Akranes - 11.05.1942, Blaðsíða 3

Akranes - 11.05.1942, Blaðsíða 3
AKRA N ES 3 Gengið á læknisfund Ólafur Finsen fyrv. liéra^slœknir. Vér gengum á fund Ólafs Finsen, fyrv. héraðslæknis, í þeim til gangi að fá fréttir frá löngu liðnum tfma, og spyrjum: Hvernig atvikaðiat það að þú fluttir hingað til Akraness? Ólafur læknir segir svo frá: Eg út- skrifaðist úr læknaskólanum árið 1892. — 1 ágústmánuði sigldi ég til Kaupmannahafnar til frekara náms. Vorum við Ásgeir Blöndal héraðs- læknir samskipa á Láru. Gekk ég þar á fæðingardeildina og ýmsa spítala í eitt ár, um leið og ég sótt fyrirlestra við háskólann. Þennan vetur minn í Kaupmanna- höfn, notaði ég líka til þess að nema nuddaðgerð hjá íslenzkum lækni Edvald J. Johnsen, f. 1/3 1838. Hann nam þessi fræði hjá heimsfrægum hollenzkum lækni í þessari grein. — Hann var búinn að starfa í Kaup- mannahöfn í nokkur ár. Fór mikið orð af honum, sérstaklega eftir að hann var sóttur til Lovísu drottningar, með góðum árangri. Eftir það jókst að miklum mun álit hans og atvinna. — Skólinn starfaði frá 1. okt. til 31. marz. Tveir nemendur luku burtfarar- prófi, annar þeirra, Magnús Magnús- son lauk fullnaðarprófi í skipasmíði og gerði hann fulkomna vinnuteikningu af skipi, sem nú er í smíðum hér í Dráttarbraut Akraness, og hlaut fyrir það einkunnina 9.5. Þetta er í fyrsta skifti, sem skipa- smiður tekur hér fullnaðarpróf í Iðn- skóla. Hefir Akranesi bæst hér mjög efnilegur skipasmiður, en á slíkum mönnum er hér tilfinnanleg vöntun. Unglingaskólinn. Unglingaskóli var starfandi hér í vetur, eins og að undanförnu, frá 1. okt. til 28. febr. Kennslu önnuðust kennarar barna- skólans. Skólinn starfaði í tveim deild- um, nemendur voru 22. Námsgreinar og námsbækur eru að mestu leyti þær sömu og í Gagnfræðaskólum landsins. Edvald Johnsen andaðist þennan vet- ur. Lagði hann svo fyrir, að lík sitt skyldi brent, sem og var gert. Var það fvrsta og einasta líkbrennslu jarðar- íörin, sem ég hefi verið við. Ég hafði ásett mér að dvelja annað ár ytra. Ætlaði að fara til Stokkhólms og fullkomna mig í nuddaðgerðum rg s.iúkraleikfimi. Kristján Jónsson kunningi minn, sem þá var lækir í Clynton í Ameríku, skrifaði mér og hvatti mig til þess að korna vestur að námi loknu. Þar sagði hann, að þessar læknisaðgerðir væru lítt eða ekkert þekktar. Þetta var líka alger nýung heima, og þessvegna langaði mig til, að fá nolckra nasasjón af þessum lækn- ingum. ef ske kynni, að þær gætu komið einhverjum að liði, þegar heim kæmi. Til þessa framhaldsnáms var ég búinn að tryggja mér styrk. En af öllum þessum ráðagerðum varð ekkert, því um þetta leyti féltk ég bréf frá föður mínum. í því segir hann mér, að Magnús Stephensen landshöfðingi, hafi beðið sig að skrifa mér, og biðja mig um að taka við settningu í Skipa- skagahérað, sem þá hafði losnað. — Björn Ólafssen augnlæknir var hér læknir, en félck þetta sumar fastan augnlæknisstyrk til að dvelja í Reykjavík og fór þangað. Þar sem faðir minn hvatti mig til að sækja, og taldi með því sennilegt, að ég fengi embættið, þótti mér viöurhluta mikið, að sleppa þessu tækifæri. Fór ég þeg- ar heim um haustið. Var settur í hér- aðið, fékk það síðar, og hefi dvalið þar síðan. Hvað getur þú sagt okkur