Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1978, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.07.1978, Blaðsíða 20
Valgeir Sigurðsson skrifar um sjálfsævisögu Theódórs Friðrikssonar HETJUSAGA Theódór Friðriksson. Theódór Friðriksson rithöf- undur var eitt af undrabörnum íslenzkrar menningarsögu. -— Sjálfsævisaga hans, í verum, kom út í tveim bindum árið 1941, og varð þegar í stað þekkt um allt land, lesin af ungum og gömlum, og dáð af öllum, sem kunnu að meta vel sagða sögu á auðugu og hressilegu máli. Þessi fyrsta útgáfa í ver- um er nú löngu uppseld, og það gerist æ fátiðara, að hana reki á fjörur fornbóksala. Það var því vel til fundið hjá for- ráðamönnum bókaútgáfunnar Helgafells að láta ljósprenta þetta öndvegisrit og senda það á markað fyrir siðustu jól, svo að þær kynslóðir, sem hafa vaxið upp í landinu siðustu þrjátíu árin eða svo, fái tæki- færi til þess að kynnast þessu frábæra verki, og einnig til þess að hinir, sem lásu bókina á unga aldri, en höfðu ein- hverra hluta vegna aldrei eign- azt hana, geti nú endurnýjað góð og gömul kynni. Theódór hefur frásögn sína á þann einfalda og látlausa hátt að segja frá því, hvar og hvenær hann leit fyrst ljós þessa heims: „Ég er fæddur 27. apríl 1876 í Nýjabæ í Flatey á Skjálfanda.“ Hann er fyrsta barn foreldra sinna, og vorið sem hann fæðist, flytjast þau að Hofi á Flateyjardal, þar sem þau bjuggu um nokkurra ára skeið. Er svo ekki að orðlengja, að Theódór ólst upp á Flateyj- ardal og úti í Flatey til sextán ára aldurs, en þá fluttist hann með foreldrum sínum að Þönglabakka, sem „stendur vestan í hálsi nokkrum milli Þorgeirsfjarðar og Hvalvatns- fjarðar," og lengi síðan voru örlög hans tengd hinni sér- kennilegu og hrikalegu sveit, „í Fjörðum." Menn þurfa ekki annað en að iíta á fæðingarár Theódórs Friðrikssonar til þess að láta sér skiljast, að honum muni ekki hafa verið búin nein himnaríkissæla á fyrstu hér- vistardögum hans. Hann fæð- ist fjórum árum fyrir 1880, en þá (um 1880), er talið að hefj- ist eitthvert mesta harðinda- tímabil nítjándu aldarinnar. Hér bættist svo það við, að nú voru Amerikuferðir að hefjast, og föður Theódórs leizt svo vel á fréttirnar, sem bárust þaðan, að hann ákvað að freista gæf- unnar þar, seldi allt sitt og „lét skrá sig á útflytjandalistann tii Ameríku.“ Þetta var árið 1882. Ekkert varð þó úr þessari Amerikuferð, og er það lengri saga en svo, að hægt sé að endursegja hana hér. Um hitt þarf ekki að efast, að Theódór gizkar rétt á það, að föður hans muni hafa verið þungt í hug, þegar hann var „búinn að farga öllum skepnunum og stóð nú uppi peningalítill og vegalaus.“ En foreldrar Theó- dórs, þau Friðrik Jónsson og Sesselja Elíasdóttir, hafa áreið- anlega verið meira en í meðal- lagi hyggin og hagsýn, og svo fór, að þeim tókst með sóma að koma börnum sínum upp, þótt lítil væru efnin, en þræl- dómurinn þeim mun meiri. Theódór lýsir föður sínum svo, að hann hafi verið „fríður sýn- um, stilltur, velvirkur þrifa- maður.“ Og um móður sína segir hann m.a.: „Ég heyrði til þess tekið, hvað hún hafi verið geðprúð og stillt í lund.“ En þótt uppvaxtarár Theó- dórs Friðrikssonar væru ekki neinn dans á rósum, þá urðu þó manndómsárin honum hálfu þyngri í skauti. Hann gekk kornungur í hjónaband, tæpra tuttugu og tveggja ára gamall, og upp úr þvi hófst hrakningasaga, sem varla mun gleymast þeim, er lesa ævisögu hans. Fjölskyldan átti heima í mörgum stöðum, en flestum mun þykja eftirminnilegust frásögnin af verunni að Mos- felli í Gönguskörðum, þar sem þessu góða og gáfaða, en ör- snauða fólki, voru í raun og veru búin útlagakjör, enda segir Theódór, að sér hafi helzt fundizt það „minna á úti- legu þeirra Fjalla-Eyvindar og Höllu, að við Sigurlaug ættum að hírast þarna bjargarlítil yfir veturinn ... “ (Bls. 294). Hér er þó, eins og oftar, að „ekki eru allar sóttir guði að kenna." Þótt fátæktin hafi mörgu illu til leiðar komið, og þótt vissulega væru Theódór Friðriksson og fjölskylda hans blásnauð, þá átti örbirgðin M 4 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.