Alþýðublaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 6
6 AlþýðublaðiS Þriðjudagur 15. júlí 1958 Skiptast japönsk og íslenzk börn II ÓskaS eftir islenzkum myndum tfl sýningar í iapan. TEIKNIKENNAKAFÉLAGI ÍSLANDS hafa nýlega borizt tilmreli frá japönsku listfræðslufélagi, Unesco Art Education League, um að félögin skiptist á sýningum á myndlist íslenzkra og japanskra barna. Stungið er upp á því, að sýningaskiptin hefjist með því að TÍ sendi hinu japanska listfræðslufélagi sýningu íslenzkrar barnamyndlistar til þátttöku í alþjóðlegri myndlistarsýningu barna, sem fyrirhugað er að halda í öllum helztu borgum Japans næsta haust. Stjórn teiknikennarafélags- ins hefur mjög mikinn áhuga á, að úr þessum sýningaskipt- um geti orðið, og vill því hér með beina þeim tilmælum til ailra skólastjóra, kennara, for edra og barna, að þau stuðli að framkvæmd þessa áforms hennar með því að hlutast til um að félaginu berist sem f jöl breytilegast safn mynda eftir börn um allt land. Hér fara á eftir þátítökuskil- yrði sýningarinnar: 1. Þátttakendur skulu vera pilta!' og stúlkur á aldrinum 10—15 ára. 2. Verkefni: Daglegt líf eða skólalif. Myndirnar eiga á ein hvern hátt að lýsa einhverj- um atriðum úr daglegu lífi barnanna eða skólalífi. Þetta ákvæði gefur börnunum mjög frjálsar hendur um verkefna- val, því í hugtakinu „daglegt líí“ felst að sjálfsögðu að ein- hverju leyti allt það sem þau sjá og gera yfir daginn. Mynd imar mega vera gerðar með 'hvaða hætti sem börnin helzt kjósa: Teiknaðar, málaðar, límdar saman úr mislitum pappíj- og svo frv. 3. Á bak hverrar einustu myndar skal skrifa með prent stöfum eftirfarandi fjögur upplýsingaatriði: a) Fullt nafn höfundar. b) Aldur hans. c) Utanáskrift skólans sem hann var í síðastliðiim vet- ur. d) Nafn myndarinnar. 4. Myndirnar skulu sendar til Teiknikennarafélagsins fvr ir 25. þ. m. — Utanáskrift fé- lagsins er: Teiknikennarafélag íslands, Njálsgötu 94, — Reykjavík, sími 12-404. Teiknikennarafélagið get- ur ekki tekið að sér að endur- senda myndir nema þeim fylgi áritað og frímerkt umslag til endursendingarinnar. Þótt ekki beri að líta á þessa sýningu sem samkepnni, þá hefur vterið ákveðið að sæma minnispeningum höfunda þeirra mynda, sem valdar verða til bir;ingar í japönsk- um blöðum og tímaritum með an á sýningunni stendur. ís- lenzk börn koma hér að sjálf sögðu til greina jafnt og börn allra annarra þeirra þjóða, sem aðild eiga að sýningunni. Sýning sú á myndum jap- anskra barna sem teikiiikenn- arafélaginu verður send í skipt um, mun verða send til allra helztu kaupstaða á landinu er þar að kemur. Það er von s'jórnar félags- ins að sem flestir komi til sam starfs við hana um að gera þessa sýningu svo úr garði, að bún gefi sem sannasta hug- mynd um myndlistarhæfileika og myndræna tjáningu íslenzk- barna á aldrinum 10—15 ára, og stuðla þar með að því, ,að sýningin verði íslenzkri memingu til sem mests sóma, en hér er um að ræða fyrstu tdraun ril kynningar á íslenzk- ri myndlist í austurlöndum. Skemmtiferðir um Suðurnes. í SUMAR verður haldlð uppi skemmtiferðum um Suðurnes og verður farið á hverjum iaug ardegi kl. 13.30 frá Bifreiða- stöð íslands. Komið verður við í