Morgunblaðið - 01.09.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1971, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 195. tbl. 58. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Norskir fiski- menn uggandi um stækkun landhelginnar Osló, 31. ágúst — NTB — FORMAÐUR sambands norskra fisklmanna, Johan J. Toft, sagði í fréttaviðtali í norska sjónvarp- inu í kvöld, að norska stjórnin yrði að svara ákvörðun fslands um að færa út fiskveiðilandhelg- ina í 50 sjómílur. Toft sagði, að norska stjómin yrði meðal annars að athuga hvort krefjast ætti umráðaréttar yfir öllu norska landgrunninu til þess að tryggja að Norðmenn hefðu þar einir rétt til fiskveiða ef íslend- ingar létu verða af fyrirætlun- Flakið Bandaríkj aþing heimilar: Froskmenn úr danska flotan-j um við flak ungversku flug- vélarinnar, sem fórst við Salt-' hólma á Eyrarsundi um helg-1 ina. Þrír farþegar komust lífsj af, 34 fórust. Glæpir í hámarki Washington, 31. ágúst. NTB. LÍKTJRNAR fyrir því að banda- rískir borgarar verði fyrir glæp- samlegu ofbeldi eru orðnar ein á möti 36 og allt bendir til þess að ástandið versni ennþá meir á næstu árum, segir í árlegu yf- irliti um glæpi í Bandaríkjunum frá alríkislögreglunni FBI. Of- beldisglæpum fjölgaði um 176% Framhald á bls. 21 5,8 milljónir dala til Keflavíkurflugvallar — en enga fjárveit- ingu, ef herinn fer Einkaskeyti til Morgunbl. Washington, 31. ágúst — AP BANDARÍSKA þjóðþingið hefur heimilað 5,8 milljón dollara fjárveitingu til fram- kvæmda við Keflavíkurflug- völl — en þingið tekur fram, að það vilji ekki að fénu verði eytt ef íslenzka ríkis- stjórnin biður hcrinn að fara frá Keflavík. Eftir afgreiðslu þingsins kem- ur málið til kasta utanríkisráðu neytisins, sem teku.r endanlega ákvörðun um fjárveitinguna. — Ráðuneytið segir að engin af- staða hafi verið tekin til þess hvort hefja skuli framkvæmdirn ar. Talsmaður utanríkisráðuneytis ins sagði, að íslenzka rikisstjórn- in hefði ekki farið fram á við- ræður um brottför hersins, þótt hún hefði gefið til kynna að sá væri tilgangur hennar. um sinum nm að færa út land- helglna. Johan J. Toft sagði, að Norð- menn hefðu frá því þeir fóru að stunda fiskveiðar veitt á fs- landsmiiðuim, en nú mundiu fs- lendingar eigna sér þau til eig- in afnota. Hann sagði, að ef þessi fisikimið yrðu verulega tak mörkuð mundi aukast ásóton f.iskiskipa á miiðunum á norð- austanverðu Atlantshafi, en þar væni ásóknin þegar orðin mik- il. Þetta gæti haft alvaxlegar afleiðingar fynir veiðarnar úti fyrir ströndum Noregs. Johian J. Toft sagði, að rnálið hefði enn ekki verið rætt í fiskimannasam bandinu, en það yrði gert í lok septemiber. NTB fékk þær upplýsingar hjá Thorvald Stoltenberg, ráðu- neytisstjóra í innanríkisráðuneyt inu, að norska stjórnin gerði sér fullkamna grein fyrir mikilvægi fiskveiða fyrir efnahagslif ís- lendinga og þar með mikilvægi landlhelginnar. Hann sagði að nú væri verið að athuga að hve miklu leyti útfærsla íslenzku fisk veiðilögsögunnar mundi snerfa norska hagsmuni. Þegar yfirlit hefði fengizt um það mundii stjórnin athuga hvaða ráðstaf- Kosningabaráttan að hef jast í Danmörku EBE-aðild eitt aðalmál kosninganna 21. þ. m. „Þeir vilja ekki erlent herlið og við viljum ekki hafa herlið er anlr hún mundi hugsanlega gera til þess að vernda nors'ka Framliald á bls. 21 I hagsmuni. • • „Ommu finnst svo gaman að fljúga“ Einkaskeyti til Morgunhlaðsins frá Gunnari Rytgaard, Kaupmannahöfn í gær. HILMAR Baunsgárd forsætisráð- herra tilkynnti í dag á sérstökum aukafundi, sem þingið var kvatt á til þess að fjalla um skatta- málin, að kosningar til þingsins færu fram 21. september, eins og almennt hefur verið talið, en ekki fengizt staðfest fyrr en nú. Kosningabaráttan er þegar 34 létu lífið í fellibyl Tókíó, 31. ágúst, AP, NTB. FELLIBYLURINN Trix stefndi í dag út á Kvrrahaf eftir að hafa valdið miklum skemmdum og manntjóni í suður- og vestur- hluta Japans. Yeðurfræðingar