Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 23
RAÐAUGLÝSINGAR
UGL
KENNSLA
Haustnámskeið
Haustnámskeið Myndlistarskóla Kópavogs
hefjast 24. september. Innritun stendur yfir
í síma 564 1134 og 564 1195
TILBOÐ/ÚTBOÐ
Ú
UT
BOÐ
Útboð nr. 13676
Menntaskólinn á Ísafirði
Fasteignir ríkissjóðs óska eftir tilboðum í breyt-
ingar á heimavist, suðurálmu 2. hæðar, sem er
um 270 m².
Um er að ræða að breyta 12 nemendaherbergj-
um og sameiginlegum snyrtingum í 10 með
snyrtingu fyrir hvert þeirra. Þessu fylgir rif; brot
og sögun veggja, ásamt uppsetningu nýrra gips-
plötuveggja og hurða. Dúklögn veggja og gólfa;
málun veggja; lofta og glugga. Breytingar vatns-,
frárennslis-, hita- og loftræsilagna, ásamt raf-
orkuvirki.
Helstu magntölur eru:
Plötuklæddir veggir og stokkar 197 m²
Innihurðir 20 stk.
Málun veggja og lofta 633 m²
Dúklögn á gólf og veggi 358 m²
Lampar 42 stk.
Loftnets- + tölvustrengir 470 lm
Tenglar 1x16 A 80 stk.
Handlaugar; salerni og sturtuklefar 10 stk.
Ofnar 12 stk.
Bjóðendum er boðið að kynna sér aðstæður á
verkstað fimmtudaginn 23. september nk.
kl. 13.00.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500
hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík.
Ennfremur verða útboðsgögn til sýnis í af-
greiðslu Menntaskólans á Ísafirði.
Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum miðviku-
daginn 6. október nk. kl. 11.00 að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Nýr söfnuður í Reykjavík!
Við bjóðum þér að vera með á
skemmtilegum samkomum sem
marka upphaf nýs safnaðar í
Reykjavík!
Oslo Kristne Senter er þekkt fyrir
að miðla fagnaðarerindinu í
frelsi og gleði í Noregi og ætlar
nú að stofna nýjan söfnuð í
Reykjavík.
Þú ert velkomin/n á allar sam-
komur sem haldnar verða í Ými
tónlistarhúsi Karlakórs Reykja-
víkur í Skógarhlíð 20 dagana
21.?24. september kl. 20:00 og
einnig helgina 25.?26. septem-
ber kl. 14:00.
H18554 MÍMIR 6004092019 I Fjhst.
H18554 HEKLA 6004092019 IV/V
Fjhst.
I.O.O.F. 19 H11013 1859208 H11013
I.O.O.F. 10 H11013 1859207 H11013 Bh.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
Ræstingastörf
Vantar starfskraft við ræstingar á gistiheimili
í miðbænum. Góð laun og góður andi á vinnu-
staðnum. Vinnutími frá kl. 9-12, virka daga.
Nánari upplýsingar í síma 861 1836.
Lögfræðingur
Fyrirtæki í erlendri starfsemi með mikla fram-
tíðarmöguleika vantar innanhússlögfræðing.
Æskilegt, en ekki nauðsynlegt, er að viðkom-
andi hafi reynslu í hugverkarétti.
Góð enskukunnátta æskileg.
Áhugasamir sendi umsóknir til augldeildar
Mbl., eða á box@mbl.is merktar:
?Lögfræðingur ? 16079? fyrir 23. sept. nk.
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is
Í
dag, mánudaginn 20. september, heldur
bandaríski prófessorinn Jim Messer-
schmidt erindi í Háskóla Íslands á vegum
félagsfræðiskorar HÍ og Félagsfræðinga-
félags Íslands. Heiti þess er: Karlmennska og af-
brot: Nýtt sjónarhorn í afbrotafræði. Fyrirlest-
urinn stendur frá klukkan 12.15?13.15 í
Lögbergi, stofu 103, og er öllum opinn meðan
húsrúm leyfir.
Rannsóknir Messerschmidts tengjast einkum
samspili kynferðis og afbrota. ?Ég hef áhuga á
því hvers vegna karlmenn stunda fremur glæpi
en konur, hvað það er við karlmennskuna sem
leiðir til glæpa. Í fyrirlestri mínum mun ég fjalla
um hvernig ímynd karlmennskunnar, eins og hún
birtist og er búin til í samfélaginu, hefur áhrif á
afbrot. Ég mun einnig fjalla um þá tilhneigingu
afbrotafræðinga til að tengja karlmennsku ein-
göngu við drengi og karlmenn og líta svo á að
kvenleiki sé eingöngu til staðar hjá stúlkum og
konum,? segir Messerschmidt. Með þessu hafi
skapast tvíhyggja í fræðunum sem einfaldi tengsl
karlmennsku og afbrota um of. Í fyrirlestri sín-
um vilji hann losa um þessa tvíhyggju. 
Hann bendir á að hegðun sem yfirleitt sé
tengd karlmennsku finnist einnig hjá konum og á
sama hátt finnist kvenleiki hjá körlum. Mess-
erschmidt segir að viðtöl sín við ofbeldisfullar
konur hafi leitt í ljós að sumar þeirra tileinki sér
ákveðna þætti karlmennskunnar. Hann tekur
dæmi af sautján ára gamalli bandarískri stúlku
sem klæddi sig eins og Britney Spears og reyndi
að líkjast henni á allan hátt. Þegar aðrar stúlkur
gerðu lítið úr kvenleika hennar, sögðu hana laus-
lætisdrós, hafi hún skipt um ham og svarað
stríðninni með harkalegu ofbeldi. Þannig hafi
karlmennska brotist út hjá stúlku sem á allan
annan hátt var mjög kvenleg. Messerscmidt tek-
ur fram að til séu ýmsar tegundir af karl-
mennsku og kvenleika. Því sé rétt að tala um
kynferði í fleirtölu; karlmennskur og kvenleikar.