Keflavík, Garði, Sandgerði, Flugvallarhótelinu, Mcfnum, Reykjanesvita, Grindavík og síðast að Bessastöðum. Farar stjóri verður Gísli Guðmunds- son. Að þessum ferðum standa sérleyfishafar um Suðurnes, en það eru Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur, Áætlunarbifreiðaf Grindavíkur og Bifreiðastöð Steindórs. Fyrsta ferðin var farin síðastLðinn laugardag og komust að færri en vildu. Þó að dimmt væri yfir og fjallásýn lítil, kom hópurinn hinn ánægð asti úr ferðinni og alimiklu Framhald 3. siSu ssnrs AMBASSADOR Bandaríkj- anna í Ráðstjórnarríkjunum, I. E. Thompson, var boðið að koma fram í sjónvarpi í Moskvu í tilefiii af þjóðhátíðar- | degi Bandaríkjanna, hinn 4. júlí sl. Ambassadorinn flutti þar 15 mínútna ávarp og lagði áherzlu á þá ósk Bandaríkja- manna, að komið verði á frjálsri og óháðri frétta- og kynningarstarfsemi milli I Bandaríkjanna og Ráðstjórn- arrfkjanna og ferðamanna- straumur milli landanna verði óhindraður. „Við erum þeirrar skoðunar, að friáls straumur 1 frétta og upplýsinga sé gagn- legur, jafnvel nauðsynlegur, í skiptum okkar við önnur ríki. Margskonar ágreiningur rís Áldarafmæli Braufarholfskirk Tónlistarskóli Isafjarðar tíu ára NEMENDUR Tónlistarskóla ísafjarðar voru 56 í vetur og stai-faði skólinn með svipuðu sniði og verið hefir. Þó má geta þess að nú var í fyrsta sinn kenndur blokkflautuleikur. — Þetta var 10. starfsár skólans og hafa sömu kennararnir starf að við hann alla tíð. Tvennir vorhljómleíkar voru haldnir 28. og 29. maí og voru þeir fjöl- breytilegir og ánægjulegir að vanda. Skólaslit fóru fram í Alþýðu- húsinu laugardaginn 31. maí, og var jafnframt minnzt 10 ára áfmælisins. Athöfnin hófst með því að lúðrasveit skólans lék úndir s-tjórn Harry Herlufsen. Síðan flutti skólastjórinn, Ragnar H. Ragnar, ávarp, nokkrir ntemendur léku einleik á píanó og söngflokkur telpna söng undir stjórn Jónasar Tóm- assonar. . Þá fór fram. afhending verð- launa, sem öll voru gefin af ís- firzkura fyrirtækium og hlutu þau þessir nemendur: Messíana Marzellíusardóttir fyrir píanó- leik, Guðrún Hólmfríður Krist- jánsdóttir, Þorbjörg Kjartans- dóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Kristjana S. Kjartansdóttir og Asdís Ásbergsdóttir, allar fyr- ir tónfræði. Þegar skólastjórinn hafði svo sagt skólanum slitið, var minnzt 10 ára afmælis skólans, og stjórnaði liristján Tryggva- . son, klæðskerameistari þteirri I athöfn, en hann er formaður ! skólanefndar Tónhstarfélags ísafjarðar, sem rekur skólann I með s^yrk frá ríki og bæ. I Ræður fluttu: Birgir Finns- I son, forseti bæjarstjórnar, Björgvin Sigbvatsson, form. fræðsluráðs, Maríus Þ. Guð- mundsson, skrifstofumaður, Matthías Bjarnason bæjarfull- trúi og Kristján Tryggvason. Skólanum bárust veglegar uiafir og margar heillaóskir. Ræðumenn rómuðu allir hið mikla og árangursríka starf Ragnars H. Ragnar, og annarra kennara skólans, en auk Ragn- ars hafa kennarar verið þessir: Elísabet Kristjánsdóttir, Guð- mundur Árnason, Jónas Tómas son, Harry Herlufsen og Hjört- ur Jónsson, sem kenndi blokk- flautuleik sl. vetur. Sunnudaginn 15. júní sl. var fjölmtenni saman komið við Brautarholtskirkju á Kjalar- nesi, þar sem haldið var hátíð- legt aldarafmæli kirkjunnar. Biskupinn