Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, föstudaginn 23. september 1960. HHiHriMlilHlM Skrokkarnir eru iagðir á færiband eftir að kindin hefur hiotlð ginn dauðdaga. Á þvi þokast þeir til fláningsmannanna. Hið endurbyggða sláturhús á Kópaskeri er eitt hið fullkomnasta á landinu Rætt við Þórhall Björnsson kaupfélagsstjóra og Sig- urð Björnsson yfirkjötmatsmann Sauðf járslátrun hófst á Kópaskeri fimmtudaginn 15. þ. m. í nýendurbyggðu slátur- húsi Kaupfélags Norður-Þing- eyinga. Fréttamaður blaðsins kom þar á laugardaginn og hafði þá tal af Þórhalli Björns- syni, kaupfélagsstjóra, og Sig- urði Björnssyni, yfirkjötmats- manni á Norð-Austurlandi, um hið nýja sláturhús Við byrjum á því að spjalla um fyrri iðstæður til slátrun- ar á Kópaskeri og biðjum kaupfélagsstjórann að segja sögu þessara framkvæmda: — Við byggðum þetta sláturhús, sem nú hefur verið byggt við, árið 1949 og tókum það í notkun þá um haustið og höfum við slátrað í því síðan þar til við hófum endurbygg- ingu vorið 1959 og lukum þeirri byggingu að mestu leyti á s. 1. sumri og slátrum nú í fyrsta sinn í þessu endurbyggða húsi. — Hvað var gamla sláturhúsið stórt? — Gamla slátur- og frystihúsið var á tveimur hæðum og bygging- in 40x16 metrar að flatarmáli. Frystihúsið sem var einnig á tveim ur hæðum, var rúmur helmingur af flatarmáli alls hússins. :— Hefur nokkuð verið aukið við það? — Það hefur að nokkru leyti verið aukið bæði með því að koma upp húsrými til innýflaverkunar og innýflafrystingar við mjög full- komna aðstöðu og einnig með því að leggja niður svokallaðan for- kæli, sem áður var notaður í frysti- húsum en við það vannst pláss í eldra húsinu og þar fengúm við töluvert stóra geymslu. — Hvað er viðbyggingln stór? — Viðbyggingin er á tveimur' hæðum eins og eldra húsið og er 24x16 metrar, svo að alls er húsið nú 64x16 metrar en árið 1954 byggð um við gæruhús austurúr aðalbygg ingunni, sem er 20x12 metrar, og í ár lengdum við þá byggingu um 4 metra og byggðum svo heila hæð þar ofan á. — Þið voruð í hraki með pláss áður en þið bættuð við? — Já, það var nú svo. Kröfur til vinnubragða og meðferðar á kjöti höfðu vaxið svo, þegar við tókum gamla húsið í notkun haust- ið 1949, að við fen-gum ekki löggild ingu á húsið vegna þess að við höfðum ekki pláss til að afþilja vinnusalinn frá kjötupphenginu. Síðan og þar til í haust höfum við slátrað í húsinu með undanþágu og án þess að fá löggildingu á það. — Það stendur líklega ekki á löggildingu núna? — Það vonast maður til að ekki verði því við höfðum nú þessa slæmu reynslu af hinni bygging- unni og fengum nú Pál Pálsson, yfirdýralækni, en hann er sá mað- ur, sem mótar þær kröfur sem gerðar eru til nýtízku sláturhúsa, til þess að koma hér um það leyti sem teikningar að þessari viðbygg- ingu stóðu fyrir dyrum; hann kom hér með Gunnari Þorsteinssyni frá Teiknistofu Sambandsins, sem ann- áðist teikningu hússins, til þess að athuga hér skifjulag og vinnubrögð, og við gerðum náttúrlega þá kröfu til hans, að hann kæmi þá með fyllstu kröfur, sem gerðar væru um búnað sláturhúsa, svo að við þyrftum ekki aftur að brenna okk ur á því að fá ekki löggildingu á húsið nýendurbyggt. — Hvað hann gerði? — Hvað hann gerði, já. — Þetta mun þá vera eitt full- komnasta sláturhús á landinu, eða hvað segir þú, Sigurður? — Ég veit ekki um neitt hús betur búið eða fullkomnara en þetta er nú. Hér hefur verið byggt á fyrri reynslu og því nýjasta og bezta, sem til er í þessum efnum. — Veizt þú um önnur sláturhús með jafn fullkomnum búnaði? — Ég hef nú ekki skoðað nema sum sláturhús á landinu en það er ekkert á Norð-Austurlandi, sem þolir samjöfnuð við þetta eins