Tíminn - 27.06.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.06.1965, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 27. júní 1965 TÍMIWW arsókn eru meðal annarra: Oslo, Hamborg, Kiel, Berlin, Volgograd (áður Stalingrad) auk þess borgir í Afríku, Asíu, U.S.A. Canada og Ástralíu. En ekki hefur Reykjavík enn eign- ast þennan friðar- eða sátta- kross. Ekki stöðvaðist starf dóm- kirkjunnar, þrátt fyrir brun- ann. í tveim kapellum í kjall- aranum eða neðanjarðarhvelf- ingum hins forna guðshúss var komið upp starfsmiðstöðvum. Annarri fyrir söfnuðinn sjálf- an og nefndist In'in áfram Dóm kirkjan. En hin kapellan var nefnd Einingarkapellan. Og var strax markmið starfsins þar að sameina svo sem unnt væri starf allra kirkjudeilda og trúflokka. Þama var í 18 ár minnsta dómkirkja í heimi. En hreint ekki sú áhrifaminnsta, því þar fæddust fjöldi þeirra hugsjóna, sem nú eru orðnar að veruleika í listaverkum og starfsaðferðum hinnar núver- andi kirkju í Coventry. En auk þess var kirkjuleg starfsemi, messur, samkomur og altarisgöngur auglýstar und ir berum himni í kirkjurústun- um, þegar búið var að hreinsa til eftir eldsvoðann. Og það er nú orðið að fastri venju að messa þar með altarisgöngu við háaltarið „árla morguns með- an enn er dimmt“ á páskadag og klukkan - 7 á hvíta- sunnumorgun. Frá því endur- reisnarstarf kirkjunnar hófst, hafa gjafir streymt að hvaðan- æva úr heiminum. Margt af því eru dýrmæt listaverk, svo sem eins og Kristslíkneski eftir 17 ára skólapilt, Alain John, sem síðar féll í stríðinu, krossmark úr tinnudökkum ebenviði eftir 18 ára pilt í Tanganyika, font ur frá Kweitin í Kína, forn steinn ásamt peningum til inn- réttingar bókasafni kirkjunnar frá St. Nikulásarkirkjunni í Kiel. Svona mætti lengi telja. En ein merkasta gjöfin er þó þriggja tonna þungt sandsteins bjarg austan frá Betlehemsvöll um, þar sem hirðarnir vöktuðu hjörð sírw hin fyrstu jól. Var steinninn sjálfur og allur flutn ingskostnadur við hann gefinn af þeim aðilum, sem hlut áttu að máli. Hann er nú notaður sem skírnarfontur og tengir þannig hið elzta og yngsta upp haf kristninnar í Austurlönd- um og nýtízkulegustu kirkju nútímans í Vesturlöndum, gam alt og nýtt úr fjársjóði ald- anna, guðsríkið. Merkisgripur þykir einnig biblia frá Maríu ekkjudrottningu og hökull frá Hong-Kong. Svíar gáfu marm- ara í mosaik-gólf Bræðralags- eða Einingarkapellunnar og skrautglugga til norðurs í kvennakapelluna. Frá Canada komu 10 þúsund pund til orgel- kaupa. Af þessum gjöfum og útbún- aði rústanna til helgihalds fædd ust svo hugsjónir og fram- kvæmdir arkitektanna og húsa smíðameistaranna við byggingu hinnar nýju kirkju, sem vera skyldi litanía fyrirgefningar- innar eins og einhver þeirra orðaði svo. Þegar komið er inn i nýju kirkjuna vekur geysivoldugt Kristslíkneski fyrst og fremst athygli og minnir á, að það er fyrst og fremst Kristur. andi hans og boðskapur, sem þessi nýtízkulegi helgidómur á að flytja öllum Hann er upp- spretta friðar. fyrirgefningar og bræðralags. Þegar hugsað er til atburð- anna við eyðingu kirkjunnar 1940, verður mörgum efst i huga hatur og hefnd, sundrung og eyðilegging, sem kveikti bál það, sem brenndi borg og helgi dóm til ösku. Þess vegna skal allt hér nú minna á, að stað- urinn er miðstöð fyrirgefning- arinnar. ,,Drag því skó af fót- um þér.“ Fyrsti vísir til tíðagerða og guðsþjónustu varð, er opnuð var alþjóðleg miðstöð, ef svo mætti segja í lítilli kapellu í kjallara byggingarinnar. Það gjörði hinn frægi Berlínarbisk- up Otto Dibelíus í janúar 1960. Og á næsta ári kom hópur ungra, þýzkra sjálfboðaliða til í norðausturhorni nýju kirkj- unnar með tileinkuninni: „Kristur, hinn þjónandi.