En hvers vegna leiðir karlmennska frekar til
ofbeldis?
Messerschmidt segir að í Bandaríkjunum sé
karlmennska mjög tengd ofbeldi. Þetta sýni sig á
öllum þjóðfélagsstigum. Þannig hiki núverandi
Bandaríkjastjórn ekki við að beita ofbeldi nánast
hvar sem er í heiminum. Neðar í valdastiganum
sé ofbeldi einnig í hávegum haft, t.d. séu íþróttir
mun ofbeldisfyllri en t.d. í Evrópu. Þannig verði
til ímynd um hvað það sé að vera karlmaður.
?Ein aðalskilgreining á hvað það er að vera karl-
maður er að geta beinlínis slegið frá sér ef eitt-
hvað bjátar á,? segir hann. 
Afbrotafræði | Hvernig ímyndir um karlmennsku tengjast ofbeldi
Verða að geta slegið frá sér
L50776 Jim Messerschmidt er
prófessor við Háskólann í
Suður-Maine þar sem hann
kennir afbrotafræði. Hann
lauk doktorsprófi í afbrota-
fræði frá félagsfræðideild
Stokkhólmsháskóla í Sví-
þjóð árið 1979. Auk fjölda
tímaritsgreina og bóka-
kafla hefur hann skrifað
átta bækur. Meðal þeirra
eru; The Trial of Leonard Peltier, Nine Lives:
Adolescent Masculinities, the Body and Viol-
ence og Flesh and Blood, Adolescent, Gender
diversity and Violence. Messerschmidt er gift-
ur sænskri konu, Ullu Messerschmidt, og eiga
þau tvo uppkomna syni.
Ábyrgðarmenn
HVAÐ er það? Ábyrgðarmaður er
sá sem ber ábyrgð á skuld lánþega
hvort sem ábyrgðarmaðurinn á eitt-
hvað eða ekki neitt! 
Hvað veldur því að lánþegi hér á
Íslandi ber ekki ábyrgð á sinni
skuld eins og tíðkast í öðrum lönd-
um? Hvernig má það vera að góð-
viljað gamalmenni missi ofan af sér
út af ábyrgð, sem oft á tíðum er
ekki tilkynnt því bréflega fyrr en
það fréttir af kröfunni auglýstri í
Lögbirtingablaðinu, ef eignalausum
ungmennum er hótað gjaldþroti
með tilheyrandi afleiðingum upp á
lífstíð.
Er ekki tími til kominn að endur-
skoða þetta séríslenzka fyrirbæri?
Guðrún Jacobsen, 
Bergstaðastræti 34, R.
Um pólskukennslu
ÉG las í blaði nýlega að pólsk kona
færi fram á að Hafnarfjarðarbær
sæi börnunum hennar fyrir kennslu
í pólsku. Ég skil mjög vel að hún
vilji að börnin sín kunni pólsku en
mér finnst að hún eigi að kenna
þeim málið sjálf eða senda þau til
Póllands.
Jóna.
Kennarar fái góð laun
KENNARAR eru leiðbeinendur
barnanna og þeir eru brautryðj-
endur fyrir börnin. Þess vegna
finnst mér að kennarar eigi að hafa
góð laun. Hvernig væri að prófa í
eitt ár að kennarar yrðu ráðherrar
og alþingismenn ? og öfugt ? en það
yrði líklega ekki gott fyrir börnin. 
Eldri borgari.
Heimsókn góður þáttur
ÉG vil koma á framfæri ánægju
minni með þáttinn ?Heimsókn? sem
Þórarinn Björnsson frá Aust-
urgörðum í Kelduhverfi sér um. 
Þórarinn er afskaplega vel máli
farinn og skemmtilegur og eru
þessir þættir hans mjög áheyrilegir
og skemmtilegir því Þórarinn er svo
laginn við að fá fólk til að tjá sig.
Veit ég að margir hafa gaman af
þessum þáttum.
Með kærri kveðju og þökk.
Bergljót Haraldsdóttir.
Velvakandi 
Svarað í síma 5691100 frá 10?12
og 13?15 | velvakandi@mbl.is
Doktorsvörn í HÍ
Í FRÉTT um doktorsvörn Ólafs
Baldurssonar við læknadeild Há-
skóla Íslands sem fram fer á morg-
un, þriðjudag, brenglaðist hluti
texta þar sem greint er frá því
hverjir sitja í doktorsnefndinni. 
Í doktorsnefnd sitja dr. Guð-
mundur Þorgeirsson prófessor,
sviðsstjóri lyflækningasviðs I á
Landspítala ? háskólasjúkrahúsi,
dr. Guðmundur Hrafn Guðmunds-
son, prófessor í líffræði, dr. Magnús
Jóhannsson, prófessor í lyfjafræði,
og dr. Stefán B. Sigurðsson, pró-
fessor í lífeðlisfræði og forseti
læknadeildar.
Ritgerð Ólafs nefnist Function of
the regulatory domain in the cystic
fibrosis transmembrane conduct-
ance regulator chloride channel
(Starfsemi og gerð stjórneiningar í
klóríðjónagöngum slímseigju).
Athöfnin fer fram í hátíðasal, að-
albyggingu og hefst klukkan 14.
LEIÐRÉTT
Fréttasíminn
904 1100

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32