Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Blaðsíða 7
SIGURÐUR GUÐJÓNSSON Sigurður Jakob Guðjónsson bæjarfógeti í Ólafsfirði lést hinn 18. febrúar s.l. Sigurður fæddist 31. janúar árið 1910 að Strandhöfn í Vopnafirði. Foreldrar hans voru þau Guðjón Jósefsson, bóndi að Strandhöfn og kona hans Hildur Sigurðardóttir. í Vopnafirði átti Sigurður sína bernsku, og oftlega leitaði hugur hans þangað síðar á lífsleiðinni. Sigurður gekk menntaveginn, lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1930 og lagði síðan stund á laganám við Háskóla íslands. Lauk hann embættisprófi í lögum 1936 að vori. Að loknu prófi starfaði hann sem mála- flutningsmaður í Reykjavík, en gerðist fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði árið 1938 og starf- aði þar til 1944. Hinn 3. október 1945 var Sig- urður settur bæjarfógeti i Ólafsfirði, og hlaut hann skipun í embættið 13. febrúar 1946. í Ólafsfirði átti síðan fyrir Sigurði að liggja að starfa til æviloka eða í yfir 31 ár. Fljótlega eftir komu sína til Ólafsfjarðar hóf Sigurður afskipti af bæjarmál- efnum. Var hann kosinn í bæjarstjórn Ólafsfjarðar árið 1946, og var hann í framboði fyrir Alþýðuflokkinn. í bæjarstjórn sat Sigurður alls i þrjú kjörtíma- bil fyrst frá 1946 til 1954 og síðan aftur 1958 til 1962. Hann var kjörinn forseti bæjarstjórnar árin 1950 til 1954. Þá átti Sigurður sæti í fjölmörgum nefndum bæjarstjórnar. Á þessum árum voru mörg stórmál Ólafsfirðinga mjög á döfinni, svo sem hafnarmál, samgöngumál og atvinnumál, og voru umræður oft fjörug- ar á bæjarstjórnarfundum. Lét Sigurður sér ávallt mjög annt um öll málefni, er hann taldi, að til framfara horfðu, og mun hann oftlega hafa farið erinda kaupstaðarins til Reykjavíkur. Þá var það Sigurður, er fyrstur manna færði veg fyrir Ólafsfjarðarmúla í tal í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Það áhugamál Sig- urðar og annarra Ólafsfirðinga komst þó ekki til framkvæmda, fyrr en eftir að hann hafði að mestu hætt afskiptum af málefnum bæjarfélagsins. Sigurður átti mörg fleiri áhugamál en stjórnmálin. Var hann einn af stofn- endum Rotaryklúbbs Ólafsfjarðar og einn af virkustu meðlimum hans. Var það eitt hans síðasta verk í lifanda lífi að taka þátt í félagsstarfi klúbbsins. Þá var Sigurður einn hvatamanna að stofnun Golfklúbbs Ólafsfjarðar og beitti sér mjög fyrir gerð golfvallar í firðinum. Auk þess hafði hann fjölmörg önnur áhugamál, enda var hann félagslega sinnaður og hafði mikla ánægju af að umgangast aðrar mannverur. Naut hann þess sérstaklega að segja sögur og gat verið hrókur alls fagnaðar í hæfilegum hópi. Ávallt var hann ófeiminn við að láta álit sitt í Ijós, þótt hann stæði einn um það. í einkalífi sínu var Sigurður hamingjumaður. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Egilsdóttur, árið 1938. Þau eignuðust 3 dætur: Hildi kennara, gifta Stefáni Brynjólfssyni kennara, Jóhönnu Halldóru kennara, gifta Jóni Ziemsen lyfjafræðingi, og Öglu Þórunni kennara, gifta Matthíasi Sigurpálssyni 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.