Ísafold - 18.10.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.10.1918, Blaðsíða 3
ISAFOLD Þetta er mitt álit 5 sem fæstum orðum á nýja sáttmálanum. Pétur A. Olafsson. Magnús Einarson dýralæknir, for- maður kjósendafélagsins »Sjálfstjórn«, segir: Sáttmálann tel eg óvænt happ öllum þeim, sem tíma að vera sjálf- stæðir, og það mun allur þorri lands- manna gera. Grípum gæsina meðan hún gefst, þótt ósteikt sé. — Hún mun áreiðan- lega gefa við sér. Maqnils Einarson. Guðm. prófessor Finnbogason fer eigi í launkofa með sitt eindregna álit: Eg tel það helga skyldu mína að gjalda sambandslögunum jákvæði. Og yrðu þau nii feld með þjóðar- atkvæði, eftir alt sem á undan er gengið, þá mundi eg til æfiloka standa orðlaus hvenær sem íslend- ingar væru kallaðir asnar. Guðm. Finnbogason. Garðar Gíslason form. Verzlunar- ráðs íslands ritar á þessa leið: Eg er sambands-sáttmálanum fylgj- andi. Með honum fást þau réttindi viðurkend, sem lengi hefir verið þráttað um. Með honum er siglingum og verzlun greidd braut, ef þjóðin veit hvers virði það er, og stráir ekki grjóti á þær slóðir. Með honum er heiðarlegur friður fenginn sem gefur þjóðinni næði ti að beita sér betur í innanlands fram- faramálum. Með honum gefst þjóðinni kostur á sjálfstjóm, sem á að leiða til meira sjálfstæðis. Við það vex ábyrgðar- tilfinuing og löngun þjóðarinnar til að standa á skör með öðrum sið uðum þjóðum. Þá leitar hún að þeim krafti sem fleytir henni fj-am. Og þá verða vonandi rauðu þræð- irnir í flagginu tákn um réttlætis- og sannleiksást. Garðar Gíslason. Matth. Þórðarson Þjóðminjavörður segir: Sambandslagafrumvarpið nýja er og verður, að mínu áliti, báðum hlutaðeigandi ríkjum til mikils gagns og sóma, effir því sem ástatt hefir verið og er nú. Matthias Þórðarson. Jón Kristjánssoa lagaprófessor svarar á þessa leið: Eg greiði sarnbandslögunum hik- laust atkvæði mitt. Tel eg Dani hafa í þetta sinn teygt sig svo langt til samkomulags, sem frekast er von um. Slíkir samDÍngar sem þessi hefðu verið óhugsanlegir fyrir tveim árum, enda fengið framgengt öllum kröfum íslendinga, jafnvel þeirra, sem 'lengst hafa viljað fara. Engir aðrir tímar eru heldur liklegri en þessi til ítiustu samningsfýsi af hálfu Dana. Smágalla má að sjálfsögðu finna á lögunum, en það er ekki tiltöku- ffiál, þar sem samrýma á eins and- stæðar skoðanir eins og skoðanir Dana og íslendinga um sambands- málið og setja um það samhljóða lög á tveim málnm. Jðn Krist/dnsson. xsafold kemur rit á föstudagi i þetta sinn, vegna Þjóðaratkvæðisins i morguu. Hver mundi hika? Dagurinn á morgun, 19. október, er merkisdagur. Þá fer fram þjóðar- atkvæðið um sambandslögin. Þá greiðir íslenzka þjóðin í fyrsta skifti atkvæði um það, hvort hún vill vera fullvalda ríki. Hér er greitt atkvæði um mál og engan mapn. Ákveðnustu stjórnarandstæðingar taka höndum saman við ákveðnustu stjórnarfylgjendur. Bændur og kaup- staðarbúar, verkamenn og vinnuveit endur, konur og karlar — allir taka hér höndum saman um málið. Og málið er útrætt. Andmælend- ur sambandslaganna hafa teflt fram sínum lökfimustu mönnum. Fylgj- endur lagauna hafa, þótt seint kæmu fram andmælin, gengið beint fram- an að aðalagnúunum, sem andmæl- endurnir töldu á þeim vera, sýnt fram á ýkjur andmælenda, hrint hrakspám þeirra og þar með numið burt allar ástæður til efasemda um það, hvort krossa beri við »já« eða »neic nú við atkvæðagreiðsluna. Það er sannað, að Dönum er með 6. gr. eigi veitt betri