Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Išnneminn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Išnneminn

						Síðan haustið 1993 verið í
gangi tilraunanám í bóka-
gerðargreinum. Er þar um
að ræða verkefni sem Félag
bókagerðarmanna, Samtök
iðnaðarins, Prenttækni-
stofnun, Iðnskólinn í
Reykjavík og Menntamála-
ráðuneytið standa að. Á-
stæða þess að farið er útí
tilraun af þessu tagi er lík-
lega orðin sígild þegar
breytingar á verknámskerfi
eiga sér stað: Atvinnulífið
telur nema sem útskrifaðir
eru af skólanum ekki nógu
hæfa til að takast á við
raunveruleika hins almenna
prentfyrirtækis.
Er þá bæði átt við vinnubrögð,
hraða og hæfni en einnig
þekkingu á þeim forritum,
tækjum og aðferðum sem
tækniöldin lóðsar til okkar á hverju ári.
Þetta er einnig forsenda þess að Prent-
tæknistofnun varð til og hliðstæðar eft-
irmenntunarstofnanir innan annarra
iðngreina.
Helsta breyting sem orðið hefur á
bókagerðargreinum með tilkomu nýja
kerfisins er að nú er aðeins ein leið fær
gegnum námið en áður var hægt að
fara tvær leiðir: Starfsþjálfunarleiðina
og meistarasamningsleiðina. Sú yfir-
skrift sem nýja kerfið hefur hlotið er
Víxlverkun skóla og atvinnulífs og
minnir í fljótu bragði á gamla meistara-
kerfið þar sem nemi er einhverja mán-
uði á vinnustað og þess á milli í skóla.
Faglegum áföngum hafa verið gefin ný
nöfn og nýjir áfangar teknir inn, fyrir-
lestrar og heimsóknir í fyrirtæki skipa
stóran sess, ekki síst til að gera nem-
endur sjálfstæða í upplýsingasöfnun
og heimildaöflun. Aukin áhersla hefur
verið lögð á hópvinnu og samstarf í
verkefnavinnslu til að auka hæfni í
samvinnu þegar útá vinnumarkaðinn
er komið.
Nýlega las ég grein í blaðinu Dansk
grafia sem er gefið út af danska bóka-
gerðarsambandinu. Var þar verið að
fjalla um innreið margmiðlunartækni í
danska tækni- og iðnskóla. Námskeið
voru í fullum gangi og innan hönnun-
ar- og grafískra deilda hafði verið fjár-
fest í nýjum búnaði og aukinni mennt-
un kennara og leiðbeinenda.
Þetta vakti óskipta athygli mína og
þegar ég fór að hugsa málið nánar
skaut önnur spurning upp kollinum:
Hver tæki ákvörðun um að færa slíkar
nýjungar inní námið hérlendis og ef
við þyrftum að bíða þess að í nokkur ár
væri margmiðlunartækni og hönnun
heimasíðna á Internetinu að síast inn í
prentfyrirtæki á Islandi og þarafleið-
andi enn lengra þangað til að þetta
yrði fastur áfangi í náminu, væru þá
ekki forsendur þess að breyta náms-
kerfinu orðnar mjög vafasamar. Því að
ósjálfrátt finnst manni það öfugsnúið
að sá aðili sem veitir fagmenntun fyrir
heila iðngrein skuli vera síðastur að til-
einka sér nýjungar í faginu. Hér áður
fyrr og enn þann dag í dag hafa menn
farið erlendis til náms og valdið breyt-
ingum með vitneskju sinni þegar heim
var komið. Og vafalaust gera sumir at-
vinnurekendur í prentiðnaði sér í hug-
arlund að neminn í nýja kerfinu komi
stútfullur af vitneskju um tækninýj-
ungar og aðferðir sem hann hefur lært
í skólanum. Þarna skilur á milli höfuð-
atriða. Skólinn er nefnilega engan veg-
inn í stakk búinn fjárhagslega til að
geta veitt góða starfsmenntun. Nemar
sem útskrifuðust fyrir 10 árum sæju
engar stórbreytingar ef þeir skoðuðu
sig um í Bókiðnadeild Iðnskólans í
Reykjavík. Það er orðið of dýrt að reka
verknámsdeildir miðað við það fjár-
magn sem skólinn fær úthlutað og
undanfarin ár hefur hlutfall bók-
námsnemenda í Iðnskólanum stórauk-
ist að því marki, að í dag eru iðnnemar
orðnir í minnihluta. Það er vítaverð
þróun að rekstrargrundvöllur Iðnskól-
ans í Reykjavík skuli nú vera hlekkjað-
ur niður með stórauknu vægi bók-
námsnemenda og skólinn hálft í hvoru
að breytast í almenna deild fyrir fram-
haldsskólanema.
Danirnir virðast einfaldlega segja við
sjálfa sig: Þetta er komið til að vera,
þetta er sniðugt, þetta verða nemarnir
að læra og það á þeim tímapunkti þeg-
ar hin nýja tækni heldur innreið sína
en ekki eftirá. Hvaða aðili það er hér á
landi sem gæti tekið slíka ákvörðun
veit ég ekki. Hann virðist ekki vera til.
Það sem gerist hinsvegar í atvinnu-
lífinu er að fjölmörg smáfyrirtæki
spretta upp hér og þar og bjóða þjón-
ustu sína til að hanna hitt og þetta fyr-
ir þig á Internetinu. Og sá faglegi
grunnur sem ætti að standa að baki
slíkri hönnun er í fæstum tilvikum til
staðar. Prenttæknistofnun hefur nú
riðið á vað nýjunganna og auglýsir
námskeið í haust í leitun upplýsinga á
Vefnum og í hönnun heimasíða. Vildi
ég sjá slíka ákvörðun einnig tekna inní
nám bókagerðarnema og um leið að
skörulegar fjárhagslegar ákvarðanir
séu teknar varðandi aðbúnað í bók-
iðnadeild Iðnskólans í Reykjavík því
að í of mörg ár hafa nemendur og
kennarar einir séð um að kvarta.
Páll Svansson ritstjóri
IÐNNEMINN 11
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24