frá frœnda þínum Níels Finsen frá þess- um árum? *) Við vorum mikið saman þennan tíma í Höfn. Þekktustum við lika vel að heiman, því hann hélt til hjá ömmu minni, og las þar alla sína latínuskóla- tíð, (nema meðan hann las undir burt- fararpróf, er hann leigði lítið herbergi í Landakoti). Ég sat brúðkaup hans, 29. des. 1892, ásamt Maríu systur minni, vorum við einu Islendingarnir, sem þar vorum viðstödd. Kona hans er lifandi enn, og kom hingað til lands, sumarið áður en Danmörk var her- tekin. Með henni kom dóttir þeirra Guðrún og maður hennar, yfirlæknir Lomholt. Frú Finsen er elskuleg kona, dóttir Balslevs biskups í Ripum, þess er samdi barnalærdómskver það, er við hann er kennt, og lcngi var hér á landi notað við kristindómsfræðslu barna. Balslev biskup var lítill maður vexti, góðlegur, hvatur í spori og f jör- ugur, sem unglamb væH, og var þó þarna kominn yfir áttrætt. Á þessu ári sat ég og brúðkaup tveggja annara frænda minna Finsen í Höfn. Á þessum tíma, eða frá 1890—93, hafði Níels á hendi kennslu í líkskurð- arfræði við háskólann, og bjó nem- endur undir próf í líffærafræði. Hann var önum kafinn við allskonar tilraun- *) Þeir voru bræðrasynir. Læknishúsið. (Læknirinn stendur í dyrunum). ir með sólarljósið, sem urðu svo mikils virði fyrir mannkynið, og gerðu hann heimsfrægan. Hann var alveg viss um einhvern sigur í þessum tilraunum sín- um. Hlaut það að hjálpa til svo mikið, sem hann lagði að sér, því þegar á þessum árum var hann orðin veikur, þó einlcenilegt væri hve lítið hann lét það á sig fá. Eftir að ég kom heim skrifuðustum við á. — Hann bað mig líka að gera blóðrannsóknir hér nokkrum sinnum, sem ég sendi honum. Nokkru eftir að ég kom hingað, var hér stúlka, sem hafði ,,lupus“ í andliti. Mig minnir að hún héti Kristín, skrifaði ég Níels um sjúkdóm- inn og lýsti honum, spurðist fyrir hvort hægt væri að koma henni fyrir hjá honum til lækniga. Hann skrifaði mér aftur og sagðist fús til að veita henni ókeypis læknishjálp, þar sem hún væri íslendingur. — Stúlka þessi fluttist burt úr mínu héraði og notaði sér aldrei þetta góða boð. Hvenær komstu til Akraness? Hingað á Akranes kom ég mánu- inn 15. janúar 1894. Var ég fyrst til húsa í Krosshúsi hjá Guðmundi Otte- sen og konu hans Elísabetu Gunn- laugsdóttur ljósmóður. Þar voru og fyrirrennarar mínir í embætti, Björn augnlæknir og Ólafur Guðmundsson. Þegar við hjónin giftum olclcur 21. september 1894, fluttumst við í Hoff- mannshús, og vorum þar þangað til í sept. 1895, er við fluttum í þetta hús, er ég hefi dvalið í síðan, en það hafði ég látið byggja um sumarið. Gerði það Guðmundur heitinn Jakobsson smiður, meðan stóð á efni (stórviðum) í kirkjuna hér, sem þá var verið að byggja. Nemandi var þá hjá Guð- \ mundi m. a. Ingvar faðir önnu, konu Þórðar Sigurðssonar skipstjóra. Manst þú nokkuð eftir fyrsta sjúkl'ngi þínum á Akranesi? Já það geri ég, því það var enginn annar en óláfur Jónsson, sem kallað- ur var „Gossari“. Hann lcorn til mín prjónandi, þótti mér það einkennilegt og nýstárlegt. Ólafur ,,Gossari“ var allt af sí-prjónandi úti og inni. Vér þökkum fyrir samtalið, um leiíi og vér fáum rithönd Niels Finsen í kaupbæti.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.