Morgunblaðið - 20.02.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1919, Blaðsíða 1
ö, ap^»s:-gr Ritstjórnarsími ar. 500 Ritstjóri: Vilhjaimur Fiitsen ísaf dláarpr « arsmið j* Aígr«i8*lusí»(.i ur, 500 I:;rl simíre^nir. Frá fréttaritara Morgunblaðsins Khöfn, 18. febr. Mannerheim fékk hér hernaðar- legar viðtökur, og í tilefni af því urðn nokkrar Syndikalista óeirðir. Sjö menn voru teknir fastir af Syndikalistum, þar á meðal rit- stjóri „Klassekampen1 ‘. Dómsmálafréttir. Landsyfirdóinur 10. febrúar' Réttvísin gegn Bjarna Jónssyni. Mál þetta var rckið fyrir rétti Strandasýslu og lauk því þannig, að ákærði var dæmdur fyrir þjófn- að til að sæta betrun*rhússvinnu í 8 mánuði og greiða allan kostnað sakarinnar. Bn með eigin játningu ákærða var það sannað, að hann hefði gert sig sekan í péningaþjófn- aði í nóvember á Hólmavík. Sjálf- Ur hefir ákærði skýrt svo frá, að hann hafi sérstaka tilhneigingu t.il að stela, eða að hann með öðrum orðum þjáist af stelsýki. Yfirdómurinn áleit þó, að þessi aýki hans væri þó þannig vaxin, að ekki drægi hún úr sakhæfi hans og dæmdi hann í 9 mánaða betrunar- hússvinnu. Að öðru leyt.i var hér- iftsdómurinn staðfestur. Ákærði Skyldi greiða allan áfrýjunarkostn- að, þar með talin máíflútniugslaun til sækjanda og verjanda fyrir vfir- dóminum. Yfirdómurinn hafði ýmislegt að athuga við'rekstur málsins í hér- aði, en taldi þó ekki ástæðu til fyrir þá sök að vísa málinu heim. Landsyfirdómur 17. febrúar. Réttvísin gegn Sigurði Sigurðssyni, Magmisi Jóhannessyni og Þor- steini S. H. Gottskálks- syni. Með játningu ákærða er það sannað, að þeir hinu 15. október f á. réðust á Bjarna nokkurn Sí- öionarson sjómann frá Sandberði, fiftir að hafa tælt hann afsíðis með því að lofa að selja honum áfengi, t*örðu hann þannig, að allmikið sá a honum og rændu af honum fé þvi, er hann hafði á ser, og töldu þeir að í hvers hlut liefði komið 9—10 kr., en Bjami taldi féð hafa verið miklu meira, en fyrir þvi gat hann ekki neina frekari grein gert, enda var hann ölvaður þcgar þetta skeði. Fyrir þetta afbrot var Sig- urður dæmdur í 15 mánaða betrun- arhússvínnu, en Magnús og Þor- steinn í 1 ár, og skyldu þeir greiða allan sakarliostnaðinn in solidum. Þessum aukaréttardómi var, eftir kröfu ákærðu og af hálfu réttvís- innar, skotið til yfirdómsins. Yfir- dómurinn komst að sömu niður- stöðu og úndirdómurinn, bæði að því er hegninguna snerti og máls- kostnaðarákvæðið, ogstaðfesti hann því í öllum greinnm. Enn fremur gerði yfirdómurinn áfrýj- endum að greiða allan áfrýjunar- kostnað málsins og málsflutnings- laun til sækjanda og verjanda fyrir yfirdóminum, 20 kr. til hvors, Egg- erts Claessens og Jóns Ásbjörns- sonar. Bæjarstjóniarfundur 18. þ. m. Frambaidsfundur, frá 5. þ. m. Borgarstj. skýrði frá því, að til fundar hafði verið boðað 8. þ. m., en hann kallaður aftur sökum veik- inda sinna o. f 1., er hefði hindrað það að eigi hafi verið hægt að halda framhaldsfundinn fyrn. Sala hafnarlóðanna. Framhaldsumræða frá síðasta fundi var um sölu Jóða, vestan Tryggvagötu og norðan Hafnar- strætis. Á móti sölunni töiuðu Jón Baldvinsson og ''ólafur Friðriks- son, en é'ngir með. Var svo gengið til atkvæða tim rökstudda dagskrá frá Jóni Baldvinssyni, þess ofnis, að vísa málinu frá, þar sem bæjar- stjórnin hafi áður neitað að selja lóðir við höfnina. Var dagskráin feld með 8 atkv. gegn 7. Þá var borin upp tillaga hafnar- nefndar um sölu á lóðunum, en hún var einnig feld, með jöfnum atkv., 7 gegn 7. Með henni greiddu at- kvæði: Borgarstj., Sveinn Björns- son, Guðm. Ásbj., Jón Olafsson, Jón Þorláksson, Sighv. Bjarnason og Sig. Jónsson. En á móti: Ágúst Jósefsson, Ben. Sveinsson, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Jón Baldvins- son, Jörundur Brynjólfsson, Ólafur