Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
«0 minsta kosii 80
blöð á ári, kostar 5
krónur  árgangurinn.
AFGREIDSLá
i Reykjavík Laugaveg
18, simi 286, át am
land i Laufáti simi 91.
III. ár.
Reykjavík, 12. febrúar 1919.
10. blað.
^jrilst sliipuLlag.
Einstök áberandi dæmi verða
til þess, að opna augu manna.fyrir
því i hvaða andrúmslofti og undir
hvaða kringumstæðum þeir lifa.
Menn fara að leita að orsökinni
og finna, að húh liggur miklu dýpra,
en þeir gerðu sér hugmynd um,
sökin er ef til vill ekki nema að
litlu leyti hjá þeim, sem brotlegur
varð, heldur sök heildarinnar, af-
leiðing þess skipulags, sem heildin
hefir í heiðri, eða heldur a. m. k.
"PPÍ-      *
Nýlega hefir eitt slíkt dæmi borið
við í New-York, hefir vakið geysi-
mikið umtal ög orðið áhyggjuefni
margra beztu manna í Bandaríkj-
unum.
Saga málsins er í fæstum orð-
um á þessa leið:
Smá-kaupmaður einn, ' Harry
Regensburg að nafni, býr með
konu sinni og ungum syni, í ein-
um borgarhluta i New-York. Kvöld
eitt kemur bróðir hans í heimsókn
og verður næturlangt. Um nóttina
er brotist inn í húsið. Innbrots-
þjófarnir eru tveir ungir sveinar,
Páll Chapman 16 ára og Hugie
Davis, 18 ára. Lögreglan kemur á
vettvang. Þegar leikurinn er úti
liggja þrír 'menn dánir í valnum,
eldri pilturinn og báðir bræðurnir,
og ekkjan er særð fjórum skamm-
byssuskotum. Eftir langa og hættu-
lega legu nær hún heilsu.
Páll Chapman játar, að hann
hafi ætlað að gera innbrot. Or-
sökin til þess hafi verið sú, að
hann eigi veika mpður, hafi ekki
getað séð henni farborða, ekki
viljað koma heim peningalaus, en
sér hafi verið lofað að hahn skyldi
fá 25 dollara fyrir að taka þátt í
innbrotinu. Hann neitar því, að
hann hafi skotið nokkru skoti.
Lögreglan hefir þó sannað það
UPP á hann. Þrem skotum hefir
verið skotið úr byssu þeirri, sem
hann hélt á og fimm úr byssu
félaga hans, 0g má sannanlega
þekkja þau skot í sundur í lík*
ömum hinna myrtu manna og
særðu konu.
Lögregian hefir enn fremur sann-
að, að Páll bar á sér mörg vara-
skot auk þess, sem hann hafði
full-hlaðna átta skota skammbyssu.
Að þeir fjelagar höfðu með sér
»klóróform« og gerðu tilraun til
að nota það. Að þeir höfðu hin
fullkomnustu verkfæri til innbrots-
ins, og auk þess togleðursglófa á
höndunum til þess, að fingraför
þeirra sæist ekki. Að þeir höfðu
undirbúið  innbrotið  nákvæmlega,
og farið að að öllu leyti eins og þaul-
æfðir og harðsnúnir glæpamenn.
— Og þetta eru tveir piltungar,
16 og 18 ára gamlir, og sá þeirra
sem lifir kveðst hafa ætlað að
vinna fyrir 25 dollurnm handa
móður sinni. —
Það er alveg tvímælalaust að
Páll Chapman er sekur um glæp
hihnar verstu tegundar. Hann var
dæmdur til dauða. Dómarinn segir
meðal annars í forsendum dóms-
ins: »Mannfélaginu er jafnmikil
hætta að slíkum manni, hvort sem
hann er sextán ára eða þrítugur.
FuII refsing verður fyrir að koma
til þess að berja niður glæpina«.
