Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 36

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 36
/ ATHAFNAKONUR var verkstjóri í sápugerðinni Frigg, kall- aður Frikki í Frigg, maður Betu múrara. Hann lést 1995. Hjónaband þeirra varð farsælt, húsið sitt í Kópavogi reistu þau saman með dyggri hjálp Daníels Daní- elssonar bróður Friðriks. Þar var á sín- um tíma stór garður fyrir strákana að rassakastast í með hundi sem var jafnan á heimilinu. Elísabet segir uppeldið hafa verið fullt starf og hún hafi, þegar þau Friðrik settu upp hringana, afráðið að hætta að vinna úti og gerast húsmóðir. Börn hafi best af því að hafa annað hvort mömmu eða pabba hjá sér, það gildi einu hvort sé nema ef ungabörn fái brjóstamjólk. En hvað með áformin um arkitektúrnám? „Eiginlega fleygði ég draumnum," svarar Elísabet, „og sá aldrei eftir því. Þetta var gott og íjörugt líf sem við feng- um að eiga og ég gat öðru hvoru gripið í að teikna og múra fyrir vini og vanda- menn. Mörgum nægði að fá leiðsögn hjá mér, fólk vildi vinna verkin sjáift. Það borgaði sig betur. Húsið okkar reis til dæmis smám saman úr samtíningi héðan og þaðan, við vorum peningalítil eins og fleiri og byggingarefni af skorn- um skammti. En við kunnum til verka. Veistu að ég hef aldrei séð fórn í því að hætta við arkitektúrinn, ef maður geng- ur í hjónaband er það eins og hvert ann- að fyrirtæki sem þarf að vinna almenni- lega í. Og úr því þú spyrð mig hvort ég skelli mér á gamals aldri í þetta nám, sem nýlega er komið hér við Listahá- skólann, þá get ég sagt neineinei, nú er ég sest í helgan stein. Það er nóg af ung- um og frískum arkitektum en það má samt alveg stríða mér.“ Elísabet er hláturmild kona og kvik og tekur sér stuttan tíma til að ígrunda spurningar blaðamannsins. Ef hún væri ung og nýgift núna myndi hún „freistast til að halda áfram að vinna á teiknistof- unni.“ Síðan kæmu börnin og þá þyrfti hún meiri peninga, svo lægi meistara- próf í múrverki beint við og vinna við það, með uppmælingu og öllu saman. „Ég ætlaði mér alltaf að vinna fyrir mér sjálf,“ segir hún, „og það gerði ég með mínum hætti. Helst vildi ég skila til ungra kvenna sem þetta lesa, að þær skuli vera sínir eigin handlangarar, ganga í verkin og gera sér ljóst að það getur enginn betur fyrir mann.“ Þessi lífsreynda kona þiggur konfekt- mola hjá Veru og sýnir allt í einu hend- urnar. Mælir lófann við lófa skrifara. Þetta eru óvenju litlar og fíngerðar hendur og Elísabet segir það sýna að konur eigi ekki að vera hræddar við að gera það sem þær í raun og veru vilja og það sem þeim sjálfum þykir rétt. Hvað sem öðru líður. „Það eru þær heldur ekki lengur, öll jafnréttismál hafa verið á góðri leið. Þó held ég að iöng leið sé eft- ir, andinn einhvernveginn skakkur. Fólk hugsar ekki eins um framtíð stelpu og stráks, karlmenn fá oft meiri vinnu, merkilegri verkefni og hærra kaup. En þú mátt enda á því að segja: Þetta kemur af sjálfu sér þegar konur fatta að eitt- hvað vantar. Þá taka þær einfaldlega til sinna ráða.“ Enginn venjulegur aumingi »Kristín Bjarnadóttir hyggst samnýta menntun sína í viðskiptafræði og múrarameistaranám, sem hún lýkur í vor. Þar með verður hún einn best menntaði byggingarstjóri landsins, sérhæfð í vörustjórnun og með hugmynd- ir um skapandi starf. Hún vinnur í múrverki með eiginmanni sínum, Valtý Guðmundssyni, í fyrirtæki þeirra Vegghamri. Þar er þriðja manneskjan að bætast við, Sunneva Hafsteinsdóttir heitir hún, og hyggst gerast múrara- sveinn hjá Kristínu í sumar. Gangi það eftir fjölgar kvenkyns múrurum á ís- Kristín Bjarnadóttir tekur við landi í þrjá og enn eitt karlaveldið fellur, efsvo má orða það án þess að móðga neinn. Þá segir Kristín, með Þuríði Lilju dóttur sína í fanginu og tíkina Stelpu nánast líka, að hún sé sjálf heldur enginn venjulegur aumingi. Það eru líklega orð að sönnu, Kristín er myndarleg kona þótt hún stundi ekki aðrar lyftingar en þær sem þarf í vinnunni, hún er þriggja barna móðir og mikil hestamanneskja. „Ég var fyrsta konan hér sem hafði at- vinnu af járningum," segir hún og blaðamaður veit að Kristín vann um tíma við hrossatamningar, á nokkra hesta og lítur á það sem lífsstíl. Hún er 36 ára og segir að sín mósaíkmynd sé að koma heim og saman. Mósaík er líka eitt áhugamál hennar, hún hefur sótt nám- skeið í slíkri vinnu ásamt Valtý og fleiri múrurum og listgáfu tók hún í arf. „Múrverkið er systir leirlistarinnar og mamma var fær í henni. Hún teikn- aði auk þess og skrifaði og gerir áfram. Svo múraði pabbi húsið okkar í Undra- landi, hann getur líka sitthvað. Sjálfri finnst mér skapandi hlið múrverksins svo spennandi, hver veit hvort ég enda í viðskiptum, handverki eða einhvers- konar listsköpun. Við erum að byggja upp Vegghamar sem fyrirtæki sérhæft í smærri verkefnum, á heimilum eða fyr- irtækjum, þar sem fólk vill fá óvenjulegt 36 / athafnakonur / 1. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.