“ En þar hafa iðnfélög Coventry- borgar tekið höndum saman um allan útbúnað. Það skal enn tekið fram, að rústir og nýbygging mynda samræmda, fallega heild og er St. Miehael eða mynd hans, sem áður er getið aðaltengiliðurinn. Þess skal og getið, að allur vesturveggur kirkjunnar er úr gleri og birtast þar vold- ugar myndir af englum, kirkju- feðrum, spámönnum postulum og píslarvottum. speki hjartans, sem opfnberuð er smælingjum, þótt hún gæti dulizt spekingum og hygginda- mönaiim. Þessi hluti kirkj- unnar gæti líkt og leikhús á frjálslegan hátt sýnt það, sem erfitt væri að túlka í aðalskipi helgidómsins. Sé nú litið beint fram, blasir við veggteppið mikla frá Frakklandi, altaristaflan, Kristsmyndin volduga með 8 táknum, frumtáknum kristins dóms haglega felldum í ramma. sem virðist bæði ferhvrndur og sporöskjulagaður í senn. En tákn þessi, ljónið, drekinn, • - - starfa við kirkjubygginguna. Undir yfirskriftinni: „Fyrir- gefið,“ lögðu þeir til hliðar launuð störf sín í 6 mánuði til að vinna kauplaust við erfið verk nýbyggingarinnar. En aðrir söfnuðu fé heima í Þýzka landi og sendu þeim til efnis- kaupa. Þessir ungu menn 16 að tölu voru sem fulltrúar þýzku þjóðarinnar til að bæta það sem bætt yrði af hervirkj- um stríðsáranna og leggja grundvöll góðvildar og skiln- ings. Sá hluti, sem þarna var byggður, er þess vegna marg- falt áhrifaríkari til sátta en annars mundi og húsgögn öll eru gefin af ónefndum gefanda í Berlín, sem missti þar alla fjölskyldu sína í loftárás Breta. Einingar- eða bræðralagskap- ellan stendur því sem vitnis- burður þeirrar trúar og vonar, sem lýst er með orðunum: „All ir eiga þeir að vera eitt.“ Þetta var sá hluti kirkjunnar, sem fyrst var byggður. Allt annað í byggingarframkvæmd- um hefur svo orðið í framhaldi þessa upphafs. Og í þessum helgidómi skyldi engin aðgrein ing kirkjudeilda játninga né trúflokka vera gerð. „Þar skyldi Drottinn blessa samfé- lag allra trúaðra,“ eins og það er orðað í sameiginlegri yfir- lýsingu frá 1945, og síðar letr- að á stein í þröskuldi kapell- unnar 1960. Og mosaikgólfið er teiknað eftir sænska meistar- ann Einar Forseth, og gefið af Svíum, afhent af konungi þeirra og drottningu. En gluggarnir tíu í þessari kap ellu eru gjöf frá evangelisku kirkjunum í Þýzkalandi. Altar ið er í rauninni hringur i miðju. líkt og sól heilags anda. sem allir hinir marglitu og margbreytilegu fletir gólfsrns geisla frá. Frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlut- ir. Þá má geta iðnkapellunnar Það, sem yfirgnæfir þó allt í búnaði kirkjunnar er vold- ug kirstmynd á veggtjaldi yfir austurvegg kirkjunnar. yfir austurvell kirkjunnar. Það mætti teljast altaristafla gjörð í Frakklandi. Hún er 72 fet á hæð, 38 fet á breidd og er varla minna en tonn að þyngd. Hún er gjörð í miðalda- stíl og minnir á gamlar íslenzk- ar veggmyndir eða teppi, ofin eða saumuð. Hægra megin við inngöngu- dyr er svonefndur „Gluggi skírnarinnar.“ Hann er sam- felld litasymfónía, dýrðleg og fjölbreytt eftir teikningu John Pipers, en hann er frægur glermyndagerðarmaður. ,Ljómi ljóss, greyptur í liti, Ijómi ljóss, sem tákna skal heilagan anda, sem er frumþáttur alls myndskrauts." En þannig hef- ur einhver orðsnjall maður lýst þessu stórfenglega lista- verki. En undir þessum mikla og fjölskrúðuga glugga er einfald- asta og um leið sérstæðasta skart þessarar sérstæðu kirkju í beinni mótsetningu og þó samræmi, en það er steinninn stóri, bjargið frá Betlehem, ■skírnarfontur sá, sem áður er getið. En hann var eins og þegar er frá sagt, fluttur hing- að og settur upp sem gjöf allra, sem að því stóðu. Hann er frá stað við Betlehem, sem heitir Valley of Barakat, en það þýðir Blessunardalur. Beint andspænis fontinum eða bjarginu, er inngangur að Einingar- eða Bræðralagskap- ellunni. En það er líkt og leik- svið. Og er leiksvið í raun og veru. Hér á einmitt að sýna helgileiki, sýningar, sem túlka hin dularfyllstu sannindi trú arlífsins jafnt fyrir katólskum og mótmælendum, sannindi sem boða jafnt kristnum sem ekki kristnum. hina duldu fiskurinn, bikarinn, lambið o. s.frv., eru öll tekin úr kata- kombunum í Róm, þar sem.