Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
20 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kársnesbraut 98  Kópavogi
5644566  www.solsteinar.is
?
Haukur Jónsson
fæddist á Akur-
eyri 3. september
1931. Hann lést á
Líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
mánudaginn 13. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ingibjörg Benedikts-
dóttir saumakona og
húsmóðir á Akureyri,
f. í Breiðuvík á Tjör-
nesi 3. desember
1900, d. í Reykjavík
29. ágúst 1988, og Jón
Hallur Einarsson,
húsameistari á Akureyri, f. að
Arnarstöðum í Sléttuhlíð í Skaga-
firði 1. október 1895, d. á Akureyri
1. október 1963.
Systur Hauks eru: Erla, f. á Ak-
ureyri, 22. október 1929, gift Stef-
áni Aðalsteinssyni og eru börn
hennar a) Bjarni Guðmundsson,
kvæntur Manassa Qarni og á hann
fjögur börn, Erlu Kristínu, Guð-
mund, Berglindi og Gabríelu Siv,
b) Hallur Guðmundsson, kvæntur
Jónu Helgadóttur og eiga þau þrjú
börn, Hall Inga, Tinnu Björgu og
Magnús Þór og Snorri Guðmunds-
son, kvæntur Bryndísi Kristins-
dóttur og eiga þau þrjú börn, Snæ-
dísi, Sturlu Snæ og Vordísi Sól.
Yngri systir Hauks var Þorbjörg,
f. á Akureyri 9. ágúst 1934, d. í
Reykjavík 13. ágúst 2000, var gift
Þórarni Gíslasyni og átti hún eina
dóttur, Ingu Lísu
Middleton, sem bú-
sett er í London og er
gift Michael Rose og
eiga þau eina dóttur,
Sunnevu Margot.
Haukur ólst upp á
Akureyri og á Siglu-
firði hjá foreldrum
sínum við gott atlæti
og gekk þar í skóla.
En um fermingarald-
ur þurfti hann að
dvelja á sjúkrahúsi í
Reykjavík og eftir að
hann hafði náð heilsu
fór hann á Reykja-
skóla í Hrútafirði og var þar í tvo
vetur, frá 1948?1950. Síðan fór
hann í Samvinnuskólann í Reykja-
vík og var þar einnig í tvo vetur.
Síðan hóf hann nám og störf á
Endurskoðunarskrifstofu Eyjólfs
Kr. Sigurjónssonar og líkaði þar
mjög vel þau sex eða sjö ár sem
hann vann þar. Á þessum árum fór
hann að læra einsöng, fyrst í
Reykjavík og dvaldi svo í London
við söngnám frá 1960?1962. Hann
hafði fallegan og bjartan tenór.
Hann hóf störf hjá Tryggingamið-
stöðinni og vann þar óslitið við
farmtryggingar frá 1963 eða í 35
ár og þar til hann fór á eftirlaun
frá árinu 1998. Þar leið honum vel
og var vel látinn.
Útför Hauks fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Nú er hann Haukur, móðurbróðir
minn og guðfaðir, látinn eftir tiltölu-
lega stutta baráttu við erfiðan sjúk-
dóm.
Fram streyma minningar um góðan
frænda og öðlingsmann sem mátti
ekki vamm sitt vita. Hann var vel les-
inn, mikill grúskari, listrænn, með
sterkt innsæi og sérstaklega skemmti-
legur sögumaður. Haukur var sérlega
bóngóður og ávallt reiðubúinn að rétta
vinum og fjölskyldumeðlimum hjálp-
arhönd þegar á þurfti að halda.
Haukur var ógiftur og barnlaus, en
hann var alltaf barngóður og átti auð-
velt með að laða börnin í fjölskyldunni
að sér. Það eru ekki nema nokkar vik-
ur síðan hann og dóttir mín 4 ára hlógu
dátt og skríktu við eldhúsborðið í Há-
túni, en Haukur hafði húmor sem
höfðaði til allra. Ég man eftir stórum
snjókarli sem hann bjó til með mér
þegar ég var um 4 ára gömul. Þetta
var flottasti snjókarl sem ég hef
nokkru sinni séð fyrr eða síðar, risa-
stór með gulrótarnef, hnappa niður
eftir öllu, köflóttan trefil, loðhatt og
haldandi á kústi. Á ljósmyndinni sem
var tekin erum við bæði ljómandi af
ánægju og stolti.
