Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 43

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 43
ÞRÖSTUR ÓLAFSSON: ERLEND LÁN Eitt af því, sem athyglisvert er að skoða í sambandi við efnahagsmál eru skuldir þjóðarinnar við útlönd og þróun greiðslu- byrðarinnar undanfarinn áratug. Þegar ég hér tala um erlendar skuldir á ég eingöngu við fastar skuldir. Einnig eru allar upphæðir á stofngenginu 88 kr. Aður en við förum að skoða tölur þá er rétt að hugleiða nokkuð nánar tegundir og flokkun erlendu skuldanna. Við getum í fyrsta lagi greint þær eftir lántöku, í skuld- ir opinberra aðila þ.e. ríki, sveitarfélög og stofnanir hins opinbera annars vegar og skuldir einkaaðila hins vegar, en þar undir falla bæði einstaklingar og félög. Sumar þessara skulda geta verið villandi á þann hátt, að þær eru í reynd meira bók- haldsatriði en raunveruleg aukning skulda. Það á við þegar t.d. félag gerir samning um leigukaup á vél eða tæki. Leigukaup eru þess eðlis, að aðili fær afnot af tæki á sérstökum leiguskilmálum. Hann borgar leigu í nokk- urn tíma, en getur síðan breytt því í kaup og má þá í flestum tilvikum draga fyrri leigu frá. Þegar slíkum leigusamningi er breytt í sölusamning breytist lítið fyrir kaupanda nema, hvað hann greiðir skjótar og e.t.v. minni upphæð en ella ef leigukaupin hefðu varað. Samningurinn kemur hins vegar allur til skuldaaukningar í töflum og skýrslum um erlendar skuldir. Eg minnist á þetta hér vegna þess að þetta er ekki óalgeng fjár- mögnunarleið nú til dags, einkum í sam- bandi við útvegun á dýrum tækjum s.s. flug- vélum. I því yfirliti, sem fylgir hér á eftir eru breytingar á slíkum kjörum greinileg s.s. árið 1971 í sambandi við kaup á þrem nýj- um þomm, að upphæð kr. 1569 milj. kr. Lán má einnig flokka eftir tilgangi þeirra eða notkun í svo kölluð neyzlulán og fjár- festingarlán. Eyðslulán kalla ég lán, sem tek- in eru í því augnamiði að kaupa neyzluvörur erlendis og sem ekki koma fram í aukinni framleiðslu þjóðarbúsins. Fjárfestingarlán miðast hins vegar við einstakar framkvæmd- ir, sem geta verið þrennskonar. I fyrsta lagi framkvæmdir, sem gera má ráð fyrir að skili sér beint innan viss tíma í auknum þjóðartekjum, sem geta að vísu ver- ið gjaldeyrissparandi en eru ekki beint gjald- eyrisskapandi fyrir tilstilli aukins útflutnings. Hér er átt við framkvæmdir (fjárfestingu) í atvinnugreinum, sem eingöngu framleiða fyr- ir innanlandsmarkað. í öðru lagi er um að ræða framkvæmdir, sem auka ekki framleiðslugemna og þar af leiðandi auka ekki þjóðarframleiðsluna beint, en geta þó haft jákvæð áhrif á grundvöll at- vinnuuppbyggingarinnar í landinu. Hér á ég við lán til endurbóta á samgöngukerfi landsins og öðru því líku. I þriðja lagi eru svo lán, sem auka þjóð- artekjur og útflutningstekjur beint. Má þar undir flokka lán vegna kaupa á fiskiskipum og vegna iðnaðarfyrirtækja, sem stunda út- 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.