aðstaða en nú hafa þeir. Það er sannað, að allar líkur eru geqn því, að áhrif Dana vaxi hér á landi fyrir ákvæði 6. greinar. Það hefir verið sýnt fram á að á- kvæðin í 18. gr. um atkvæðamagnið til að slíta sambandssamningnum eru engin grýla, sem neitt þarf að ótt- ast. Þeirri atkvæðagreiðslu má haga svo, að allir kjósendur geti kosið. Og hver trúir því að íslendingar úr- ættist svo á rúmum 20 árum, að e:gi standi þeir sem einn maður, ef nokkur hætta er búin frelsi þjóðar- innar og frjálsræði við slíka atkvæða- greiðslu. Mundu eigi hér fást rúm 60% (71% af 7S%) af öllum kjós- endum til að vernda frelsi þjóðar- innar, ef i hættu væri, með því að nota blýantinn til að kiossa á réttan hátt ? Aðrar þjóðir hafa jafnan á slíkum örlagastundQm staðið sem einn maður og 'auk pess verið reiðu- búnar að fórna lifi og blóði beztu soua sinna. Málið er útræit. Og fótunum er kipt undan öllum ástæðum til að hika., Hver vill láta um sig spyrjast að hann hafi eigi neytt atkvæðis síns um fullveldi íslands, þegar kostur er að fá það alt, með öllum einkenn- um fullvalda ríkis ? Hver mundi hika við að ljá já- kvæði sitt viðurkenningunni um full- veldi íslands einni ? Hver mundi hika við að Ijá því einu jákvæði sitt, að vérfáuni viðnr- kent að utanrikismál vor séu vor eigin ? Hver mundi hika við að ljá því einu jákvæði sitt, pb vér fáum viður kendan vorn eigin siglingajána? Hver mundi hika við að ljá því einu jákvæði sitt að vér getum sett hœstarett hér á landi hvenær, sem vér viljum ? Eg vænti að enginn sé fundinn hér í landi, sem mundi hika? Hversu miklu siður ber nokkrum að h’ka er það fæst alt. Er það verjanlegt að láta slíka smámuDÍ í þessu sambandi sem það, að Danir njóti sömu aðstöðu hér sem hingað til í xúm 20 ár enn og að vér þurfum að sýna ákveðinn vilja til að slíta sambandinu eftir sama tíma svo það fáist á jriðsam■ legan hátt, að láta slíkt aftra sér frá að gera skyldu sína nú? Nú, þegar alt það fæst í emu sem enginn mundi hika viö að ljá jákvæði sitt þótt aðeins væri eitthvert eitt af því i boði? Hér er ekkert við að hika. Göngum hiklaust að atkvæðaborð- inu og setjum krossinn við ijáið*! Látum það aldrei spyrjast að vér Islendingar nennum eigi að gera blýantsstrik til þess að tryggja frelsis- viðurkenningu þjóðr.rinnar, viðuikenn- ingu, sem margar aðrar þjóðir hafa fórnað dýrasta bíóði sinu til að óðlast. Greiðum öll atkvæði á morgun Sveinn Björnsson. Magnús Arnbjarnarson gegn Magnúsi Torfasyni, 1. Meðal annara fjarstæða, sem þingmaðurinn frá Skutulsfjarðareyri og lögreglustjórinn Magnús Torfa- son bar fram í minni hluta áliti sínu um sambandslagafrumvarpið var sú, að ef 6. gr. frumvarpsins yrði samþykt óbreytt, þá gæti ísleuzka ríkið ekki gert búsetu að skilyrði fyrir atvinnurekstri hér á landi. — Þetta vita allir, að er rangt hjá yfirvald inu og beint á móti orðum 6. gr. frv. Siðan gaf háspekingur þeirra full- veldisfjenda, Magnús Arnbjarnarson candidatus juris, út ritling sinn um sambandslögin. Þessi Magnús víkur alls eigi að þvi, að eigi muni íslandi frjálst að setja búsetuskilyrðið. Ætla má, að hann hafi tjaldað því, sem hann si sér með nokkru móti fært að bera á borð gegn ákvæði 6. gr. — Að hann minnist ekki á þetta, þýðir því, að hann telnr — eins og hver meðalgreindur maðnr hlýtur að sjá, ef hann les 6. gr. — oss geta gert búsetu hér á landi að skilyrði fyiir atvinuurekstri bér. Hér lendir þeim nöfnum i acd stöðu hvorum við annan. Er hér eitt sýnishornið af því, hversu and- blástur fullveldisfjenda er merglans. Þeim getur sjálfum eigi komið sam- an um þýðingarmestu atriðin, er þeir telja svo, og þeir hafa að vopni gegn sambandslögunum. 