Það var alltaf ævintýri að koma í
heimsókn til Hauks því hann átti svo
margt sniðugt að sýna manni, hvort
sem það var ný skóburstunarvél, sér-
stakt tæki sem sauð egg, gömul
myndavél sem hann hafði grafið upp á
fornsölu, skringileg gríma frá Græn-
landi, eldgömul tímarit, og allskonar
aðra skrítna og skemmtilega hluti.
Það var eins og að koma inn í helli
Aladdíns að koma heim til hans.
Haukur var alltaf sérstaklega vel til
fara í gljáburstuðum skóm, hafði gam-
an af því að kaupa sér föt og mætti
glerfínn eins og greifi í fjölskylduboð-
in. Í vor sagði hann mér að hann hefði
séð jakka í búð sem hann var að spá í
að kaupa. Eftir nokkrar ferðir í búðina
skellti hann sér á þennan líka glæsi-
lega svarta tvíhneppta jakka með
gylltum hnöppum. Ég sá hann því
miður aldrei í jakkanum, en get vel
ímyndað mér að hann hafi tekið sig vel
út í honum.
Haukur var líka mjög listrænn.
Hann fór í söngnám til London
snemma á sjöunda áratugnum, en þó
svo að hann legði ekki sönginn fyrir
sig hafði hann afskaplega fallega söng-
rödd sem vakti greinilega athygli ann-
arra kirkjugesta í jólamessunni sem
við fórum stundum saman í ásamt öðr-
um fjölskyldumeðlimum.
Hann var góður ljósmyndari og tók
þúsundir landslagsmynda. Hann hafði
gaman af að ?stúdera mótíf? og átti
það til að fara aftur og aftur á sama
stað og taka myndir af sama sjónar-
horni við mismunandi birtuskilyrði. Á
þessum myndum lýstu kannski sól-
stafir upp einmana kofa klæddan
ryðguðu bárujárni með melgresi í for-
grunni. Þetta eru sterkar myndir og
kannski dálítið lýsandi fyrir hans per-
sónuleika, en honum fannst gott að
vera einn með sjálfum sér, þó svo að
hann væri oft hrókur alls fagnaðar á
mannamótum.
Haukur las mikið og skrifaði. Hann
hafði gaman af ferðalögum, bæði inn-
anlands og erlendis og sagði sérstak-
lega skemmtilegar ferðasögur, rakti
samtöl sem hann átti við sjómenn,
bændur og aðra sem urðu á vegi hans
á þessum ferðum.
Við áttum sameiginlegan áhuga á
þjóðsögum, álfasögum og draumum
og spjölluðum stundum um þessa
hluti. Mér er það minnisstætt þegar ég
var táningur og móðir mín þurfti að
skreppa utan að Haukur var fenginn
til að líta eftir mér. Við morgunverð-
arborðið einn daginn varð mér að orði
að mig hefði dreymt skrítinn draum og
þegar ég lýsti honum fyrir Hauki þá
rak hann í rogastans því hann hafði
dreymt næstum sama drauminn með
nákvæmlega sömu persónunni.
Haukur sagði mér fyrir u.þ.b. mán-
uði að hann væri farið að dreyma svo
undurfallega drauma, allt var svo
bjart og honum leið svo vel. Ég held að
hann hafi fengið að gægjast inn í
himnaríki í þessum draumum.
Þegar dóttir mín heyrði að Haukur
frændi væri dáinn fór hún að gráta og
sagðist strax sakna hans. Hún spurði
með grátstafinn í kverkunum hvert
hann væri farinn. Ég sagði henni að
sálin hans væri komin til englanna á
himnum. Hún spurði þá hvort Guð
myndi ekki örugglega hugsa vel um
hann. Ég svaraði henni af hjartans
sannfæringu að það myndi hann alveg
ábyggilega gera. 
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.) 
Guð blessi minningu þína, elsku
Haukur.
Inga Lísa Middleton.
