Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012
Tvímenningur á Suðurnesjum
Meistaramótið í tvímenningi er
hálfnað og leiða Ingimar Sumarliða-
son og Sigurður Davíðsson mótið
með 58,1% skor. Karl G. Karlsson og
Gunnlaugur Sævarsson eru í öðru
sæti með 57,7%, Óli Þór Kjartansson
og Skafti Þórisson þriðju með 56,8%
og Sigurjón Ingibjörnsson og Gunn-
ar Guðbjörnsson fjórðu með 56,4%
Efstu pör í annarri umferð sl. mið-
vikudag:
Karl G. Karlss. ? Gunnl. Sævarss.283
Arnór Ragnarsson ? Úlfar Kristinsson 253
Oddur Hannesson ? Árni Hanness. 248
Óli Þ. Kjartanss. ? Skafti Þórisson 246.
Þriðja umferð af fjórum verður
spiluð nk. miðvikudagskvöld í félags-
heimilinu á Mánagrund kl. 19.
Bridsdeild FEB Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtudaginn 9. febr. í Stangarhyl
Spilað var á 15 borðum. Meðalskor
312 stig. Árangur N-S
Siguróli Jóhannss. ? Auðunn Guðmss. 389
Ágúst Helgason ? Haukur Harðarson 385
Júlíus Guðmundss. ? Óskar Karlsson 371
Ragnar Björnsson ? Jón Lárusson 364
Árangur A-V
Bergur Ingimundar ? Axel Lárusson 418
Sigurjón Helgason ? Helgi Samúelsson 374
Sigurður Tómasson ? Guðjón Eyjólfss. 330
Helgi Hallgrímss. ? Ægir Ferdinandss. 330
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Nú er lokið fjórum spilakvöldum í
fimm kvölda tvímenningskeppni og
er baráttan um fyrsta sætið hörð.
Staða efstu para er nú þessi:
Sveinn Sveinsson ? Karólína Sveinsd. 1025
Unnar A. Guðmss. ? Hulda Hjálmarsd. 1014
Oddur Hanness. ? Árni Hannesson 943
Ragnar Haraldsson ? Bernhard Linn 938
Þorleifur Þórarinss. ? Haraldur Sverriss.
919
Sunnudaginn 12.2. var spilað á 10
borðum. Hæsta skor kvöldsins: 
Norður/Suður 
Karólína Sveinsd. ? Sveinn Sveinsson 262
Lilja Kristjánsd. ? Ólöf Ólafsd. 255
Garðar V. Jónss. ? Sigurjón Ú. Guðmss. 248
Austur/Vestur 
Kristín Eysteinsd. ? Katrín Oddsd. 257
Erlingur Þorsteinss. ? Björn Arnarsson 245
Hörður Einarss. ? Björn Sigurbjörnss. 238
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum klukkan
19.
Eldri borgarar Hafnarfirði
Föstudaginn 10. febrúar var spilað
á 18 borðum hjá FEBH með eftirfar-
andi úrslitum í N/S.
Óli Gíslason ? Sverrir Jónsson 383
Anna Jónsd. ? Sigurrós Sigurðard. 365
Albert Þorsteinss. ? Björn Árnas. 354
Ólafur Ingvarss. ? Þorsteinn Sveinss. 347
Oliver Kristóferss. ? Magnús Oddss. 344
A/V.
Birgir Sigurðss. ? Jón Svan Sigurðss. 394
Helgi Einarss. ? Ágúst Stefánsson 380
Friðrik Hermanns. ? Sæmundur Björns. 347
Oddur Jónsson ? Oddur Halldórsson 344
Stefán Ólafsson ? Skarphéðinn ? Lýðss. 339
Þriðjudaginn 14. febrúar var spilað á 16
borðum með eftirfarandi úrslitum í N/S:
Birgir Sigurðss ? Jón Svan Sigurðsson 389
Júlíus Guðmss. ? Óskar Karlsson 359
Ásgeir Sölvason ? Helgi Sigurðsson 334
Albert Þorsteinss. ? Björn Árnason 333
A/V.
