Tíminn - 27.06.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.06.1965, Blaðsíða 1
HANDBÓK VERZLUNAR MANNA áskpmftarsImi HANDBÓK VERZLUNARMANN A ÁSKRIFTARSÍMI taaæ teeae i66sa i MIKIL HATIÐ HESTAMANNA I DAG í tilefni af hinu mikla hesta mannamóti, sem fram fer í Skógarhólum í dag birtir Tím inn þessa fallegu mynd. Hestur inn á myndinni heitir Perla og er 8 vetra og drengurinn, sem hjá honum stendur heitir Jón Stefánsson og á heima á Sel- tjarnarnesi. Myndina tók eig andi hestsins, Falk Kinsky. Kinsky er mikill áhugamaður um hestamennsku og hefur tek ið margar myndir á hestamanna mótum og m. a. gerði hann kvik mynd af akstri í veðhlaupa- kerru, hinni sömu og Jón M. Guðmundsson á Reykjum stjórnar á hestamannamótinu í dag. Eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu hefst Skógar hólamótið stundvíslega kl. 1 í dag með hópreið inn á leikvang inn. SELIR MARETAST í NETUM VESTRA EJ—Reykjavík, laugardag. Bóndinn á Broddanesi í Stein- grímsfirði tjáði blaðinu í dag, að nokkuð hefði borið á því í sam- bandi við selveiðina þar, að mar- fló leggist á selinn í netunum. Verði því að gá að netuJium a.m.k. tvisvar á sólarhring til þess að koma í veg fyrir, að selurinn mar- étist. Selveiðin við Broddanes hófst síðar en venjulega, og var fyrst farið að leggja netin s. 1. mánudag. Veiðin er svipuð og venjulega, en nú verður að huga mun betur að netunum vegna þessarar hættu. Það hefur komið fyrir áður, að selir marétist. Einkum á það sér stað þannig, að veiðimennirnir, sérstaklega í ám og ósum, missa dauða seli, sem síðan rekur eftir einn til tvo daga. Hafa þeir þá ver ið á botni árinnar eða í fjöruborð. inu ,en eins og kunnugt er halda marflæmar sig á botninum. Óvenjulegt er, að selir í netum marétist. Þó hefur þetta komið einstaka sinnum fyrir á Brodda- nesi, áður en ekki í svo stórum mæli sem nú. Gerist það á þann hátt, að selurinn, og þó einkum ungir kópar, lenda neðarlega í netinu og hafa ekki kraft í sér til þess að koma upp og anda og kafna því. Síga þeir síðan niður á botn- inn, þar sem marflærnar ráðast á þá. Skinn af marétnum selum eru gjörónýt. Svo virðist sem selveiðin í ár verði svipuð og í fyrra. Blaðið hafði samband við bóndann á Skaftafelli í Öræfum, og sagði hann, að þar hefðu veiðzt 216 selir og væri veiðin svipuð og venju- lega. Selveiðin hófst þar 24. maí s.l. og er að mestu lokið. Blaðið hafði einnig samband við bændur við Þjórsá, og sögðu þeir, að heild araflinn væri svipaður og í fyrra en Skiptingin milli bændanna væri nokkuð öðruvísi cn áður. HUNDRUÐ LÁTAST ÚR SÓLSTING EJ—Reykjavík, laugardag. Trúnaðarmannaráð verkamanna félagsins Dagsbrúnar ákvað á fundi sínum í gærkvöldi, að boða tveggja daga verkfall 5. og 6. júlí n. k. hjá öllum olíufélögunum. Nær þetta til alls félagssvæðis Dagsbrúnar. Var viðkomandi aðil um tilkynnt um þetta verkfall í morgun. Blaðið hafði í dag samband við Guðmund J. Guðmundsson, vara formann Dagsbrúnar, og sagði hann, að þetta næði til losunar og lesturnar olíu, til dreyfingar á olíu og benzínafgreiðslu hjá olíustöðvunum. Einníg nær verk fall þetta til þeirra benzinsölu- stöðva, sem olíufélögin eiga sjálf, eða til allrar þeirrar vinnu hjá olíufélögunum, sem Dagsbrúnar- menn vinna. Þetta er liður í þeim skyndiað- gerðum og verkföllum hjá sérstök um aðilum hverju sinní, sem verka lýðsfélögin nota nú til þess að leggja áherzlu