Haukur Jónsson, mágur minn, var
vinur vina sinna. Með þeim átti hann
áhugamál og með þeim fór hann í ótal
bílferðir og gönguferðir til að dást að
listaverkum náttúrunnar. Þá fann
hann sér góðan stein til að sitja á, og
gat dáðst að umhverfinu tímunum
saman. Hann naut litanna í lofti, landi
og láði og sá þar oft meira en margur
annar. Hann var fagurkeri þegar hann
var kominn á vit náttúrunnar. Hann
hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og
fór víða með myndavélina til að taka
myndir af sérstæðum mótífum við
breytilega birtu.
Haukur fæddist á Akureyri og ólst
þar upp fyrstu árin, en fluttist síðan
um tíma með foreldrum sínum til
Siglufjarðar. Þar komst hann í kynni
við brekkur og snjó að vetrinum.
Pabbi hans, Jón Einarsson, smíðaði
þar forláta-sleða handa Hauki, sem
varð honum eftirminnilegur og ekki
síður þrískorin stökkskíði sem hann
fékk líka.
Haukur útskrifaðist frá Samvinnu-
skólanum í Reykjavík og síðan hóf
hann störf hjá endurskoðunarskrif-
stofu Eyjólfs K. Sigurjónssonar og var
þar í nærri áratug.
En Haukur hafði fleiri áhugamál.
Hann var söngvinn og hafði góða rödd
og hélt til söngnáms í London. En eftir
tvö ár í söngnámi skall á gengisfelling
og hann varð að hætta náminu og fór
heim.
Framtíðarstarf sitt hóf Haukur síð-
an í tryggingastarfsemi hjá Trygg-
ingamiðstöðinni og starfaði þar um 35
ára skeið við mjög góðan orðstír.
Haukur var einstakur fjölskyldu-
unnandi. Hann útvegaði sér og móður
sinni, Ingibjörgu Benediktsdóttur,
húsnæði þegar hún flutti til Reykja-
víkur þar sem þau bjuggu saman í
nokkur ár. En eftir það bjó hann einn í
fallegri íbúð sem hann átti við Rauða-
læk.
Hann var einnig boðinn og búinn að
létta vandamálum af systrum sínum
þegar þörf gerðist. Sérstaklega minn-
ist Erla kona mín þess með innileika
hve mikill styrkur var fyrir hana að
geta leitað til Hauks þegar hún var
skilin og var að koma sér upp nýrri til-
veru á eigin vegum. Þar var Haukur
alltaf tilbúinn að rétta henni og sonum
hennar hjálparhönd við að gera hús-
næði í smíðum betra og vistlegra, þar
sem þau gerðu hverja atlöguna af ann-
arri að vandamálunum, og höfðu góð-
an sigur að lokum.
Haukur hafði gaman af að eiga fal-
leg föt og gekk svo vel til fara að eftir
var tekið. Hann átti fáa en góða nána
vini og var glaðlegur og vingjarnlegur
í framkomu við alla kunningja.
Stefán Aðalsteinsson.
Frá okkar fyrstu kynnum lagði
Haukur sig fram um að bjóða mig vel-
kominn í fjölskylduna og hans hlýja og
elskulega viðhorf snart mig djúpt.
Með sinni mildu rödd og kitlandi
hlátri geislaði hann af manngæsku og
gáfum. Það var greinilegt að hann var
fljótur að sjá hvern mann ég hafði að
geyma og skildi að hrifning mín á Ís-
landi náði kannski ekki alltaf til veð-
urfarsins. Af mikilli hugulsemi gaf
hann mér kuldagalla í jólagjöf, sem
hefur gert vetrarferðir til Íslands sýnu
ánægjulegri allar götur síðan. Ég mun
alltaf minnast hans með mikilli vænt-
umþykju og ég sendi fjölskyldu hans
og vinum mínar kærleiksríkustu sam-
úðarkveðjur á þessari sorgarstund.
Michael Rose.
Ég hitti Hauk fyrst við brúðkaup
Ingu Lísu og Michaels fyrir fjórum ár-
um.
Við náðum vel saman frá fyrstu
stundu og ég skynjaði strax hversu
einstök manneskja hann var. Hann
hélt á Sunnevu litlu, sem var fjögurra
mánaða gömul, alla athöfnina og var
hún róleg og ánægð í örmum hans.
