Tíminn - 20.04.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.04.1918, Blaðsíða 4
86 T í M I N N Gætu sveitabæirnir ísigftsku haft rafurmagn til ljósa og hita og ís- hús til að geyma í matvæli, þá væru »hvítu kolin« notuð. Og þetta er hægt. Og þá gæti orðið hér »paradís« norður við heim- skaut. Jón H. Porbergsson. Hvað á að eta? IY. Meðal manns fæði. Það er talið í útlöndum að með- almanns fæði samsvari 3000—3200 hitaeiningum á dag, en að jafn þungur maður sem hvílist þurfi það fæði er samsvarar 2200 hita- einingum, eða minna. Þetta er meðaltal af mörgum athugunum. Næringarþaríir manna metasl líka á annan veg. Sú aðferðin er öllu réttari. Þá er gert ráð fyrir eftir rejmslu, að sá maður, sem livílist þurti 30—34 hitaeiningar fyrir hvert kg. líkamsþunga síns; með léttri vinnu 34—40, með með- al vinnu 40—45 og með slrangri vinnu frá 45—60 hitaeiningar fyr- ir hvert kg. líkamsþunga. Af þessu má sjá, að stórir menn og mjög duglegir þurfa meira fæði en liðleskjur. En menn eru mis matfrekir og fer slíkt eigi altaf eftir þyngd manna eða vinnu. Það eru til menn sem eru tveggja- manna makar í áli, en þó mjög liðléttir til vinnu. Að eta mikið er oft ávani. Oft eru líka þeir menn magrir sem eta mikið. Þeir melta illa. Það er þeirra náttúru- far. Sumir eru feitir þótt matgrann- ir séu. Það er einnig þeirra uátt- úrufar, já meira að segja arfgengt líkamseðli. Vafalaust hefir heilsu- far manna og geðslag áhrif á mat- arþörfina, eins og líka mismunandi Hví geta þeir ekkert lært? Hví geta þeir aldrei mætt sannleikan- nm á miðri leið og beðið hann vera velkominn með útbreiddan faðminn? Það er eigi svo, að á sama standi um kirkjuna, að óhætt sé að lofa henni að dragast aftur úr og hafa hana að engu. Það er það, sem margir óvinir hennar æskja sér og telja líklegt að verða muni, eftir því sem mannkyninu fer fram. En það skiftir miklu máli um kirkju Krists. Það er ekki ótyrirsynju, að hún kvíslast um allar borgir og þorp og að greinar hennar liggja um kristnina alla. Hvað er eg, að eg skuli dirfast að ávarpa kirkjuna! Eg ætlast ekki til, að þetta séu neinar ávítur, heldur að eins áskorun; og jafn- vel þó svo sé, á eg enga heimting á því, að á mig sé hlustað. Ef eg væri að hugsa um sjálfan mig, myndi eg leggja höndina á munn- inn og þegja. En enginn af oss á að dveljast hér nema stutta stund og sérhver af oss verður að bera ábyrgð á þvi, ef tilfinning eigin óverðugleika kemur honum til að svíkja sannleikann. Haraldur Nielsson þýddi. matargleði. — Það eru til svo mat- elskir og matglaðir menn, að þeirra hugsanalíf kemst eigi út fyrir mat- inn, lífssæla þeirra er öll fólgin í matnum. »AskIokið er þeirra him- inn«. Þær þjóðir sem búa í köldum og hrakviðrasömum löndum, t. d. á íslandi, þurfa meira fæði en hér er talið. Vafalaust má gera ráð fyrir því dagfæði til jafnaðar fyrir meðal karlmann, sem svarar 3500 hitaeiningum. Eg þykisl hafa reynslu í þessu um mörg undanfarin ár. Aðrir segja frá sinni rejmslu; það þarf að gera. Margt getur komið fleira til greina þegar um matarþörf manna er að ræða t. d. árstíðir, húsin, fötin o. fl. sem hér yrði of langt að ræða um. Börnin þurfa ávalt hlutfallslega meira fæði en full- orðnir miðað við líkamsþunga. Þau eru að vaxa, og barnið hefir hlutfallslega meira líkamsyfirborð, fyrir hverja rúmeiningu líkamans, en fullorðinn maður. Það tapar því meiri hita daglega fyrir hverja rúmeining líkama síns, en hinn fullorðni. Það er fast náttúrulögmál að allir hlutir