Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 6

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 6
KVEIMTTinDAKOnfffl Réttlætir gagnrýni á karlrembu dauðadóm? Taslima Nasrin Taslima Nasrin er 31 árs læknir og rithöfundur frá Bangladesh sem hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna ofsókna bókstafstrúarmanna á hendur henni og réttarhalda yfir henni í byrjun ágústmánaðar, en yfirvöld í Bangladesh kærðu hana fyrir guðlast. Meginefni í öllum skrifum hennar er opinská gagnrýni á karlrembu, íslamska öfgatrúarmenn og réttleysi kvenna í Bangladesh. Af þessum sökum hafa heittrúaðir múslimar sett fé til höf- uðs henni og vilja að sett verði lög í landinu sem heimila dauðarefsingu fyrir guðlast. Nýjasta bók Taslimu, Lajja (Skömm), fjallar um þá atburði sem áttu sér stað eftir að ofsatrúar- menn úr röðum hindúa eyðilögðu mosku í Uttar Pradesh á lndlandi. Sagan dregur upp skelfílega mynd af nauðgunum sem múslimar frömdu á hindúakonum í hefndarskyni. Bókin seldist mjög vel en var bönnuð í Bangladesh í júlí 1993 á þeim forsendum að hún væri móðgun við trú múslima og að þar sé farið með lygar um þjáningar hindúa sem eru í minnihluta í landinu. Auk þess var vegabréf Taslimu gert upptækt því hún reyndi að fara úr landi án leyfis frá yfírvöldum en samkvæmt lögum er slíkt leyfí skylda fyrir lækna sem vinna hjá ríkinu. Taslima hefur verið undir verndarvæng Amnesty Intemational og í júlímánuði sl. barst samtökunum svohljóðandi skeyti frá henni: „Ég er í alvarlegri hættu. Bókstafstrúarmenn krefjast dauða míns. Þeir hafa ítrekað lofað hverjum þeim sem banar mér peningaverðlaunum. Astandið er hættulegt núna. Þeir geta drepið mig á hverri stundu. Hjálpið mér.“ Hún hafði þá verið í felum í tvo mánuði eftir að nýjasta morðhótunin barst henni. Henni var hótað dauða þar sem bókstafstrúarmenn telja hana hafa móðgað trúarlegar tilfínningar þeirra í viðtali sem indverskt dagblað tók við hana. Taslima segir að í viðtalinu hafi orð hennar ekki verið höfð rétl eftir en þar gagnrýndi hún hvemig trúarsetningar í kóraninum hafí verið ranglega túlkaðar í gegnum tíðina á kostnað kvenna. Vegna þessara morðhótana hefur Taslima verið kölluð kvenkyns Salman Rushdie en hún telur það ekki réttnefni því þótt þau berjist bæði gegn trúarofsa þurfí hún einnig að berjast við karlrembu. Heittrúaðir karl- ar, sem telja erótísk skrif eingöngu eiga vera á færi karla, hrífast t.d. ekki af bók hennar Shodh (Hefnd) sem segir frá konu sem hefur ánægju af kyn- lífi. Auk þess nær söguhetjan sér niður á eiginmanni sínum sem hafði neytt hana til fóstureyðingar, með því að sofa hjá nágrannanum, og láta eiginmanninn halda að hann sé faðirinn. Taslima hefur einnig valdið miklu íjaðrafoki með pistlum sínum í dagblööum. Til að mynda krafðist hún þess að yfirvöld í Bangladesh ákærðu íslamska leið- toga fyrir morð, þegar 16 ára gömul múslima- stúlka svipti sig lífi eftir að hafa verið hýdd opin- berlega fyrir að eiga í ástarsambandi við hindúa- svein. Þó svo að heittrúuðum múslimum líki ekki skrif Taslimu hafa tíu af átján bókum hennar orð- ið metsölubækur og hópar kvenna í Bangladesh hafa efnt til göngu i Dhaka henni til stuðnings. En stuðningur við Taslimu innanlands er þó ekk- ert í samanburði við þá andstöðu sem hcnni hef- ur verið sýnd. I nóvember 1993 gengu 5000 karl- J> ar um Dhaka og kröfðust laga sem leyfðu dauða- dóm yfir Taslimu fyrir guðlast. Ákafí heittrúaðra múslima, til að þagga niður í þeim öflum sem mótmæla einörðum sjónarmiðum þeirra, vex stöðugt. Þann 30. júní sl. kom til átaka milli þessara hópa í mótmælum um allt land sem ofsatrúar- menn stóðu fyrir. Tilgangur mótmælanna var að ítreka enn frekari óskir um að Taslima Nasrin og hennar líkar fengju ekki óáreittir að tala máli sínu gegn heittrúnaði. Þrettán íslamskir hópar hafa nýverið stofnað samtök til að herða á sókn sinni gegn „trúarníðingum“ og efndu þeir til mótmæla- ganga gegn henni enn á ný nú í ágústbyrjun um það leyti sem réttað var í máli Taslimu. Athugasemdir Amnesty Intemational höfðu nokkur áhrif, sérstaklega þegar þær voru birtar í dagblöðum í Bangladesh. Það var m.a. fyrir þrýsting frá Amnesty að lögrcgluvörður var settur við heimili Taslimu. Auk þess kröfðust samtökin þess að hún og fleiri verði sýknuð af ákæru um guðlast þar sem slík ákæra brjóti gegn lögum um tjáningar- og ritfrelsi og að ríkið ákæri þess í stað þá sem hóta fólki dauða fyrir það eitt að tjá sig opinberlega. Nýlega gaf ríkið út yfirlýsingu þess efnis að þeir sem hafa hótað slíku eigi yfír höfði sér ákæru en enn hefur ekkert verið gert. En Taslima Nasrin ákvað að koma úr felum og mæta fyrir rétti í ágústbyrjun þegar ákæra á hana um guðlast var tekin fyrir. Hún var sýkn- uð af ákærunni og gefín heimild til að yfirgefa landið. Hún nýtti sér það leyfi snarlega því hún hræddist að bókstafstrúarmenn virtu ekki sýknuna og ætluðu sér að drepa hana. Hún er nú stödd í Svíþjóð og yfirvöld þar hafa lýst því yfír að hún dveljist þar sem gestur. Sá þrýstingur sem stjómvöld í Bangladesh fundu fyrir vegna máls Taslimu, jafnt heima fyrir sem erlendis, gerði þeim erfítt fyrir að dæma hana fyrir guðlast og að skerða ferðafrelsi hennar. Þó svo að hún sé komin til Svíþjóðar nú er ekki séð íyrir endann á máli hennar. Fær hún að snúa aftur til heimalands síns og hvað verður um þá fjölmörgu sem berjast fyr- ir sama málstað og hún og sæta ofsóknum? n SII Stuöst viö Ms. Magazinc, Morgunblaöiö og gögn frá Amnesty Intcmational.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.