Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 6
Verkföll og eldgos - hver er réttur flugfarþega? Það sem af er þessu ári hafa flugfarþegar lent í ýmsum hremmingum. Bæði hafa verið verkföll hér á landi og víðar og svo hafði eldgosið í Eyjafjallajökli gríðarleg áhrif á samgöngur um Evrópu, en þúsundir farþega voru strandaglópar vegna þess. Það eru ekki bara óþægindi og vonbrigði sem fylgja því að komast ekki milli landa heldur getur líka fylgt því mikill kostnaður. Um pakkaferðir (t.d. flug og bíl eða flug og gistingu) gilda ákveðin lög en um réttindi flugfarþega gildir sérstök Evrópureglugerð. Þar kemur m.a. fram að sé flugi aflýst eiga farþegar rétt á að breyta flugleið eða fá endurgreitt. Jafnframt þurfa flugfélög að bjóða farþegum upp á ýmiss konar aðstoð, t.a.m. gistingu, ef flug tefst yfir nótt. Ítarlegar upplýsingar um réttindi flugfarþega má finna á heimasíðu Neytendasamtakanna, www.ns.is, undir ferðalög, og á www. ena.is, en þar má einnig finna fréttatilkynningar og minnisblöð sem Evrópubandalagið hefur gefið út um sama efni. Jafnframt er félagsmönnum ráðlagt að hafa samband við leiðbeininga­ og kvörtunarþjónustuna séu þeir í vafa um rétt sinn. Ryk skemmir tölvur! Hvað ber að varast? Leiðbeininga­ og kvörtunarþjónustan fær mörg erindi vegna bilana í tölvum sem eru komnar til vegna ryksöfnunar. Fartölvueigendur ættu því að hafa eftirfarandi í huga: Mikilvægt er að hafa hreinlegt í kringum tölvuna því ryk og önnur óhreinindi geta stíflað viftur og þannig komið í veg fyrir að tölvan kæli sig eðlilega. Einnig eru dæmi um að ryk hafi valdið skammhlaupi. Margir nota fartölvuna sína uppi í rúmi og leggja hana jafnvel ofan á sængina. Slíkt eykur líkur á rykmyndun auk þess sem tölvan getur ofhitnað. Það sama getur gerst þegar fólk situr með tölvuna í fanginu. Mikilvægt er því að hafa fartölvuna á hentugum stað þar sem loftar vel um hana og ekki er mikið ryk í loftinu, og gæta jafnframt að því að undirlagið sé gott. 10-11 11-11 Kjarval Actavis Apótekarinn Apótekið Atlantsolía Bananar Borgun Bónus Brimborg Byko Eimskip elisabet.is Frumherji Hagkaup Heilsuhúsið Hekla Húsasmiðjan Iceland Express Icelandair IKEA Ísfugl Íslandsbanki Íslandspóstur Ístak Kaskó Kjarval Krónan Landsbankinn Lyf og heilsa Lyfja Matfugl N1 Nettó Nova Nóatún Orkuveita Reykjavíkur Penninn Rúmfatalagerinn Samkaup-Strax Samkaup-Úrval Samskip Securitas Síminn Skeljungur Sláturfélag Suðurlands Tryggingamiðstöðin Valitor Vátryggingafélag Íslands Vífilfell Vínbúð Vörður tryggingar hf. Öryggismiðstöðin Neytendastarf er í allra þágu 6 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.