á, að hraða verði kjarasamningagerð. Guðmundur sagði, að um klukku stundar undirnefndarfundur hefði verið haldinn í gær, og var ann «r boðaður í dag, og þá með sátta semjara, en hann hefur til þessa ekki setið undimefndarfundi. Þá hafði blaðið samband við Guðjón Jónsson hjá Félagi Járn iðnaðarmanna, og sagði hann að málm og skipasmiðir hefðu verið á sáttafundi í gær og til kl. eitt í nótt. Sá fundur var árangurslaus. Hefur nýr fundur verið boðaður kl. 2 á mánudag. Guðjón sagði, að sólarhringsverkfall málm- og skipa smiða kæmi til framkvæmda, eins og boðað hefði verið, þann 29. júní, á meðan samningar hafa ekki tekizt. Lítið er að frétta af Austfjarða félögunum þrem, sem auglýst hafa kauptaxta. í Neskaupstað átti að vera fundur með verkalýðsfélag- inu og atvinnurekendum þar í fyrradag, en atvinnurekendur báðu um frest og hafði nýr fund- ur ekki verið boðaður, þegar blað ið frétti síðast. Sigfinnur Karls son sagði blaðinu, að atvinnurek endur virtust ekki sammála inn- byrðis um það, hvort semja ætti eða ekki. og væri sem stæði ekki gott útlit fyrir að neítt yrði sam ið. Myndi þá verkamenn halda fast við kauptaxt^sína. Hann sagði einnig, að ósamkomulag væri um gildistíma hugsanlegra samninga Virtust atvínnurekendur vilja fá tveggja ára samning, en verkalýðs félagið teldi sig ekki geta samið til svo langs tíma. Á Vopnafirði mun nú vera unn I ið eftir hinum auglýstu kauptöxt um, en ekkí hefur komið til tals að hefja samningaviðræður þar. Á Breiðdalsvík hafa atvinnurekend I ur óskað eftir viðræðum, og sem ' i Framhaid á 14 siðu NTB—Nýju Delhi, Iaugardag. Meira en eitt þúsund manns hafa látizt af völdum sólstings og kóleru víða í Indlandi. Kólera hefur geis að nokkuð lengi í Indlandi, en það var fyrst í dag, að nákvæmar fregn ir bárust til Nýju Delhi. f Assam- héraði hafa látizt 650 manns og frá því 1. júní hafa látizt 100 manns. Mikil hitabylgja hefur farið yfir norðurhluta Indlands og í Bihar héraði einu saman hafa látizt 200 manns af völdum sólstings, þar af 20 börn. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar af opinberri hálfu til að- stoðar bágstöddum fjölskyldum vegna þessara áfalla, en sums stað ar hefur stórt skarð verið höggvið í heimilin. SLEPPT11000 SILUNGSSEIÐUMI FiSKLAUST VATN - VEIÐIR NÚVEL JHM-Reykjavík, föstudag. Maður nokkur hér í bæ sieppti um 1000 silungsseið um í vatn, sem aldrei hafði fisk ur komið i, fyrir 3 árum. Um daginn renndi sami maður inn í vatnið, í fyrsta sinn. og fékk væna silunga. Umræddur maður er Friðrik Karlsson, sem á jörðina Hrísar norður í Víðidal. Þar eru fjög ur vötn, og eitt þeirra er um 500 m. á lengd og 200—300 á breidd. Friðrik fékk þá hug mynd að reyna að rækta þarna silung. Hann fór norður með 1000 seiði og 3 poka af rækju mjöli, sem hann setti í vatnið. Friðrik hefur ekkert gert fyrir staðinn síðan, en fór norður þann 17. júní s. 1. til að kanna árangurinn. Hann veiddi væna silunga, sem voru allt að 42 cm. á lengd. Seiðin sem hann sleppti voru upphaflega aðeins um 3% til 4 cm. á lengd. „Þetta sýnir það“, sagði Friðrik“, að það er mörg mat arholan sem bændur gætu rækt að á þennan hátt með litlum til kostnaði og fyrirhöfn.“ Hann sagði að seiðin og mjölið hefðu kostað sig á sínum tíma 1000 krónur, og hann ætli að halda þessu áfram, þar sem það bafi sýnt sig að það borgaði sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.