Morgunblaðið - 01.09.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.09.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1971 11 John Lindsay; Hinn nýi kórdreng ur demókrata John Lindsay, sem ver- íð hefur borgarstjóri New York í tvö kjörtímabil, viður kennði um daginn, með meiri hreinskilni en hann er van- ur að sýna opinberleg’a, að ef hann hefði haldið áfram að vera repúblikani, hefði verið vonlanst fyrir hann að reyna að ná kosningu í borgar- stjóraembættið á ný. Sömu- leiðis væru möguleikar hans tll að taka við af Nelson Rockefeller sem ríkisstjóra- efni repúblikana í New Yorkríki svo bágbornir, að „ég get ekki boðið mig fram sem hundaeftirlitsmann hér í ríkinu“. Vegna þessa tók Lindsay, ásamt konu sinni, Mary, þá ákvörðun, sem lengi hefur verið búizt við, að ganga yfir í Demókrataflokkinn, eft ir vel heppnaðan feril sem þingmaður repúblikana og síðan sem borgarstjóri í New York. Yfirlýsing þessi olii miklu írafári í hinum 200 óopin- beru „Lindsay fyrir forseta" klúbbum sem sprottið hafa upp undanfama sex mánuði víðs vegar um Bandarík- in. Leiðtogar repúbMkana tóku henni kuldalega, en þeir hafa flestir talið Lind- say utangarðsmann á undan fömum árum, en hann hefur verið mjög frjálsiyndur bar- áttumaður, lýst andstöðu við þátttöku USA í Vietnamstríð inu og mörg stefnumái Nixons forseta. Yfirlýsingin gerði einnig nánum starfs- mönnum Lindsays í City Hall kleift að láta af þeim fyrir- slætti sem þeir hafa notað í sambandi við áhrif hans í þjóðmálum. Daginn eftir að borgarstjórinn skipti um flokk, gerði Richard Aurelio, varaborgarstjóri (og stjóm- andi kasningabaráttu Lind- says) slíkt hið sama. Það gerðu einnig aðrir af sam- starfsmönnum borgarstjór- ans. Þannig hefur John Lind- say bætzt í flokk þeirra sem binda vonir við að verða for- setaefni Demókrataflokksins. Hann virðist óMklegasti mað usrinn til að hljóta útnefn- ingu þessa nýja flokks síns, en hugsanlegt er að persónu töfrar hans, hin fágaða fram- koma hans í stjórnmálum og tilfinningalegt aðdráttarafl geti sannfært atvinnupólitík usa flokksins um að hann eigi mesta möguleika á að fella Nixon. Nýlegar skoð- amakannanir benda ótvirætt tii þess, að frjálslyndir kjós- endur muni fylfcja sér um Lindsay, gegn Nixon flor- seta. En flokksvélin er gerð úr óheflaðra efni og það er hún sem velur frambjóðand- ann. Mánuðum saman hefur Lindsay verið að færa út kjördæmi sitt. Hinn starfsami 49 ára gamii borgarstjóri hefur haldið mikilvægar ræð ur langt frá New York, barmafullur af krassandi til- vitnunum handa dagblöðun- um, þar sem hann birtist sem sjálfstæður futltrúi þeirra milljóna sem búa í borgum, — borgum með aragrúa vandamáia, vaxandi spennu í glæpurn og kynþáttamálum, ófuillnægjandi samgöngur og skóiakerfi, og landsstjómin hefur skilið borgimar eftir 'hálfkramdar undir byrðun um. Lindsay hefur átt mikl- um fögnúði að mæta á fund- um með íbúum fjölmargra borga, og á einum slíkum fundi var lagður grundvöll- ur snemma á þessu ári, að fyrstu „Lindsay fyrir for- seta"-.samt:ökunum, — ekki var það þó I New York, held ur 3.000 milur í burtu, í Los Angeles. John Llndsay. BROSXNAR VONIR Þetta er nokkuð merkileg staðreynd. Eftir 5% ár í emb ætti borgarstjóra, er hróður Lnidsays í heimaborg hans, minni en þegar hann tók við af þreyttri og máttiJtilli borg arstjlóm demókrata árið 1965. í augum þegna sinna, er hann ekki lengur þrótt- mikill, heiðarlegur, góðgerð- arsamur og framfarasinnað- ur frjálslyndismaður, en slík var irrnynd hans í upp- haifi. 1 fyrstu kosningabarátitu sinni sagði Lindsay við kjós- endur sína: ,,Ég býð mig fram vegna þess að borgin er í vanda stödd. Götumar eru skítugar. Við mimurn jafna fátækrahverfin í þess- ari borg við jörðu. Glæpa- mann leika lausum hala og menn eru óttaslegnir." Sex árum seinna eru þessi vanda mál enn stærri; götumar eru erm skítugar, fátæ-krahverf- in eru hrörlegri en áður, það er meiri húsnæðiskkortur fyr ir fátæklimga, og glæpum fjölgar. Þóibt ekki sé réttiátt að skella skuldinni á Lind- say, sem sennilega hefur gert eins mikið og unnt er í þessu vonlausa starfi, þá hafa efndir hans verið í svo litlu samræmi við loforðin, að meiri háttar vonbrigða gætir meðai New York búa. Snemma á ferli sinum reyndi hann að draga úr glæpum með þvi að fjölga í lögregluliði borgarinnar, en í lemgri tíma sniðgekk hann hins vegar stöðugar áskoran ir almemnings um að rann- saka spilliniguna í iögregi- unni sjálfri. Flestir lögreglu mamnanna em, andstætt borg arstjóranum, íhaidssamir í skoðunum, og þvi freistaðist hann til að halda frið við þá á þennan hátt. En þegar op- inber rannsókn hófst loksins á þessu ári eftir mikið þref kom í ljós, að spilling í lög- reglunni er í miklum blóma. Þegar Lindsay tók við, var fjárhagur borgarinnar vissulega slæmur, og hann hefur hresst þar nokfcuð upp á, en samt hafa húsnæðismál- in dregizt óviðurikvæmileiga mikið aftur úr. Honum tókst ekki að draiga úr hinu sein- virka skrifstofuveldi í City Hall (ef til vill vegna síauk- Framh. á bls. 24 ALÞjÓÐLEG VÖRUSÝNING 26. ÁGUST—12. SEPTEMBER OBÐSENDING FRÁ MMER SOMME R SOMME R bapisom bapiFlex somvy Á anddyrið í Laugardalshöllinni hefir verið lagt SOMMER teppi Tapisom Super 600, meðan á alþjóðlegu vörusýningunni stendur. Slitþol á þessum teppum hefir verið margreynt í raunhæfum prófunum undir eftirliti rann- sóknarstofnana á stöðum þar sem um ferð er mikil, t. d. á sýningarhöllum og járnbrautarstöðvum. Teppin frá SOMMER hafa alþjóðleg vottorð um endingu. SOMMER teppi eru framleidd í 8 tegundum. Gólfdúkurinn frá SOMMER gefur rétta mýkt fyrir fætur yðar. Veggklæðningin frá Sommer hentar allsstaðar t. d. á bað- herbergi, stigaganga og forstofur. Gólf og veggklæðningar fást í flestum stærstu byggingavöruverzlunum í Reykjavík og úti um land. Aðaliimboð fyrir SOMMER S/A, Paris: PÁLL JÓH. ÞORLEIFSSON HF., Skólavðrðnstíg: 38 — Símar 25416—17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.