herra Ásmundur Guðmundsson prédikaði við guðsþjónustu í kirkjunni, og þjónaði hann ásamt sr. Garðari Þorsteinssyni prófasti fyrir alt- ari eftir prédikun. Sóknarprest urinn sr. Bjarni Sigurðsson á Mosfelli talaði og í kirkjunni. Þar rakti hann í stuttu máh sögu Brautarholtskirkju og gat þeirra presta, sem þjónað hafa við hann síðastliðna öld. Ný- stofnaður kirkjukór undir stjórn Gísla Jónssonar í Arnar- holti annaðist söng. Eftir messu bauð sóknar- nefnd kirkjugestum til kaffi- drykkju að Klébergi. Þar voru rausnarlegar veitingar fram reiddar, margar ræður fluttar og sönggleði mikil. Hófinu stjómaði formaður sóknar- nefndar, Ólafur Bjarnason í Brautarholti. Ekki er fullkunnugt um, hve nær Brautarholtskirkja hefir verið vígð. Hinn 11. iúlí 1857 ritar Jón Péíursson háyfirdóm- ari, sem þá var eigandi Braut- arholts, prófastinum, Ólafi Páls syni dómkirkjupresti, bréf, þar sem hann tjáir honum, að hann hyggist láta gjöra nýja timbur- kirkju í stað torfkirkjunnar, sem sé léleg orðin. Beiðist hann I leyfis prófasts að mega flytja kirkjustæðið úr kirkjugarðin- um og fram fyrir hann. Er ljóst af bréfabókum prófasts, að kirkjan hefir verið fullsmíðuð á ofanverðu ári 1857 eða önd- verðu ári 1858. Kirkjunni hefir ekki verið breytt í neinu veru- ltegu síðan, en mun jafnan hafa verið vel við haldið. Kirkjusmiðurinn var Eyjólf- ur Þorvarðsson, er skömmu seinna fluttisí að Bakka á Kjal- arnesi, en þar búa sonar sonar synir. hans. Eyjólfur smíðaði 4 kirkjur, og standa Þingvalla kirkja og Úlfljótsvatnskirkja enn auk Brautarholtskirkju. Fyrstur þjónaði við nýju kirkjuna sr. Helgi Hálfánarson síðar prestaskólakénnari. Auk hans hafa 10 prestar þjónað við þessa aldar gömlu kirkju lengri eða skemmri tíma. Má þar til nefna skáldmæringinn sr. Matt- hías Jochumsson, sem vígðist til Kjalarnessþings vorið 1867 og þjóna&i þar til hausts 1873. Hann bjó sem kunnugt er að Móum. Sr. Hálfdan Helgason prófastur að Mosfelli þjónaði við þessa kirkju lengur en nokk ur annar eða 30 ára skeið. Sem fyrr segir hsfir kirkj- unni ekki verið breytt í neinu verulegu, en við'haldi hennar hefir alla tíð verið sinnt vel. Nú seinustu misseri hefir ræki- leg viðgjörð farið fram. Nýr grunnur hefir verið steyptur undir hana, hún verið máluð smekklega í hólf og gólf og ný rafhitun lögð í hana. Þá hefir kirkjan yerið klædd nýju járni utan, svo að nokkuð sé nefnt. Girðing um grafreit hefir verið tendurnýjuð og nýtt sáluhlið smíðað. Öll þessi vinna er vönd uð og vel af hendi leyst, enda er kirkjan traust og hlýlegt hús. Söfnuðurinn er fámennur, þar sem til hans teljast aðeins 26 heimili. Engu að síður hefir viðgjörð og endurnýjun kirkj- unnar verið innt af hendi án þess að stofnað væri til skulda. Má enda segja, að flest. heimili sóknarinnar hafi látið meira og minna af hendi rakna til að gjöra kirkjuna svo vel úr garðí, sem raun ber vitni. Gjafir þeirra margra eru stórhöfðing- legar. Þá hafa og nokkrir gaml- ir Kjaln'esingar og aðrir unn- I endur kirkjunnar lagt fram I drjúgan skerf. Alls hafa kirkjunni þannig borizt að gjöf yfir 57 þúsundir króna í peningum, auk þess sem sóknarmenn gáfu yfir 50 dagsverk. Var og öll vinna að Framhald á 8. síðu milli landanna, vegna þess að þjóðirnar og ríkisstjórnirnar í heiminum eru illa upplýstar um atbuði í öðrum löndum“. Ambassadorinn lét. í Ijós á- nægju vegna hinna auknu skipta milli landanna á sviði mennta, vísinda og íþrótta, en bæíti við, að friáls upplýsinga starísemi væri „jafnvel enn mikilvægari.