Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 78
AÐ MÍNU SKAPI GUÐRÚN DÍS EMILSDÓTTIR, DAGSKRÁRSTJÓRI Á KISSFM 89,5 TÓNLISTIN Á KissFM eru spilaðir takt- fastir, töff tónar sem fá mig til að brosa. Ég trúi að tónlist hafi mikil áhrif á líðan manns og vel því létta danstónlist, hip hop og sexí R&B. Vilji ég detta í djúpan fíling koma ýmsar grúbbur upp í hug- ann, en núna er ég sökker fyrir Sigur- rós, Jeff Buckley, Björk, Placebo og 70’s-tónlist. BÓKIN Bækur Isabelle Allende eru dul- ar og töfrandi. Höfundur lýsir staðar- háttum og menningu Suður-Ameríku svo vel að mér líður eins og stödd á þeim framandi slóðum. BÍÓMYNDIN Scareface, Braveheart, Pretty Woman, Pulp Fiction, Forest Gump, Motorcycle Diaries og Snatch eru góðar. Einnig Sliding Doors því hug- myndin er snilld. Sagan minnir mann á að hver einasta ákvörðun lífsins skiptir máli og hefur sínar afleiðingar. BORGIN London er full af lífi og ólýsan- legri spennu. Maður getur drekkt sér í dýrindis búðum, gómsætum mat og fjöri með þrælhressum Bretum. Látið sig svo hverfa inn í St. James’s Park og látið sólina sleikja úr sér þreytuna. Þetta toppar ekkert nema kannski 101 Reykjavík á yndislegum sumardegi. BÚÐIN Ég get hangið tímunum saman í Top Shop á Oxford Street og sankað að mér fötum og fylgihlutum fyrir lítinn pening. Á Neil Street í London er glás af litlum búðum sem selja notuð föt og í norð-austur London eru ótal búðir með föt eftir lítt þekkta hönnuði á sanngjörnu verði. Heima versla ég mest í Vero Moda, Spútnik og Centrum. VERKEFNIÐ Að vera dagskrárstjóri Kiss- FM því það er ögrandi og gefandi vinna sem gefur sköpunargáfunni lausan tauminn. Í augnablikinu vinn ég að skrifum BA-ritgerðar í stjórnmála- og fjölmiðlafræði þar sem ég fjalla um hvort nauðsynlegt sé að hafa ákvæði um eignarhald á fjölmiðlum. 50 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR Þó nokkrar breytingarhafa verið gerðar á Talstöðinni 90,9 en að- eins eru um tveir mán- uðir síðan útvarps- stöðin fór í loftið. Þátturinn Dagmál með Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur og Oddi Ást- ráðssyni hefur verið blásinn af og Sigurður G. Tómasson hefur verið færður aftar í dagskránni. Frétta- blaðið sér nú um tvo þætti á stöð- inni, nýjan morgunþátt á milli sjö og níu og hádegisútvarp, en Ragnheiður Gyða og Sigurður G. skipta með sér tímanum þar á milli. Heyrst hefur að aðrar breytingar séu fyrir- hugaðar á stöðinni og þá gjarnan talað um að hún verði send út í sjónvarpi. Eins og framkemur annars staðar á síðunni eru miklar hrær- ingar í miðlum ætluðum ungu fólki innan fjöl- miðlafyrirtækisins 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. Árni Þór Vigfússon, fyrrum sjónvarpsstjóri Skjás eins, hefur tekið að sér að stýra ungmiðl- unum og hefur víst boðað til sín fjöldann allan af fólki í viðtöl. Með- al þeirra sem hafa rætt við Árna Þór eru Snæfríður Ingadóttir, ritstjóri Iceland Express- blaðsins, Róbert Róbertsson, að- stoðarritstjóri Séð og heyrt og Þóra Sigurðardóttir úr Stundinni okkar. Fleiri hafa verið nefndir til sögunn- ar þar á meðal fegurðardrottning- arnar Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir og Elva Dögg Melsted. LÁRÉTT: 1 í vondu skapi, 5 karlfugl, 6 eink. st. skipa, 7 sólguð, 8 málmur, 9 lem- ur, 10 átt, 12 ellegar, 13 tímgunarfruma, 15 á fæti, 16 sundfæri, 18 nöldur. LÓÐRÉTT: 1 föggur, 2 klukkna, 3 tónn, 4 för, 6 met, 8 þrír eins, 11 óhljóð, 14 skelfing, 17 félagsskapur. LAUSN 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Uppnám á Blönduósi Kattaher súpukóngs Skítur á leikskólalóð – hefur þú séð DV í dag? Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf Hafinn er undirbúningur að tveimur nýjum sjónvarpsstöðum og einu blaði hjá fjölmiðlafyrir- tækinu 365. