Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 11
j-istamaHnalaunÍH í framhaldi af grein um listamannastyrkina svonefndu, úthlutun þeirra og kosningu niður- jöfnunarnefndar í síðasta hefti Birtings lagði tímaritið eftirfarandi spurningar fyrir all- marga þjóðkunna listamenn úr öllum listgrein- um og fjóra reykvíska borgara, sem kunnir eru að áhuga á listum: Teljið þér listamannastyrkina svokölluðu og þann hátt, sem hajður er á kjöri niðurjöjnun- arnejndar og úthlutun styrkjanna, réttláta eða viðhlítandi lausn þessara mála í bráð og lengd? Ef svo er ekki: hvað hajið þér lielzt við nú- verandi jyrirkomulag að athuga og hafið þér nokkrar tillögur til úrbóta? Hér fara á eftir þau svör, sem borizt höfðu, þegar ritið fór í prentun: Hveragerði, 25. apríl, 1954. Hr. ritstjóri, Einar Bragi, Reykjavík. Viðvíkjandi spurningum yðar um lista- mannastyrkina: í fyrsta lagi álít ég óþarft að svívirða lista- mennina með því, að kalla fé þetta styrki. Þjóðin á líf sitt og lilveru að þakka bókmennt- um sínum, án þeirra væri hér engin íslenzk þjóð og engin íslenzk tunga. Hið eina, sem hún hefur fram að færa, sér til ágætis, á alþjóða- vettvangi, eru bókmenntir, listir og vísindi. Ætti hún engin slík verðmæti, myndi hún varna því, að lífið yfirgæfi það. Svo fann hún að höfuð hans varð múttlaust í kjöltu hennar. Hún elskaði hann mjög mikið á þeirri stundu. Akureyri, annan páskadag, 1954. naumast meira virt en skrælingjar. Það liggur í augum uppi, að þá menn, sem skapa henni hlutgengi meðal menningarþjóða heimsins ætti ekki að svívirða með betlistyrkjum, og það er auðvitað afleit hagfræði að halda þeim sífellt niðri í sárri fátækt, er jaðrar við svelt. Sjálf- sagt er að veita þessum mönnum ekki lakari Hfskjör en t. d. prófessorum háskólans. Fyrri spurningu yðar er því ekki hægt að svara öðru vísi en neitandi. Síðari spurningunni er örðugra að svara. Eins og vitað er liafa ýmsar leiðir verið reynd- ar og allar gefizt illa. En hér er uppástunga, sem borin liefur verið undir ýmsa ábyrga og málsmetandi menn, er telja hana góða og rétt- mæta: Allir helztu listamenn landsins, þ. e. skáld, málarar, myndlistarmenn og hljómlistarmenn, sem komnir eru yfir fertugt og hafa lilotið al- menna viðurkenningu, fái að minnsta kosti tultugu og fjögur þúsund krónur í árslaun, á átjándu grein fjárlaga, og sé ekki hægt að lækka við þá launin úr því. Yngri listamönnum, sem gera álitlega hluti, séu veitt verðlaun, er nemi því, að þeir geti unnið í tvö ár áhyggjulaust að list sinni. Þetta sé endurtekið livert sinn, er þeir sk'ila góðum, listrænum árangri, unz þeir hafa sannað rétt sinn til fastra launa. Engin þjóð sveltir hermenn sína. Við höfum engan her, annan en listamennina; þeir eiga að vernda heiður Islendinga, sem menningarþjóð- ar, og rétt hennar til sjálfstæðis. Það er því mjög heimskulegt að svelta þá. Virðingarfyllst, Kristmann Guðmundsson. BIRTINGUR 75

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.