Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 20

Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 20
IAN MCEWAN HAGNÝT RÚMFRÆÐI Á uppboði „ athyglisverðra og verð- mætra" muna í Melton Mowbray 1875 bauð langafi minn, ásamt með vini sínum M, í reður Nicholls skip- stjóra sem dó í Horsemonger-fang- elsinu 1873. Hann var geymdur í gleríláti tólf þumlunga löngu, „dásam- lega varðveittur" eins og langafi minn skráði í dagbók sína það kvöld. Einnig var boðinn upp „ónefndur hluti af hinni sálugu lafði Barrymore. Hann var sleginn Sam Israels á fimmtíu gíneur." Langafa mínum stóð hugur til að eignast báða þessa hluti sem samstæðu, en M taldi hann af því. Þetta lýsir vináttu þeirra fullkomlega. Langafi minn - hinn örgeðja kenn- ingadýrkandi, M - athafnamaðurinn sem vissi hvenær átti að bjóða í á uppboðum. Langafi minn lifði í sextíu og níu ár. í fjörutíu og fimm þeirra settist hann niður að kvöldi sérhvers dags áður en hann lagðist til svefns og skrifaði hugrenningar sínar í dagbók. Dagbækur þessar eru nú á skrifborði mínu, fjörutíu og fimm bindi, bundin í kálfskinn, og til vinstri stendur Nicholls skipstjóri í gler- krukkunni. Langafi minn lifði á tekjum af einkaleyfi uppfinningar föður síns, handhægs renniláss sem notaður var af lífstykkjagerðarmönnum allt fram til fyrri heimsstyrjaldar. Langafi var gef- inn fyrir kjaftasögur, tölur og kenning- ar. Einnig féll honum vel tóbak, gott portvín, héri og einstaka sinnum ópí- um. Hann þóttist gjarnan vera stærð- fræðingur, en hann stundaði aldrei neina atvinnu og gaf aldrei út bók. Aldrei ferðaðist hann neitt né fékk nafn sitt birt í The Times, jafnvel ekki við andlát sitt. 1869 giftist hann Alice, einkadóttur séra Toby Shadwell, sem var meðhöfundur lítt metinnar bókar um ensk villiblóm. Ég tel langafa minn hafa verið einkar hæfan dagbókarhöf- und, og þegar ég hef lokið við að búa þær undir prentun og þær verða gefnar út, er ég sannfærður um að hann muni njóta þess sannmælis sem honum ber. Þegar verki mínu er lokið, ætla ég í langt frí, ferðast til einhvers kalds, hreins og trjálauss staðar, til íslands eða á rússnesku steppurnar. Ég hef oft hugsað sem svo að þegar öllu þessu er lokið, myndi ég skilja við konuna mína, Maisie, en nú er þess alls engin þörf. Maisie hrópaði oft upp úr svefni og ég þurfti að vekja hana. „Taktu utan um mig", var hún vön að segja. „Þetta var hryllilegur draumur. Mig hefur einu sinni dreymt hann áður. Ég var í flugvél yfir eyði- mörk. En það var raunverulega ekki eyðimörk. Ég lækkaði flugið og ég sá þúsundir barna liggja í haugum svo langt sem augað eygði; þau voru öll nakin og skríðandi hvert yfir annað. Ég var að verða eldsneytislaus og varð að lenda vélinni. Ég reyndi að finna autt svæði, ég flaug lengra og lengra, leitandi að stað ..." „Farðu nú að sofa,“ sagði ég geispandi. „Þetta var bara draumur." „Nei,“ hrópaði hún. „Ég má ekki sofna, ekki alveg strax." „Jæja, ég verð að sofna núna,“ mælti ég. „Ég verð að vakna snemma í fyrramálið." Hún þreif í öxlina á mér. „Ekki fara að sofa strax, gerðu það ekki, ekki skilja mig eftir hér.“ „Ég er í sama rúmi og þú,“ sagði ég. „Ég yfirgef þig ekki.“ Það skiptir engu máli, ekki skilja mig eftir vakandi..." En augnalok mín voru þegar tekin að síga. Upp á síðkastið hef ég tekið upp hátt langafa míns. Áður en ég geng til rekkju sest ég niður og hugleiði liðinn dag. Ég hef enga stærðfræðilega duttlunga eða kynferðislegar kenn- ingar að punkta niður. Aðallega skrifa ég niður það sem Maisie hefur sagt við mig og það sem ég hef sagt við hana. Stundum læsi ég að mér á bað- herberginu til að njóta fullkominnar einveru, sit á salernissetunni og kem skrifblokkinni fyrir á hnjám mér. Auk mín eru af og til ein eða tvær kóngu- lær í baðherberginu. Þær klifra upp skólprörið og sitja samanhnipraðar grafkyrrar á gljáandi hvítum glerj- urrgnum. Þær hljóta að furða sig á þessum áfangastað sínum. Eftir að hafa setið í hnipri tímum saman, snúa þær til baka, ráðvilltar, eða kannski vonsviknar, þar sem þær urðu einskis frekara vísari. Að því er ég best veit gerði langafi minn aðeins eina at- hugasemd varðandi kóngulær. Átt- unda maí 1906 skrifaði hann, „Bis- marck er kónguló." Síðdegis var Maisie vön að færa mér te og segja mér frá martröðum sínum. Venjulega var ég að fara í gegnum gömul dagblöð, taka saman efnisyfirlit, skrásetja efnisatriði, leggja frá mér eitt bindið eða taka upp 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.