Því miður fékk ég einungis tækifæri
til að hitta hann þrisvar sinnum en
hann kom mér ávallt fyrir sjónir sem
sannkallaður heiðursmaður.
Ég sakna þess að hafa ekki getað
kynnst honum betur og sendi aðstand-
endum hans og vinum hlýjar hugsanir
og hugheilar samúðarkveðjur.
Lilian Rose.
HAUKUR 
JÓNSSON 
L50098 Fleiri minningargreinar
um Hauk Jónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Bjarni Guðmunds-
son, Gunnar Felixson og Bjarni G.
Bjarnason.
?
Margrét Guð-
munda Guð-
mundsdóttir fæddist
í Súðavík í Álftafirði í
N-Ísafjarðarsýslu 5.
febrúar 1907. Hún
lést á líknardeild
Landspítala Háskóla-
sjúkrahús á Landa-
kotsspítala í Reykja-
vík 11. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar Margrétar voru
hjónin Guðmundur
Gísli Guðmundsson,
formaður og útvegs-
bóndi í Súðavík, f. í
Tröð í Álftafirði 22. mars 1873, d.
2. febrúar 1947 og Margrét Jó-
hanna Guðmundsdóttir húsfreyja,
f. í Efstadal í N-Ís. 12. október
1876, d. 5. júní 1916. Börn þeirra
eru Guðbjartur Ólafur, f. 1905,
Margrét Guðmunda, f. 1907,
Ágústa Guðbjörg, f. 1908, Hjalti
Sigurður, f. 1911, Valborg Sigur-
lína, f. 1914, öll látin og Guðrún, f.
1916.
Margrét giftist 4.1. 1936, Jóni
Kristjánssyni, sjómanni frá Bol-
ungarvík, f. 10.12. 1900, d. 24.12.
1983. Foreldrar Jóns voru hjónin
Kristján Jónsson, skrifstofu- og
verslunarmaður í Bolungarvík, f. í
Þjóðólfstungu í Hólssókn, N-Ís.
17.7. 1867, d. 20.3. 1937 og Frið-
rika Kristensa Lúðvíksdóttir hús-
freyja, f. 19.8. 1869, d. 27.2. 1902.
Börn Margrétar og Jóns eru:
Kristján Friðrik ,skrifstofumaður
og hljóðfæraleikari í Reykjavík, f.
17.12. 1935, d. 15.12. 1983, ekkja
hans er Sigríður Sigurðardóttir,
dætur þeirra eru Sigrún Una og
Margrét; Erla búsett í Osló, f.
1937 ekkja Einars
Stensby, synir þeirra
eru Jón og Fridtjof;
Hilmar, fyrrum
sparisjóðsstjóri, f.
1941, kvæntur
Helgu Guðjónsdótt-
ur, dóttir þeirra er
María, búsett í Lond-
on; Margrét banka-
maður, f. 1942, gift
Sigurjóni Einarssyni
húsasmið, börn
þeirra eru Einar,
Jóna Björk og Linda;
Guðmundur, bakari í
Malmö, f. 1946, var
kvæntur Huldu Theódórsdóttur,
þau skildu, börn þeirra eru Krist-
ján, og Margrét sem er búsett í
Osló, barn með Ásdísi Þórarins-
dóttur er Þórarinn og barn með
Hrefnu S. Pétursdóttur er Erla.
Eftir lát móður sinnar hélt Mar-
grét heimili í Súðavík, með föður
sínum og systur sinni Ágústu, síð-
ar lá leiðin til Ísafjarðar þar sem
hún var um tíma, en eftir það
flutti hún til Reykjavíkur þar sem
hún stofnaði heimili með Jóni
manni sínum og bjó þar síðan alla
tíð.
Margrét fór ung að árum til
vinnu í síld og var afkastamikil á
því sviði eins og við alla vinnu og
brá því fyrir sig af og til í gegnum
árin, þegar færi gafst. Ennfremur
starfaði hún við aðra fiskvinnu um
tíma. Margrét var í fjölda ára
virkur félagi í Kvennadeild Slysa-
varnafélagsins í Reykjavík og
Kvennakór Slysavarnafélagsins.