sögðu að mjög hefði dregið úr styrkleika Trix og væri hann nú svipaður hitabeltisstormi. Um tíma var óttazt að byhirinn myndi fara yfir Tókíó, en hann breytti stefnu á síðustu stundu. Vitað er að 34 létu lífið og 100 slösuðust. Gífurlegt tjón varð á eigmum og um 100 þúsund fjöl- skyldur misstu heimili sín. hafin og bjóða níu flokkar fram, þar af sjö sem eiga fulltrúa á þingi. Nýju flokkarnir eru Kristi legi þjóðarflokkurinn, sem var stofnaður fyrir stuttu, og Réttar- sambamdið, sem átti fulltrúa á þimgi til ársims 1960. Stofnendur Kristilega þjóðarflokksims eru andvígir stjórn borgaraflokk- anna þar sem hún hefur aflétt hömlum á klámi og rýmkað á- kvæði laga um fóstureyðimgar. Enn einn flokkur, „Óháðir“, kem ur ef til.vill mönnum á þing. Sá flokkur er hægrisinnaður. Stjórnarflokkarnir hafa 98 þingmenn, en stjórnarandstæð- ingar 77. Stjórnarflokkamir eru í aðalatriðum sammála um að halda áfram stjórnarsamvinnu haldi þeir þingmeirihluta sínum, og í íhaldsflotoknum og Vinstri- flok'knum vilja sumir halda áfram samvinnunni jafnvel þótt stjórnin verði í mimnihluta. — Minnihlutastjórn er möguleiki ef Kristilegi þjóðarflökkurinn fær kjörna þingmenn, en fyrr í ár var honum spáð 12 þingmönnum. Kristilegi þjóðarfl. kallar sig miðflokk og hefur ekki látið uppi hvort hann muni styðja stjóm borgaraflokkanna eða jafnaðar- manna. Flokkurinn hefur þó tal- að um að gefa þríflokkastjórm- inni tækifæri, en Róttæki vinstri flokkurinn vill ekki þiggja stuðn ing kristilegra. Kosningabaráttan mun að miklu leyti snúast um efnahags- málin og Efnahagsbandalagið. Stjórnarflokkarnir segja, að ekki sé hægt að halda EBE-málinu ut- an við kosningabaráttuna þótt þjóðaratkvæði verði um aðild Dana að bandalagimu á næsta Framhald á bls. 21 Amsterdam, 31. ágúst, — NTB. — 74 ára gömtil bandarísk amma. frú Krasnoff, sem „elskar“ að fljúga í þess orðs fyilstu merkingu, liggur nú rúmföst í Amsterdam eftir að hafa fengið vægt hjartaáfall. Það er út af fyrir sig ekki £ frásögur færandi, en hugsan- legt er að hjartaáfallið eigi rætur sínar að rekja til þess að hún og 14 ára dóttursonur hennar hafa á síðastliðnum 554 mánuði flogið 160 sinnum milli New York og Amster- dam. Alls hafa þau greitt um 14 milljónir íslenzkra króna í fargjöld. Þau hafa ávallt flogið með hollenzka flugfélaginu KLM og verið starfsfólki þess mikil ráðgáta. Amiman hefur svar- að öllum spurningum á þá leið að dóttursoninn langi mikið til að læra að fljúga og strák- ur svarar því til að ömmu sinni þyki svo gaman að fljúga. Enga skýringu hafa þau gefið á því hvers vegna þau fljúgi alltaf sömu leiðina. Þau hafa aldrei farið út úr flugstöðinni og yfirleitt komið til Amsterdam að morgni og farið til New York að kvöldi. Læknar hafa nú fyrirskipað ömmunni að halda kyrru fyr- ir í nokkra daga. Mansfield á blaðamannafundi í Qsló: „Krafan um brottför hersins veikir NATOu Osló, 31. ágúst — NTB — FORINGI demókrata í öldunga- deild Bandarikjaþings, Mike Mansfield, sem hætti við fyrir- hiigaða þátttöku í íslandsheiin- sókn bandarísku þinginannanna uni helgina, sagði í dag á blaða- niannafundi í Osló að krafa Ss- lenzku ríkisstjórnarinnar um brottflutning bandaríska hersins hefði veikt stöðn NATO á Norð- ur-Atlantsha.fi. „Við hö'fum frest í fimm ár til þess að flytja herinn burt. Margt getur gerzt á fimm ár- um. En íslendingar eiga næsta leák, frumtovæðið verður að komia frá þeim,“ sagði Mans- field. Mansfield hefur dvalizt tvo dagia í Osló og rætt við norska ráðamenn, meðal annars um efnahagsráðstafanir Nixons fbr- seta. Auk þess heimsótti hann bækistöð NATO i Kolsás skaimmt frá Osló. Mansfield kom til Osl- óar frá Stokkhölmi og hafðd áð- ur verið í Helsingfors, en held- ur nú til Kaupmannahatfnar og þaðan til Parisar þar sem hann situr fund Aliþjóðaþingmanna- sambandsins. Á blaðamannafundinum sagði Mansfield að staða diollarans mundii batna ef Bandaríkin Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.