Stefán Ólafss. ? Skarphéðinn - Lýðsson 368
Anton Jónsson ? Ólafur Ólafsson 367
Erla Sigurjónsd. ? Jóhann Benediktss. 350
Nanna Eiríksd. ? Jens Karlsson 346
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Ferðamenn streyma
til Íslands, sem aldrei
fyrr. Hvert metið er
slegið á fætur öðru. En
hvað eru þessir ferða-
menn að sækja hingað
á þetta litla sker í ball-
arhafi? Og hvað erum
við að bjóða þeim upp
á? Viljum við alla þessa
ferðamenn? Ef svo er
hvernig viljum við taka
á móti þeim og hvað
viljum við sýna þeim og bjóða? Erum
við tilbúin að taka á móti þeim og eru
þeir velkomnir?
Fyrir nokkrum vikum var verið að
fjalla um ferðamál í útvarpi allra
landsmanna og einn viðmælanda
hafði orð á því að Ísland mætti ekki
verða Mallorca norðursins. Því er ég
hjartanlega sammála og því slæ ég
þessum spurningum hér fram. Hvað
viljum við með þessa ferðamenn?
Þegar þú ferð í ferðalag, þá ertu yf-
irleitt búinn að skipuleggja fyrirfram
90% af ferðinni. Ferðamátann, daga-
fjölda, gistingu og þá viðburði sem þú
ætlar að sjá og upplifa, sem og þá
staði sem þú vilt koma á og eiga mynd
af þér á. Sama gildir um þá sem koma
til Íslands. 
Flestir ferðamenn vita um 4-6
áfangastaði á Íslandi, sem þeir vilja
skoða og koma á, en hina staðina hafa
þeir ekki hugmynd um né ímynd-
unarafl til að láta sér detta í hug að
nokkuð slíkt sé til í okkar víðu veröld.
Á góðum degi ræða þingmenn, ráð-
herrar og aðrir sem einhverju ráða í
þessu þjóðfélagi um það hversu Ís-
land sé fallegt, ósnortið og aðdrátt-
arafl ferðamanna úr öllum heims-
álfum og mikilvægt sé að varðveita
landið og okkur sem það byggjum,
þannig að landið missi ekki sinn
sjarma. Á sama tíma og
það gerist er einnig talað
niður til ferðaþjónust-
unnar, þar sé pen-
ingaplokk og farið illa
með fallegu staðina okk-
ar. 
Það getur engum dul-
ist að öll uppbygging í
ferðaþjónustu kostar
peninga ekki síður en
uppbygging annarra at-
vinnugreina, en ólíkt
þeim flestum þá er upp-
bygging í ferðaþjónustu,
sem snýr að afþreyingu
og upplifun á Íslandi, oft á tíðum dýr
og sjaldan hægt að taka gjald fyrir af-
not af henni til að greiða niður kostn-
aðinn.
Hvað er hægt að gera og á að gera
eitthvað? Menn greinir á um hvort
gjaldtaka á ferðamannastöðum sé
það sem koma skal eða ekki. En eitt
er víst að það þarf fé til að byggja upp
þessa ferðamannastaði sem eru að
taka á móti öllum þessum fjölda af
fólki og annað er einnig dagljóst að
hjá þeirri uppbyggingu verður ekki
komist. 
Það er þrennt sem mér dettur í
hug sem hluti af því að leysa þetta
mál.