Útför Margrétar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Móttökunum þegar ég heimsótti
verðandi tengdamóður mína í fyrsta
sinn gleymi ég aldrei. Hún tók með
báðum höndum um hönd mína og
bauð mig hjartanlega velkomna.
Handtakið var hlýtt og úr dökk-
brúnum augunum lýsti sömu hlýju.
Þarna var lagður grunnur að sér-
stöku sambandi sem myndaðist
milli okkar og entist alla tíð.
Mér var snemma ljóst eftir að ég
kom í fjölskylduna hver það var
sem hélt um stjórntaumana.
Tengdamamma var vön að stjórna
sínu fólki því eiginmaðurinn var
meira og minna á sjónum meðan
börnin voru lítil. Tengdapabbi réð
trúlega því sem hann vildi ráða en
lét eiginkonuna um uppeldi barna
og húshald. Henni var einkar lagið
að stjórna og við göntuðumst stund-
um með að það væri synd að slíkir
stjórnunareiginleikar skyldu ekki
nýtast einhverju góðu fyrirtæki.
Það kom sér þó vel á stóru heim-
ili. Oft var þröngt í búi og húsa-
kynni lítil en hún sagði mér að hún
hefði alltaf átt til næsta dags. Hún
var mikil félagsvera og elskaði að
dansa sérstaklega gömlu dansana
undir dynjandi harmoníkumúsík.
Þegar barnabörnin heyra harmon-
íkumúsík í útvarpinu er sagt ?nú
hækkar amma?.
Margrét var jafnaðarmanneskja
og fylgdist vel með stjórnmálaum-
ræðunni fram til síðasta dags. Hún
var umburðarlynd gagnvart nútíma
þjóðfélagi en fannst alltof margt
fara í súginn og illa farið með fé.
Öfund var þó ekki til hjá henni og
hún samgladdist þeim sem vel
gekk. Árið 1973 fórum við hjónin
ásamt foreldrum okkar beggja til
Kanaríeyja. Þar var farin fyrsta sól-
arlandaferð foreldra okkar. Þessi
ferð var okkur öllum ógleymanleg.
Margrét og Jón fóru margar ferðir
til sólarlanda eftir þetta og nutu
þess vel.
Í desember 1983 veiktist Krist-
ján, elsti sonurinn, og andaðist eftir
stutta sjúkrahúslegu tæplega 49
ára. Tengdapabbi var við kistulagn-
ingu hans á Þorláksmessu. Á að-
fangadagsmorgun varð hann bráð-
kvaddur á heimili sínu. Feðgarnir
voru jarðaðir saman á milli jóla og
nýárs og eru okkur öllum ógleym-
anleg þau sorgarjól. Margrét bjó
áfram ein í íbúð sinni til æviloka.
Margrét var mikill sólardýrkandi
og þegar hún þurfti að fara í upp-
skurð í janúar þá var takmarkið að
komast til Kanarí í mars. Sú ferð
var aldrei farin. Hún náði sér
þokkalega og komst heim í Akra-
landið og naut þess að fá fjölskyld-
una í heimsókn. Barnabörnin komu
oft til hennar og veitti það henni
ómælda ánægju. Margrét hélt and-
legri heilsu sinni og hafði ótrúlegt
minni.
Hún dvaldi á Landakoti af og til í
sumar og naut þar frábærrar
umönnunar.
Langri og góðri ævi sannrar
hversdagshetju er lokið. Margrét
var löngu búin að segja okkur að
hún væri tilbúin og kviði ekki dauð-
anum. Ég sé hana fyrir mér orðna
unga á ný þar sem hún er búin að
taka fram dansskóna og svífur um
með tengdapabba á hvítu skýi undir
dynjandi harmoníkumúsík. 
Helga.
MARGRÉT 
GUÐMUNDA 
GUÐMUNDSDÓTTIR
L50098 Fleiri minningargreinar um Mar-
gréti Guðmundu Guðmunds-
dóttur bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga. Höfundar
eru: María og Holly Eva, Margrét
Lea Kjartansdóttir og Kjartan Ern-
ir Kjartansson.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32