dauðir og lifandi, tapa hita með útgeislun og hita- leiðslu, í hlutfalli við efnisgnægð og yfirborðsflöt sinn, þetta þarf að bæta upp með fæðu. — Að meðaltali tapa fuliorðnir menn um 1600 liitaeiningum daglega með hitaleiðslu og hilageislun. En svo ejTðist hiti til þess að breyta lík- amsrakanum í gufu og verma svo fæðuna, að hún verði jöfn líkams- hitanum. Allir kannast við hve úligangspeningur megrast fljótt i hrakviðrum. Orsökin er mikið hitalát. Það er heimska að halda það, að þess stærri og sterkari verði börnin, sem þau eta meira. Barnið fær aldrei meira en sinn áskapaða, arfgenga Jíkams þroska, hversu mikið sem það etur. En alt óhóf veiklar líkamann fyr eða síðar. En hitt er líka víst, að fái börnin eigi nóg að borða eða það sem líkaminn þarfnast, þá dregur það úr meðfæddu eðli þeirra, eða ásköp- uðum líkamsþroska til stærðar og krafta. — Gamlir menn sögðu: »á misjöfnu dafna börnin bezt. — Ætla má að 2 ára börn þurfi dag- legt fæði sem svarar 600 hitaein- ingum, 4—5 ára 1200—1400, 8—10 ára 2000—2200 og 12—14 ára alt að 2400—3000 hitaeiningar, eða líkt og meðal kvennmenn þurfa. Y. Innlenáur matai'forði. Það halda sumir að lítil hætta sé á því, að of lítill matur verði til í landinu, þótt matvöruflutn- ingar frá öðrum löndum stöðvist í styrjöld þessari. Þeir vænta þess, að ef engin inatvæli séu flutt út úr landinu, geti engin hungursneyð orðið hér. Það má nú rejma að giska á hvað hæft er í þessu. Að vísu er ómögulegt að segja með nákvæmni hve mikill matur getur verið til í landinu. Þær tölur, sem eg styðst við, geta breyst nokkuð. Þær eru þó góð bending í þessa átt. Og aldrei munar það svo milclu af eða á, að þær þó eigi sýni ljóslega hvert stefnir. Eg geri alla landsmenn 90 þús. og með tilliti til kyns og aldurs ættu þeir allir að þurfa yfir árið fæðu, sem svarar frá 96,000,000,000 til 98,000,000,000 hitaeiningar. Úr 18,000 mjólkandi kúm fást um 36,000,000 kg af mjólk (meðal kýrnj't 2000 kg). Gerir þá öll mjólkin 23,400,000,000 hitaeiningar. Ef slátrað er 15,000 kálfum og hver kálfur er til jafnaðar 12 kg (180,000 kg) samsvarar það 216 milj. hitaein. — Eg geri ráð fyrir 340,000 ám með lömbum, og 300 þús. lömbum sé slátrað. Ef hvert er til jafnaðar 12 kg, þá samsvar- ar það hér um bil 6,480,000,000 hitaein. — Sumslaðar er fært frá og eru bá lömbin lítið eitt rýrari, en þetta mun þó jafnast vel upp, því dilkar eru það vænni víðast. Feitina úr lömbunum geri eg 450 þús. kg (F/s kg til jafnaðar). Þetta samsvarar 3,600,000,000 liita- ein. — Ætla má að árlega komi til skurðar 75,000 ær, sauðir og hrútar. Til jafnaðar geri eg kjöt af hverri kind 22 kg eða til sam- ans 1,650,000 kg. Þetta samsvarar 1,200,000,000 hitaein. Feitin úr þessu fé telst mér að verði um 500,000 kg og hún samsvarar 4,- 000,000,000 hitaein. — Slátur úr 300,000 lömbum, að blóði frátöldu, jafngildir minst 600,000 kg kjöts. Slátur úr geldum ám og sauðum 225,000 kg, úr mylkum ám 100 þús. kg eða alt jafngildi 925,000 kg af kjöti. Þetta samsvarar 1,655 milj. hitaein. Geri svo ráð fyrir, að slátra megi 1000 nautum. Hvert er að jafnaði 150 kg. Alt kjötið af þeim verður þá 150,000 kg og samsvarar 300,000,000 hitaein. — Árlega má slátra 1000 kúm; hvern kropp þeirra til jafnaðar geri eg 135 kg eða samtals 135,000 kg. Það sam- svarar 202,500,000 hitaein. — Slát- ur úr kúnum og nautunum met eg jafnt og 25,000 kg af kjöti. Það samsvarar 45,000,000 hitaein. — Feitin úr stórgripunum til jafnaðar 20 kg úr nauti og 