Fjöldi einstakra manna og fé-
laga hafa risið upp og barist fyrir
því að Páll yrði látinn laus. Segja
að sextán ára gamall piltur geti
ekki borið fulla ábyrgð slíkra
verka, hann hafi ekki getað haft
fulla hugmynd um það sem hann
hefir drýgt. Segja að hann sé písl-
arvottur þeirrar þjóðfélagsskipunar
sem hann hefir alist upp í, þar eð
móðir hans varð snemma ekkja,
varð því að vinna baki brotnu til
þess að geta lifað og gat þess
vegna ekki litið eftir uppeldi hans.
Þegar hún svo veiktist og hann
verður að taka við og sjá henni
farborða fer á þessa leið.
Aldurstakmarkið sem kveður á
um hvenær unglingar bera fulla
ábyrgð gerða sinna (16 ára) er of
lágt, segja þessir menn. En — það
er sannanlegt að af hverjum 100
meiriháttar glæpum, eru 66 framd-
ir af piltum á aldrinum frá 16—
21 árs. Að beita vægð vegna ald-
ursins hefði því óhjákvæmilega
þær afleiðingar að glæpum fjölgaði
að mun, enda yrði þá að láta ó-
hengt fyrir tiltölulega mjög marga
glæpi. —
Það er eðlilegt að mönnum verði
slíkt mál að áhyggjuefni. Dæmið
er ekki nema eitt af mörgum um
glæpi framda af börnum í stór-
borgunum.
Rnmgóða þjéíkirkjan.
Kaflar úr prédikun.
Sameiginleg undirrót alls á-
trúnaðar er það, að gert er
ráð fyrír tilveru æðra valds eða
valda, og eftir því hvernig tilhugs-
unin eða afstaðan er til þessa æðra
valds, fær átrúnaðurinn svip og
einkenni. Það verður aðalega með
tvennu móti:
Einfaldast er að segja að ann-
arsvegar er verið að forðast guð,
óttinn er það sem mest ber á.
Hinsvegar er verið að leita sam-
félags við guð, af því að með hon-
um sé gott að vera, hann^sé kær-
leiksríkur,
Annarsvegar verður það þá verk-
efni dýrkandans að sefa reiðina, að
bliðka guð og hann gerir það með
fórnum, e,ða ýmislegri ytri breytni,
t. d. með viðurkennig trúarlærdóma.
Hinsvegar er verið að sækja þrótt
til guðs, fyrir samfélagið við hann,
til þess að lifa siðferðilegu lífi i
samræmi við vilja hans, til þess
að nálgast hann meir og ná smátt
og smátt meiri andlegri fullkomn-
un fyrir samfélagið við hann.
Hin fyrri tegund átrúnaðar er
ávalt kyrstaða eða afturför og
henni er venjulega samfara þröng-
sýni og ofstæki.
Hinni seinni er ávalt samfara líf
og framför.
Á bak við langflestar hlnar
skæðustu trúardeilur og andlegar
byltingar liggja þessar tvær ólíku
skoðanir á því hvernig eigi að
þjóna guði.
Má nefna frægustu andstæð-
urnar:
Spámenn Gyðinga annarsvegar
og helgivaldið þáverandi hinsvegar,
Jesús Kristur annarsvegar og
hin þá verandi drotnandi helgi-
valdsstefna hinsvegar,
siðaskiftamennirnir annarsvegar
og katólska kirkja hinsvegar.
í biblíunni má sjá þessar stefnur
hverja við hliðina á annari. Spá-
manninn getum við kallað fulltrúa
hinnar andlegu, siðferðilegu stefnu,
en prestinn fulltrúa helgivalds-
stefnunnar.
í 58. kap. Jesajaritsins talar
spámaðurinn. Hann ræðst á helgi-
siðina sem hann telur fánýta og
til ills eins. Jahve talar fyrir munn
hans á þessa leið:
»Nei sú fasta sem mér líkar er aö
leysa fjötra rangsleitninnar, láta
rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina
hrjáöu . . . að þú miðlir hinum
hungruðu af brauði pínu, hýsir bág-
stadda hælislausa menn — ef pú
sér klæðlausan mann að pú pá
klæðir hann o. s. frv.«.
