garðabæ. Útför Jóns Víðis verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Við kveðjum þig með sorg og trega en jafnframt þakklæti fyrir að hafa átt þig, elsku pabbi okkar. Það að stundirnar þínar í þessu jarðlífi verði ekki fleiri finnst okkur svo sárt og óskiljanlegt. Þú sem alltaf varst svo hress og naust þess að lifa. Minningarnar streyma fram. Pabbi var fæddur og uppalinn á Teigi á Seltjarnarnesi. Hann var næstyngsta barnið af 14 systkinum. Nesið togaði alltaf fast í hann þaðan sem hann átti svo kærar minningar úr æsku sinni. Pabbi hóf ungur störf við fiskverk- un hjá Sænska þar sem faðir hans starfaði sem verkstjóri. Síðan stund- aði hann sjómennsku og önnur störf tengd sjónum. Hann réð sig til starfa hjá Loftorku í Hafnarfirði og vann þar í fjölda ára. Síðustu árin starfaði hann hjá Garðabæ, nú síðast í Hofs- staðaskóla. Þar undi hann hag sínum vel og lét sér annt um velferð skóla- barnanna. Pabbi vann alla tíð mikið, var dug- legur og samviskusamur. Hann var mikill fjölskyldumaður og alltaf til staðar fyrir okkur. Hann var einstak- lega bóngóður og umhyggjusamur. Oft var vinnudagurinn langur en sunnudagar voru frídagar og þá gerð- um við fjölskyldan alltaf eitthvað skemmtilegt saman. Pabbi hafði fallega söngrödd og var mikill tónlistarunnandi. Sérstakt dá- læti hafði hann á harmonikkutónlist. Honum fannst mjög gaman að dansa og kenndi okkur systrunum fyrstu danssporin. Pabbi var mikill náttúruunnandi, hafði gaman af silungsveiði og naut þess á hverju sumri að fara með fjöl- skyldunni norður í Húnavatnssýslu á æskustöðvar móður okkar. Hann var mikill bókamaður og enga veraldlega gjöf fannst honum betra að fá en bók. Hann hafði áhuga á ætt- og sagnfræði og var vel að sér í þeim fræðum. Undanfarin ár voru pabbi og mamma dugleg að ferðast erlendis og fannst pabba fátt skemmtilegra en að skoða merkar söguslóðir. Pabbi var mjög félagslyndur og ræktaði af alúð tengsl við vini og ætt- ingja. Pabbi og mamma hafa ávallt verið samhent hjón og samtaka í uppeldi okkar dætranna. Velferð fjölskyld- unnar hefur ávallt verið í hávegum höfð. Pabbi myndaði einstaklega gott samband við tengdasyni sína og mátu þeir mannkosti hans mikils. Hann var ástríkur og góður afi og voru barnabörnin hans mjög náin honum. Hann hafði gaman af skák og tefldi hann oft við stóru afastrákana sína. Var hann óspar á hrós og hvatn- ingu. Pabbi hafði gaman af íþróttum og yndi af að leika við barnabörnin. Mikil er sorgin að hann skyldi ekki fá lengri tíma til að fylgjast með þeim vaxa úr grasi og mikill er missir þeirra. Elsku mamma okkar. Guð gefi þér og okkur öllum styrk í þessari miklu sorg. Minningin um ástríkan fjöl- skylduföður mun ávallt lifa með okk- ur. Þínar dætur Sæunn, Margrét, Oddný og Edda Rún. Á örskotsstundu breytist allt. Það er fallegt sumarkvöld en daginn eftir er kominn beljandi stormur sem níst- ir merg og bein. Í dag kveðjum við yndislegan mann sem hóf líf sitt á björtum júnídegi þegar sólin neitar að setjast og sum- arið er rétt að byrja. Pabbi minn átti stóra fjölskyldu, bæði voru systkinin mörg og einnig hélt hann þétt utan um þá sem við bættust. Það var einstakt að alla mína tíð heyrði ég hann aldrei segja styggð- aryrði um nokkurn mann. Hann dæmdi engan og bar virðingu fyrir því ferðalagi og þeirri braut, er við sem stóðum honum nærri ákváðum að feta. Hann studdi og styrkti, hann lét okkur finna hvað við vorum ein- stök. Hann gaf gjafir sínar skilyrð- islaust og hældi sér hvorki né hreykti, hann bara var til staðar traustur og tryggur. Það var svo gaman að heyra pabba syngja, sjá hann þenja brjóstið og heyra röddina hans hljóma, að syngja með honum á gleðistundum, að sjá hann syngja með systkinum sínum svo glöð og kát, þá fann maður hvað söngurinn hafði verið ríkur þáttur í þeirra lífi og hvað þau voru vön að syngja saman. Þegar pabbi minn söng með sinni fögru rödd, þá ljómaði hann af gleði, af kátínu og fjöri. Eins þegar hann dansaði, þegar hann tók mann í faðminn, svo hávaxinn, tein- réttur og sterkur og sveiflaði manni um herbergið. Það dansar enginn eins og pabbi. Ungur að árum festi pabbi ráð sitt. Það var þegar hann hitti mömmu. Þau gengu veginn saman. Þau voru mjög samstiga, þau voru sterk eining. Þegar við systurnar vorum að alast upp höfðu þau ákveðið það sín á milli JÓN VÍÐIR STEINDÓRSSON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, Hátúni 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. september kl. 15. Halldór Ómar Sigurðsson, Laufey Guðrún Sigurðardóttir, Atli Sigurðsson, Berglind Sigurðardóttir, Hafrún Sigurðardóttir, Einar Björn Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, sambýlis- kona, fósturmóðir, amma og langamma MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Grund þriðju- daginn 14. september. Útför hennar fer fram miðvikudaginn 22. september klukkan 13.30 frá Fossvogskapellu. Kort Sævar Ásgeirsson, Áslaug Pétursdóttir, Stefanía Ósk Ásgeirsdóttir, Einar Þorbergsson, Pálína Erna Ásgeirsdóttir, Árni Steingrímur Sigurðsson, Bryndís Hulda Ásgeirsdóttir, Sveinn Jósepsson, Valgerður Heba Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.