Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 15
TÍMINN, föstudaginn 23. september 1960. 15 Þjóðleikhúsið Ást og stjómmál Sýning laugardag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Sími 1—1200. Pantanir sækist fyrir kl. 17 daginn fyrir sýningardag. Kópavogs-bíó Sími 191 85 „Rodan“ Eitt ferlegasta vísinda-ævintýri, sem hér hefur verið sýnt. Ógnþrungin og spennandi, ný, japönsk-amerísk litkvikmynd gerð af frábærri hugkvæmni og meist- aralegri tækni. Bönnuð börnum ungri en 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9 Aðgöngumiðasala frá. kl. 6 Bílferð úr Lækjargötu kl.8.40 og til baka frá bíóinu kl. 11.00. Bæjarbíó HAFNARFHtÐI Sími 5 0184 8. sýningarvika. Rosemarie Nitribitt (Dýrasta kona heimsins) Hárbeitt og spennandi kvikmynd um ævi sýningarstúlkunnar Rose- marie Nitribitt. Nadja Tiller, Peter van Eyck. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. Njósnaflugií Sýnd kl. 5. Næst síðasta sinn. LAUGARASSBIO — Sím) 32075 „Oklahoma" Tekin 05 sýnd i Todd-AO. Sýnd kl. 5 og 8.20. A"s^Í"bi< póMteJþ. TundurspiIIirinn (The Deep Six) Hörkuspennandi og mjög viðburða rík, ný, amerxsk kvikmynd í litum úr síðustu heimsstyrjöld. Alan Ladd, Diane Foster, William Bendix. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Stjörnubíó Sími 1 89 36 Allt fyrir hreinlæti'S (Stöv pá hjernen) Bráðskemmtileg, ný, norsk kvik- mynd, kvikmyndasagan var lesin i útvarpinu í vetur. Engin norsk kvikmynd hefur verið sýnd með þvílíkri aðsókn í Noregi og víðar, enda er myndin sprenghlægileg og lýsir samkomulaginu í sambýl- ishúsunum. Odd Borg, Inger Marie. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 23333 Trípoli-bíó Captai'n Kidd og ambáttin Ævintýraleg og spennandi, ný, amerísk sjóræningajmynd í litum. Tony Dexter, Eva Gabor. Sýnd kl. 5, 7 OE 9 Tjarnar-bíó Sími 2 21 40 Þaí gerftist í Róm (lt happened in Rome) Víðfræg brezk litmynd frá Rank tekin í technirama. Aðalhlutverk: June Laverick, Vittorio De Sica. Sýnd kl. 5, 7 og 9 - Gamla Bíó Sími 114 75 Barrettfjölskyldan í Wimpalestræti (The Barretts of Wimpole Street) Áhrifamikil og vel leikin ný erxsk- bandairísk Cinemascope-litmynd. Jennifer Jones John Gielgud Virginia McKenna Sýnd kl. 9 Síðasta sinn. Dagdraumar Walters Mittv með Dann/ Kay Sýnd kl. 5 og 7 Síðasta sinn. Hafnarfjarðarbíó Sími 5 02 49 Jóhann í Steinbæ 6. vika: Ný, sprenghlægileg sænsk gaman- mynd, ein af þeim beztu. Danskur texti. Aðalhlutverk: Adolf Jahr, Dagmar Oisen. *ýnd kl. 7 og 9 Dansleikur í kvöld kl. 21 Nýjabíó Sími 115 44 Vcpnin kvödd (A Fareweli To Arms) HeiitaSfrsög, amerísk stórmynd, byggð á samnefndri sögu eftúr Hemingway og komið hefur út í þýðingu H. K. Laxness. Aðalhlutverk: Rock Hudson, Jennifer Jones. Bönnuð fyrir börn. Sýnd kl. 5 og 9 Hafnarbíó Sími 1 64 44 SverÖií og drekinn Stóirbrotin og afar spennandi ný, rússnesk æfintýramynd í lttum og CinemaScope, byggð á fornum hetjusögum. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Heystrigi Hóff jaSrir ReiSstígvél Regnkápur Regnbuxur Verðandi h.f. Tryggvagötu. Sími 11986. lil solu Stór 4 hjóla aftanívagn, mjög léttur í drætti. AÐAL BÍLA- & BÚVÉLASALAN Ingólfsstræti 11 Símar: 2-31-36 og 1-50-14. Nýjar plöntur (Framh. af 16. síðu). áherzla verið lögð á lerki- rækt, en einnig þar virðist sitkagrenið dafna vel. — Skilyrði eru nú orðin mjög góð til plöntuuppeldis í gróðrarstöðinni, sagði Ein- ar Sæmundsen ennfremur. Upphaflega var skjólleysið örðugt vandamál, en úr þvi hefur nú verið bætt mes rækt un skjólbelta, sem skapa ný og betri skilyrði fyrir hinar ungu trjáplöntur allan ársins hring og tryggja einnig ör- uggari vöxt. Taldi Einar að slíkum skjólbeltum mætti koma upp hvar sem væri á landinu með góðum árangri, en skilyrði til trjáræktar eru óvíða lakari en sunnanlands, þar sem tíð er erfið og um- hleypingasöm. Sitkagrenið er hæft til gróðursetningar á víðavangi fjögurra ára gamalt, en er fram til þess alið upp í vermi reitum og fræbeðum, og þarf ærna nákvæmni til að það skaðist ekki í uppvexti. Garð plöntur eru seldar nokkru eldri úr stöðinni, en þar er hinn fjölbreyttasti trjágróð- ur og rækt öll j fögrum blóma. Gefst bæjarbúum