Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
LIFANDI
VÍSINDI
Áskriftarsími 881 4060
UM þrjátíu hjólreiðakappar á aldrinum 13?
30 ára sýndu glæsileg tilþrif í Nauthólsvík á
laugardaginn á sýningu sem Brettafélag Ís-
lands stóð fyrir. 
Settir höfðu verið upp moldarhólar fyrir
ofurhugana til að sýna listir sínar á svoköll-
uðum freestyle- og mudbike-hjólum og ekki
stóð á ævintýralegum stökkum og snún-
ingum eins og sjá má á myndinni. 
Brettafélagið vildi með sýningunni vekja
athygli á aðstöðuleysi sem freestyle-
hjólreiðamenn þurfa að glíma við og skora á
stjórnvöld að skapa þeim aðstöðu í borginni.
Morgunblaðið/Þorkell
Glæsileg 
tilþrif í 
Nauthólsvík
L52159 Heljarstökk/26
FJÖRUTÍU umsækjendur af 140,
sem sóttu um inngöngu í nám og
starfsendurhæfingu fyrir geðsjúka
í haust á vegum Fjölmenntar og
Geðhjálpar, fá ekki inni vegna fjár-
skorts. Aðsókn í námið hefur auk-
ist jafnt og þétt frá því kennsla
hófst í húsnæði Geðhjálpar við
Túngötu á vorönn 2003 og er þetta
í fyrsta sinn sem vísa verður fólki
frá.
Fjölmennt, sem er sjálfseignar-
stofnun Landssamtakanna
Þroskahjálpar og Öryrkjabanda-
lags Íslands, fékk í upphafi 2 millj-
óna króna styrk frá starfsmennta-
ráði félagsmálaráðuneytisins
vegna verkefnisins en að öðru leyti
hefur Fjölmennt fengið 15 milljón-
ir samkvæmt þjónustusamningi til
undirbúnings verkefninu og fyrir
stofnkostnaði. 
Ráðuneytunum fullkunnugt
um aukna ásókn
Í nýrri skýrslu um mat á verk-
efninu kemur fram að vel virðist
hafa verið staðið að starfseminni
en eðlilegra sé að hún sé hluti af
heildarstarfsemi og innan rekstr-
arsvigrúms Fjölmenntar í stað
þess að vera sérstakt verkefni án
vissu um fjármögnun að loknu til-
raunatímabili sem upphaflega var
til eins árs. Í haust fengust 6 millj-
ónir króna frá ríkinu til að standa
undir kennslu á haustönn, en ein-
ungis fyrir 100 manns og ekki fyrir
fulla kennslu. Hafa stjórnvöld boð-
að að hafnar verði viðræður milli
menntamálaráðuneytisins og Fjöl-
menntar um hvernig staðið verði
að fræðslumálum geðsjúkra í
framtíðinni. 
Sveinn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar, segist
ánægður með skýrsluna í heildina
tekið en bendir á að ráðuneytunum
hafi verið fullkunnugt um aukna
ásókn í námið eftir að hafa fengið
fjölmargar bréfa- og tölvupóst-
sendingar með upplýsingum þar
að lútandi.
Erfiðlega hafi gengið að fá fundi
með embættismönnum ráðuneyt-
anna og reyndin hafi verið sú að
það kom mönnum í opna skjöldu
hversu margir sóttust eftir að
komast í námið. 
Sveinn segir að nú ríði á að hefja
viðræður um framtíðarfyrirkomu-
lag kennslunnar sem allra fyrst og
eðlilegt sé að greiðslur miðist við
fjölda þeirra sem sæki námið í stað
fastrar summu. 
Miðað við rekstraráætlun fyrra
árs er fjárþörf verkefnisins vegna
næsta árs um 22 milljónir króna. 
Óvissa um framhald náms á vegum Geðhjálpar og Fjölmenntar
Fjörutíu umsóknum af 140
hafnað vegna fjárskorts
FIMLEIKAFÉLAG Hafnarfjarðar varð í gær
Íslandsmeistari karla í knattspyrnu í fyrsta
sinn í sögu félagsins, þegar liðið sigraði KA,
2:1, í lokaumferð Íslandsmótsins á Akureyri.
FH-ingar töpuðu aðeins einum leik í mótinu,
gegn Fylki í annarri umferð, og hlutu samtals
37 stig, sex stigum meira en ÍBV og ÍA. FH-
ingar bera því sæmdarheitið með réttu, besta
knattspyrnulið landsins.
?Þetta er stór stund fyrir okkur, ótrúleg
stund,? sagði Ólafur Jóhannsson, þjálfari Ís-
landsmeistaranna, í samtali við Morgunblaðið
í gær. ?Við erum langbesta liðið á Íslandi, það
á ekkert lið sjens í okkur. Ekki sjens! Það var
algjörlega klárt fyrir mótið að við ætluðum að
taka þátt í toppbaráttu. Og við vissum að við
gætum alveg unnið mótið en við vissum líka að
við gætum klúðrað þessu. En við erum búnir
að vera í forystu síðan um mitt mótið og við
bara kláruðum þetta með stæl,? sagði Ólafur.