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins er þar um að ræða barnastöð, unglingastöð og blað fyrir ungt fólk, svipað blöð- um á borð við Vamm og Orðlaus sem nýverið hætti starfsemi. Inn í þessa nýju fjölmiðla munu síðan fléttast útvarpsstöðin FM957 og sjónvarpsstöðin Popp- tíví. Árni Þór Vigfússon, fyrrver- andi sjónvarpsstjóri Skjás eins, var nýverið ráðinn til að hafa yfir- umsjón með þessum nýju fjöl- miðlum og hefur því haft í nógu að snúast undanfarið. „Það er ver- ið að þróa ákveðið konsept fyrir yngri markhópa en þetta er allt í mótun. Það verður væntanlega meira að frétta af þessu í lok næstu viku,“ segir Árni Þór, sem hefur rætt við fjölda fólks sem mun koma að þessum nýju miðlum. „Þegar það er verið að búa til eitthvað nýtt verður að fá gott fólk til að vinna og þróa það, eðli málsins sam- kvæmt. Við höfum verið að ræða við fólk til að koma að verkefn- inu.“ Ásgeir Kol- beinsson hefur þegar verið ráð- inn útvarps- stjóri FM 957 í staðar Þrastar 3000 sem var sagt upp störf- um. Auk þess er Steinn Kári Ragnarsson hætt- ur sem dagskrár- stjóri Popptvíví. Sigmar Vilhjálmsson, úr Idol, leysti hann af tímabundið þar til Árni Þór kom til starfa. ■ Tvær nýjar stöðvar í undirbúningi Talsetning á íslensku útgáfunni af Latabæ stendur nú yfir en áætlað er að frumsýna þættina í Sjónvarp- inu í haust. Búið er að ráða í öll hlutverk nema eitt, hlutverk Nenna níska. Eins og kunnugt er voru sjón- varpsþættirnir um Latabæ teknir upp á ensku fyrir bandarísku sjón- varpsstöðina Nickelodeon. Fyrir vikið þarf að talsetja þættina á ís- lensku og hafa leikarar sem flestir hafa áður komið að gerð Latabæjar verið ráðnir í verkið. Stefán Karl Stefánsson og Magnús Scheving verða á sínum stað sem Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn. Magnús Ólafsson les rödd bæjarstjórans en hann lék það hlutverk þegar Lati- bær var fyrst settur upp í Loftkast- alanum. Rúnar Freyr Gíslason, sem tók þátt í sýningunni Glanni glæpur í Þjóðleikhúsinu, les fyrir Gogga mega og Guðmundur Þór Kárason brúðugerðarmaður leikur Sigga sæta. Guðmundur Þór stjórn- aði og las einnig fyrir Sigga sæta í ensku útgáfunni af sjónvarpsþátt- unum. Ólöf Kristín Þorsteinsdótt- ir, tólf ára stúlka, fær síðan það vandasama hlutverk að lesa fyrir Sollu stirðu. Hún kemur þar með til að leysa af hólmi Juliönnu R. Mauriello sem leikur Sollu stirðu, eða Stephanie, í ensku útgáfunni. „Við erum byrjuð að lesa og það gengur bara nokkuð vel,“ segir Sig- urður Sigurjónsson sem mun leik- stýra talsetningunni. „Við erum ekki búin að finna Nenna níska, en það er allt að smella og upptökur hófust fyrir nokkru síðan. Við erum að vísu í fríi í dag en tökum lestrartörn um eða eftir helgi.“ Latabæjarævintýri Magnúsar Scheving hefur gengið eins og í sögu frá því að samningar tókust við Nickelodeon. Þættirnir hafa verið seldir út um allan heim, til dæmis til Þýskalands og Suður- Ameríku. Þættirnir verða sem fyrr segir frumsýndir í Sjónvarpinu í haust. kristján@frettabladid.is LATIBÆR: FRUMSÝNDUR Í SJÓNVARPINU Í HAUST Talsetning á Latabæ hafin ......fá hugmyndasmiðirnir Fjóla Jóhannesdóttir og Arngrímur Einarsson, sem bjuggu til Barna- gæluna, barnavagn sem ruggar við barnsgrát og sendir smáskila- boð til foreldra ef ruggið nær ekki að róa barnið. HRÓSIÐ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Sexí, taktfastir, töff tónar, Top Shop og Lundúnir BÆJARSTJÓRINN Magnús Ólafsson fær aftur tækifæri til að túlka bæjarstjórann í Latabæ. ÍÞRÓTTAÁLFURINN Magnús Scheving verður á sínum stað og les fyrir Íþróttaálfinn í íslensku útgáfunni af Latabæ. FRÉTTIR AF FÓLKI Lárétt:1fúll,5ara,6ve,7ra,8eir, 9 berð,10na,12eða,13gró, 15il,16 ugga,18nagg. Lóðrétt:1farangur, 2úra,3la,4ferða- lag,6virði,8eee,11arg,14ógn,17aa. ÁRNI ÞÓR VIGFÚSSON Árni mun hafa yfirumsjón með nýju sjónvarps- stöðvunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.