12 kg úr kú, gerir 32,000 kg, og samsvarar 256 milj. hitaein. Slátra má sjálfsagt 5000 hrossum. Kjöt af hverju til jafnaðar 145 kg eða alls 875,000 kg. Þetta sam- svarar 1,312,500,000 hitaeiningum. — Feitin úr öllum hrossunum verður líklega samtals 75,000 kg (15 kg úr hverju). Það samsvarar 600,000,000 hitaein. Til jafnaðar má telja 30,000 tn. af kartöflum árl. eða 3,000,000 kg. Það samsvarar 2,700,000,000 liita- ein. — Af rófum fæst til jafnaðnr árl. 16,000 tn. eða 1,600,000 kg. Það samsvarar 480,000,000 hita- eininga. Ef jafnmargir róðrarbátar ganga til fiskjar eins og 1913 og fiska viðlíka, tæpl. í meðallagi, þá er fiskurinn allur 10,300,000 kg. af flöttum, ósöltuðum fiski, mest þorski og ýsu. Geri eg að hvert kg. sam- svari,.800 hitaein. — Allur fiskur- inn samsvara þá 8,240,000,000 hitaein. Af laxi fæst árl. til jafnaðar um 24,000 kg. Þelta samsvarar 38, 400,000 hitaein. — Til jafnaðar veiðist árlega um 300,000 silungar, meðalþungi um */» kg. Þelta sam- svar 225,000,000 hitaein. Af hrogn- kelsum veiðist að meðaltali um 125,000 stjTkki. — Giska eg á, að þetta samsvari 180,000,000 hitaein. Af lunda og kofu má telja að fáist árlega að meðaltali 220,000 stykki og þyngd þeirra til samans sé 55,000 kg. Það ætti að sam- svara hérumbil 110,000,000 hita- ein. — Af svartfugli, fýlungum veiðist árlega, að meðaltali um 140,000 stykki. Þunga þeirra til jafnaðar geri eg um 60,000 kg. Það samsvarar 72,000 hitaein. — Þetta er hið helsta matarkj’ns sem eg kann að telja. Af selum, stórum og smáum fást um 6500 st. að meðaltali. Eg get ekki vit- að um þunga þeirra eða næring- argildi. Spikið er eigi étið, og eigi alt selkjötið. Þessum tölum safna eg svo i eina heild í þúsundum: Mjólk. . . . 36,000 kg. 23.400,000 hitae. Kálfskjöt . 180 — 216,000 — Dilkakjöt. . 3,600 — 6,480,000 — Feili . . . . 1,057 — 8,456,000 — Sauðakjöt . 2,400 — 4,500,000 — Nautakjöt 285 — 502,500 — Hrossakjöt . 875 — 1,312,500 — Sláiur . . . 950 — 1,710,000 — Fiskur . . . 10,300 — 8,240,000 — Lax . . . 24 — 38,400 — Silungur . 150 — 225,000 — Hrognkelsi . (125 st.) 180,000 — Lundi . . . 55 kg. 110,000 — Svartfugl . 60 — 72,000 — Kartöflur . . 3,000 — 2,700,000 — Rófur . . . 1,600 — 480,000 — Samtals: 58,622,400 hitae. Ef frá þessari upphæð er dreg- in 97,640,000,000 hitaein., sem ætla má að landsmenn þurfi yfir árið, þá vantar 39,017,600,000 liita- ein, eða meira en Va afþörfunum. Og vel má vera, að tölur mínar séu eigi vel nákvæmar. En hér er um háar tölur að ræða. Og aldrei getur ónákvæmnin, af eða á, numið meira en í mesta lagi 2,000,000,000 hitaeiningum. Og hvort heldur sem þessari tölu er bætt við hina eða dregin frá henni, þá er þó munurinn gejTsi hár, — t. d. minst 39 miljörðum hitaeininga. En setjum nú svo, að næsta' ár fengist jafnmikill fiskur úr sjó, og allur étinn í landinu, eins og afl- aðist á togurum, mótorbátum og seglskipum 1915, í viðbót við all- an hátafiskinn, áðurtalda. Hann var talinn 43,000,000 kg. Ef hvert kg. af þeim fiski lil jafnaðar sam- svarar 700 hitaeiningum, þá jafn- gildir allur fiskurinn 30,100,000,000 hitaeiningum. — Enn vantar þó mat, er samsvari 8,917,600,000 hitaeininingum. — Hvernig lýst mönnum á? Það er eigi Iítið skarð fyrir skildi, ef landið er svift við líka matvöru- og sykurforða frá öðr- um, eins og flultist til landsins 1913. Af allri matvöru var það 13,694,200 kg. Sá forði mun sam- svara 43,820,450,000 hitaeiningura.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.