A) Það mætti selja aðgang að ís-
landi þegar ferðamenn koma til
landsins, þ.e. gera skattgreiðsluna
þannig úr garði að sá sem kaupir ferð
til Íslands, þurfi að greiða aukalega
einhverja krónutölu og fengi í staðinn
við komuna til landsins passa að okk-
ar helstu perlum. Þessum passa yrði
síðan framvísað á þeim stöðum og
stimplað í hann sem staðfesting á að
hafa komið á Þingvöll eða Látrabjarg
eða hvert sem ferðamaðurinn nú hef-
ur farið. Skattinum yrði síðan varið í
að greiða niður kostnað við að við-
halda og gera perlurnar okkar að-
gengilegar til framtíðar.
B) Svæðismarkaðssetning gæti
einnig verið hluti af þessu nýja fyr-
irkomulagi, þar sem peningum yrði í
meiri mæli eytt í það að kynna og
koma á framfæri einstökum svæðum
á landinu ásamt þeirri afþreyingu
sem þar er í boði og þar með að dreifa
álaginu. Gestir okkar eru fjölbreyttir
og vilja fá ólíka upplifun af landi og
þjóð.
C) Stuðla að uppbyggingu fleiri
sambærilegra áningarstaða vítt um
landið, með því móti er hægt að dreifa
álaginu. Það eru ekki allir fossar Gull-
foss eða Dettifoss, en heldur ekki
Fjallfoss eða Hraunfossar. Við þurf-
um að átta okkur á því að Ísland er
með svo mikla fjölbreytni í náttúru og
umhverfi að hvert sem gesturinn fer,
þá er hann uppnuminn og gestirnir
eru ekki endilega að sækjast eftir að
sjá Gullfoss og Dettifoss, heldur vita
þeir ekki um hina fossana, sem eru
ekkert síðri.
Ég tel að við eigum að byrja strax
að búa okkur undir komu ferðamanna
framtíðarinnar með því að taka til hjá
okkur og gera Ísland að ferðamanna-
landi. Gera það vel og þannig úr garði
að okkur sé sómi að og landinu til
framdráttar. Við þurfum ekki að búa
til Ísland, það er hér en við verðum að
búa landið okkar undir að taka á móti
þessum gestum. Fjölbreytni lands og
þjóðar er svo mikil á Íslandi að það
ætti ekki að þurfa að koma til að Ís-
land verði Mallorca norðursins, þó
svo að hingað komi milljónir gesta.
Ísland er fágæti og það ber að
vernda.
Ísland Mallorca norðursins?
Eftir Þorgrím E,
Guðbjartsson »En hvað eru þessir
ferðamenn að sækja
hingað á þetta litla sker
í ballarhafi? 
Þorgrímur E. 
Guðbjartsson 
Höfundur er bóndi.
Allt frá setningu
laga nr. 38/2001 um
vexti og verðtryggingu
hefur verið ljóst, að
gengistrygging ís-
lenskra fjárskuldbind-
inga var ólögleg. Slík
gengistrygging var
notuð þrátt fyrir að-
varanir í ræðu og riti.
Ætla verður að geng-
istryggingin hafi verið notuð gegn
betri vitund lögspekinga fjármála-
stofnana. Ekki er ljóst, hvort lög-
fræðin lét undan hagfræði fjármála-
stofnana við framkvæmd þessara
lögbrota, en hafi svo verið, er niður-
læging hinna fyrrnefndu mikil. Ekki
held ég, að gerðar hafi verið athuga-
semdir við þessi lögbrot af Fjár-
málaeftirliti, Seðlabanka eða þeim
ráðuneytum, sem málið heyrir undir,
og höfðu þó þessir aðilar hópa af lög-
lærðum mönnum í sinni þjónustu.
Ríkisstjórnin er djúpt sokkin í
gæluverkefni forsætisráðherra,
ESB-aðild, þjónkun við Breta og
Hollendinga í Icesave-málinu, nýjan
flokksmann í stöðu seðlabanka-
stjóra, nýja stjórnarskrá, skemmd-
arverk í fiskveiðistjórnunarmálum
o.fl. Ríkisstjórnin skipti sér hins
vegar ekki af lögbrotum fjármála-
stofnana, sem bitnuðu á fólki og fyr-
irtækjum, þrátt fyrir það, að um var
að ræða helsta áhugamál forsætis-
ráðherra (ef marka má orð hennar
yfirleitt), þegar hún var í stjórn-
arandstöðu.