“ „Við hörmum, að meiri ár- angur hefur ekki náðst á þessu sviði,“ sagði hann. „Okk ur virðist t. d., að það væri báðum þjóðum til blessunar, ef þegnar beggja landa hefðu frjálsan aðgang að ritum og hlutlægum fréttum hins“. „Einnig vildum við gjarnan láta útrýma hinum svonefndu „lokuðu svæðum" til þess að afnema þær hömlur, sem nú eru á ferðum manna, og opna öll sund fvrir ferðum borgara annars- landsins í hinu.“ Ambassadorinn lauk máli sínu með því að fullyrða, að .stefna Bandaríkjanna miðaði að því að koma á varanlegum friði, sem byggðist á réttlæti og skilningi. Thompson er fyrsti Banda- ríkjamaðurinn, sem komið hef ur fram í sjónvarpi í Moskvu. Rússneski ambassadorinn í Bandaríkjunum, Mikhail A. Mensrikov, er aftur á móti góð kunnur sjónvarpshlustendum í Bandaríkjunum, þar eð hann hefur alloft komið fram í dag- skrá stær&tu sjónvarpsstöðva Bandaríkjanna. Loks má geta þéss, að ein stærsta banda- ríska sjónvarpsstöðin hafði við tal við Nikita Krústjov, áður en hann varð forsætisráðherra. Framhald af 5. síðu. nauðsynlega að hafa lögin,' að minnsta kosti á það að vera skylda þeirra. En þetta er samt ekki nóg, því að aðrir vegfarendur verða að kynna sér lögin og þsir þurfa því einn ig að geta átt kost á því að hafa sérprentun þeirra í höndunum. Ég álít ,að ekki nái nokkurri átt að prenta færri en tuttugu þúsund eintök, að senda öllum lögreglustjórum, bifreiðaeftir- litsmönnum og hreppsst.iórum bækinginn og að þeir sjái svo um að hann komist að minnsta kosti í hendur allra þeirra, sem fara með vélknúin farartæki. Mistök lögeglustjórans í Reykjavík eru slæm, því að maður vei’ður alltaf að geta Netlyrnar blómg NÝLEGA kom út á vegum Al- menna bókafélagsins, Netlurn- ar blómgast, teftir sænska skáldið og rithöfundinn Harry Martinson, Er það „júlí-bók“ íélagsins. Nétlúrnar blómgast er ein af kunnustu bókum þessa sænska ritsnillings. Hún kom fyrst út í Svíþjóð árið 1935 og var Þeg- ar þýdd á mörg tungumál. Má segja, að með þessari bók ’hafi Martinson getið sér þann orð- stír og vinsældir, sem hann hefur notið æ síðan að verðleik um. Svíar líta á hann sem einn af mtestu núlifandi rithöf undum sínum, og á hann nú Sæti í sænsku akademíunni. Netlumar blómgast fjallar um fyrstu tólf árin í lífi mun- aðarleysingjans Marteins Ólafs sonar, sem er enginn annar en Harry Martinson sjálfu. Þeg- ar hann er sex ára, devr faðir hans, og skömmu síðar hverfur móðir hans til Ameríku frá fimm börnum, stem hún lætur hreppinn um að annast. Þar hrekjast þau milli lægstbjóð- enda. Áður en Marteinn litli er tólf ára, hefur hann verið á fimm heimilum.- Hann fær í sig, en fer algerlega á mis við allan skining sem hvert barn hungrar og þyrstir teftir. Netlurnar blómgast er við- urkennd svo frábær sálarlífs- lýsing barns í nauðum, að hún eigi að því leyti fáa sína líka. Karl ísfeld rithöfundur hef- ur þýtt verkið á íslenzku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.