Birtingur - 24.12.1953, Blaðsíða 8

Birtingur - 24.12.1953, Blaðsíða 8
--------------------------------- HILMAR IÓNSSON: Tvö ljóð i Augu, sem ai hatii og kvöl leita sér lífs í liki klæddu í tötra fátæks barns er vaggar báti til fiarlægra stranda, starandi á þig í hyldjúpri bæn: Hvers vegna? II ATVINNULEYSINGINN Einmana reikar um torgið soíandi. Allt er þögult nema þráin logandi. í annars atböfn enginn fær dvalið deyjandl. Allt kemur en ekkert fer. Allt er of seint á morgun. V_________________________________/ þriggja mánaða verkamannskaup. — Thor ViT hjálmsson hefur fengizt við bókmenntastörf a. m. k. 4—5 næstliSin ár og gefiS út eitt skáld- rit. Ég þori ekki aS áætla honum meira en þriggja mánaSa tekjur ófaglærSs verkamanns. — Gunnar Dal hefur sinnt skáldskap a. m. k. síSustu fimm ár, gefið út tvær ljóðabækur og eitt heimsspekirit. Ég get ekki ímyndað mér, að hann hafi haft neinar tekjur af bókum sínum hingað til. — Sveinbjörn Benteinsson gaf barn- ungur út rímnasafn og fyrir skömmu hrag- fræðirit, margra ára tómstundastarf. Launin? Lesið bréf og ritgerðir annars eldri bónda, Stephans G. — Sigfús DaSason hefur gefið út æskuljóð sín, ort á 5 árum; síðan eru liðin tvö ár til. Ótrúlegt þykir inér að höfundarlaun hans nægðu til að greiða pappírinn sem hann hefur skrifað ljóð sín á. — Jón Óskar gaf í vor leið út safn af smásögum, sem hann hefur ritað á s. 1. 11 árum. Nýlega er komin út fyrsta ljóða- bók hans, eftirtekja margra ára. Ritlaun engin. — Kiistinn Pétursson gaf út fyrstu ljóðabók sína fyrir 11 árum, aðra í fyrra. Ilöfundarlaun engin ætla ég. — Indriði G. Þorsleinsson hefur gefið út eitt smásagnasafn. Ég áætla að hann hafi fengið tveggja mánaða verkamannskaup að launum. Ég hef nú talið 13 unga höfunda, sem allir eru taldir efnilegir, og væri hægt að bæta við þá tölu án þess að myndin breyttist. Eftir þessa höfunda liggja 33 frumsamin ritverk. Eg ætla þeim tvö ár — sem er lágt — lil að ljúka hverju verki, eða samtals 66 ár. Séu áætlanir mínar ekki fjarri lagi, hafa þeir fengið fjögra ára verkamannskaup alls fyrir vinnu sína. Það verða að meðaltali tæplega fjögurra mánaða laun handa hverjum fyrir rúmlega fimm ára starf, eða rúmlega tvö þúsund krónur á ári, 175 krónur á mánuði, 6 krónur tæpar á dag, 75 aurar um tímann. Þetta er ljót niðurstaða, en því miður mjög nærri sanni. Ég hef borið hana undir einn helzta bókaútgefanda landsins, og hann taldi laun höfundanna of hátt áætluð. Ef þjóðin lifði við þrengingar, væri ekki orð á þessu gerandi. En þetta viðgengst á sama tíma og gullið flæðir í stríðari straumum yfir þetta land en nokkurn tíma áður í sögu þjóðarinnar. NÝIR HÖFUNDAR IlUmar Jónsson er ungur maður austfirzkur að ætt, nú búsettur í Keflavík. Hann slundaði nám í menntaskólanum í Reykjavík, en varð að hætta námi í 6. bekk vegna heilsubrests. Hann hefur aldrei birt ljóð eftir sig áður. Steinar Sigurjónsson er ungur Snæfellingur, prentari að iðn, en fæst nú inest við ritstörf. Eftir hann hefur birzt ein saga áður. 8 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.