sem sagt kostur á að kynna sér stöðina og starf hennar nú am helg- ina. fijHjjfM' Rit um skógrækt Guðmundur Marteinsson benti að lokum á að þa$ væri fyrst á síðustu árum sem skógrækt væri að komast hér á fastan fót, þrátt fyrir virð ingarverðar tilraunir áður fyrr. Þannig var öll trjá plöntufamleiðsla á landinu árið 1938 15 þús. plöntur, 1948 150 þús. og 1958 1 y2 milljón plantna. Töldu þeir félagar, að auðvelt væri að tífalda enn framleiðsluna á næstu árum í skógræktarmálum og þess vegna brýn þörf á stuðningi landsmanna. í vor var Skóg- ræktarfélag fslands 30 ára, en að þvj eiga öll skógræktar félög landsins aðild. í tilefni afmælisins var gefið út lit- prentað hefti með myndum og upplýsingum um skógrækt. Stendur nú dreifing þess fyr ir dyrum, og hefur Skógrækt arfélag Reykjavíkur tekið að sér að koma því á öll heimili í Reykjavík. Með heftinu rit- ar stjórn félagsins bæjarbú- um bréf og biður þá leggja góðum málstað lið með að ganga í félagið, — en árgjald til þess er aðeins 50 krónur. —6. HöfSingleg gjöf Nýlega barst Sjálfsbjörg á Akureyri rausnarleg og höfð- ingleg gjöf. Ungfrú Halldóra Bjarnadóttir, Ragnheiður O. Björnsson og Jón Þórarinsson afhentu Sjálfsbjörg allar eig- ur Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands, en félagið hefur verið lagt niður. Afhentu þau félagar sjóg félagsins, 17 þús. krónur, ásamt ýmsum gagn- legum áhöldum o gtækjum, svo sem bókbandstæki til kennslu og nokkrum vefjar- grindum sem verið höfðu í eigu félagsins. Áhöld þessi koma sér mjög vel 'fyrir fé- lagið en það hefur nýlega komið sér upp heimili þar sem þessi tæki koma að góð um notum. ED SKIIMUTGeitB RIKISINS Hekla vestur um land í hringferð 27. þ.m. Tekið á móti flutningi ár- aegis á mánudag til Patreksfjarð ar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyr- ar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, S’glufjarðar, Dalvíkur, Akureyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufar- hafnar og Þórshafnar. — Farseðl- ar seldir á mánudaginn. Friðrik (Framh. af 16. síðu). — Hvað finnst þér um íslenzka skákmenn? — Friðrik og Ingi eru í sér- flokki en Arinbjörn og Ingvar eru Uka góðir. Arinbjörn náði jafntefli viö Friðrik í gærkvöldi. Hann er traustur og Ingvar átti unnið á móti Inga að mér fannst en það var nú jafntefli. Ólafur finnst mér einnig góður. Hann er maður framtíðarinnar. — En Guðmundur Lárusson? — Hann á eftir að læra mikið. — í bókum? — Aðallega að keppa og stjórna taugunum. Hann er of örlátur á tímann. En þetta lagast og þá erður hann góður. — Heldurðu að Jónas vinni bið- skákina? — Ég tefldi illa skákina við hann og hún verður tefld áfram. Ég vil ekkert um hana segja. Við teflum hana á morgun. Ég hef áður teflt við Jónas. Það var í Þrándheimi og ég vann. — Nú hefur hann kannske þekkt_ á þig? — Ég hef oft verið í betra keppn isformi en núna. Ég er ekki nógu ánægður með taflmennskuna. — f kvöld áttu að tefla við Gunnar Gunnarsson. Rússarnir voru hrifnir af honum. — 'Er hann hættulegur? — Já, hann getur átt það til að bregða sér í betri fötin og þá bÝta hjá honum vopnin. — Þú teflir við Friðrik á föstu- daginn? — Já. — Nokkuð hræddur? — Ég veit ekki. Hann er góður. — Það vcrða árciðanlega fleiri áhorfendur á föstudagskvöldið en nokkru sinni fyrr. Hvað finnst þér annars um þá? — Þeir eru fleiri en gerist í Noregi. — Við vildum þó hafa þá enn fieiri. Það sæmir og ekki áhorf- cndum að láta sig vanta á minn ingarmót um Eggert Gilfer. — Þú ætlar að verða stórmeist- ari? — Það verður erfitt. Ég gleymi svo fljótt því sem ég les og það þarf mikla stúdíu til þcss að verða stórmeistari. — Áhugamálin? — Auk skákarinnar er það t.d. knattspyrna. Ég er alveg sæmi- legur þar. — Við eigum enga stórmejstara í knattspyrnu — Kannske þú lofir mér að sjá einhverja vinnings- skák frá fyrri mótum? Og Johannesen raðar upp tafl- mónnum og fer yfir skák, sem hann vann á meistaramóti Noregs. Ég áræði ekki að bjóða honum út. Þakka fyrir mig og kveð. — Á leiðinni út man ég eftir því mér til skelfingar að ég hafði gleymt að spyrja um álit Johanne- sen á Benóný. S.B.B.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.