Presturinn las. Honum þótti
ekki nóg sagt. Honum þótti þetta
alt of mikið frjálslyndi. Þess vegna
bætti hann við þvi sem nú er
niðurlag kaflans:
»Ef pú varast að vanhelga hvild-
ardaginn . . . þá munt þú gleðjast
yíir Jahve . . . og þá mun eg láta
þig njóta arfleifðar Jakobs föður
þíns«.
í 51. sálmi Daviðs rekast stefn-
urnar enn átakanlegar á.
Spámaðurinn talar á þessa leið:
»Drottinn opna varir mínar, svo
að  munnur minn kunngeri lof þi tt.
Pví að þú hefir ekki þóknun á slát-
urfórnum — annars myndi eg láta
þær í té og að brennifórnum, er þér
ekkeri yndi. Guði þekkar fórnir eru
sundurmarinn andi. Sundurmarið og
sundurkramið hjarta munt þú, 6
guð, eigi fyrirlíta«.
Presturinn las og hann gat ekki
látið þetta standa svona. Hann
bætti við, niðurlagi sálmsins, eins
og það er nú:
»Ger vel við Zion sakir náðar
þinnar, reis múra Jerúsalem. I»á
munt þú hafa þóknun á réttum
fórnum, á brennifórn og alfórn, þá
munu nienn bera fram uxa á altari
þitt«.
Þetta eru átakanlegar mótsetn-
ingar og hver mundi þjóna guði á
fullkomnari hátt, sá sem leitar sam-
félags við hann með sundurkrömdu
hjarta, eða hinn, sem slátrar ux-
anum við altarið til þess að
blíðka guð.
Það er alkunnugt hversu helgi-
valdsstefnan var orðin einráð með
Gyðingaþjóðinni um það leyti sem
Jesús Kristur kom fram. Að gæta
þess að fasta vissar föstur á viss-
um tímum, að halda hvíldardag-
inn með lögskipaðri nákvæmni,
að biðja á vissum tímum ákveðn-
ar bænir, að gjalda tíund til must-
erisins með smámunalegri ná-
kvæmni o. s. frv. — þetla var
mönnunum lil réttlætis reiknað,
en ekki hitt, sem spámaðurinn
hafði krafist: »að gera rétt, ástunda
kærleika og framganga i lítillæti
fyrir guði«.                .
Þeir sem ekki lifðu eftir þessum
fyrirmælum voru tortrygðir af »hin-
um rétttrúuðu«, eins og þeir hafa
ávalt verið tortrygðir af »hinum
rétttrúuðu«, sem ekki lifa og hugsa
eftir fyrirskipaðri reglu.
Rétt áður en Jesús Kristur kem-
ur opinberlega fram, kemur
Jóhannes skírari hreyfingu á þetta
stöðuvatn andlegrar kyrstöðu og
afbakra trúarhugmynda. Hann var
eins og endurborinn einhver hinna
gömlu spámanna. Hann var mein-
lætamaður og boðskapur hans átti
rót sina að rekja til hinna gömlu
spámanna.
Hann dró dár að þeirri hug-
mynd að Gyðingar væru »börn
Abrahams« fyrir það eitt að þeir
væru Gyðingar og uppfyltu helgi-
siðalögmálið. »Guð getur vakið
Abraham börn af steinum þess-
umií sagði hann.
Þegar menn komu og spurðu
hann: Hvað eigum við að gera?
— þá talaði hann hvorki um
musterisþjónustu, föstur né hvíldar-
dagshald. Heldur: sá sem á tvo
kirtla gefi þeim annan sem engan
á, sá sem hefir matföng geri eins.
Þið   sem   eruð  tollheimtumenn,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40