þær eru meitlaðar á veggina. Og þannig tengja þær hið fyrsta og síðasta, elzta og yngsta í þessu musteri nútímatækni og nýtízkustíls og sanna, að 2000 ár eru „eitt eilífðar smáblóm" Gluggarnir 10 á aðalskipi kirkjunanr dyljast beinni sjón. þegar inn er gengið, en áhrifin frá marglitrí birtunni sem inn um þá streymir, birtist hins vegar sem hviksjá í leynd ardómsfullum leik ljóss og skugga um allan helgidóminn á hvítum veggjum þessa mikla og háa- musteris og þá ekki síður í endurkasti ljóssins á dökku marmaragólfi hliðarálm anna. En gluggar þessir eru 70 feta háir og taka við tveir og tveir hver af öðrum frá fonti til altaris. Fyrsta parið, en þar er grænn litur yfirgnæfandi, táknar upphafið. >á eru næst rauðir sem tákna meðalgöngu eða samband Guðs og manns í sköpun hans. Hinir þriðju, marglitir, flytja boðskap um átök og baráttu Fjórðu gluggarnir, dimmbláir og purpurarauðir, lýsa þroska og fullkomnun, og hinii fimmtu og innstu í gullnum lit yfir altari tákna hin æðstu sannindi, guðdóminn. En glugg ar þessir eru sameiginlegt starf þriggja listamanna frá konunglega listaskólanum. en þeir heita Clark, New og Lee. Háaltarið er úr hamraðri steinsteypu — einfalt, traust. sterkt. í flestum kirkjum er það fagurlega skreytt, en hér hefur veggmyndin skreytingar hlutverkið, en altarið á hins vegar aðeins að tákna hinn frumstæða einfaldleika horn steinsins . Bak við altarið er kvenna- Kapellan. en til hægri við hana 9 er kapella fyrir einstaka biðj- endur, sem vilja í einrúmi eða því sem næst, flytja persónu- legar bænir. En kapella þessi er kapella Krists í Getsemane. Aðalskraut hennar er við innganginn, nokkurs konar málmskermur, sem myndar þyrnisveig eða kórónu með mörgum broddum löngum og stuttum á víxl. En yfirskrift og tilgangi þessarar bænastúku gæti verið vel lýst með orðun- um: „Þá birtist engill af himni, sem styrkti hann“. Þessi þyrnikóróna er gjöf frá konunglegum vélsmiðum og gjörð í vinnustofum þeirra. Einmitt þarna er líka inn- gangurinn að Kapellu hins þjónandi Krists og er hún raunar nefnd Iðnaðarmanna- kapellan og tengir hinar ýmvu iðnstéttir Coventry fyrr og nú kirkjulegum áhugamálum og framkvæmdum ,en á jafnframt að ná til að móta alla iðntækni heims, sem verður stöðugt meiri og víðtækari þáttur lífs á jörðunni Tæknin þarf fyrst og fremst að þjóna Guði i framkvæmdum og uppgötvun um, það skapar mest öryggi um alla framtíð Altarið í þessari kapellu er ljóst eikarborð, sem stendur á hringlaga steinstétt Á henni standa orðin: Eg er meðaj yðar eins og sá. er þjónar En á borðinu altarinu. er ekkert annað en tvær ljósastikur eins og snúðar í laginu tinnusvartar með kertum í Það ve’-ðu- ekkr tokið svo lýsingu a þessu stórkostlega afreki nútíma-tækni og listar sem nýja dómkirkjan i Coven- try er, án þess að minnast á orgelið en það er framan við kórinn. og er auðvelt að koma þar fyrir heilli hljómsveit við það beggja megin Hið sér kennilegasta við þetta volduga hljóðfæri eru orgelpípurnar sem kvíslast upp og vfu því líkt og lauígað og marggrein ótt tré. og eru þannig hluti af skreytingu kirkjunna t og kannske sá hluti te.m flestir veita fyrst athygli Það er leikið egeiið mik inn hluta hvers dags til yndis gestum helgidómsins. Það er lág, mjúk og hljóðlát tónlist og er líkt því. að tónarnir komi af himnum ofan en ekki frá orgelinu. þótt spilarinn sjáist sitja þar fyrii allra aug um. Orgelpípur sjást upp eftir 4 hæðurn á suðurvegg kórs- ins. En skrautið yfir hásæti biskups, gæti minnt á töframátt tónanna eða andans eldtungur. sem kvísluðust yfir alla. Er jafnframt hásætis himinn yfir tignarsæti biskups- ins og skal tákna þyrna í kór ónu hans. Kirkjuskrpið sjálft tekur um 2 þús. manns < sæti Krossinn yfir háaltarinu inn an við orgelið, er að vissu leyti eftirlíking sviðna krossins i rústum gömlu kirkjunnar og myndar það visst samræmi. Þessi kross er óreglulegur að iögun og algjörlega abstrakt að formi og stíl, gjörður úr silfri, en lagður gulli. og vegur 250 kílógrömm. Hann á að tákna sigurmátt og lífskraft upprisunnar, það. sem bjarg ast úr eldinum og aldrei deyr. Ég hef nú leitazt við að lýsa þessu furðuverki eða undri nú- tímabyggingalistar og trúar- lífs. En enginn getur skilið pað né notið þess til fulls án þess að sjá og skynja eigin augum. Það mundi og enginn Framhald á l4 síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.