/B 1?16.
Morgunblaðið/Kristján
Fyrsti meistaratitill FH-inga
SJÖ manns, þar af þrjú börn, voru flutt á
slysadeild Landspítalans eftir harðan
árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við
Hafravatn um klukkan 18 gær. Flestir
sluppu með minni háttar áverka. 
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík varð
áreksturinn með þeim hætti að ökumaður
fólksbíls á austurleið hafði stöðvað bíl sinn á
vegamótunum að Hafravatnsvegi og hugð-
ist aka inn á veginn þegar öðrum fólkbíl var
ekið aftan á bílinn. Við það kastaðist bíllinn í
veg fyrir umferð sem kom á móti og skullu
þá tveir bílar saman til viðbótar. Öðrum
bílnum hvolfdi við áreksturinn. Þrír bílanna
eru ónýtir. Miklar umferðartafir urðu á
Suðurlandsvegi vegna slyssins. 
Sjö á slysa-
deild eftir
harðan
árekstur 
MEÐAL mála á kirkjuþingi Þjóð-
kirkjunnar í næsta mánuði er til-
laga frá biskupafundi um að fækka
prófastsdæmum og breyta skipan
þeirra, tillaga til þingsályktunar um
að árið 2006 verði minnst 950 ára
sögu biskupsstóls í Skálholti og 900
ára sögu biskupsstóls að Hólum í
Hjaltadal.
Tillaga biskupafundar er að
fækka prófastsdæmum landsins úr
16 í 10 og er tilgangur þess að
styrkja þau í sessi með því að
stækka þau og gera að öflugari ein-
ingum. Hugmynd biskupanna er að
fá málið rætt á kirkjuþingi til að
kanna stuðning við það áður en það
er kynnt frekar. Gert er ráð fyrir að
breytingarnar geti gengið gegn í
ársbyrjun 2006 eða við starfslok
prófasts sem kynni að láta af emb-
ætti fyrir þann tíma.
Telja smæðina hafa hindrað
?Þýðing héraðsfunda og pró-
fastsdæma í stjórnsýslu kirkjunnar
hefur aukist á undanförnum árum
og verkefni þeirra og skyldur vaxið
að umfangi þar af leiðandi. Miklar
breytingar hafa orðið á búsetu,
samgöngur batnað og samskipta-
tækni fleygt fram. Það hefur komið
fram að smæð sumra prófasts-
dæma hefur hindrað eðlilega vald-
dreifingu og þátttöku í stjórnsýslu
kirkjunnar. Þannig hafa einstakar
héraðsnefndir ekki treyst sér til að
gera tillögur að forgangsröðun
verkefna í prófastsdæminu, sem fái
styrki frá Jöfnunarsjóði sókna, erf-
itt hefur reynst að fá frumkvæði frá
héraðsfundum að tillögum um
skipulagsmál og prófastar taka ekki
lengur þátt í vali á sóknarprestum
og prestum til starfa í prófasts-
dæminu, eins og ákveðið var 1998.
Algengt er að bent sé á að návígið sé
of mikið til að gerlegt sé að taka
þátt í viðkvæmum málum af því tagi
sem nefnt hefur verið. Ánægjulegt
er að sjá að prófastsdæmi víðast
hvar hafa tekið frumkvæði að því að
hafa með sér samvinnu um marg-
vísleg verkefni til eflingar kirkju-
legu starfi. Á umræðum á prófasta-
fundi í Skálholti 2004 mátti greina
vilja prófasta til endurskoðunar á
skipulaginu, á grundvelli þeirra
þátta sem raktir hafa verið,? segir í
greinargerð með tillögunni.
Próföstum fækki úr 16 í 10
Nýjar hugmyndir biskupafundar um skipulag prófastsdæma lagðar fyrir kirkjuþing
ÆTLUNIN er að prófastsdæmin geti
verið 10 að tölu en þau eru 16 í dag.
Hugmynd biskupafundar er að eitt pró-
fastsdæmi nái yfir Vesturland, annað yf-
ir Vestfirði, þriðja yfir Norðurland
vestra, það fjórða Norðurland eystra,
fimmta yfir Austfirði og að tvö prófasts-
dæmi nái yfir Suðurland. Þau þrjú sem
þá eru eftir myndu taka til suðvest-
urhorns landsins, þ.e. Suðurnesja og
höfuðborgarsvæðisins.
Ætlunin er að ræða hugmyndirnar á
kirkjuþingi til að kanna afstöðu þess áð-
ur en þær fara í frekari kynningu.
Hugmyndir að
nýrri skipan
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32