Friðriksson og Þorv. Þorvarðsson. — Inga L. Lárusdóttir og Kristj. V. Guðmundsson greiddu ekki at- kvæði. I Ný bryggja. Samþ. var tillaga frá haínar- uefnd um að hyggja nýja hryggju fram af uppfylliugunni vestast undan Hafnarstræti, 80 metra langa. Kostnaður við það áætlaður um 70 þús. krónur. Hafnsögumenut o. fl. Ákveðið, samlcvæmt tillögnm frá hafnarnefnd, að ráða tvo hafnsögu- menn, með 2500 kr. byrjunarlaun- um, er liækki upp i 3300 kr. Skal annar þeirra vera Helgi Teitsson, er fær þegar 3100 kr. laun, með tilliti til þess, hve lengi hann befir starfað að hafnsögu hér. IJinn hafn- sögumanninn er hafnarstjóra falið að gera tjlllögu um hver vera skuli. — Hafnarstjóra hefir einnig verið falið að sjá um að starfsmenn hafn- arinnar taki nú þegar upp þá ein- kennisbúninga, sem þeim eru ætl- aðir, og skal í byrjun greiða and- virði búninganna úr hafnarsjóði, og þar eftir einkenni á búningana eftir því sem þörf krefur. XJm sóttvamir gaf borgarstj. all ítarlega skýrslu. Til einangrunar á taugaveikissjúk- lingum hafi hann fengið 2 stofur á Landakotsspítala og neðri hveð sóttvarnarhússins; auk þess hafi hann fengið loforð fyrir afnotum á „Álfheimi“, til einangrunar á sjúklingum, er erlendar sóttir hær- ust hingað, gegn skuldbindingu um að kaupa luvsið, ef það vrði notað, sem vonandi kæmi ekki til, því taugaveiki væri ! rénun í bæn- um. Einnig skýrði hann frá því, að til stæði að taka „Gamla spítal- ann“ til afnota fyrir eiiiangrun á sjúklingum, frá 14. maí. skip af sama flokki. Auk þess 8 beitiskip, þar á meðal „Strass- hurg“, 42 tundurspilla og 50 tund- urbáta. Alla kafbáta sína eiga þeir að hafa ónýtt innan liálfs mánað- ar og auk þess kafbátasmíðastöðv- ar og kafbátahaínir. Höfnina í Kiel eiga þeir að aflienda. Hjálparbeiti- skip á að afvopna, og 'verða þau síðan skoðuð sem kaupför. Helgo- landsvígin eiga þýzkir verkamenn að óuýta, undir umsjá bandamanna, en því verður ráðið til lykta á frið- arfundinum, hvað um eyjarnar á að verða.“ Viðvíkjandi því, hvernig Þjóð- verjar hefðu fullnægt fyrstu vopna- hléssamningunum, voru þær uþp- lýsingar gefnar í neðri deild brezka þingsins, að þeir hefðu afheni; all- ar þær stórar fallbyssur, sem þeir áttu að afhenda, allar léttar fall- byssur, þótt sumar væru ekki góð- ar, allar vélbyssur, flugvélar og sprengjuvarpara. Af 5000 eimreið- um hefðu þeir afhent 4065 og 126836 járnbrautarvagna, í stað 150000. Mótorvagna 1226 hefðu þeir afhent Bretum til 14. febr., auk þess ijem þeir hefðu afhent öðrum bandamömium. Áttu' þeir að skila 5000. Baudameun eru nú að íhuga, hvaða ráðstafanir þeir" þurfi að gera til þess að tryggja sér það, að Þjóðverjar fullnægi vopnahlés- samningunum unr afhendingu her- gagna. Kosningar í þýzka Austurríki. Kosningar til þýzk-austurríkska þingsins fóru þannig, að jafnaðar- menn urðu í meiri liluta. Mikill meiri hluti þingmanna vill sam- band við Þýzkaland. Úr loftinu London, 18. febr. Vopnahlés-skilmálarnir. „Times“ segir: „Bandamenu hafa nú algerlega komið sér niður á því, hverja. skilmála þeir setja viðvíkjandi flota Þjóðverja. Þjóð- verjar eiga að afhenda þegar r stað 8 orustuskip, þar á rneðal „Olden- burg“ og „HeIgoland“ og önnur '*> ,4 G m O M Þilakipin eru nú flest farin á veiðar. Á þessari vertíð gerir Duus út 9 skip. Helgi Zoéga 2, Thorsteinsson 1, Geir Zoéga 1. Auk þess sendir Geir Zoega eitt skip á hákarlaveiðar og Þorsteinn Jónsson líklega annað. LeikhúsiS. Allir aðgöngumiðar að leikninn í gærkvöldi seldust í fyrradag i'vrir haokkað verð. Má af því sjá, að ^aupirðu góðan hlut, í>á mundu hvar þú fékst hann Sigurjón Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Signrjón Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá immdu hvar þú fékst h&nn* Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.