Svo fór, að Hæstiréttur varð að
segja lögfræðingum fjármálastofn-
ana og stjórnvalda að fara að lögum
og ógilda gengistrygginguna. Þá
hófust deilur um, hvaða vexti ætti að
nota, sem leiddu til þess, að Hæsti-
réttur kvað upp dóm, sem leysa
skyldi úr því. Nú kom til kasta þá-
verandi viðskiptaráðherra að túlka
þann dóm Hæstaréttar, en sá ráð-
herra er löglærður, að ég hygg. Að
hans frumkvæði og með atbeina rík-
isstjórnar og húskarla hennar á Al-
þingi voru samþykkt lög nr. 151/2010
um breytingu á lögum
um vexti og verðtrygg-
ingu nr. 38/2001, lögum
um aðgerðir í þágu
einstaklinga o.s.frv. Ég
verð að viðurkenna, að
ég hef gert nokkrar til-
raunir til að lesa þessi
lög og skilja þau til fulls,
en án árangurs.
Svo fór, að enn varð
Hæstiréttur að útskýra,
hvað felst í þessari síð-
ustu lagasetningu ríkisstjórnarinnar,
sem var barin í gegn, þrátt fyrir að-
varanir langflestra, sem leitað var
álits hjá. Þann 15. febrúar kvað
Hæstiréttur upp dóm um þetta at-
riði, og er sá dómur áfellisdómur um
óvönduð vinnubrögð ríkisstjórnar og
meirihluta Alþingis. Hæstiréttur
kvað upp dóm um það álitaefni, sem
fyrir hann var lagt og annað ekki. Því
vakna nú heilabrot.
Þeir, sem höfðu greitt af hinum
ólöglegu lánum samkvæmt útsend-
um greiðsluseðlum fjármálastofn-
ana, þurfa ekki að sæta því, að vextir
séu bakreiknaðir í samræmi við fyr-
irmæli hinnar óvönduðu lagasetn-
ingar nr. 151/2010. Hvaða meðferð fá
þeir, sem ekki gátu eða vildu greiða
af þessum lánum og neyttu þeirra úr-
ræða, sem boðið var upp á til að
draga greiðslur; frestun á nauðung-
arsölum, náðarfaðm umboðsmanns
skuldara o.s.frv.? Hvaða meðferð fá
þeir, sem þegar er búið að ganga að á
grundvelli ólöglegra lánssamninga,
selja eignir þeirra, taka bú þeirra til
gjaldþrotaskipta o.s.frv.?
Spyr sá, sem ekki veit. Núverandi
og fyrrverandi viðskiptaráðherrar
kunna án efa lausnir á þessu. Það er
löngu kominn tími til, að þessi ríkis-
stjórn setji þau mál, sem brenna á
fólki og fyrirtækjum í landinu, í for-
gang og slái lýðskrumsverkefnum
sínum á frest.
Ólögleg gengis-
tryggð lán
Eftir Axel 
Kristjánsson
Axel Kristjánsson
»Hugleiðingar um út-
reikninga á vöxtum
Höfundur er lögmaður. 
?? Meira fyrir lesendur
Skólahreysti er starfrækt í um 120
grunnskólum landsins og í ár
taka um 720 nemendur
þátt í mótinu sjálfu.
Þetta er einn vinsælasti
íþróttaviðburður sem
grunnskólakrakkar taka þátt í.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir,
sími 569 1105, kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, fimmtudaginn 23. febrúar.
Skólahreysti
S
É
R
B
L
A
Ð
Þann 28. febrúar gefur
Morgunblaðið út sérblað
tileinkað Skólahreysti
sem hefst 1. mars 2012.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48