og það er nú orðið. Sláturhús á ýms- um stöðum eins og á Sauðárkróki og hjá Kaupfélagi Eyfirðinga eru mjög vel gerð á marga lund, en það er ýmislegt hér, sérstaklega gagnvart frágangi og meðferð á innmat, sem er ekki þar mér vitan- lega. — Hvað er það helzt? — Það er til dæmis um kæling- una. Hún er miklu betur skipulögð og frá henni gengið heldur en annars staðar. Það er kælt í alúm- íníumpönnum, sem -hvíla í grind- verkum. Síðan er -þetta flutt á rúll- um alveg inn í frystingu, svoleiðis að -þa® þarf ekkert a-ð handfjatla þetta svo hægt sé að nefna. Þetta er í rauninni alger nýjung og afar hagkvæm hvað vinnubrögð snertir. Auk þes-s ex þetta miklu betri með- ferð á vörunni sjálfri. Má þar til dæmis nefna að hausar sem jafnan eru dálítið blóðu-gir vilja blóðgast enn meira, ef þeim er velt til. Þetta er nú úr sögunni. Hausunum er aldrei velt og þeir blóðga-st ekki hver af öðrum eins og fyrr. — Ég sé að skrokkamir eru la-gðir á færiband eftir að kindin hefur hlotið sinn dauðdaga. Er það líka nýtt af ná-linni, Þórhallur? — Það er alveg nýtt hér. Ég vei-t ekiki til að svo sé annars stað- ar. Þó -kann það nú að vera. Ég er elcki svo kunnugur því. En við fengum Björgvin Ólafsson verk- fræðing, s-em vinnur á Teiknistofu Sambandsins til að gera teik-ning- ar af rafknúnu færibandi til þess- ara nota. Þetta er borð með a-lúm- íníumrennu tvískiptri og gúmmí- bandi, s-em færir skrokkana að flániingsmönnunum. — Þið hafið tekið upp hrin-g- fláningu? — Já, hún er ný hjó okkur þessi aðferð eða hringflánin-g, sem við höfum tekið upp nú í haust. Við fengum hrin-ginn í miðri slát-urtíð í fyrrahaust og reyndum hann síð- ustu daga slá-trunarmnar. Þetta er að norskri fyririmynd, sem slátur- félagið tók upp fyrir tveimur haustum og hefur verið reynd í þrennum sláturhúsum. Aðferðin verður tvímæla-laust til mikil-la bóta. — Hvernig gefst ykkur þessi að- ferð nú til að byrja með? — Það er nú eins og gengur, þegar um nýjungar er að ræða. Menn fella sig misjafnlega við þær, en þó ber öllum saman um að verkunin sé tvímælalaust betri. Kjötið er hreinna eftir fláningu, þarf miklu minni þvott og lítur bet ur út. En við erum ekki enin bún- ir að ná s-ömu afköstum með þessu la-gi og eins og við höfðum áður, ern vonumst -til að það breytist, þegar m-ennirnir eru búnir að venjast þessu. — Sigurður, ert þú á sama máli um bætta verkun með þessari að- ferð? — Ég hef fulla von um að hún verði betri. Beynslan af þessari aðferð er stutt og ég hef ekki séð árangurinn nema að frekar litlu 1-eyti, því að ég fer víða um og stanza stutt. En maður h-eldur að þetta verði til mikilla bóta upp á a-llt -hreinlæti, sem er nú hvað stærsta atriðið í sambandi við verk un á sláturafurðum. — Hvað fleira af athygllsverð- um nýjungum, Þórhallur? — Fleira mætti nefna eins og drykkjarútbúnað í fjárrétt, sem hefur verið tekinn upp -hér og i sláiturhúsi Kaupfélags Eyfirðiinga. tim fleiri staði veit ég ekki. Þetta ih-efur miikla þýðin-gu en kostar lít- ið. Þá hefur fjárréttin utan við -sláturhúsið verið gólfl&gð með tim-bri til að löm-bin -óhreinkist þar ekki í votviðrum. Nú, ef við fylgjum kjötinu áfram af fláningshringnum, þá ganga skrokkarmir þaðan upp í gálgann, sem er yfir enda -hringsins, en þax tekur við gál-gafláning. Síðan held- ur skrokkurinn áfram á rennibraut að aðskilnaðarboi'ði, þar sem teskið er iinnan úr. Það er alúmíníumborð á efri hæð -hússins en frá því liggja rennur í aðskilda vinnusali á neðri -hæð sem taka við innýflunum til frekari verkunar. Vambir og gam- ir eru lagðar á pönnur og siðan Björn Þórarinsson, kjöfmatsmaður, athugar skrokkana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.