Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 9

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 9
 Um vald húsfreyja á Íslandi á fyrri tíð Ólafía Einarsdóttir Meðal fornleifa á Norðurlöndum, einnig frá því löngu fyrir tíma víkinga, er algengt að finna grafir kvenna þar sem konurnar höfðu verið lagðar til hinstu hvílu með lykla sér við belti. Lyklarnir, sem fylgdu með í gröfina, bera þess vitni að þar höfðu valdskonur verið grafnar. __________ 9 Lizzie Carlsson, sem er meðal braut- ryðjenda í kvennarannsóknum á Norð- urlöndum, hefur ritað áhugaverða grein um tákngildi lykla í réttarlegu tilliti á fyrri tíð og hversu lyklar veittu hand- hafa þeirra umsýsluvald með margvís- legum hætti. Hún rekur ítarlega hvernig lyklar luku ekki aðeins upp borgar- hliðum, húsum og hirslum, heldur voru þeir einnig, séð í ljósi kvennasagnfræði, mikilvægt tákn um félagsstöðu kvenna, og sér í lagi í sambúð við karla. Ábyrgð á lyklavöldum fylgdi virðing og nær óbrotleg réttarstaða, sem var skýr sam- kvæmt lögum. Carlsson rekur réttilega að konan, sem lyklanna gætti, hafði um- sýsluvald með höndum í samfélagi, sem var án banka eða nokkurs annars utan heimilis sem læsa mátti. Þetta vekur upp ýmsar spurningar svo sem hver yrði staða lyklakonu fortíðar, ef henni skyti upp í valda- og virðingarstiga nútíma samfélags. Í flestum samskiptum manna kemur vald við sögu á einn eða annan veg, en birtist með mismunandi hætti eftir menningarsamfélögum. Valdahlutföll í iðnaðarsamfélögum eru hvorki gildur mælikvarði á sveitasamfélög miðalda né á nútímasamfélög í Austur-Asíu. Vesturlandamenn, sem fást við rann- sóknir á samfélagsgerð Japana, þekkja þennan vanda og stynja gjarnan undan því að japanskt samfélag sé „andlits- laust“, metið á stiku Vesturlanda. Sama gildir, ef menn vilja nota nútíma mælistiku á horfna tíð, t.d. í kvenna- sögulegu tilliti, og freistast til að tala um „hina ósýnilegu konu“. Hér við bætist að á síðari öldum hefur verið vaxandi tilhneiging að skipta samfélagi manna í opinbert svið og einkasvið. Á Norðurlöndum var slík skipting óþekkt á fyrri tíð, jafnvel innan réttarkerfisins. Þessi flokkun hefur leitt til stigsmunar þannig að opinbera sviðið er sett hærra á stall en einkasviðið. Slík grundvallarbreyting á valdahlutföllum leiddi til þess að heimilið og hinir heimavinnandi hlutu að verða settir skör lægra í samfélaginu. Gerður hefur verið greinarmunur á opinberum efnahag og efnahag heimilanna, og hefur hallað undan því valdsviði þar sem konur voru áður virkastar. Það er fyrst, þegar gæslu barna og aðhlynningu sjúkra er ekki lengur sinnt á heimilum, að þau verkefni færast til opinbera sviðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.