2. Magnús Torfason telur alger- lega hættulaust að veita Dönum jafnrétti við íslendinga, ef búseta er gerð að skilyrði fyrir þvi jafnrétti. Þess vegna vildi hann, að 6. greinin yrði samþykt þannig orðuð: >Danskir ríkisborgarar, heimilis- fastir á Islandi, njóta að öllti leyti sama réttar sem islenzkir ríkisbore- arar, jaddir par og gagnkvœmtt. Nú var sýnt fram á í umræðum málsins i Efrideild, að vér gætum gert búsetuna að skilyrði fyrir jafn- réttinu. Og þá tók Magnús Torfa- son ailar breytingartillögur sínar aft- ur. Þá þótti honum eigi þörf þeirr- ar enduibótar, sem breytingartillagan átti að gera. Magnús Arnbjarnarson byggir alla andstöðu sína gegn sambandslögun- um á þeim hugatburði sínurr, að Danir muni flytjast ínp í landið til að njóta jafnréttisins. Búsetuskil- yrðið, sem Magnús Torfason vildi tryggja og þótti nóg, þykir honum lítils — eða einkis nýtt. Annað dæmi þess, hversu höfuð- forkóifar íullveldisfjenda íslands eru ósammála. Annar Magnúsinn rífur niður það sem hinn byggir. — Má af þessu marka, hvernig málstaðurinn er. 3. Ein fjarstæðan, sem Magnús Torfason gæddi mönnum 'á, var sú, að íslendingar gætu engin frekari skil- yrði sett fyrir réttindanautn hér en Danir settu hji sér. Slika fjarstæðu hefir vist enginn þingmaðnr iðnr né siðan komið með. Ef t. d. Danir fengi tvítugnm mönnum kosningar- rétt, þá ætti Islendingum að veraskylt að gera það líka. — En allir sjá, hversu vitlaust þetta væri. íslend- ingar mega að eins ekki setja hxrri aldur fyrir kosnirgarrétti Dana hér en íslendinga. Þar í felst jafnréttið i þessu dæmi. Slíka firru sem þessa Magnúsar Torfasonar-vitleysu nefnir Magnús Arnbjarnarson ekki á nafn. Og engum dettur í hug, að hann geti talið hana rétta, þó að margt sé rangt og illa rökstutt hjá honum. Eitt dæmi enn um skoðana-sam- hljóðan fullveldisfjenda. a. Sambandslaganna minst á ræðustól. í prédikun sinni siðastliðinn sunnu- dag mintist síra Harldur Níelsson sambandslaganna eða atkvæðagreiðsl- unnar sem fram á að fara hinn 19. þ. m. Ræðutexti hans var Lúk. 12, 32—34. í síðasta hluta ræðunnar sagði hann: »Vafalaust hafa brautryðjendur á öilutn tímnm kristninnar fundið sér- staka huggun og uppörvun í þess- um orðum: sVertu ekki hrædd, litlu hjörð, því að föður yðar hefir þóknast að gefa yður ríkið«. Einn í þeim hóp var enski presturinn nafnkunni, John Wesley, aðalmaður hinnar svo- nefndu Methodista-hreyfingar. Hann segir svo frá: »Innan um alla erfið- leikana á fyrtsu starfsárum okkar, var Karl bróðir minn vanur að segja: »Ef drottinn vildi gefa mér vængi, skyldi eg fljúga«. En eg svaraði: »Ef drottinn byði mér að fljúga, mundi eg treysta honum ti að leggja til vængina««. Betnr er naumast unt að taka fram það, sem mestu varðar i starf- semi vorri, og sjaldan hefir hug- rekki guðstraustsins verið betur lýst. Si sem eignast hefir slikt hugarfar, óttast ekki framtiðina. Það er sann- fænng fjölda mauns nú á tímuro, að liðsafli himneskra hersveita gangi i lið með þeim, sem berst trúr fyrir rétti og sannleika. »Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yður hefir þóknast að gefa yður nkið«. Er ekki sem þau orð séu sérstakt ávarp til vorrar litlu þjóðar einmitt nú? Hún hefir aldrei verið nema lítil hjörð, svo fámenn, að flestir annara þjóða menn hafa