Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						VÍSNAÞATTUR
Vísnaþáttur
Ingimundur Ingimundarson, for-
maður ritstjórnar Skinfaxa, hefur
nú tekið við vísnaþættinum af
dulnefnismanninum Sigurði Gísla-
syni.
Ungmennafélagar fóru í ferð til Aust-
ur-Þýskalands á haustdögum 1990.
Nokkrir í hópnum gátu fært hugsanir sín-
ar í bundið mál. Var sú ljóðagerð í
formi limra. Höfunda þessa skáldskapar
verður ekki getið hér og í einhverjum til-
fellum er nöfnum breytt.
Björn B. Jónsson formaður HSK,
garðyrkjubóndi á Stöllum, var skráður í
ferðina en komst ekki. í hans stað fór
varaformaður HSK, Sigurjón Karlsson
bóndi undir Eyjafjöllum.
Björn veit ég bónda á Stöllum
bera af drengjunum öllum.
Hann fór ekki fet
en ferðast hann lét
umbafrá Eyjafjöllum.
Það atvik átti sér stað í einni bæjar-
ferðinni að einn úr hópnum gekk af krafti
miklum í fangið á þýskri stúlku. Varð
báðum mikið um. Er í náttstað var komið
sögðu þeir, sem vitni urðu að atburðin-
um, frá við mikla kátínu. Varð þá til eft-
irfarandi limra á innan við 20 sek. og er
hún merkilegust fyrir það að höfundar
eru fimm!
Þau mættust á götu með gáska
gleði sú brátt varð að háska.
En Einar hann hló
og ungmeyju dró
upp í til sín fyrir páska.
Ferðast var á milli staða með lestum
og ýmislegt gert sér til dundurs á leið-
inni. Meðal annars var gripið í spil. Yfir-
leitt voru spilamennirnir hljóðir en á
ýmsu gekk.
Hljóðir þeir spila og spjalla
spennulausir að kalla
En lánið er valt
og ef lukkast ei allt
láta þeir grímurnar falla.
Kvöld eitt hitti hópurinn Þjóðverja
sem komið höfðu til íslands árið áður.
Varð af mikil skemmtun. Sumir höfðu
ótrúlegt úthald, voru lengi að en urðu
jafnvel fyrstir til þess að rísa úr rekkju.
Hafið þið gefið því gætur
hverjir gantist úti um nætur?
En magnað finnst mér
að Magga þó er
ein með þeim fyrstu á fætur.
Dag einn var farið að vatni einu miklu
til þess að synda. Af tilviljun komust
piltarnir að því að á afmörkuðu svæði var
vísir að nektarnýlendu. Þangað streymdu
íslensku kvinnurnar. Einn í hópnum var
með myndavél með aðdráttarlinsu. Þegar
stúlkurnar komu til baka var þeim tjáð að
góðar nektarmyndir hefðu náðst af þeim.
Flestar tóku því með jafnaðargeði en aðr-
ar urðu órólegar og vildu fá filmuna.
í humátt með hólkinn sinn fór
og hugð'ann væri það stór
að konur sem synda
mætti kviknaktar mynda.
En kraftlaus hann reyndist og mjór.
í stórborgunum mátti líta stúlkur sem
stunduðu  elstu  atvinnugrein  kynsystra
sinna. Fylgdust sumir náið með hegðun
þeirra og viðskiptamannanna.
Á horninu konurnar kynna
kostaboð faðmlaga sinna,
og svo er að sjá
að sumir þeim hjá
sætleika vífs muni finna.
Fyrripartar til að botna:
Vorið nálgast, blómin blíð
birtu sólar njóta.
Ýmsar stjórnir vinna vel
verkin flestir Iofa
Gamlir
merkisgripir
Það er ekki ofsögum sagt að frum-
herjar ungmennafélaganna voru stór-
huga og margt sem þeir framkvæmdu
vekur undrun og aðdáun okkar eftir-
komenda í dag.
Árið 1918 hófust sameiginleg í-
þróttamót ungmennafélaganna Aftur-
eldingar í Mosfellssveit og Drengs í
Kjós. Mótin stóðu með blóma allt til
1953 og þar reyndu með sér margir
nafnkenndir íþróttakappar. Keppt var í
frjálsum íþróttum, sundi og glímu.
Það var sérstakt við mótin að engin
verðlaun voru veitt en það félag sem
sigraði sá um að færa úrslitin í sérstaka
bók. Bókin er afar vönduð í skinnbandi
og titilsíða skrautrituð. Hún er varð-

veitt í útskornum trékassa og eru
myndir úr fílabeini á loki hans. Kass-
ann gerði Ríkharður Jónsson mynd-
skeri af miklum hagleik. Hann er
geymdur í heimasmíðuðum málmkassa
og hann síðan í þriðja kassanum sem
einnig er úr málmi. Hér hefur ekki ver-
ið kastað höndum til verka enda hafa
þessir gripir, sem eru einstakir í sög-
unni, varðveist.  Bókin er geysimerk
heimild, ekki síst þar sem lengi voru
skráðir allir keppendur ásamt aldri og
aðsetri.
Þó tímarnir breytist og mótin séu nú
úr sögunni hafa þessir merkisgripir
varðveist og eru óbrotgjarn minnis-
varði um framsýni og myndarskap
ungmennafélaganna í þessum sveitum
á sínum tíma.
Skinfaxi
35
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40