Vísir - 22.10.1918, Blaðsíða 1

Vísir - 22.10.1918, Blaðsíða 1
Ritaíjóri og eigasái / A K S i MÖUU SÍMJ 117 Atgreiðsla 1 AÐUSTRÆTI 14 SIMI 400 8. árg ÞriðjudagÍMH 22, október 1918 287. tbl. NÝJA B10 Börn Grants skipstjóra. Framúrsbarandi fallegur sjónleikur í 5 þáttum eftir hinni heims- frægu skáldsögu JULE8 VEFUNTE I>að vita allir sem lesið hafa skáldrit eftir Jules Yerne, að meir „epennandi11 sögur eru tæplega til; þessi er eigi sist þeirra, enda geriat hún í þremur heimsálfum, Efrópu, Suður- Ameríku og Ástralíu. Til myndarinnar er vandað sem frek ast er unt, enda er hún talin með allra bestu myndum. Nýja Bíó hefir látið setja í hana íslensls.a>ii texta Tölusett sæti má panta í síma 344 og kosta kr. 1,00, 0,75 og 0,25 Takið eftir ef þið viljið fá ódýrt en gott á fætuma, þá komið á Laugaveg 46. Það borgar sig. Bar nadansæfingin em átti að vera næsta fimtudag, veröur A morgun, miðvikud. 23. okt. í Iðnó. Yngri börnin mæti kl. 33/A, eldri kl. 5S/A. Stefania Gnðmnndsdóttir (Zigeunerinden). Ljómandi fallegur sjónleik- leikur i 3 þáttum, ýmist leikinn í hinni undurfögru borg Granada á Spáni eða í Pyrenæa- fjöllunum. Lyklar að^alelásum eru nú aftur bomnir til Eiríks Bjarnasonar járnsm. Tjarnargötu 11. Svar Þjóverja. Þeir endurtaka, að þeir vilji ganga að öllnm friðar- skilyrðum Wilsons, en treysta því, að hann setji engin skil- yrði, sem ósamboðin séa heiðri þjóðarinnar. London 22. okt. Svar pjóðverja til Wilsons Bandaríkjaforseta hefir nú verið birt. ]?ýska stjórnin mótmælir í því öllum ákærum um ólögleg og ómannúðleg hervirki, sem þýski land- og sjóherinn hefir verið sakaður um og um leið þýska þjóðin sjálf. því er haldið fram, að hjá því verði aldrei komist, þegar her sé á undanlialdi, að leggja land í auðn til að tryggja undanhaldið. Enn fremur neitar stjórnin því, að þýskir kafbátar hafi „nokkru sinni af ásellu ráði grandað björgunarbátum með farþegum þeirra.“ En til þess þó að forðast alt, sem hindrað gæti friðarsamningana, kveðst stjórn- in hafa gert ráðstafanir til þess, að kafbátaforingjunum verði til- kynt, að bannað hafi verið að sölckva farþegaskipum. En ekki kveðst stjórnin geta tekið ábyrgð á því, að þær fyrirskipanir kom- ist til allra kafbáta fyr en þeir komi í höfn. En um spítálaskip ræðir ekkert í svarinu. hún ætli að fullnægja öllum þeim friðarskilyrðum, sem Wil- son forseti hafi sett, og þar sem hún hafi samþykt að láta herinn hverfa úr herteknum löndum, þá hafi hún gert ráð fyrir því að herstjórnarráðunautar stjórn- anna yrðu látnir ráða því, á livern hátt það verði gert og með hverjum skilyrðum vopnahlé verði samið, þannig að engin breyting þurfi að verða á hern- aðaraðstöðunni, og bygt á því, að báðir aðiljar standi jafnt að vigi eftir sem áður. Kveðst þýslca sijórnin treysta því, að forset- inn geri engar þær kröfur til þýsku þjóðarinnar, sem ósam- boðnar séu heiðri hennar. Eftirmáli bresku stjórnarinnar. pessi útdráttur úr svari pjóð- verja er tekinn úr ensku loft- skeyti, en við hann er skeytt þessum ummælum: par sem þetta svar þjóðverja er stilað til Wilsons forseta og honum ber því fyrst og fremst að athuga það og ákveða, hvort það skuli lagt fyrir stjórnir bandamanna, þá tclur enska ut- anríkisstj órnin á engan hátt við eiga að láta nokkra skoðun uppi um það fyr en svo er komið. Simskeyti írá fréttaritara Vísis. Khöfn 20. okt. Miðveldin játa ósignr sinn. Tisza greifi hefir sagt: „Vér verðum að játa, að vér höfum beðið ósigur“. WolfFg fréttastofu segir, að svo kunni að vera, en óvinirnir hafi þó ekki unnið sigur. „Berliner Tageblatt“ segir, að bandameun geti ef til vill neytt Þjóðverja til að semja frið, en það verði ekki varanlegur friður. Wilson vill ekki svara Ansturriki. Frá Washington er simað, að Wilson forseti hafi neitað að svara friðarumleitunum Austur- r.'kismanna, vegna ýmsra stór- vægilegra breytinga, sem oröið hafi á afstöðu Austurríkis síðan i jauúar, þar sem Bandamenn hafi viðurkent Checko-Slava sem ófriðarþjóð og Jugó-Slava sem óháða þjóð. Eyrirheit Austur- ríkis, um „sjálfstjórn“ þeim til handa, sé ófullnægjandi. Sókn bandamanna. Her Belga kominn að landa- mærnm Hollands. Bretar hafa sótt fram um 8 mílur hjá Oissille og tekið 5000 fanga. Herlína Belga nær nú til landa- mæra Hollands. Slys í Olafsvik. Á fimtudaginn var vildi til einkennilegt slys i Olafsvik. Þar voru fimm menn að setja upp- skipunarbát, en veður var hvast og byljótt og snögglega gerði hvirfilbyl svo snarp- an, að báturinn tókst hátt á loft, hvolfdist í loftinu og féll svo til jarðar en þrír mennirnir urðu undir honum. Tveir mennirnir urðu fyrir svo miklum áverkum, að þeir dóu báðir, annar í fyrra- dag en hinn í gærmorgun. Sá þrlðji slapp óskemdur, hafði lent alveg innundir bátnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.