verið ófúsir á að telja hana sérstaka þjóð. Lítil tæki sýnist hún hafa átt til að bjarga sér sjálf, þegar aðrar stærri þjóðir hafa átt fult í fangi með nð komast fram úr sítrutn örð- ugleikum. Samt hefir henni tekist það. Sízt hafði oss grunað, að þessir vandræðatíroar mundu færa hennt nokknrar haossir. Og þó er nú svo komið, að bún á kost á að fa sjálfstæði sitt viðurkent með fyllra bætti en nokkimi sinni áðnr. Því, sem engir menn fengu hrundið til vegar, fékk guð komið í framkvæmd með breyttu ástandi úti í löndum. Guði þökkum vér það fyrst og fremst, því að vér trúum því, að hann leiði með einhverjum hætti rás viðburðanna og þjóðirnar að því marki, sem hann ætlar þeim að komast að. Og vér trúum þvi, að hann láti sér einnig ant um smælingj- ana meðal þjóðanna. Nú erum vér að sannfærast nm, að honum sé póknanlegt að gefa oss rfkið. Ætlt íann oss eitthvert sérstakt hlutverk — líka verk hinna smæstu getur verið mikils virði i augutn hans — þá skulum vér bera það traust til hans, að hann leggi til vængina*. Undirfekirnar— Svo lítið hefir andstæðingum hins nýja sáttmála orðið ágengt hér í höfuðstaðnum, að á öllum fundum, sem um málið hafa verið haldnir, hefir samþykki við sáttmálann annað- hvort verið lýst í einu hljóði eða þá gegn einu, þremur og hæst sjö alkvæðum. Áiyktun Stúdentafélagsins var á þessa leið: *Stúdentafélagið í Reykjavík lýsir yfir Jylgi iínu við sambandslögin og hvetur alla atkvaðisbara menn pjóðar- innar til pess að greiða peim jákvœði sitt 19. okt. nastkomandi.* Var samþykt með ðlium atkvæð- um gegn 3. Stúdentafélag Háskólans hafði mál- ið til umræðu á tveim kvöldfund- um 13. og 14. þ. mán. og var þar samþykt svolátandi ályktun með öll- um atkvæðum gegn 1. »Stúdentajélag Háskólans lýsir yfir fylgi sínu við sáttmála pann,\ sem nú hefir verið gerður við Dani. Félagið telur hann að öllu athuguðu svo stór- an sigur sjdlfstaðistefnunni á Islandi, að pað vari hið mesta glapraði, ef honum yrði hafnað, enda með hon- um greidda götu til álgers skilnaðar við Dani eftir 1940, ef Islendingum býður svo við að horja- — Skorar pví Studentajélag Háskólans á ís- lenzka kfósendur að greiða sambands- lögunum óhikað atkvaði 19. október nastkomandi.« Verkamannafélagið »Dagsbrún« samþykti þessa álykttn í einn hljöði, á fuudi 12. þ. mán. »Fundurinn lýssr pví yfir, að hann aðhyllist lög pau um samband Islands og ‘Dannierkur, sem siðasta alpingi sampykti, og skorar á reykviska verka- menn að fjölmenna við atkvaða- greiðsluna /9. p. vián. og greiða iög- unum jákvaði sitt.« Almennir kjósendafundir í Reykja- vik, sem þingmennirnir boðuðu til, hafa verið haldnir á þriðjudags og miðvikudagskvöld. A fyrri fundin- um var svofeld tillaga (frá Bjarna frá Vogi) samþykt með öllum at- kvæðum (2—300) móti 7, og á seinni Lndinum með öllum greiddum at- kvæðutn gegn 4. »bundurinrt ályktar að lýsa fullti jylgi við sambandslög pau, sem al- pjóðaratkvœðagreiðsla á að jara fram um 19. p. mán., og hvetur alla kjós- endur til ab greiða peim atkvaði.« Fámnn ogr þjóðaratkvæðið Fulívíst má telja, að á morgun verði sú samþykt ger af ísl. þjóðar- innar hálfu er gerir fána vorn að siglingafána. Má ekki minna vera en að á niorgun sé fáninn dreginn við hún setn viðast á landi ooru.. Bruni á Isafirði Aðfaranótt mánudags kom eldur upp í húsi Ólafs Stefánssoar skó- tmiðs á ísafirði. Eldurinn varð slöktur eftir dilitlæ stund, en tjón þó talsvert.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.